Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN Írafár er vinsæl meðal barna og unglinga, en mikill áhugi var meðal barna á Húsavík á tónleikum sveitarinnar á Fosshóteli Húsavík á dögunum. Hljómsveitin stóð vel undir væntingum og fékk Birgitta áhorfendur til að syngja með lögum sveitarinnar. Að tón- leikunum loknum áritaði hljóm- sveitin plaköt og geisladiska fyrir börnin. Þá vildu margir fá Birgittu til að vera með sér á mynd sem hún og gerði af sinni alkunnu ljúf- mennsku. Reinhard Reynisson bæjarstjóri færði Birgittu gjöf frá Húsavík- urbæ, sagði það þakklætisvott til hennar þar sem hún héldi mjög á lofti sínum heimabæ sem og gildi fjölskyldunnar auk þess sem hún væri góð fyrirmynd æskunnar í landinu. Það voru nokkur fyrirtæki á Húsavík sem buðu yngri kynslóð bæjarins upp á þessa tónleika og voru þeir mjög vel sóttir, bæði af börnum og svo foreldrum þeirra sem virtust vera með á nótunum jafnt og börnin þegar sveitin spilaði lögin af nýju plötunni. Birgitta í Írafári vinsæl á heima- slóðum Hljómsveitin Írafár náði upp mjög góðri stemmningu á Húsavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Mikil ásókn var hjá börnunum í að fá áritun á plaköt og geisladiska hjá Birgittu og félögum hennar í Írafári. SAMTÖK verslunar og þjónustu (SVÞ) telja að leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruversl- ana, sem Samkeppnisstofnun gaf ný- lega út, sýni „eindæma forræðis- hyggju af hálfu stjórnvalda gagnvart frjálsum og eðlilegum viðskiptum þeirra sem í hlut eiga“. Samtökin telja að nær væri að aðilar settu sér sjálfir viðskiptareglur án afskipta hins opinbera. „Ef svo fer sem nú horfir hlýtur ríkið að setja viðskiptareglur á önn- ur fyrirtæki í landinu eins og sjáv- arútvegsfyrirtæki, iðnfyrirtæki, tryggingafyrirtæki, banka, fjármála- fyrirtæki, og aðra sem hingað til hafa notið frjálsra viðskipta innan ramma samkeppnislaga,“ segir í yfirlýsingu frá SVÞ. Samtökin telja að fordæmið sem þessar reglur gefi hljóti að vera áhyggjuefni fyrir viðskiptalífið í landinu. Bent er á að í reglunum segi: „Þó hér sé fyrst og fremst um leiðbeinandi reglur að ræða er rétt að benda á að það kann að fara gegn samkeppnislögum ef fyrirtæki með verulegan markaðsstyrk nýtir þann styrk til að semja sig frá þeim ákvæðum reglnanna sem hér fara á eftir.“ Um þetta segir í ályktun SVÞ: „Þar með er kveðið á um að regl- urnar séu annað og meira en leið- beinandi því ef ekki er farið eftir þeim geti það varðað viðurlögum samkvæmt samkeppnislögum.“ Kannast ekki við ósætti milli smásala og birgja Í reglunum er m.a. kveðið á um hvert innihald samninga matvöru- verslana og birgja á að vera. „Nú er það svo að í nokkrum tilvikum eru í gildi samningar á milli smásala og birgja um þeirra viðskipti. Með nýju reglunum má ætla að þeir séu fallnir úr gildi ef innihald þeirra er ekki í samræmi við reglur Samkeppnis- stofnunar, þó svo að báðir aðilar séu fullkomlega sáttir við samninginn. SVÞ hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að samskipti smásala og birgja séu nær undantekningalaust vinsamleg, enda beggja hagur að svo sé. Hafi einhverntíma verið ósætti meðal þessara aðila er það ekki svo í dag. SVÞ gáfu út Siðareglur fyrir inn- kaupamenn verslana, fyrir rúmum tveimur árum, sem flestar stærri matvöruverslanir starfa eftir í dag, eða hafa til hliðsjónar við innkaup. Þær voru gerðar að breskri fyrir- mynd og lagaðar að íslenskum að- stæðum. Reglur Samkeppnisstofn- unar eru hins vegar óþjálar og íþyngjandi fyrir samnings- og við- skiptafrelsi matvöruverslana og birgja. SVÞ fagna því hins vegar að Sam- keppnisstofnun skuli hafa horfið frá þeim fráleitu ákvæðum sem voru í drögum að reglunum sem send voru til umsagnar sl. vor þar sem ákvæði var um að matvöruverslunum væri ekki heimilt að versla við aðra en inn- lenda birgja, nema þeir gætu lagt fram sannanir um að þeirra vörur væru dýrari en birgja erlendis.“ SVÞ vilja að nokkur atriði í regl- unum þurfi að skoða nánar þar sem þau orki tvímælis. „Reglurnar grípa inn í samnings- frelsi og viðskiptafrelsi sem gildir lögum samkvæmt. Óljóst er hver lagaleg staða hinna leiðbeinandi reglna er. Ekki verður séð að þær geti verið bindandi fyrir samningsaðila þó þess sé getið í regl- unum. Ekki verður séð hver ástæða eða þörf þess er að setja slíkar reglur að- eins fyrir viðskipti birgja og mat- vöruverslana fremur en viðskipti annarra viðskiptagreina. Ákvæði 2. gr. um skriflega við- skiptasamninga víkur frá þeirri meginreglu að munnlegir samningar séu jafnréttháir skriflegum samn- ingum. Ákvæði 4. gr. kveður á um kostnað við kynningar- og markaðsstarf. Ekki verður séð hvers vegna hið op- inbera þurfi að setja reglur um skipt- ingu þessa kostnaðar milli samnings- aðila þar sem um er að ræða hluta almennra viðskiptaskilmála sem mönnum er frjálst að semja um. Sama er að segja um 5. gr. þar sem settar eru reglur um hvernig hillu- uppröðun skuli háttað.“ Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna nýjar reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana Sýna eindæma forræð- ishyggju stjórnvalda UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landlæknisembættið hafi með bréfi sínu til fyrirtækis, sem fékk sendan lyfjalista fyrir mistök úr apóteki Lyfju í sumar, gengið lengra en því var heimilt sam- kvæmt lögum. Í bréfinu var m.a. staðhæft að framkvæmdastjóri fyr- irtækisins hefði dreift viðkvæmum persónuupplýsingum, þ.e. því hald- ið fram að framkvæmdastjórinn hefði komið lyfjalistanum til fjöl- miðla. Þá kom fram í bréfinu að embættið teldi að framkvæmda- stjórinn hefði brugðist trúnaði við tiltekna sjúklinga. Í niðurstöðu Umboðsmanns Al- þingis segir: „Það fellur […] utan lögbundins hlutverks landlæknis að tilkynna aðila á borð við fram- kvæmdastjóra X ehf. [innskot blaðamanns: nafn fyrirtækisins kemur ekki fram í umfjöllun um- boðsmanns] að embættið telji hann hafa brugðist trúnaði við tiltekna sjúklinga og jafnframt að stað- hæfa, án sérstakrar rannsóknar, að hann hafi staðið að því að dreifa viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er því niðurstaða mín að emb- ætti landlæknis hafi gengið lengra í þessu máli en gat samrýmst því hlutverki sem embættinu er falið í lögum.“ Sendur fyrir mistök Forsaga málsins er sú að lyfja- listi úr apóteki Lyfju var í sumar fyrir mistök sendur með símbréfi til títtnefnds fyrirtækis en Lyfja- stofnun hafði óskað eftir því að fá listann sendan. Að því er fram kemur í gögnum Umboðsmanns Alþingis uppgötvuðust mistökin fljótlega og því þegar haft sam- band við umrætt fyrirtæki og þess óskað að listanum yrði eytt. „Framkvæmdastjóri X ehf. hafði hins vegar boðsent listann til Per- sónuverndar, að höfðu samráði við lögreglu og framkvæmdastjóra Persónuverndar,“ segir í gögnum Umboðsmanns Alþingis. „Um- ræddur listi barst síðar í hendur fjölmiðla og varð nokkur frétta- flutningur vegna málsins.“ Nokkru síðar barst fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins bréf frá landlæknisembættinu, þar sem segir m.a.: „Mistökin við mynd- sendinguna munu hafa uppgötvast mjög fljótt og í ljós komið að myndsendingin hafði borist þínu fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum apóteksins var þegar haft samband við fyrirtækið og rækilega útskýrt að um alvarleg mistök væri að ræða, trúnaðarupplýsingar höfðu verið myndsendar á rangt númer og óskað var mjög eindregið eftir því að umræddum lista yrði eytt. Var það skilningur starfsmanns apóteksins að brugðist yrði við beiðninni á þann hátt sem farið var fram á. Það kemur síðan í ljós að ekki var orðið við þessari beiðni af þinni hálfu. Þvert á móti brást þú þeim trúnaði sem farið var fram á við þig og munt þú hafa staðið fyrir því að dreifa þessum viðkvæmu persónuupplýsingum.“ Landlæknir taki málið fyrir að nýju Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins kvartaði yfir þessu bréfi til Umboðsmanns Alþingis og hélt því m.a. fram að með bréfinu hefði landlæknisembættið farið út fyrir valdheimildir sínar. Í niðurstöðu sinni segir Umboðsmaður Alþingis m.a., auk þess sem áður hefur komið fram, að ekki verði séð að embætti landlæknis hafi látið fara fram sjálfstæða rannsókn á atvik- um málsins og m.a. gefið fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins kost á því að tjá sig áður en embættið sendi honum umrætt bréf. „Ég beini þeim tilmælum til landlæknis að hann taki mál þetta til með- ferðar að nýju, komi fram ósk um það frá A [framkvæmdastjóra fyr- irtækisins].“ Umboðsmaður Alþingis fjallar um bréf frá Landlæknisembættinu Gekk lengra en heimilt var sam- kvæmt lögum EINN ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Akureyri snemma í gærmorg- un. Við yfirheyrslu kom í ljós að maðurinn var ökuréttindalaus og hafði einmitt verið sviptur réttindum vegna ölvunarakst- urs, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri. Tekinn próflaus og ölvaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.