Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 29 Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum. Í MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi. Við skólann eru nú þrjár bóknámsbrautir. Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum. Innritun í Öldungadeild MH fyrir vorönn 2003. Innritun í Öldungadeild MH fyrir vorönn 2003 fer fram dagana 3. og 6. janúar n.k. kl. 15:00 - 18:00 og laugardaginn 4. janúar n.k. kl. 10:00 - 14:00. Sjá nánar í Fréttapésa ölduga (undir Öldungadeild) á heimasíðu skólans. Mikilvægt er að þeir nemendur sem vilja láta meta fyrra nám leggi þau gögn inn á skrifstofu sem allra fyrst. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Hægt er að innrita sig í gegnum síma eða í gegnum vefinn. Nánari upplýsingar um það er að finna á heimasíðu okkar. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar (undir Öldungadeild) s.s. stundatöflu vorannar, Fréttapésa öldunga, bókalista og innritunareyðublað fyrir símainnrituna, væntanlegt tómstundanámskeið og fl. Slóðin er: www. mh.is Rektor Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2003. Beint flug alla miðvikudaga í sumar tryggir þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Verð kr. 30.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar, kr. 3.650 fyrir fullorðinn, kr. 2.875 fyrir barn, innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.550 Fargjald fyrir fullorðinn. Skattar kr. 3.650 innifaldir. Verð kr. 27.275 Fargjald fyrir barn. Skattar kr. 2.875 innifaldir. · Afsláttur færist á bókanir þegar ávísanir frá FHS er skilað til Heimsferða. Salan er hafin Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt Félags húseigenda á Spáni Samningur við Félag húseigenda á Spáni Flugsæti til Alicante frá kr. 30.900 sumarið 2003 Dagsetningar í sumar 13. apríl 27. apríl 14. maí 21. maí 28. maí 4. júní 11. júní 18. júní 25. júní 2. júlí 9. júlí 16. júlí 23. júlí 30. júlí 6. ágúst 13. ágúst 20. ágúst 27. ágúst 3. sept. 10. sept. 17. sept. 24. sept. 1. okt. Notaðu Atlas- og VR-ávísanirnar til að lækka ferðakostnaðinn * * * * Athugið! Auglýst verð er með húseigendaafslætti. SALONHLJÓMSVEITIN L’amour fou heldur tónleika í Iðnó næstkom- andi mánudagskvöld kl. 21. Leikin verður skemmtitónlist í anda 3. og 4. áratugar síðustu aldar svo sem tangóar úr smiðju Carlos Gardels, Astors Piazzolla og Jacob Gade. Þá leikur hljómsveitin ýmis vel þekkt íslensk dægurlög í útsetning- um Hrafnkels Orra Egilssonar, selló- leikara sveitarinnar, svo sem Austur- stræti eftir Ladda, Dagnýju Sigfúsar Halldórssonar, Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Litla tón- listarmanninn eftir Freymóð Jó- hannsson (12. september). Sveitin leikur auk þess m.a. kvikmyndatón- list eftir Charlie Chaplin og Nino Rota sem hann samdi fyrir kvik- myndir Federico Fellinis. Salontónlist á uppruna sinn að rekja til dægurtónlistar 19. aldar. Tónlistin var upphaflega hugsuð sem dægrastytting, stofutónlist eins og nafnið bendir til, en fluttist síðar meir úr híbýlum fólks og yfir á kaffihús og dansstaði. Salonmúsík var mjög vin- sæl á 3. og 4. áratugnum í helstu borg- um Mið-Evrópu og enn í dag má heyra anda liðins tíma svífa yfir vötn- um á ýmsum kaffihúsum Vínarborg- ar. Salonhljómsveitina L’amour fou skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Gunn- laugur T. Stefánsson, kontrabassi og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó. Salonhljómsveitin L’amour fou var stofnuð árið 1999 en meðlimir hennar hafa allir lagt stund á framhaldsnám í tónlist á meginlandi Evrópu og starfa nú við tónlist heima og heiman. Skemmtitón- list í Iðnó Morgunblaðið/Golli Salonhljómsveitin L’amour fou leikur í Iðnó. Dómkirkjan Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur kl. 17. Á efnisskrá verða fjölbreyttir jólasöngvar og tónverkið „Ceremony of Carols“ eft- ir B. Britten í ísl. þýðingu Heimis Pálssonar. Kórinn er skipaður u.þ.b. 50 ungum söngvurum. Kórstjóri er Marteinn H. Friðriksson og er að- gangur ókeypis. Neskirkja Hanna Friðriksdóttir sópransöngkona, Steingrímur Þór- hallsson org- elleikari og Pam- ela De Sensi flautuleikari, flytja blandaða dagskrá með áherslu á jólalög. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangs- eyrir 1.000 kr. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hanna Friðriksdóttir Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.