Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 16
REYNIÐ að ímynda ykkur lífið ánleyndarmála. George Orwell spáðieinhverju í þá veru í klassískriframtíðarsýn sinni, bókinni 1984, en21. öldin býður upp á ýmis öflug tæki, sem Orwell gat ekki einu sinni ímyndað sér; nútímatölvur og samtengingu Netsins. G.A. Miller setti 1956 fram reglu, sem er vel þekkt innan þeirrar greinar sálfræði, sem nefn- ist hugfræði, og hljóðar svo: „sjö plús eða mínus tveir“ og snýst um það að einstaklingur geti til- einkað sér sjö atriði í senn. Ef þeirri reglu væri beitt á 1984 eftir Orwell þar sem skjái var alls staðar að finna mætti gera ráð fyrir því að einn sjöunda hluta íbúanna þyrfti til að fylgjast með skjáunum. Þeir þurfa að hvílast og standa vakt- ir, til dæmis þrjár á dag og þurfa þá þrír sjö- undu af íbúunum að fylgjast með hinum fjórum sjöundu. Þar við bætast stjórnendur og yf- irmenn og útkoman er sú – í hinni skelfilegu sýn Orwells – að næstum helmingur íbúanna þarf að fylgjast með hinum helmingnum. Ef hugmyndin um líf án leyndarmála er færð yfir á 21. öldina þegar heimurinn er óðum að auka notkun á þeirri altæku tengingu, sem Net- ið býður upp á, er ekki erfitt að ímynda sér hluti, sem Orwell leiddi aldrei hugann að (sjá ramma). En þessi grein er ekki dómsdagsspá um framtíð þar sem njósnarar eru á hverju strái. Hún lýsir því hvernig heimurinn gæti litið út þegar hann nær þægilegu jafnvægi á leið, sem þegar hefur verið valin. Opna upplýsinga- samfélagið, sem nú blasir við, hefur burði til að leiða ýmislegt gott af sér fyrir jarðarbúa og margt veltur á því hvernig einstaklingar, fyr- irtæki og stjórnvöld standa að þróun þess. Eitt er hins vegar víst, í grundvallaratriðum er dag- ur þess þegar runninn upp. Hinir ýmsu þættir hins opna upplýsingasamfélags eins og þeir snúa að einstaklingum, fyrirtækjum, fjár- málastofnunum og löggjafanum eru dregnir upp hér. Á hverjum degi er að finna verðlista og sér- stök tilboð í póstinum til okkar frá nokkurn veg- inn hverju einasta fyrirtæki, sem eitthvað hefur að selja. Að baki liggja einföld viðskipti: nafn einstaklings og heimilisfang er keypt með tilliti til innkaupamynsturs, en hvað sem því líður er ótrúlegt að sjá hversu fljótar markaðsdeildir geta verið að komast yfir nafnið einstaklingsins. Þeir, sem eru atkvæðamestir í að senda póst beint til neytandans, hafa varið milljónum doll- ara í að þróa kerfi, sem skera úr um hver eigi að fá hvaða póst. Bandaríska fyrirtækið Franklin Mint, sem selur vörur að andvirði mörg hundr- uð milljóna dollara, hefur tekið forustuna með forritinu AMOS, sem er háþróað og hjálpar markaðsfræðingum fyrirtækisins að átta sig á því hvaða nöfn eigi heima á hvaða listum. Þegar neytandinn síðan hringir í þessi fyrirtæki til að leggja inn pöntun verður hann iðulega gáttaður þegar hann kemst að því að sá, sem svarar í símann, þarf aðeins nafn eða einhvers konar kóda og þá hefur hann alls kyns upplýsingar um hann á reiðum höndum, heimilisfang, póst- númer, símanúmer, greiðslukortanúmer og jafnvel yfirlit yfir fyrri viðskipti. Hvernig komust þessar upplýsingar þangað? Hið opna upplýsingasamfélag snýst um það. Ef til vill hefur þú ekki tekið eftir því, en umheim- urinn veit margt um þig, sem þú kynnir að telja að kæmi engum öðrum við. Einstaklingur í iðn- ríki skilur eftir sig slóð af stafrænum fótsporum allt frá vöggu til grafar og þau margfaldast með tilkomu rafrænna viðskipta, netbanka og við- skipta í gegnum farsíma. Heldur þú virkilega að þú njótir einkalífs? Sumar stofnanir hafa undir höndum nákvæmar, persónulegar skrár, þar á meðal bifreiðaeft- irlitið, skattheimtan, félagsmálayfirvöld, Vísa, Mastercard, American Express, hver einasti banki, sem þú hefur skipt við, ferðaskrifstofan þín, öll flugfélög, sem þú hefur gengið í vild- arklúbb hjá, síma- og rafmagnsfyrirtæki, hvers kyns fagsamtök, sveitarstjórnir, námsstofnanir, hitaveitur og fleiri. Brátt mun friðhelgi einkalífsins skreppa enn meira saman. Tilboð um að viðskipti í pósti muni hætta að berast með bréfberanum heldur rigna inn á heimilistölvuna í hundruða- og jafnvel þús- undatali. Það er nú þegar hægt að vafra á milli verðlista á þúsundum skjálista, bera saman úr- val keppinauta, ná í viðbótarupplýsingar um vöruna, sem þig vantar (í gegnum „smart agents“), panta rafrænt og millifæra upphæðina heima í stofu. Pósturinn verður áfram að vera til staðar í framtíðinni til að koma með pöntunina, nema þegar verið er að kaupa upplýsingar, tón- list, kvikmyndir eða forrit, sem hægt er að senda rafrænt um leið og greiðsla hefur verið staðfest. Þetta er kjarninn í rafrænum við- skiptum, sem nú eru í örri þróun. Á 21. öldinni verður hægt að verða sér úti um vörur með því að nota póstinn, símann tölvuna eða með því að fara í verslunarklasann og leita í búðum. Hinn félagslegi fórnarkostnaður er tap friðhelgi einkalífsins. Eftir því sem gagnagrunnar fyr- irtækja í rafrænum viðskiptum, farsímafélaga og yfirvalda fléttast meira og meira saman verður hugmyndin um opna upplýsinga- samfélagið raunverulegri. Viðskiptalífið vísar veginn í hið opna upplýsingasamfélag Snúum okkar aftur að sneisafullum póst- hólfum. Rétt eins og við ráðum litlu um það hvað kemur inn um bréfalúguna hjá okkur hafa lítil og stór fyrirtæki litla stjórn á því hverjir komast inn í tölvukerfi þeirra og hvað þeir aðhafast þar. Flestir reyna að reisa rafrænar hindranir (svo- kallaða eldveggi) í kringum gagnagrunna og upplýsingar á nettengdum tölvukerfum, en tölvuhakkarar, sem vilja komast inn, eru alltaf skrefi á undan. Árum saman hafa tölvuhakkarar, iðnaðarnjósnarar og njósnarar stundað að leysa dulmálskóða og brjótast inn í tölvukerfi fyr- irtækja, ríkisstjórna og hernaðarstofnana. Um leið og viðkomandi átta sig á því að séð hefur ver- ið við öryggisráðstöfununum er rokið til og bætt við nýjum hindrunum til að verja hinar leynilegu upplýsingar. Árásarmennirnir eru hins vegar þrjóskir og þeir hafa betri vígstöðu. Einu gildir hversu miklu fé er ausið í tölvuöryggi, þeir sem brjótast inn, virðast alltaf ná í það, sem þeir eru að sækjast eftir. Hversu lengi getur þetta haldið áfram? Svo lengi sem fyrirtæki og opinberir aðilar neita að segja skilið við þá hugmynd að launung skipti öllu máli og svo lengi sem almenningur neitar að gefa eftir hluta þeirrar friðhelgi einkalífsins, sem í sumum vestrænum ríkjum hefur verið hafin á stall undir þeim formerkjum að rétt- urinn til hennar sé kominn beint frá guði. Á upphafsárum einkatölvunnar fjárfestu hugbúnaðarframleiðendur milljónir dollara í ýmsar aðferðir til þess að verja forrit gegn afrit- unum. Helstu hugbúnaðarsalar höfðu fyrir sið að vernda framleiðslu sína fyrir ólöglegri afrit- un með ýmsum aðferðum, til dæmis með því að brenna diska með leysigeisla eða takmarka hversu oft væri hægt að hlaða forrit inn á harð- an disk. Það tók salana nokkur ár að átta sig á því að einu gilti hvers konar vörn var notuð, fólk fann alltaf leið fram hjá henni. Nú nota flestir salar aðra herfræði. Fremur en að vernda hugbúnað tryggja þeir sér höfund- arrétt og lækka verðið þannig að flestir kjósa að kaupa upprunalega pakkann fremur en að af- rita forritið og fá ekki fylgiritin, eða þá að ljós- rita mörg hundruð síður. Í mörgum tilvikum er hugbúnaði dreift ókeypis vegna ýmissa hluta, sem salinn þarf að taka með í reikninginn. Þótt verðið hafi verið lækkað hagnast salarnir yf- irleitt og sumir græða meira en nokkru sinni, þökk sé aukinni sölu. Stundum er hægt að laga öryggisvanda með því að bæta lífskjör. Fólk er líklegra til að fara heiðarlegu leiðina ef hinn fjárhagslegi ávinn- ingur er takmarkaður. Slíkt hið sama gerðist á myndbandamarkaðnum fyrir kvikmyndir. Þeg- ar myndbandstækið kom fyrst á markað kostaði vinsæl bíómynd iðulega 99 dollara (8.500 krón- ur). Hvað gerðist? Milljónir manna tóku afrit af myndum, sem þeir fengu hjá vinum sínum. Dreifendur fengu ekki þann mikla gróða, sem hátt söluverð hefði getað gefið vonir um. Með því að lækka verðið verulega drógu þeir úr freistingunni að gera ólögleg afrit. Þjóðfélagið ver árlega milljónum dollara í að reyna að halda upplýsingum frá forvitnu fólki. Hindranirnar vekja hins vegar aðeins áhuga tölvuþrjótanna og spellvirkjanna. Á endanum munu talsmenn tölvuöryggis láta undan. Ekki er nóg með að vernd sé of dýr, heldur geta fyr- irtæki komist í gjöfula peningalind með því að opna gagnagrunnana. Hægt að er að láta ut- anaðkomandi viðskiptavini borga gjald. Margir bankar láta viðskiptavini nú þegar borga fyrir að fá rafræn yfirlit og aðra upplýsingaþjónustu. Helsta hindrunin í vegi fyrir hinu opna upp- lýsingasamfélagi er sálræn, en hana er hægt að yfirstíga. Lausnin er einföld: fjarlægja flestar hindranir, opna aðgengi að upplýsingum fyrir alla sem vilja, en heimta gjald fyrir notkunina – og síðan verður hægt að fylgjast með því hvern- ig viðskiptaheimurinn breytist í opið upplýs- ingasamfélag. Út fyrir allan þjófabálk? Ógerningur? En þetta er ekki heilaspuni í anda Orwells. Hér eru aðeins nokkrir vegvísar á leiðinni til hins opna upplýsingasamfélags:  Hver sem er getur gerst áskrifandi að tölvu- væddum gagnagrunni um hernaðarupplýs- ingar, sem hefur að geyma nákvæmar lýsingar í smáatriðum um margar af helstu nýjungum Bandaríkjahers. Fyrirtækið Teldan Advanced systems selur upplýsingarnar á CD-ROM fyrir um það bil 5.000 dollara.  Stöðugt fleira fólk stimplar sig í og úr vinnu með því að renna spjaldi með segulrönd í gegn- um vél. Upplýsingarnar eru skráðar á tölvu og þar geta alls kyns notendur nálgast þær, ýmist með leyfi eða í leyfisleysi. Kannski ekki utan fyrirtækisins, en án efa innan þess. Eftir því sem hið opna upplýsingasamfélag færist nær mun umfang aðgangsins aukast (sjá ramma) og brátt gæti skattheimtan farið að krefjast þess að fá tölurnar til að sjá hversu margar klukku- stundir viðkomandi vann á liðnu ári.  Flestir bankar heims eru tengdir í gegnum rafrænt net, sem nefnist SWIFT. Netið komst í gagnið árið 1977 og tóku þá þátt í því 270 bank- ar í 15 löndum. Nú þjónar það rúmlega 6.000 peningastofnunum í um 180 löndum. Banki, sem starfar á alþjóðlegum markaði, getur ekki stundað viðskipti án þess að vera áskrifandi að SWIFT. Bankakerfið hafði hafist handa við að leggja alþjóðlega upplýsingahraðbraut löngu áður en Netið kom til sögunnar. Með sama hætti höfðu alþjóðleg flugfélög komið sér upp neti fyrir löngu.  Flestar stofnanir og margir einstaklingar um allan heim tengjast gegnum Netið. Háskóla- kennarar, starfslið og námsmenn við flestar æðri menntastofnanir geta skipst á tölvupósti, skilaboðum og rannsóknargögnum á Netinu. Fyrirtæki og einstaklingar geta gerst áskrif- endur að mörg hundruð upplýsingaveitum og margvíslegum öðrum hlutum, sem standa til boða. Notendur geta nálgast opinbera gagna- grunna af ýmsu tagi og vefsíður á Netinu þar sem er að finna upplýsingar, sem varða við- skipti, iðnað og vísindi. Netið, sem í raun hóf göngu sína sem tæki fyrir fræðimenn, hefur breytt því hvernig fræðimenn standa að sam- vinnu í rannsóknum, skiptast á gögnum, skrifa saman greinar og bækur og skipleggja ráð- stefnur. En um leið einskorðast Netið ekki leng- ur við fræðin, heldur er öllum heiminum að- gengilegt. Mörg samtök og fyrirtæki hafa komið upp neti, sem teygir sig um allan heiminn, til að styðja alþjóðlega starfsemi þeirra og megnið af samskiptum alþjóðlegra fyrirtækja á borð við IBM á sér nú stað í tölvupósti. Í sumum fjöl- þjóðlegum fyrirtækjum er svo komið að 90% af samskiptum fara fram með rafrænum hætti. Notkun samskiptabúnaðar fyrir tölvur og gervi- hnattasamskipti færast stöðugt í vöxt. Vörubíla- fyrirtæki, sem eru með þjónustu um öll Banda- ríkin, og hlutar Bandaríkjahers hafa einnig verið komið fyrir staðsetningarbúnaði í hverju farartæki. Með hjálp gervihnatta má staðsetja farartæki eða flutningabíl svo ekki skeikar nema nokkrum metrum. Kerfið hjálpar fyr- irtækjum að vita hvar hver bifreið er nið- urkomin eða mæla framleiðni starfsmanna, sem eru mikið á ferðinni. Í hernaði getur staðsetn- ingarkerfið hjálpað herstjórninni að fylgjast með ferðum heraflans. Fyrir nokkur hundruð dollara er hægt að láta fela senditæki í einka- bifreiðum. Ef bifreiðinni er stolið þarf aðeins að tilkynna stuldinn og hægt er að sjá hvar hún er á nokkrum sekúndum. Þróun einokunarfyrirtækja Það tók um 80 ár að ná því stigi, sem við erum nú á í samskiptum. Fyrst sáu menn um að gefa samband, síðan komu sjálfvirk skiptiborð og loks stafræn samskipti og gervihnettir. Mun það taka 80 ár til viðbótar að tengja allar tölvur heimsins í eitt stórt samskiptanet? Nei, innvið- irnir eru þegar fyrir hendi og eftir aðeins nokk- ur ár munu næstum allar tölvur heimsins geta tengst hver annarri. Án þess að ganga til atkvæða eða taka form- lega ákvörðun virðist heimurinn hafa valið hið opna upplýsingasamfélag, þótt þessi breyting geri samkeppni í viðskiptum mun flóknari. Um leið og einn aðili ákveður að grípa til sinna ráða á Netinu og lækka verð eða kynna nýja vöru getur keppinauturinn brugðist við samstundis. Þessi þróun á sérstaklega við í bankageiranum. Tryggð viðskiptavinarins við ákveðinn banka hefur minnkað. Heimabankar á Netinu hafa aukið samkeppni og það kemur fram í vöxtum, fjölbreytni þeirrar þjónustu, sem boðið er upp á, og viðmóti heimasíðunnar. Hins vegar hefði verið hægt að ímynda sér samkeppnismálin með öðrum hætti. Gerum ráð fyrir því að tvö stór fyrirtæki í samkeppni (til dæmis Pepsi Cola og Coca Cola) gerðu sér grein fyrir því að þau deildu grundvallarþætti eigna sinna, það er að segja upplýsingum. Skynsemin ætti að leiða til þess að fyrirtækin íhuguðu sam- runa. Nú er bannað að búa til slík einokunarfyr- irtæki, en ekki er hægt að vera viss um að þing- menn standist kröfur um að slaka á ákvæðum laga gegn einokun þegar kröfur um slíkt koma samstundis frá stórum fyrirtækjum í mörgum Brátt verður svo dýrt að vernda upplýsingar og tölvunet svo víðfeðm að ein- staklingar og fyrirtæki munu að mestu gefast upp á að vernda gagnagrunna sína. Rafrænar upplýsingar verða öllum aðgengilegar, jafnt einstaklingum og fyrirtækjum sem stjórnvöldum. Hefst þá nýtt skeið, skeið hins opna upplýs- ingasamfélags. Prófessor Niv Ahituv fjallar um þróunina á upplýsingaöld. Opna upplýsingasamfélagið 16 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.