Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 29. desember 1945: „Athug- um lítilsháttar hvernig geng- ið er frá framboðslistunum. Það eru kjósendur sjálfir, sem hafa valið fulltrúana á framboðslista Sjálfstæð- ismanna. En það er þrengsta flokksklíka kommúnista, sem hefir gengið frá lista Sósíal- istaflokksins. Hún spurði ekki um óskir fólksins. Það fjekk engu ráðið um val manna á listann. Því er sagt, að segja já og amen við öllu, sem flokksklíkan gerir. Það er rússneska aðferðin. Auðvitað sjer almenn- ingur, að hjer er reginmunur á aðferðum. Þetta finnur Þjóðviljinn. Þess vegna hefir hann kosið þögnina um sinn eigin framboðslista.“ 29. desember 1965: „Vit- anlega greinir menn æv- inlega á um orsakir styrjalda. Um hitt getur menn ekki greint á, að þær hafa verið og eru mesti bölvaldur mann- kynsins. Ofbeldi og kúgun í einhverri mynd er oftast frumorsök styrjalda. Höf- uðtakmark lýðræðis er hins vegar að útrýma valdbeit- ingu, í senn innan einstakra þjóðfélaga og í viðskiptum þjóða í milli. Grundvallarhug- sjón Sameinuðu þjóðanna er að útrýma styrjöldum með því að koma í veg fyrir að til valdbeitingar sé gripið til þess að leysa ágreiningsmál á alþjóða vettvangi. Fram- kvæmd þessarar hugsjónar á vafalaust langt í land.“ 29. desember 1985: „Árás arabískra hryðjuverkamanna á saklausa borgara í flug- höfnum við Róm og Vín- arborg á þriðja í jólum er níð- ingsverk, sem ríkisstjórn Ísraels segist ætla að hefna. Sjö eða átta ódæðismenn köstuðu handsprengjum og létu vélbyssuskothríð dynja á viðskiptavinum ísraelska flugfélagsins El Al. Sumir sjónarvottar segja að vísu, að skotið hafi verið á allt sem fyrir var. Í Róm féllu 14 manns og 3 í Vínarborg, en rúmlega hundruð særðust. Árásirnar voru gerðar sam- tímis á flugvöllunum. Svo virðist sem allir ofbeld- ismennirnir hafi annað hvort náðst eða verið drepnir.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AFSAKIÐ, HLÉ Einhvern tímann varð fleygsaga af því þegar nætur-vörður á hóteli í Reykjavík miskunnaði sig yfir erlenda ferða- menn, sem orðnir voru glorsoltnir eftir að hafa alls staðar komið að luktum dyrum í höfuðborginni á jólum, og gaf þeim samlokur úr nestinu sínu. Flestir munu hafa haldið að það heyrði liðinni tíð að íslenskt þjóðfélag væri í lamasessi á stórhátíðum, ekki síst vegna þess að á undanförnum árum hefur færst í vöxt að hægt sé að ganga að margs konar þjónustu vísri nánast allan sólarhringinn. Auk þess hef- ur áhersla á þjónustu við ferða- menn aukist jafnt og þétt á und- anförnum árum og mætti ætla að markmið ferðaþjónustunnar væri að mæta þeirri eftirspurn, sem fyr- ir hendi er. Í Morgunblaðinu í fyrradag mátti hins vegar lesa að fjöldi ferðamanna hefði leitað til Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík með fyrirspurnir um af- þreyingu og afgreiðslutíma veit- ingahúsa yfir hátíðirnar. Á Þor- láksmessu leituðu þangað 180 ferðamenn, en það er nær helm- ingur þeirra ferðamanna, sem nú dvelur í borginni samkvæmt upp- lýsingum Flugleiða. Voru margir þeirra vonsviknir yfir að aðgangur að veitingahúsum, söfnum og ann- arri afþreyingu væri af skornum skammti frá aðfangadegi og fram á kvöld annars í jólum. Þessi tilhneiging til að loka heilu þjóðfélagi einskorðast ekki við jól. Það sama á við um páska þegar hjól íslensks þjóðfélags hætta einnig að snúast svo dögum skiptir og má þessa hátíðisdaga líkja land- inu við sjónvarpsstöð þar sem út- sendingar hafa verið lagðar niður og sett upp skilti, sem á stendur „Afsakið, hlé“. Slíkt tíðkast hvorki í nágrannaríkjum okkar vestan né austan hafs. Ekki einu sinni í rammkaþólskum löndum á borð við Ítalíu og Spán er jafn mikið um lokanir og hér á landi. Þegar veit- ingastaðir og öldurhús eru loks opnuð brýst síðan út taumlaust skemmtanahald með tilheyrandi róstum og drykkjulátum. Erfitt er að sjá ástæðuna fyrir þessari tímaskekkju, sem er þvert á almenna þróun. Virðist þróunin meira að segja fremur vera í þá átt í sumum tilvikum að lengja þann tíma, sem lokað er. Telst aðfanga- dagur til dæmis virkur dagur fram að hádegi, en þó eru bankar og margar aðrar þjónustustofnanir lokaðar allan þann dag. Vissulega hægir á starfsemi í öðrum löndum á hátíðum, en það gerist ekki í sama mæli og hér á landi þar sem ferðalangar geta eigrað um milli lokaðra verslana, veitingastaða og safna svo dögum skiptir í leit að einhverju til að hafa fyrir stafni á meðan þeir velta fyrir sér hvort brostið sé á neyðarástand, sem gleymst hafi að láta þá vita af, og öll starfsemi í landinu hafi verið lögð niður. Nú ber að vísu að gæta þess að alhæfa ekki um of um þessi efni. Þannig kom t.d. fram í Morg- unblaðinu í gær, að Listasafn Reykjavíkur er opið alla þá daga milli jóla og nýárs, sem ekki teljast til ströngustu hátíðisdaga. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við aðrar þjóðir. Í þessum samanburði er alveg ljóst, að við tökum okkur fleiri frídaga en þekkist hjá þjóðum í okkar heimshluta. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig, hvernig það hefur orðið að venju hér. En það fer ekki á milli mála, að ef við viljum t.d. hvetja útlendinga til þess að koma til Íslands á þessum árstíma verð- um við að vera tilbúnir til að veita þeim alla nauðsynlega þjónustu. Þetta hefur breyst til batnaðar miðað við það, sem áður var, en bersýnilega ekki í nægilega ríkum mæli. Það er svo önnur saga að frí yfir- leitt eru lengri hér en víða annars staðar. Þeim fylgir að sjálfsögðu mikill kostnaður fyrir atvinnulífið og spurning, hvort frídagar í heild séu komnir út fyrir skynsamleg mörk. U MRÆÐUR um jafnréttis- mál hefur borið hátt á undanförnum árum, á tímum þar sem pólitísk rétthugsun hefur þótt sjálfsagður fylgifiskur nú- tímalegra viðhorfa. Þrátt fyrir það hafa þær raddir heyrst að undanförnu er halda því fram að fé- lagsleg vitund um mikilvægi jafnréttis kynjanna sé á nokkru undanhaldi eða í það minnsta meiri í orði en á borði. Þær spurningar hafa því vaknað hvort lögbundið jafnrétti kynjanna dugi ekki til að tryggja jafnrétti í raun, og hvort fólk hafi sofnað á verðinum, e.t.v. vegna falskrar öryggis- kenndar, áður en björninn var unninn að fullu. Í því sambandi er vert að hafa í huga að ekki er svo langt síðan krafa um jafnrétti kynjanna þótti róttæk aðför að hefðbundnum gildum. Hún var álitin atlaga að hefðbundinni þjóðfélagsgerð þar sem kynin höfðu sín skilgreindu hlutverk og gátu gengið að þeim sem vísum. Þetta var auð- vitað á tímum þar sem meirihluti alþýðu manna á Íslandi, bæði til sjávar og sveita, hafði gengið að sömu störfunum mann fram af manni. Þótt konur sinntu heimili og húsverkum gengu þær, og raunar allir sem vettlingi gátu valdið, samt sem áður í ýmis önnur verk sem til féllu því að öðrum kosti hefði ekki verið hægt að framfleyta heimilunum. Fæstir áttu því mikið val um hlut- skipti sitt. Margar konur unnu þó utan heimilis fyrir fjölskyldum sínum og fjölmörg dæmi eru um þá baráttu sem verkakonur urðu að leggja í til þess að fá sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu, svo sem við uppskipun og fleira. Framfarir ekki fastar í sessi Mörgum reynist erfitt í dag að skilja svo gamaldags tregðu til að meta vinnuframlag kvenna til jafns við vinnuframlag karla. En ef litið er til baka má þó ekki gleyma því að ekki eru nema tæp hundrað ár síðan konur í hinum vestræna heimi stóðu í miklu stríði til þess að ávinna sér kosningarétt, sem að sjálfsögðu var undanfari annarra réttinda konum til handa. Þótt auðvitað megi gleðjast yfir þeim stórkost- legu framförum sem orðið hafa á kjörum og réttindum kvenna síðan þá má einnig álykta sem svo að þær framfarir séu ekki enn orðnar fyllilega fastar í sessi og að lengri tími þurfi að líða til að hugarfarsbreytingin nái að síast til fullnustu inn í þjóðfélagsmyndina. Ef litið er til heimsins alls fer því auðvitað fjarri að konur njóti sjálfsagðra mannréttinda í öllum heimshlutum. Víða eru réttindi þeirra mjög takmörkuð sem leiðir til þess að þær hafa lítið sem ekkert vald yfir framvindu eigin lífs. Í þeim þjóðfélögum þar sem þannig er ástatt heyrast raddir kvenna að sjálfsögðu ekki. Því eina leiðin til að tryggja að sjónarmið kvenna séu viðruð felst að sjálfsögðu í jöfnum rétti þeirra til að taka þátt í stjórnmálum, jöfnum rétti til menntunar og hvers kyns upplýsinga, og frelsi til að tjá sig og standa saman. Þau mark- mið eru þó fjarlæg á meðan tveir þriðju hlutar þeirra 930 milljóna fullorðinna manna sem eru ólæsir og óskrifandi í heiminum eru konur. Rótgróin kvenfyrirlitning eykur vandann til mikilla muna en samkvæmt upplýsingum sem bresk stjórnvöld hafa tekið saman og nálgast má á heimasíðu alþjóðlegrar þróunardeildar ráðuneytis utanríkis- og samveldismála er of- beldi gegn konum mjög algengt í heiminum, jafnvel svo að gera má ráð fyrir að um það bil fimmtu til sjöundu hverri konu sem fæðist verði nauðgað á lífsleiðinni. Afar mikilvægt er að hafa í huga að sá vandi er tengist kvenfyrirlitningu einskorðast ekki alfarið við þá heimshluta eða þau lönd þar sem konur eru helst kúgaðar, því á tímum tíðra ferðalaga, fólksflutninga og al- heimsvæðingar síast slík fyrirlitning og fáfræði auðveldlega inn í flestöll samfélög með neikvæð- um afleiðingum fyrir samfélagsmyndina í heild. Ekki þarf annað en að benda á þá ótrúlegu upp- sveiflu í hvers kyns klámvæðingu sem orðið hef- ur vart á Vesturlöndum á undanförnum árum sem dæmi um slíkar afleiðingar sem án efa hafa afar neikvæð áhrif á viðhorf til kvenna almennt. Kynbundinn launamunur Á sömu síðu kemur einnig fram að þrátt fyrir að konur taki nú ríkari þátt í atvinnu- lífinu en nokkru sinni áður mun dæmigerð bresk kona sem hlotið hefur starfsmenntun af ein- hverju tagi afla ríflega 33 milljónum króna minna á starfsævi sinni en karlmaður með sams- konar menntun, burtséð frá því hvort hún á börn eða ekki. Hér á landi hefur einnig ítrekað verið bent á að launamunur kynjanna er enn við lýði. Í könnun sem Jafnréttisráð og nefnd um efnahagsleg völd kvenna kynntu síðastliðinn september kom í ljós að dagvinnulaun kvenna eru að meðaltali aðeins um 70% af dagvinnu- launum karla. Talið er að tvo þriðju til þrjá fjórðu hluta þess launamunar megi skýra með ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðn- ingarfyrirkomulagi kynjanna, en eftir stendur hins vegar 7,5–11% kynbundinn launamunur sem brýnt er að útrýma. Ef dæma má af aðsókn kvenna í háskólanám virðast konur gera sér grein fyrir að þær þurfa að leggja harðar að sér til að ná fram mark- miðum sínum á vinnumarkaði en karlar, enda hafa hlutföll kynjanna í æðri menntastofnunum snúist við. Í Bretlandi hefur hlutfall kvenna í há- skólum t.d. hækkað á síðustu 16 árum úr 37% í 51%. Til samanburðar má geta þess að við Há- skóla Íslands fór hlutfall kvennemenda fyrst yf- ir 50% árið 1987, en fyrir ári voru konur rúm 60% nemenda skólans. Menntun skilar konum þó hvergi nærri jafnmiklu hvað starfsframa varðar og körlum, en sem dæmi um það má nefna að á 90 ára afmæli Háskóla Íslands fyrir ári voru konur einungis 11,3% prófessora og ekki nema 26,2% heildarfjölda kennara við skól- ann. Oft hefur verið vísað til þess að konur vilji ekki vinna jafnlangan vinnudag og karlar og séu því ekki jafn eftirsóknarverður vinnukraftur. Samkvæmt upplýsingum á vefriti fjármálaráðu- neytisins sem sagt var frá 19. desember sl. er meðalvinnutími karla heldur að dragast saman á sama tíma og hann er að aukast hjá konum. Framlag kvenna í vinnumagni þjóðfélagsins er því að aukast, sem þrýstir enn á um að framlag þeirra til atvinnulífsins sé metið á sama hátt og framlag karla. Breytt ímynd kvenna En hvernig skyldi standa á því að fram- farirnar á þessu mik- ilvæga sviði eru svo hægar? Ef litið er til sögunnar kemur í ljós að þrátt fyrir að konur í iðnvæddum ríkjum hafi stundað margvíslega vinnu utan heimilis allt frá upphafi iðnbyltingarinnar stunduðu þær mest- megnis sérhæfð störf sem urðu að kvennastörf- um. Oft voru þau tengd hefðbundnum starfs- vettvangi kvenna, svo sem í spunaverksmiðjum, við fatasaum og þess háttar. Það er ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að mikil straumhvörf verða í viðhorfum til atvinnuþátttöku kvenna, þegar markviss áróðursmaskína var sett af stað til að halda framleiðni í hámarki meðan á stríðs- rekstrinum stóð. Tilgangur áróðursins var að fá konur til að hasla sér völl í hefðbundnum karla- störfum og sýna þannig og sanna að þær væru jafnokar karla á vinnumarkaðinum. Fjöldi kvenna tók því þessari áskorun um að manna at- vinnulífið í stað þeirra milljóna karlmanna sem mynduðu heraflann. Táknmynd þessara kvenna var verkakonan Rósa, eða „Rosie the Riveter“, en hún var kennd við þann starfa sem „Rósurnar“ sinntu við að hnoðnegla hergögn í verksmiðjum í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Rósa þessi er enn í dag víð- þekkt af veggspjaldi frá stríðsárunum er banda- ríska stórfyrirtækið Westinghouse lét gera, en það sýnir hana í karlmannlegum verkamanna- fötum bretta ermarnar upp fyrir hnyklaða vöðva með hnefann reiddan á loft. Skilaboð mynd- arinnar; „Við getum það!“, eru skýr – Rósa er fær í allan sjó og heldur þjóðfélaginu gangandi á meðan karlmennirnir eru að heiman. Eftir á að hyggja má segja að átakið við að koma konum út á vinnumarkaðinn á þessum tíma hafi verið ótrúlega samstillt. Enda þjónaði það samfélagslegum hagsmunum að benda kon- um á að þeim væru allir vegir færir utan heim- ilisins, ekki síður en karlmönnum. Gott dæmi um jákvætt viðhorf til vinnuframlags þeirra er annað veggspjald frá sama tíma þar sem maður og kona í verkamannafötum sitja saman yfir nesti sínu og maðurinn segir „Vel gert, systir. Okkur datt aldrei í hug að þið gætuð unnið karl- mannsverk.“ Neðst á veggspjaldinu má síðan lesa blessun samfélagsins yfir þessum umskipt- um í atvinnulífinu: „Bandarískar konur hafa staðist prófraunina.“ Ekki leið þó á löngu áður en sá dómur var úr- skurðaður ógildur. Karlmennirnir streymdu heim að stríðinu loknu og sjálfsagt þótti að kon- urnar vikju úr vegi fyrir þeim og létu nýfundin störf sín af hendi. Viðhorf til atvinnuþátttöku kvenna breyttust nánast á einni nóttu og áróð- urinn sömuleiðis. Ef litið er til þess efnis sem beint var til kvenna í blöðum og tímaritum á eft- irstríðsárunum má ljóst vera að mikið lá við að koma konunum aftur inn á heimilin; matarupp- skriftir urðu óheyrilega flóknar og mikil áhersla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.