Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður BenSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 13.3. 1928. Hún lést á Landspítalnum v/ Hringbraut 22. 12. síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hallfríður Einars- dóttir, f. 4.5. 1895, d. 21.12. 1973, og Sig- urður Jónsson sjó- maður, f. 28.9. 1892, d. 3.7. 1927. Systkini Sigríðar eru Stein- unn, f. 15.11. 1922, Sigfríður, f. 3.4. 1925, Guðrún, f. 23.8. 1926, og Lúðvík, f. 29.9. 1938. Sigríður giftist 21.10. 1950 eft- irlifandi eiginmanni sínum Sigur- geir Gíslasyni sem starfaði lengst af á Bæjarskrifstofum Hafnar- fjarðar, f. 17.6. 1925. Þau eiga sjö börn, þau eru: 1) Gísli, f. 17.5. 1951, kvæntur Hjördísi Þor- steinsdóttur, f. 30.3. 1951, þau eiga tvo syni: Sigurgeir, f. 8.8. 1977, í sambúð með Berglind Kristinsdóttur, f. 25.11. 1979, sonur þeirra er Gísli Már, f. 13.6. 2002, og Steinar Þór, f. 25.12. 1982. 2) Marín, f. 25.8. 1952, gift Konráði Breiðfjörð Pálmasyni, f. 24.4. 1950, þau eiga tvo syni, Pálma Geir, f. 16.12. 1975, og Arnar Ben, f. 10.3. 1983. 3) Jenný, f. 19.7. 1954, giftist Ásmundi Ingimundarsyni, f. 17.1. 1941, en þau skildu, þau eiga þrjú börn, Róbert Örn, f. 29.5. 1974, Viðar Þór, f. 9.9. 1976, sonur hans er Ísak Máni, f. 7.8. 1997, og Guðrúnu Telmu, f. 10.2. 1983. 4) Sig- fríður, f. 10.4. 1958, gift Torfa Smára Traustasyni, f. 16.3. 1958, þau eiga þrjú börn, Tinnu Rut, f. 2.3. 1981, í sambúð með Stefáni Short, f. 14.5. 1973, dóttir þeirra er Írena Rut, f. 28.7. 1999, Trausta Geir, f. 24.6. 1985, og Tryggva Frey, f. 10.7. 1988. 5) Egill Þór, f. 11.1. 1961, var í sam- búð með Sigurlaugu Ólafsdóttur, þau slitu samvistum, þau eiga tvo syni, Elvar Örn, f. 6.1. 1991, og Ara Má, f. 19.3. 1993. 6) Sigurgeir Ari, f. 1.5. 1963. 7) Soffía Katrín, f. 31.12. 1966, í sambúð með Grét- ari Þór Hilmarssyni, f. 30.4. 1965, þau eiga tvö börn, Birnu, f. 24.6. 1989, og Bjarka Þór, f. 30.3. 1993. Útför Sigríðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, mánudaginn 30. desem- ber og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að fá að þakka þér fyr- ir allt. Gæsku þína og umhyggju sem þú alla tíð barst í brjósti. Þú kenndir mér svo margt sem hefur komið mér að gagni á lífsleiðinni. Þú kenndir mér heiðarleika og að láta mér annt um allt sem lifir og sérstaklega þá sem minna mega sín. Alltaf gat ég leitað til þín í gleði minni og raunum. Þá var gott að eiga þig að, geta tekið upp símtólið og hringt í þig, elsku mamma mín. Ekki leið sá dagur að við heyrðumst ekki í síma. Þú varst góður hlustandi og gafst þér alltaf tíma. Þú varst ekki endilega með allar lausnirnar heldur varst bara til staðar og hlustaðir. Fyrir allt þetta vil ég þakka mamma mín og fyrir þá stærstu gjöf sem nokkur móðir getur gefið börn- unum sínum, það að vera vinur þeirra. Þetta veganesti höldum við í heiðri, börnin þín sjö, sem þú varst alltaf svo stolt af. Ekkert var yndislegra en að gleðja þig, þú varst alltaf svo þakklát og glöð, brostir þínu blíðasta eða hlóst dátt. Við systkinin munum halda fast utan um pabba fyrir þig og gæta hans vel. Það hefðir þú viljað. Takk fyrir að vera þú elsku mamma mín og Guð geymi þig. Ég kveð þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín dóttir og vinkona Sigfríður. Ég virti fyrir mér þá þraut, sem Guð hefir fengið mönnunum að þreyta sig á. Allt hef- ir hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst þeirra, að- eins fær maðurinn ekki skilið það verk, sem Guð gjörir, frá upphafi til enda. Ég komst að raun um, að ekkert er betra með þeim en að vera glaður og gæða sér meðan ævin endist. En það, að maður etur og drekkur og nýtur fagnaðar af öllu striti sínu, einnig það er Guðs gjöf. (Prédikarinn 3.10–13.) Guð fylgi þér að eilífu, mamma mín. Þín dóttir, Marín. Hjartans mamma og besta vin- kona mín öll mín ár. Ég vil þakka þér góðar minningar, sérstaklega hlát- urinn sem við áttum oft saman. Ég vil þakka þér, pabba minn, sem þú valdir fyrir mig og systkinin mín sex sem þú gafst mér, bæði áður og eftir að ég fæddist. Svona dýrmætar gjaf- ir getur engin gefið nema sá sem hef- ur hlýtt hjarta. Ég bið góða vætti að fylgja þér allt til enda, þú sýndir seiglu sem engin orða getur hyllt. Friður sé með þér. Þín dóttir, Jenný. Elsku amma mín. Það er mjög skrítið að þú sért ekki hér hjá okkur ennþá, þú sem varst alltaf hlæjandi og svo glöð og kát, þegar við komum í heimsókn til ykk- ar afa tókst þú á móti okkur með hlýjum hlátri og stóru brosi. Þér fannst Írena svo yndisleg og ég mun sjá til þess að hún fái að kynnast þér meira en þessi þrjú ár sem hún fékk að þekkja þig. Ég man þegar ég kom í heimsókn til ykkar afa í síðasta sinn nú í des- ember, Írena gaf þér jólaspiladós með litlum jólaköllum sem skauta þegar lagið spilast, þú varst svo glöð og kát. Ég bauð ykkur í stúdents- veisluna mína og þú hlakkaðir svo til að koma í hana en komst því miður ekki vegna veikinda þinna. Ekki ór- aði mig þá fyrir að þetta yrði í síðasta sinn sem ég mundi sjá þig, en þú varst orðin svo veik. Ég hélt samt innst inni að þú myndir komast í gegnum þessi veikindi. Nú ert þú á betri stað og orðin að brosmildum hlæjandi engli sem fylgist með okkur öllum. Elsku amma mín, takk fyrir allt og var ég heppin að eiga svona einstaka ömmu eins og þig. Guð geymi þig og munum við öll styðja hvert annað og þá sérstaklega hann afa í gegnum SIGRÍÐUR BEN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Ingólfur Ketils-son fæddist á Ketilsstöðum í Mýr- dal 16. júní 1914. Hann lést 19. desem- ber síðastliðinn. Ing- ólfur var yngstur barna hjónanna Ket- ils Ketilssonar og Arnfríðar Björns- dóttur, d. 1957. Systkini Ingólfs eru Ragnar, áður búsett- ur í Vík í Mýrdal, f. 1899, Þorbjörg, fyrr- um hjúkrunarkona í Reykjavík, f. 1901, Sigurfinnur, fyrrum bóndi Dyr- hólum, f. 1903, og Brynheiður, fyrrum húsmóðir í Vestmannaeyj- um, f. 1907. Hálfbróðir Ingólfs samfeðra var Björn, fyrrum tré- smiður í Reykjavík, f. 1896. Móðir hans var Ragnhildur Björnsdóttir móðursystir Ingólfs, en hún lést 1897. Af systkinum Ingólfs er nú aðeins Brynheiður á lífi. Ingólfur tók við búi af foreldr- um sínum 1941 og bjó frá 1946 ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 16. sept. 1915, d. 2000, á Ketils- stöðum allt til ársins 1990. Með Ingibjörgu fluttist að Ketilsstöð- um sonur hennar Sigurjón Mýr- dal, verkfræðingur og kennari í Menntaskólanum á Laugarvatni, f. 1945, og gekk Ing- ólfur honum í föður- stað. Fyrri kona Sig- urjóns er Anna Birna Ragnarsdótt- ir, f. 1949, dætur þeirra eru Ingibjörg Ósk, f. 1972, og Erla Rún, f. 1978. Seinni kona hans er Helga Jónsdóttir, f. 1951, dætur þeirra eru Sigríður María, f. 1985, og Arnfríður Ragna, f. 1986. Áður en Ingólfur tók við búi af for- eldrum sínum starfaði hann við ýmis störf, vann hjá Sláturfélagi Suðurlands, var á vertíð í Vest- mannaeyjum og í kaupamennsku við sveitastörf. Hann bjó alla tíð fremur litlu búi en búnaðist ágæt- lega og var þekktur fyrir um- hyggju fyrir skepnunum og voru þau Ingibjörg samtaka mjög í því. Upp úr 1960 réðust þau í tiltölu- lega miklar framkvæmdir á jörð- inni, byggingu fjóss og hlöðu ásamt jarðabótum enda voru jarð- irnar Ketilsstaðir 1a og 1b þá sameinaðar að mestu. Útför Ingólfs verður gerð frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal á morgun, mánudaginn 30. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hann Ingólfur afi minn dáinn. Fáa menn þekki ég sem eru eins ánægðir með afatitilinn og hann var, þótt ekki léti hann mikið á þeirri ánægju bera. Að vísu átti hann aldrei nein börn sjálfur en tók þátt í uppeldi föður míns frá því að hann kom tveggja ára gam- all inn á heimili afa á Ketilsstöðum þegar amma réðst þangað sem ráðskona. Aldrei var Ingólfur því kallaður pabbi, en þeim mun glað- ari var hann þegar við systurnar tókum upp á því að kalla hann afa. Það fannst okkur sjálfsagt mál, og raunar var því þannig farið með mig að ég var orðin um það bil níu eða tíu ára þegar ég komst að því að hann væri ekki raunverulegur afi minn. Þetta olli mér að sjálf- sögðu heilmikilum vonbrigðum. Þetta breytti því samt ekki að ég hélt áfram að kalla hann afa og fyrir mér mun hann alltaf vera minn eini föðurafi. Eitt sinn man ég að við Ingibjörg systir mín gáf- um honum bolla með mynd af glæsilegri drossíu sem á stóð Afi. Þennan bolla tók hann miklu ást- fóstri við og eftir þetta drakk hann ekki úr neinu öðru svo árum skipti. Að minnsta kosti lét hann mig aldrei verða vitni að því. Þetta hélst alveg þangað til afi flutti á dvalarheimilið Hjallatún, en af ein- hverjum ástæðum varð þá bollinn góði eftir heima á Ketlisstöðum. Þetta með bollann var nú reyndar ekkert einsdæmi því afi var einn sá vanafastasti maður sem ég hef þekkt og vildi til dæmis líka alltaf hafa sama matardiskinn jafnvel þótt amma væri búin að fá nýtt stell sem stakk í stúf við diskinn hans með grænu röndinni sem til- heyrt hafði öðru stelli. En þetta var hans diskur og af honum skyldi hann borða. Enda datt eng- um í hug að mótmæla því. Afi var bóndi alla tíð og kunni að ég held hvergi betur við sig en innan um skepnur. Enda hændust að honum flest dýr. Að öðrum dýr- um ólöstuðum var hann einna hrifnastur af köttum, sér í lagi hin síðari ár. Ég kom sjaldnast inn í herbergið hans afa öðruvísi en svo að þar lægju á rúminu að minnsta kosti einn eða tveir kettir, og oft fleiri. Og það merkilega var að kettirnir vildu hvergi annars stað- ar vera, þrátt fyrir að afi stríddi þeim óspart eins og reyndar flest- um öðrum. Hans leiftrandi húmor var alltaf til staðar, en gamanið var aldrei grátt þrátt fyrir að stundum væri afi óvæginn í stríðn- inni. Allir vissu að honum gekk gott eitt til með athugasemdum sínum, og meira að segja kettirnir voru fljótir að fyrirgefa honum þegar hann puðraði á þá upp úr þurru svo þeir ruku upp og út um gluggann með skottið þrefalt að stærð. Verst held ég að honum afa hafi þótt að geta ekki tekið kettina vini sína með sér þegar hann fluttist á Hjallatún. Þrátt fyrir það líkaði honum vistin þar vel og kann ég öllu starfsfólki þar bestu þakkir fyrir góða umönnun síðustu ár. Heimilisfólkinu færi ég einnig mínar bestu þakkir og veit ég að afi kunni því vel að vera í nábýli við marga góða sveitunga sína allra síðustu árin. Nú vil ég kveðja Ingólf afa minn og þakka honum hjartanlega sam- fylgdina í gegnum árin. Ég er viss að að við hittumst aftur þegar að mínum degi kemur. Farðu í friði, elsku afi. Erla Rún Sigurjónsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum til að minnast Ingólfs Ketilssonar sem, þrátt fyrir okkar mikla ald- ursmun, var ágætis vinur minn á síðustu árum. Fyrsta minningin um Ingólf er frá því ég var 10–11 ára nemandi við Barnaskólann á Ketilsstöðum, við hliðina á bænum hans Ingólfs. Á vetrarmorgnum, þegar snjóað hafði, klöngruðumst við krakkarn- ir yfir girðinguna og þustum inn í mjólkurhús þar sem Ingólfur sinnti morgunverkunum, til að sníkja af honum tóma áburðar- poka. Ekki þurfti reyndar til mikl- ar sníkjur því það var ávallt sjálf- sagt mál að láta okkur eftir nokkra poka til að renna okkur á niður brekkuna bak við skólann. Eftir að ég sleit barnsskónum sá ég Ingólf hins vegar ekki aftur fyrr en fyrir þremur til fjórum ár- um þegar hann flutti inn á Dval- arheimilið Hjallatún í Vík, þar sem ég starfaði þá. Við vorum fljót að aðlagast hvort öðru og bráðlega var ég búin að eignast þarna fróð- an og skemmtilegan vin. Oft sat ég inni hjá honum og spjallaði langt fram á kvöld, já, og jafnvel fram á nótt. Hann hafði gaman af að rifja upp ýmsa atburði úr lífi sínu og gat sagt mér ýmislegt um afa minn og mundi einnig svolítið eftir langömmu minni. Fyrir rúmlega tvítuga stúlku, sem átti enga afa eða ömmur á lífi, varð Ingólfur sterk tenging við fortíðina og sval- aði hann iðulega forvitni minni um gamla tímann. Ingólfur fylgdist líka grannt með því hvað ég hafði fyrir stafni og átti ég í gamla manninum hreinlega trúnaðarvin, það var fátt sem hann ekki vissi um mig og mína. Oft og reglulega spurði hann mig um „strákastand- ið“, með kímniglampa í augunum og reyndi meira að segja að ráð- leggja mér í þeim efnum! Hann hafði mikla kímnigáfu og átti til að stríða svo það þurfti oft að taka orðum hans með fyrirvara, en þetta lærðist allt saman og kann ég ekki að segja frá nema góðum og skemmtilegum samskiptum okkar í milli. Við Ingólfur áttum sérstaklega eitt sameiginlegt, sjálfa sveitaróm- antíkina. Engin sveit fannst okkur fallegri en Mýrdalurinn og Eyja- fjöllin fylgdu fast á eftir í þeim spekúleringum. Töluðum við oft um það hvað við værum heppin að búa á þessum slóðum og skildi hann mig vel þegar ég kveið því að þurfa að flytjast til Reykjavíkur til náms. Eftir að ég hætti störfum á Hjallatúni reyndi ég þó að heim- sækja Ingólf reglulega, en það er nú eins og það er, okkur unga fólk- inu finnst við hafa nógan tíma en megum svo sjaldan vera að nokkru. Síðast heimsótti ég hann í október, við spjölluðum um hvern- ig mér gengi í Háskólanum, en hann var sérstaklega ánægður með að ég skyldi vera að mennta mig. Aldrei mun ég gleyma fallegu bláu augunum hans Ingólfs sem gátu hreinlega geislað af ánægju og glettni og sögðu oft meira en orð eða þögn. Ég vil þakka honum góð kynni og vináttu, ég veit að hann var orðinn þreyttur og hvílir nú lúin bein svo ég kveð hann sátt og bið Guð að geyma minn kæra vin. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir frá Eyjarhólum. Ég vil með nokkrum orðum kveðja afa minn, Ingólf Ketilsson að Ketilsstöðum í Mýrdalssveit. Ég varð sem barn og unglingur þeirrar gæfu aðnjótandi að vera þó nokkur sumur í sveitinni og fá náttúruna beint í æð, læra að vinna, vera innan um dýr og ekki síst njóta samvista við ömmu og afa. Á þessum árum man ég best eftir afa vinnandi. Hann var alltaf góður við okkur systur mína en var ekkert sérstaklega að ala okk- INGÓLFUR KETILSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heima- sími) fylgi með. Bréfsími fyrir minningargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.