Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. júní 1968 14 TIMINN ÞYTUR Framhald af bl's. 3. nefndur RauSur Ráru Bj'örnsdótt- mr. Hlér fara á eftir úrs'litin í hlaup uirnum: 250 m. skeið: 1. Hrollur Sigurðar Ólafss. 24,7 2. Móði Ingólfs Gúðmundss. 24,7 (sjónarmunur) 3. Vondís -Sigurj. Geirssonar 25,1 250 m. folahlaup. 1. Kommi Sæm. Ólafssonar 20,5 2. Lýsingur Ólafs Markúss. 20,5 (sjónarmunur) 3. Gustur Guðveigar Þorláks. 20,7 350 m. hlaup. 1. Faxi Magnúsar Magnúss. 28,0 2. Neisti Matthiasar Gunnl. 28,2 3. Gula Glett'a Brl. Sigurðss. 28,2 (sjónarmutnur) 800 m. hlaup. 1. Þytur Sveins K. Sveinss. 68,8 2. Reykur Jó'h. Kristjánsd. 70,0 3. Iirappur Ólafs Þórarinss. 71,6 í gær var einnig dregið í happ- drætti, sem Fákur efndi til ný- lega. Aðalvinningurinn kom á miða nr. 412, og handhafi miðans fær stríð'a'linn gæðing í sinn hlut. Skipsferð til meginlands Evrópu kom á miða nr. 1842, en flugferð fram og til baka frá Reykjavík ti'l Egilss'taða fyrir tvo kom á miða nr. 2263. SKÁK Framhald af bls. 12. lega um jafntefli í sinni skák, og sú varð einnig raunin í skák þeirra Addison og Uhlmanns. Skákum úr þriðju umferðinni var ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun, en þess má geta, að töluröð keppenda á mótinu er þessi. 1. Addison, 2. Uhlmann, 3. Freysteinn, 4. Byrne, 5. Andrés 6. Bragi 7. Szatoo, 8. Benóný, 9. Friðrik, 10. Vasjúkov, 11. Ingi R. 12. Taimanov, 13. Jóhann Örn, 14. Guðmundur, 15. Osíijic og 16. Jón Kristinsson. LOFTSKEYTAMANN .... Fra.m'hald af bls. 1. Iþó eigi meina en 150 'þúsund. Þá toefur dómsimálaráðuneytið leitað samvinnu við sovézk yfirvöld og Norðmenn um að sjómön'num á ásl. fiskiskipum verði látin í té læknisþjónusta frá skipum og stofnunum þessara þjóða, þegar aðstæður leyfa. Með þessum ráð stöfunum og ,,öðrum, er eðlilega fylgja á eftir, telur nefndin nægi- lega tryggt, að nauðsynleg læk.nis þjónusta vöi'ði á hinum fjarlægu miðum á sumri kom'andi". 2. Löggæzla. — Nefndin telur nauðsynlegt að varðskip verði á miðunum ti'l að forða árekstrum og tiTggja öryggi þeirra á annað toundirað skipa og utn 2000 manna. er á þessum miðum verð’a, ef sókn in verður svipuð og s. 1. ár. 3. Björgunarþjónusta. — Gert er ráð fyrir, að m.s. Goðinn láti þessa þjónustu í té eins og á s. 1. sumri. 4. Köfunarþjónusta. — Sú köfun arþjónusta, er veitt hefur verið frá Goðanum, hefur verið talin viðunandi undaníarin ár, og er þess að vænta að svo verði einnig nú í sumar. 5. Viðgerðar- og varahlutaþjón- usta á fiskileitar- og siglingar- tækjuin. — Þar sem mörg dæmi eru til þess, að skip hafi eytt mikl um tíma í siglingar til lands til þess að fá lagfærða bilun á fiski- leitar- og siglingartækjum, sem auðvelt væri að gera við úti á miðunum, ef þar væri til s'taðar viðgerðarmaður, telur nefndin brýna nauðsyn bera til að slík váðge-ð'ariþ.jónusta verði veitt á hinuim fjarlægu miðum. Telur nefndin nauðsynlegt, að um borð í varðskipi á þessum miðum verði veitt aðstaða fyrir viðgerðar- og varahl’utaþjónustu á þessum tækj um. LÍÚ mun sjá um ráðningu viðgerðarmanna, sem h'afa með sér tæki og varahluti til þjónustu við síldveiðiflotann fyrir eigin reikning. 6. Loftskeytaþjónusta. —, Reynsla s. 1. sumars var sú, að alls ó'full- nægja.ndi s'amband var milli síld- veiðiflotans á fjanlægum miðum og lands og telur nefndin brýna ÞAKKARÁVÓRP Hjartans þakkir færi ég öllum mínum kæru vin- um og vandamönnum, sem glöddu mig með gjöfum og vinarkveSjum á sjötugsafmæli sínu 20. maí s.I. Guðmundur Agnarsson, Blönduósi. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig, með gjöfum, heimsóknum og skeytum, á 75 ára af- mælisdaginn, þann 24. maí s.l. — Guð blessi ykkur öll. Benedikta G. Jónsdóttir, Eyri, Reyðarfirði. Jarðarför Guðnýjar Beinteinsdóttur frá Draghálsi fer fram að Saurbæ fimmtudaginn 6. júní kl. 2. Vandamenn. Móðlr okkar og tengdamóðir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir frá Fossi í Mýrdal, lózt að Borgarsjúkrahúsinu 2. júní 1968. Jarðarför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju, laugardaginn 8. júni kl. 10,30 árdegis. Börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð og Hluttekningu vlð andlát og jarðarför Þorbjargar Einarsdóttur, Efri Hól Vestur-Eyjafjöllum. Fyrir hönd aðstandenda, Andrés Auðunsson. nauðsyn bera til að lærður loft- skeytamaður sé staðsettur á mið- unum til aðstoðar við flotann. Kæimi þá einnig til 1'a.ngbylgjuvið- skipti, og gæti slikur loftskeyta- maður í flestum tilfellum verið í sambandi við íslenzka strand- stöð. Telmr nefndin óihjákvæmi- legt að þessi þjónusta verði um borð í áðurnefndu varðskipi. Um tilkynningarskyidu skipanna fjalla ■aðrir aðilar, og því engar tillög- ur um það gerðar. 7. Veðurþjónusta. — Veðurstofa íslands mun haga veðurspám fyr- ir flotann á líkan hátt og s. 1. sumar. Samkvæmt ósk nefndarinn ar er nú í athugun möguleikinn á að útvarpa veðurfregnum um út- varpsstöðina á Eiðum að nætur- lagi, og standa vonir til að úr því geti orðið. 8. Dælu- og slökkviþjónusta. — Nefndin telur rétt, áð fullkominn dælu- og slökkvibúnaður sé til staðar í þeim skipum, sem eru til aðstoðar flotanum hverj.u sinni. 9. Olíuflutningar. — Nefndin er sammála um, að nauðsynlegt sé að heimild verði veitl til verð jöfnunar á þeirri olíu, sem flutt yrði á fjarlæg mið, þannig að þessi olía yrði s'eld á sama verði þar og olía í landi, og að flutn- ingskostnaður úr landi til sikip- anna verði greiddur úr verðjö’fnun arsjóði. Nefndin telur állar likur benda til að þau þrjú skip, sem væntanlega munu flytja síld til bræðslu af miðunum í sumar muni að mestu geta annað flutn- ingum á þeirri olíu á miðin, sem nauðsyinlegt verður að flytja í öðrum skipum en veiðiskipum. 10. Vista- og birg'ðaflutningar. Þar sem útlit er fyrir, áð í sumar verði a. m. k. helmingi fleiri sild- arflutningarskip í flutningum frá miðunum til lands en s. 1. sumar, telur nef.ndin ekki sérstakra ráð- stafana þörf umfram það, sem hún hefur áður lagt til vegna vista- og birgðaflutninga á miðin. Telur nefndin, að hinn væntanlegi fjöldi flutningaskipa muni geta annað þessari þjónustu. UMFERÐARSLYS Framhald af bks. 1. meiri líkur eru fyrir surnum slysa tölum en öðrum. Að tilhlutan Framkvæmdanefndar hægri um- | ferðar hefur Otlo Bjömsson töl j fræðingur reiknað út, hverjar j slysatölur séu líklegar á hverjum ! árstíma, og er þá miðað við það ! umferðarástand, sem var árin j 166 og 1967. Niðurstaða hans er sú, að 90% , líkur séu á því, að á vegum í j þéttbýli sé slysatala á viku hverri : á þessum árstíma milli 58 og 92 j en í dreifbýli milli 10 og 32 að .; óbreyttu ástandi umferðarmála ; Þessi mörk eru köiluð vikmörk. i Nú reyndist s'lysatalan í þéttbýii - vera 67. Hún iiggur milli vikmark i anna 58 og 92. Af þvi er dregin : sú ályktun að slysatalan ss álí'ka j há og búast hefði mátt við, ef j engin umferðarbreyting hefði átt I sér stað. Slysatalan dreifbýli reyndist ! 6, en vikmörkin voru i0 og 32. ; Slysatalan er þvi neðan við lægri ; mörkin og er því minní en búa=t j hefði mátt við að óbreyttu um- íerðarásatndi. Þessa viku urðu í 6 tilvikum meiðsli á mönnum. Meiddust 7 menn. Með. hliðsjón af reynslu Svia þykir vera tilefni til að fylgjast betur en ella með tveimur tegund um umferðarslysa en það eru árekstrar Ökutækja á vegamótum í þéttbýli og slys. cr verða í dreif býli. þegar ökumenn ætla að mæt ast á vegum (en þó okki á vega mótum). í vikunni urðu 19 slys ökutækja á vegamótum í þéttbýli Vikmörk haf'a verið reiknuð fyt'ir þess hátt ar slys, og eru þau 11 og 33. Slysa ta'lan er því milli vikmarkanna. Á vegum í dreifbýli varð í vik unni eitt slys við að bifreiðir ætl uðu að mætast. Vikmörk fyrir þá tegund slysa eru 0 og 9, og er slysatalan á milli markanna. Hcfur í því ekki komið í ljós aukning á I þessum tveim tegundum umferðar ; slysa í fyrstu viku hægri umferð ar. ELDFLAUGAÁRÁS Framhald af bls. 1. Samkvæmt bandarískum heim- íildum er tilgangur loftárásanna á Sa.igon tvíþættar, með þeim hyggj ast Norður-Víetnamar reyna að fel'la stjórn Suður-Vietnam og lama um leið baráttuþrek Band'a- rikjahermanna jafnt sem stjórnar hermanna og fylla þá stríðsleiða. Það virðist sem Víetcong sendi hermenn sína í smáhópum, fimm og fimm í einu, inn í Saigoft og gefi þeim það hlutverk að valda sem mestri eyðiieggingu og ringul rei'ð með sem minnstu magni skot færa og mannafla. Þessir smáhóp ar dreifast víðs vegar um borgina, koma s'ér fyrir í rústum og yfir- gefnum húsum og halda uppi skæruhernaði. Stjórnarhermenn og Bandarikjamenn hafa átt í miklum erfiðleikum við að ráða niðurlögum þessara hópa, end'a erfitt við þá að eiga inni á miðju yfirráðasvæði eigin bandamanna U.S.A. Á mánudag urðu þau herfi legu mistök, að ein af þremur eld flaugum, sem skotið var úr band.a rískri þyrlu og beint að bækistöð Víetcongmanna, sprakk í suður- víetnamiskri heirstöð í Choilon, kín verska borgarhlutanum. Sprengj- an varð sex háttsettum yfirforingj um í her Suður-Víetnam að bana, þar á meðal lögreglustjóranum í Saigon, Nguyen van Luan og Van Cua ofursta, borgarstjóra í Sai- gon, en þeir tveir voru helztu stuðningsmenn Ky, fyrrum for- sætisráðherra. Samúel Berger, sem nú gegnir ambassadorsstörfum i Saigon, hef ur lýst yfir harmi sínum við Thieu forseta og Ky varaforseta vegna þessa hörmulega atburðar, sem ha.nn kvað hafa orðið sökum bilunar í tækniúfcbúnaði banda- rísku þyrlunnar. þús. milljónir kwstunda á ári, þeg ar fullum afköstum er náð. Til samanburðar má geta þess, að öll raforkuframleiðsla á Islandi nemur nú um 700 millj. kv.st. á ári og mun hún því meira en þrefaldast, þegar Búrfellsvirkjun er öll komin í notkun. Með frekari virkjunum fyrir of- an Búrfell, bæði í Þjórsá og Tungná, og með byggingu vatns miðlunar mannvirkja ofarlega í ánum, mun rekstraröryggi og hagkvæmni aukast. Þess vegna skiptir miklu máli, að hægt verði að halda virkjunum áfram sem allra fyrst. Hafa Landsvirkjun og Orkustofnunin unnið að könnun hagkvæmustu framhaldsvirkjana og ætti að vera hægt að ráðast í næstu virkjun að þremur eða fjórum árum liðnum, ef aukinn markaður fyrir iðnaðarork.u verð ur þá fyrir hendi. Benda þessar rannsóknir til þess, að líklegast sé, að næsta virkjun verði í Tungná við Sigöldu og mundi orku framleiðsla hennar verða svipuð núverandi Sogsvirkjunum saman- iögðum, eða um 500 millj. kw,- stundir á ári, án sérstakrar miðl unar. Ver'ði skilyrði til enn stærri virkjunar, er til athugunar að virkja við fossinn Dynk, ofarlega í Þjórsá, en þar mundi rísa orku ver á stærð við það, sem nú er verið að reisa hér við Búrfell. Mikilvægasta skilyrðið fyrir því að unnt hafi verð að hefja þetta nýja landnám til nýtingar á orku lindum íslands er þó enn ótalið, en það er vilji þjóðarinnar sjálfr ar og skilningur hennar á því hlut verki, sem iðnvæðing á grundvelli orku getur haft fyrir lífskjör henn ar og atvinnuöryggi. Stjórn Lands virkjunar treystir því, að hún njóti stuðnings beggja eignaraðila. í'íkisins og Reykjavíkurborgar. oi vinni að heill allra íslendnga, er hún beitir sér fyrir sem örastri þróun til aukinnar orkuframleðslu á Þjórsársvæðnu á komandi ár- um. BÚRFELLSVIRKJUN Framhal'd af bls. 1. reyna að lokka Albert Thorvaldsen ; á fund síns föðurlands. Einar sá i meira en hina rómantísku hlið vatnsaflsins Og fsiendingar þurfa ekki að kvaría um virkjun neins þess foss, sem veitt er inn á heim ilin, vinnustöðvar og verksmiðj- ur 1 mynd ijóss, hita og afls tíl batnandí lífskjara fyrir þjóðina, Dr. Jóhannes Nordal sagði í ræðu sinni: Þótt virkjunarframkvæmdir séu nú vel á veg komnar og allt bendi til þess, að þeim verði farsæl’.ega lokið á næsta ári að áliðnu sumri er bó enn “eysilega mikið verk óunnið. Ends erum vJr ekki sam an komin til þess í dag að fagna ; verklokum. heldur tii að marka ; með táknrænum hætti upphaf I verks, lagningu fyrsta steins mik i illar byggingar, þeirrar undir- | stöðu, sem verk framtíðarinnar i eiga að hvila á. Og það verk, sein hér er hafið er raunar rniklu meira en smíði þessa aflstiiðvarhúss, sem vér er- um stödd í. og nú er rétt hálfnað að ytri gerð, og það er jafnvel enn tneira en gérð allra þeirra mann- virkja, stíflugarða, flóðgátta, veitu skurða og jarðgartga, sem nær sjö hundruð menn. húnir fullkomnum laekjum, vinna að hér við Búrfell Slau-ð þ(“isa vei'kefnis má marka af því. að á þessn vatnasvæði mun vera um helmingur allrar þeirrar vatnsorku. sem líklegt er. að nokk urn tíma reynist hagkvæmt að virkja á íslandi, eða alls nær 10 SUNDLAUGAR Framhald af bls. 16 Strax og laugin var opnuð al- menningi, streyimdu þangað gesti.r úr öllum áttum, og uppiselt var á svipstundu. Látlaus straumur fólks hefur verið þangað þessa daga, og láta mun nærri að 7 þúsund manns hafi fengið sér sundsprett í þessari glaasilegu laug. Eins og sakir standa er aðeins hægt að selja 400 manns inn í einu, því að skápar eru ekki fleiri. Á hinn bógi'nn er nú unnið að útiskýli, með fatageymslu og vörzlu og með tilkomu þess verð- ur hægt að taka á móti rúmlega helmingi fleiri gestum. Gert er ráð fyrir að þetta rými verði tilbúið i næstu vitou. Sundlaugin er 50 metrar að longd og 22 metrar að breidd, en úc frá henni er útstoot, sem ætlað er börnum. Þá eru fjórar Snorra laugar fullgerðar, en þær verða alls sex. Gufuklefar verða einnig í mannvirkinu, en vinnu við þá er ekki lokið. Sundlaugin er opin frá kl. 7,30 til kL 21. S. U. F. Framhald af bls. 16. ingarinnar. Að þessum erind- um loknum verða almennar um ræður og málahópar munu fj'alla um einstaka þætti ráð- stefnuefnisins. Ráðstefnan ver'ður haldin á Hótel KEA og hefst báða dag- ana kl. 9,30 árdegis. Þátttaka í ráðstefnunni er heimil öllu áhugafólki um samvinnumál og • tilkynnist hún til skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykja- vík eða til Svavars Ottesen á Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.