Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.06.1968, Blaðsíða 9
MIÐVTKUDAGUR 5. júní 1968 TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar '18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán Innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Rekstrarfjárskortur atvinnuveganna í hinni ágætu ræðu, sem Einar Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins hélt í útvarpsumræðunum í vor, benti hann á þá staðreynd, að allir helztu atvinnu- vegir landsins, sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður, búa við tröllaukinn rekstrarfjárskort, enda væri það ein helzta hagfræðikenning núv. ríkisstjórnar, að svo ætti að vera. Einar sagði síðan: „Eitt margrómaðasta hagstjórnartæki ríkisstjórnarinn- ar eru ráðstafanir 1 peningamálum, sem aðallega hafa lýst sér í því tvennu, annars vegar að minnka endurkaup afurðavíxla og hins vegar að draga úr ráðstöfunarfé við- skiptabankanna. Um fyrra atriðið má rifja það upp hér, að á fjögurra ára tímabilinu 1956—1959 var heildarverð- mæti útflutnings að meðaltali 1.0Í0 millj. kr. hvert árið, en á sama tíma var mánaðarlegt meðaltal endurkeyptra víxla 560 millj. kr. Sé litið á annað fjögurra ára tímabil 1964—1967 eru tilsvarandi tölur 5100 millj. kr. og 960 millj. kr. Með öðrum orðum hafa endurkaupin aðeins tvöfaldazt meðan útflutningur hefur meira en fimm- faldazt. Skyldi ekki atvinnuvegina muna um annað eins og þetta? Um síðara atriðið má einnig rifja það upp, sem raunar hefur verið gert áður í þessum umræðum, að almenn binding sparifjár nemur 30% af innlánsaukn- ingu, kaup bankanna á ríkisskuldabréfum nema 10% af sama stofni og áreiðanlegar upplýsingar eru fyrir hendi um það að langmestur hluti af því fé, sem varið er til kaupa á spariskírteinum ríkissjóðs kemur úr bönk- um og sparisjóðum. Til þess að gefa örlitla hugmynd um það, sem hér um ræðir, skal þess getið, að í árslok 1959 var skuld við- skiptabankanna við Seðlabankann 993 millj. kr., en inneign þeirra á viðskiptareikningi 72 millj. kr., þannig að á þessum tíma lagði Seðlabankinn viðskiptabönkun- um til fé, sem nam 920 millj. kr. í árslok 1967 lítur þessi mynd allt öðru vísi út. Þá var skuld viðskiptabank- anna við Seðlabankann 1734 millj. kr. en vegna inn- lánsbindingarinnar voru innstæður þeirra 2.060 millj. kr. Þannig var mismunurinn 324 millj. kr. á hinn veg- inn — viðskiptabankarnir lögðu fram meira fé en þeir fengu. Þegar þetta er skoðað, verður einnig að hafa í huga, hvað krónan hefur breytzt á þessu tímabili og svo hitt, sem ég áðan nefndi, að fjármagn það sem ella mundi vera til ráðstöfunar hjá viðskiptabönkum landsins hef- ur í vaxandi mæli verið tekið til annarra nota.“ Einari Ágústssyni fórust að lokum svo orð um þessa rekstrarlánastefnu ríkisstj órnarinnar: „Afleiðing þessarar stjórnarstefnu er auðsæ: Rekstr- arfjárskortur háir öllum atvinnurekstri og fyrirtækin eru rekin af vanefnum. Þannig verður allur rekstur dýrari og óhagkvæniari en vera þyrfti. Forstöðumenn fyrirtækja beita miklum hluta orku sinnar í það, að verjast áföllum og eða allt of miklum tíma í biðstofum bankanna í von um einhverja fyrirgreiðslu. Stjórnin télur sig sterka, en atvinnulífið er veikt, og stjórn, sem þannig heldur á málum hlýtur ávallt að standa á brauðfótum, hvað sem allri sjálfsblekkingu líður.‘ ERLENT YFIRLIT Neyðarástandslögin auka óvissu í vestur-þýzkum stjórnmálum Sennilegast a3 þau veiki aðstöðu jafnaðarmanna iSÍÐASTLIÐINN fimmtudag samlþykkti neðri deild vestur- þýzka þingsins, er. jafnan er liti'ð á hana sem aðaldeild þess, sérstök lög um neyðarástand. Áður höfðu farið fram langar og strangar umræður í deiid- in.ni og mótmælafundir verið haldnir víðsvegar um landið. Við lokaafgreiðslu málsins í neðri deitdinni, sem fór fram á fimmtudaginn eins og áður segir, féliu atkvæði þannig, að 384 þingmenn greiddu at- kvæði með lögumum, en 100 á móti. Móti lögunum greiddu at kvæði allir yiðstaddir þing- menn Frjálslynda flokksins, 48 að tölu, og 52 þingimenn Jafn- aðarmannaflokksins, þótt stjórn flokiksins og meirihluti þingmanna hans s'tæðu að lögunum. Lögin verða nú tekin til meðferðar í efri deild þings ins og er ráðgert, að þau verði endanlega afgreidd þaðan 14. þ. m. Tali'ð er vist, að þau hljóti tilskildan meirihluta þar eða 2/3 hluta atkvæða. BINiS og nafn þessara laga bendir til, fjalla þau um að- gerðir, sem gera skuli, ef slíkt ástand skapast, að lögum og reglum verður ekki haldið uppi með venjulegum hætti. Það er liðinn meira en ára- tugur síðan þáv. ríkisstjórn, sdm var undir forustu Adenau- ers, hóf að beita sér fyrir slíkri lagasetningu og var hún eink- um rökstutt með tveimur á- stæðum. Önnur ástæðar. var sú, að þessara laga væri þörf í Vestur-Þýzkalandi ekki síður en í flestum öðrum lýðræðis- löndum, þar sem slík. lög eru í gildi. Hin ástæðan var sú, að meðan slík lög væru ekki fyrir hendi. áskildu hernáms- veldin þrjú (Bandaríkin, Bret- land og Frakkland) sér rétt til að grípa inn í, ef stjórnleysis- eða upplausnarástand skapa'ð ist í Ves tu r-Þýzk a 1 a n di. Ríkis- stjórnir þessara landa hafa nú tjáð, að þær muni afsala sér þessum rétti, ef Vestur- Þjóðverjar setja sjálfir lög um þetta efni. Því hafa talsmenn þessara lagasetningar túlkað hana sem sjálfstæðismál ö'ðr- um þræði. ÞEGAR stjórn Adenauers flutti fyrst frumvarp um slíka lagasetningu, sætti það öfl- ugri andstöðu meðal jafnað- armanna, sem þá voru í stjórn arandstöðu. Þeir neituðu að vísu ekki nauðsyn slíkra laga, en töldu frumvarpið veita rík- isstjórninni alltof víðtækt vald. Mótstaða jafnaðarmanna kom í veg fyrir, að frumvarpið næði fram að ganga, þar sem slík lagasetning er talin einskonar viðauki við stjórnarskrána og þarfnast því 2/3 hluta at- kvæða í þinginu. Bftir að sam stjórn kristilegra demókrata og jafnaðarmanna komst á lagg irnar var hafizt handa um þetta mál að nýju og reynt að ná Willy Brandt, foringi jafnaðarmanna um það samkomulagi milli flokkanna. Þetta tókst að lok um, en þó náðist ekki óskiptur stuðningur jafnaðarmanna, eins og kom fram við loka- afgreiðsluna í neðri deildinni og áður er sagt frá. BINS og þessi lög eru ráð- gerð nú, ganga þau miklu skemmra en frumvarpið, sem stjóm Adenauers lagði upp- haflega fyrir þingið. Sam- kvæmt því fékk sambandsstjórn in í Bonn mj’ög víðtækt vald. Hún gat ákveðið, hvað telja bæri neyðarástand og síðan gert margháttaðar ráðstafanir. Samkvæmt frumvarpi því, sem nú liggur fyrir, verður þingi'ð að ákveða með 2/3 hlutum atkvæða að neyðar- ástand sé ríkjandi og þá fyrst taka ákvæði laganna gildi. Sér stök nefnd, sem kjörin er af þinginu, ákveður síðan til hvaða ráðstafana skuli gripið. Þær mega hins vegar verða mjög víðtækar. Það má t. d. kveðja óbreytta borgara í eins konar neyðarþjónustu og fela hermönnum að vinna ýmis borg araleg störf. Þá má beita sínjahlerunum, framkvæma skoðun á pósti o-s.frv. Sérstak- lega er tekið fram, að ekki megi lýsa yfir neyðarástandi vegna venjulegra verkfalla. Talsmenn þessarar lagasetn ingar benda á, að í mörgum lýðræðisríkjum, t. d. Svíþjóð og Bandaríkjunum, séu í gildi neyðarástandslög, er gangi miklu lengra. Þá hafa þeir bent á, að slík lög séu fyrir hendi í Frakklandi, en de Gaulle hafi þó ekki gripið til þeirra vegna þess ástands, sem hefur ríkt þar að undanförnu. ÞEIR, sem hafa beitt sér gegn þessari lagasetningu, hafa ekki sízt bent á slæma reynslu Þjóðverja af slíkum lögum í táð Weimarlýðveldisins á árun um 1919—33. Þá voru í gildi neyðarástandslög, sem veittu sambandsstjórnin-ni mjög víð- tækt vald. Forsetarnir voru líka fúsir til að bei-ta þeim. Ðbert beitti þeim 130 sinn-um og Hindenburg 120. Hinden- burg notaði sér ákvæði þeirra til að fela þeim Franz von Papen og Kurt von Sehleioher stjórnarmyndanir, sem fóru í bága við þingræðið. Hitler not aði sér heimild þessara laga til að gefa út 28. febrúar 1933 sérstaka reglugerð um baráttu geg.n kommúnstum, en þeirri reglugerð beittu nazistar gegn andstæðingum sínum yfirleitt og ruddu sér þannig leið til valda. Margir andstæðingar þess- ara laga ganga svo langt, að telja þau líkleg til a'ð verða upphaf nýnasistískrar stjórnar í Vestur-Þýzkalandi. Bæði Rúss ar og Áustur-Þjóðverjar hafa tekið undir þann málflutning. AÐRIR, sem hafa beitt sér gegn þessum lögurn, hafa láti'ð í ljós þann ugg, að þau verði til að veikja jafnaðarmenn, sem hafa beðið hvern kosninga ósigurinn öðrum meiri að und- anfömu. Áframhaldendi tap þeirra geti leitt til þess, að þeir dragi sig úr ríkisstjórn- inni, líkt og sósíalistar hafa g-ert eftir kosningarnar á Ítalíu. Ef jafnaðarmenn dragi sig úr stjórnin.ni, geti orðið örðugt að mynda þingræðisstjórn í Vestur-Þýzkalandi. Vafasamt er, að Frjálslyndi flokkurinn treysti sér til að fara aftur í stjórn með kristilegum demó- krötum. Svo geti þá farið, að kristilegir demókratar telji sig verða að leita stuðnings nýnazista, sem sennilega verða orðnir þingflokkur eftir kosn ingamar næsta haus-t. Víst er það, að stjórnmála- h-orfur eru nú mj-ög óvissar í Vestur-Þýzkalandi. Ef sam- starf kristilegra demókrata og jafna'ðarmenna rofnar, getur margt skeð. Neyðarástandslög in draga ekki úr þessari ó- vissu, þar sem þau eru líkleg til að veikja jafnaðarmenn. Þ.Þ. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.