Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. júní 1968 15 DAGUR AKUREYRAR Framhald af bls. 16 ánægju um leiS og þeir skoSa Akureyrardeildina. Akureyri á uppruna sinn að þakka siglingum og fiskveiðum, en iðnaður og verzlun eru burðar ásar atvinnulífsins í dag, bæjar- félagi, sem nú telur rúmlega 10.000 íbúa. Frá náttúrunnar hendi er prj’ðisgóð höfn á Akur- eyri. Hafnarsvæði bæjarins nær yfir 1170 m., en þar af eru 360 m. með 5 m. dýpi. Margt mælir því með þvi að Akureyri verði aðalumskipunarhöfn skipaflutn- inga til Norðurlands í framtíðinni. Á Akureyri hefur einnig verið komið á fót fyrirtaks þjónustu við sæfarendur, svartolia, dieselolía, áttavitastillingar, radíóþj ónusta, vatn og kostur er auðfengið og fyrirgreiðsla góð á Akureyri. Skipasmíðastöðvar, vélsmiðjur og fleiri fyrirtæki sjá um hvers kon ar viðgerðarþjónustu smárra og stórra hluta, sem skipum og sjáv- arútvegi til'heyra. Af þeim iðnfyrirtækjum sem eiga þátt í sýningardeild Akur- eyrar skal fyrst nefnd Slippstöð- in h.f., en hún er orðin stærsti atvinnurekandinn á Akureyri, að KEA einu undanskildu, og er hún . að hefja smiði tveggja 1000 rúm-1 lesta strandferðaskipa að tilhlut- an íslenzkra stjórnarvalda. Kaup- félag Ejrfirðinga minnir á tilveru skipasmíðastöðvar sinnar. útgerð- arfélagsins, hinnar nýju kjötiðn- aðarstöðvar og olíustöðvar. Auk þessara tveggja stórfyrirtækja sýna eftirtalin fjrrirtæki í sýn- ingardeild Akureyringa: Niður- suðuverksmðja Kristjáns Jónsson ar og Co., Útgerðarfélag Akureyr ar, Vélsmiðjan Atli, Nótastöðin, Oddi, Radíóvinnustofa Stefáns Halldórssonar, Póstbáturinn Drang ur og Síldarverksmiðjan í Krossa nesi. Á sýningunni er sérstök at'hygli lögð á hina nýju dráttarbraut, sem nú er vérið að Ijúka á Akur- eyri. Um mánaðamótin júlí-ágúst verður hægt að taka á móti ailt að 2000 lesta skipum í hina nýju dráttarbraut, en auk þess verða byggðar hliðarfærslur fyrir allt að 800 lesta skip. Slippstöðin h.f. annast rekstur dráttarbrautarinn- ar._ f sýningardeild Akureyringa hefur verið komið fyrir töflu sem sýnir með ljósmerkjum staðsetn- ingu iðnfyrirtækjanna er eiga þátt í sýningunni, ef þrýst er á þar til gerðra takka. í tilefni af Akureyrardeginum verður efnt til skemmtunar í Laugardalshöllinni M. 20,30 á miðvikudagskvöld. Þar kemur m- a. hin vinsæla hljómsveit Ingi- mars Eydal, ásamt söngvurunum Þorvaldi Halldórssyni og Helenu Eyjólfsdóttur. Eiríkur Stefánsson söngvari frá Akureyri, syngur ein söng wð undirleik 14 ára gamall- ar dóttur sinnar, Þorgerðar að nafni, en hún mun einnig leika einleik á píanó. Loks er þess að geta, að hin kunna söngkona, Sig rún Harðardóttir, sem stundar nám við Menntaskólann á Akur- eyrí syngur nokkur lög á skemmtuninni og væntanlega við allnýstárlegar kringumstæður. — Akureyringar eru mjög stoltir af hinni nýju og fullkomnu skíða- lyftu, sem reist hefur verið i Hlíð arfjalli og líklega vegna þess að stólalyftan er talin einkennandi fyrir framtakssemi AkurejTarbæj ar, hyggjast þeir láta Sigrúnu flytja sön,gva sína í eftirlíkingu af skíðalyftu, sem komið verður upp í Laugardalshöllinni. Má bú- ast við að heimsókn hinna kunnu akurejrrsku skemmtikrafta verði sýningargestum á sýningunni „ís- lendingar og hafið“ til hins mesta ánægjuauka. TSMINN SÍLDARUMBÚÐIR Framhald af bls. 16 I þeim kafla álitsins, er fjallar um flutning á síld og er til við- bót’ar því bráðabirgðaáliti. er áð- ur hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, er m. a. rætt um haus- unar og slógdráttarvélar fyrir síld veiðiskip, en nefndin telur sér ekki fært að mæla með neinni ákveðinni vél i þessu sambandi. A’ftur á móti telur hún nauðsyn- legt, að Sildarútvegsnefnd gefi út leiðbeiningarbækling um sildar- verkun um borð i veðiskipum. Þá er fjaJlað um hentugar um- búðir fyrir saltsíld, og segir þar, að augljosir „örðugleikar eru á notkun trétunna við söltun um borð í veiðiskipum. Telur nefndin, að brýna nauðsyn beri til að at- hug'að verði um aðrar hentugri umbúðir til þessana nota. Samkvæmt ósk nefndarinnar hefur sjávarútvegsmálaráðuneytið falið Rannsóknarstofnun fiskiðnað arins að hefj'a athugun á hentug- um umbúðum fyrir saltsíld, sem verkuð er um borð í veiðiskipum á fjarlægum miðum. Fyrirsj'áan- legt er, að þessar athuganir verði allkostnaðarsamar, þar sem kaupa barf margar tegundir umbúða, og sjálf athugunin hlýtur að mik'lu leyti að fara fram um borð í veiði skipunum. Ennfremur hefur sendiráðið í Osló eftir ósk nefndarinnar fram kvæmt könnun á hugmyndum í Noregi um umbúðir á saltsíld, og hefur Rannsóknarstofnuninni ver- ið sendar þær niðurstöður Gerir n-efndin sér vonir um að þess-ar ráðstafanir leiði til jákvæðs ár- angurs." Einnig fjallar nefndin um ísun sílda-r, og segir þar, að nefndin telji nauðsyn-legt að auka ísfram- leiðslu í frystihúsum á Norður og Ausburl-andi sv-o sem kostur er, ekki sízt á stöðum eins og Raufar höfn og Seyðisfirði. Mælir nefndin eindregið m-eð því. að ríkisvaldið styðji svo sem það telur frekast kleift aðgerðir til ísframleiðslu á þessum stöðum. Ein'nig telur nefndin nauðsjm- legt, að gerðar séu tilraunir með ísun síldar í kössum um borð í veiðiskipum. Leggur nefndin til, a-ð S'íid-arútvegsnefnd og Fiski- málasjóð verði í sameiningu f'alið að gera tilraunir til slíkra flutn- inga á ísaðri sil-d o-g veiti einstakl ingum styrk til slikra trlrauna í s-am-ráði við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. STÚDENTARÁÐ Framhald af bls. 1. hlutist til um, að sem fyrstl verði sköpuð aðstaða til ráð-! stefnuhalds hérlendis, svo unnt | verði að firra hina virðulegu | stofnun, Háskóla íslands, svo I óverðugum afnotum. I Stúdentaráð er æðsti aðili stúdenta í hagsmuna og menntamálum. Stúdent'aráð hefur ekki i hj’ggju að beita sér fyrir mót-1 mælaaðgerðum i. sambandi við l fyrirhugaðar ráðstefnur, enda! telur stúdentaráð nú sem áður, i að framivindu í mennta-.og hags I munamálum stúdenta sé bezt, borgið með má-l-efnalegri bar- ■ á-ttu“. > . f ___________________________ i - | STJÓRNSKIPULAGIÐ Framhald af bls. 7. stefnuna með iyrirmælum til aðil anna beint. Svo sundraðar eru byggðirnar að ekki er hæga að fylkja þeim saman í hópa, ne-ma með því að lögvernda samtök þeirra og vei-ta þeim fyrirfram gilda þjóðfélagsaðstöðu. Má segja að þefta sé algjörlega i samræmi við þá þjóðfélagsvenju, sem dreif býlið hefur kallað yfir sig, til að leysa hi-n ól-íklegustu verkefni eftir leiðum margþættrar stefnu- markandi löggjafar. Ef til vill er þetta skásta leiðin sem tiltæk er nú, að sporna við nýrri v-alda- röskun í þjóðfélaginu. Það verð- ur með þjóðfé-lagsforsjá að knýja byggðirnar til samstarf-s og skipu lags. Það furðulega er, að þetta er einn meginhlekkurinn úr stjórnskipulagi nágrannalandanna sem þjóðin hefur ekki tileinkað sér. Hiklaust má te-l-ja, að ef iðn- þróu-nin og togveiðitæknin hefði fest rætur á landinu, t.d. á síð- us-tu áratu-gum fj’rri aldar og Ame ríkuflutningarnir, sem þ-á voru rúmlega helmingur eðlilegrar þjóðar-fjölgu-nar frá 1860—1900, hefðu breytzt í bús-eturöskun úr sveit að t.d. Faxaflóa, þá hefði mönnum í upphafi þessar-ar aldar orðið Ijós hættan á byggð-asam- dræ-tti og ofvexti eins lands- hluta. Við slíkar aðstæður hefðu aldamótaamönnunum verið ljós sú byggðaþróun, sem þá bjó í skauti. Þessar aðstæður hefðu orð ið til þess að ýta undir þé-ttJbýlis myndun og kaupstaðaþróun í hverjum landshluta. Mikio UnvAL Hljómbveita 20 Ara reyimsla ■ 1 Ponic og Einar, Ermr, Astro og Helga, Bendix, Solo. Hljómsveit Biörns R Einarssonar, Sextett Jóns Sig., Trió, Kátir fé- lagar. Stuðlar, Tónar og Ása. Mono. Stereo. — Pétur GuSjónsson. Umboð Hl júmsveita I Sirvn-16786. Hljómsveitir j Skemmtikraftar sKRIFSTOFA SKEMMTIKRAFTA Pétut Fétursson. j 5lml I624B SíjtT- 51384 Hugdjarfi •'iddarinn i Mjög spennandi ný frönsk ! skilmingannynd í iituc. og sínemaseope. Aðalhlutverk: Gerrare Barry Sýnd fcl. 5 cg 9 islenzkur tsxtí Simi »'<544 Hjúskapur í hættu ÍDo Not Disturb) íslenzkir textar. Sprellfjorug og meinfvndin amerísk CineinaScope litmynd. Doris Day. Rod Tailor. Sýnd ki. 5 7 og 9 Fórnarlamb safnarans (The Collectors) íslenzkur texti Afar spennandi ensk-amerísk verðlaunakvikmynd i litum myndin fékk tvöföld verðlaun á kvikmjmdahátiðinni í Cannes, Samantha Eggar, Terence Stamp Sýnd kl 5 og 9 Bönnuð börnum Syngjandi nunnan Bandarísk söngvamynd íslenzkur texti Slm »1986 Hvað er að frétta, kisulóra Heimsfræg og sprenghlægileg ensk gaman mynd t Iitum. Endursýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Tónabíó Slm 31182 tslenzkur textl Einvígið i Djöflagjá Víðfræg og snilldarve) gerð ný amertsk myna i litum James Garner Sýnd kl 5, og 9 Bönnuð innan 16 éra 0/úmm Siml 50184 Greiðvikinn elskhugi ! Bandarísk gamanmynd i Utum [ með Kock Hudson Lesle Caron Charles Boyer Islenzkur texti Sýnd kl 5 og 9 Líkið í skemmti- garðinum Afar spennandi og viðburðar- rik ný þýzk litmynd með George Nader íslenzkur texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd fcl 5, 7 og 9 db ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HR0SMPT UWP Sýning fimmtudag kl. 20 Aðeins tvær sýningar eftir Nemendasýning Listdansskólans verður endurtekin föstud, kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20, Sími 1-1200. JÍÍl£lkFÉÍAfilf| Leynimelur 13 Sýning í kvöld kl. 20.30 Fáar sýningar eftir HEDDA GABLER Sýning fim-mtudag kl, 20.30 Fáar sýningar eftir Aðgnögumiðasalan 1 iðnó er opin fra kl 14 Sími 1 31 91. Sími 50249. Guli Rolls Roy bíllinn Ensk-bandarísk kvikmy-nd tek- in í litum og panavision Ingrid Bergman, Rex Harrison Shirley MacLaine íslenzkur texti Sýnd kl. 9 LAUGARAS m Slmar 32075. og 38150 Blindfold Spennandi og skemmtileg amerísk stórmynd i Utum og sinemascope Rock Hudson, Claudia Cardinale sýnd kl. 5, 7 og 9 íslenzkur texti Bönnuð börnum innan 12 ára slmi 22140 Hás-kólabió tiikynnir: Vegna óviðráðanlegra orsaka verður sýningum á Sound of Music frestað í nokkra daga. Fiskimaðurinn frá Galileu Heim-sfræg amerísk stórmynd tekin og sýnd í litum og 70 mm. Howard Keel Susan Kohner Endursýnd kl. 5 og 8,30. ÓPERAN Apótekarinn eftir Joseph Haydn Einnig atriði úr Ráðskonuríki, Fidelio og La Traviata Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson Sýnlngar i Tjarnarbæ. Fimmtudag 6. júní kl. 20.30 Sunnudag 9. júni kl. 20.30 Fimmtudag 13. júní kl. 20.30 Aðgöngumiðasala í Tjamarbæ frá kl. 5 — 7 sími 15171 Aðeins þessar sýningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.