Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 45 ÚU T B O Ð Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. * Nýtt í auglýsingu 13184 Ræktun á ýmsum skógarplöntum fyrir Suðurlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum og Landgræðslu ríkisins. Opnun 16. janúar 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 2.000. 13194 Stálþil fyrir Vestmannaeyjahöfn alls um 452 tonn. Opnun 21. janúar 2003 kl. 10.00. Verð útboðsgagna kr. 6.000. 13195 Stálþil fyrir Akraneshöfn alls um 587 tonn. Opnun 21. janúar 2003 kl. 10.00. Verð út- boðsgagna kr. 6.000. 13193 Brúartimbur (Preservative treated wood). Opnun 21. janúar 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. 13179 Norræn ráðstefna á Íslandi 2004. Rík- iskaup fyrir hönd Kennaraháskóla Íslands óska eftir tilboðum í ráðstefnuhald fyrir 32. þing Nor- rænu menntarannsóknasamtakanna (Nordic Ass- ociation for Educational Research, skammstafað NERA) sem haldið verður á Íslandi dagana 11.—14. mars 2004. Opnun tilboða 6. febrúar 2003 kl. 11.00. Verð útboðsgagna kr. 3.500. Kynn- ingarfundur verður haldinn í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík 6. janúar 2003 kl. 10.00. TILKYNNINGAR Hefur þú séð þessa bifreið? Bifreiðinni UJ-738 sem er Rauður Land Rover Defender var stolið frá Sjafnargötu í Reykjavík aðfaranótt 11. des. sl. Þeir, sem geta gefið upp- lýsingar, eru vinsamlega beðnir að láta lögregl- una í Reykjavík vita. Utanríkisráðuneytið Tilkynning frá Utanríkis- ráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Eiður Guðnason, sendiherra, tekur við störfum sendiherra Íslands í Peking um áramót og verð- ur til viðtals í utanríkisráðuneytinu mánudag- inn 6. janúar nk. kl. 10:00 - 12:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 545 9925 þar sem tímapantanir eru einnig skráðar. Dregið var í símahapp- drætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þann 24. desember 2002 Vinningar komu á eftirtalin númer: Opel Vectra 1.8 Comfort að verðmæti kr. 2.190.000 komu á miða númer: 54382 99262 137928. Opel Corsa 1.2i, 3ja dyra að verðmæti kr. 1.390.000 komu á miða númer: 15236 19723 38042 39118 52300 65586 69617 77482 81730 86223 103848 105202 119498 121833 124326 143391 145061 151992 153841 155234 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar lands- mönnum veittan stuðning. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrif- stofu félagsins á Háaleitisbraut 11—13, Reykja- vík, sími 535 0900. Athugið að skrifstofan er lokuð til 2. janúar 2003. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík og Kópavogi Reykjanesbraut við Mjódd, gatnamót við Stekkjabakka (Höfðabakka) Smiðjuveg og nágrenni, breyting á deiliskipulagi. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykjanesbrautar við Mjódd, sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs þann 7. september 2000 og borgarráði Reykjavíkur þann 10. október 2000. Breytingin varðar gatnamót við Stekkjabakka (Höfðabakka) Smiðjuveg og nágrenni þeirra. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingum á gönguleiðum um gatnamót Reykjanesbrautar, Höfðabakka (Stekkjarbakka) og Smiðjuvegar og auk breytinga á hringtorgi við Smiðjuveg og tengingum þess m.a við húsagötu Smiðjuvegar 13, 15, 19, 21 og 23. Þá gerir tillagan ráð fyrir settjörn austan Reykjanes- brautar. Um breytingarnar vísast nánar til tillögunnar sjálfrar. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð og á skrifstofu bæjarskipulags Kópavogs, Fannborg 6, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 30. desember 2002 til 10. febrúar 2003. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa Reykja- víkur eða bæjarskipulags Kópavogs fyrir 10. febrúar 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 29. desember 2002. Skipulagssfulltrúi Reykjavíkur Skipulagsstjóri Kópavogs KÓPAVOGSBÆR Skipulags- og byggingarsvið ATVINNA mbl.is FÉLAGAR í ungmenna- hreyfingu Rauða kross Ís- lands fóru á Þorláksmessu í ferð með jólakort sem krakkarnir gerðu sjálf til eldri borgara í Hafnarfirði. Hópur sjálfboðaliða hóf ferðina á Sólvangi en þaðan var farið á St. Jósefsspítala og endað á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem krakk- arnir tóku meðal annars lagið með heimilismönnum. Þetta er annað árið í röð sem ungmennahreyfingin hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði föndrar jólakort handa eldri borgurum. „Nú finn ég fyrir anda jólanna,“ sagði Dögg Friðjónsdóttir, 15 ára sjálfboðaliði, eftir að hafa farið á Sólvang. Sjálf- boðaliðarnir voru allir sam- mála um að gleði gamla fólksins færði þeim sannan anda jólanna og gott væri að geta glatt aðra á þessum annasama degi. Dögg Friðjónsdóttir sjálfboðaliði ásamt Báru Guðbrandsdóttur, heimilismanni á Sólvangi. Jólakveðja ungmenna til eldri borgara NÝLEGA færði Soroptimistaklúbb- ur Reykjavíkur Daufblindrafélagi Ís- lands styrk að upphæð 550.000 kr. til tölvukaupa fyrir félagsmenn Dauf- blindrafélags Íslands. Þessi veglegi styrkur kemur sér vel fyrir félagið þar sem tölvur og ýmis hjálpartæki fyrir daufblinda eru dýr og þarf að endurnýja reglulega. Soroptimista- konur á Íslandi eru í alþjóðlegum samtökum kvenna úr öllum starfs- greinum sem hafa það að markmiði að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi og vera málsvarar kvenna. Fjórar Soroptimistakonur úr Soropt- imistaklúbbi Reykjavíkur komu fær- andi hendi á aðventunni og afhentu féð. Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Ásgerður Kjartansdóttir færir for- manni Daufblindrafélags Íslands, Svanhildi Önnu Sveinsdóttur, styrk- inn. Aðrar Soroptimistakonur eru Erla Björnsdóttir, Guðrún Helga Gylfadóttir og Silja Sjöfn Eiríksdótt- ir. Á myndinni eru einnig Ágústa Gunnarsdóttir, fulltrúi Blindrafélags- ins í stjórn DBFÍ, Berglind Stefáns- dóttir, fulltrúi Félags heyrnarlausra í stjórn DBFÍ, Fjóla Björk Sigurðar- dóttir, fyrrum varamaður og Sigrún Kristinsdóttir, daufblindraráðgjafi. Ellefu Soroptimistaklúbbar standa að styrkveitingu til Daufblindrafélags Íslands, en þeir eru: Soroptimista- klúbbur Akraness, Soroptimista- klúbbur Akureyrar, Soroptimista- klúbbur Árbæjar, Reykjavík, Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja, Reykjavík, Soroptimistaklúbbur Hafnarfjarðar og Garðabæjar, Sor- optimistaklúbbur Hóla og Fella, Reykjavík, Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis, Soroptim- istaklúbbur Keflavíkur, Soroptim- istaklúbbur Kópavogs, Soroptimista- klúbbur Reykjavíkur og Soroptim- istaklúbbur Seltjarnarness. Dauf- blindrafélag Íslands færir þeim bestu þakkir fyrir stuðning og hlýhug í garð félagsins. Soroptimistaklúbbar styrkja Daufblindrafélagið Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.