Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ F YRIRSÖGN þessarar greinar á að segja okkur að það er í eðli mannsins að setja hluti á stall og tilbiðja þá. Ekki eru þó alltaf allir sammála um mikilvægi eða merkingu þess sem sett er á stallinn og í nútíma- myndlist fara hlutir oft á stall sem aðeins fáir æðstuprestar hafa valið og telja framúrskarandi. Þeir eru framúrskarandi því þeir eru öðru- vísi en allt annað og þess vegna er ekki nema von, segja þeir sem velja, að allur almenningur krjúpi ekki umsvifalaust á kné og tilbiðji í blindni. Ég viðurkenni að það er langsótt að nota skurðgoðalíkinguna í þess- ari grein en ég mátti til því mig langaði að tengja verkin á Turner- sýningunni við sýningu sem ég sá í White Cube-galleríinu þar sem listamennirnir Jake og Dinos Chapman sýndu fjölda útskorinna McDonalds-skurðgoða úr tré; afr- ískar brúður með Mac-franskar eða Mac-kóla, líkneski af hamborgara eða lukkutröllinu Ronald McDon- alds. Í sýningarskrá var fullyrt að verkin væru úr eigu Chapman- fjölskyldunnar og hún hefði sankað þeim að sér á 70 ára tímabili. Eins og önnur verk bræðranna eru verkin á þessari sýningu á mörkum þess að teljast ósmekkleg og gengur hún í raun lengra en aðrar sýningar bræðranna í því, þó að áður hafi þeir búið til högg- myndir af börnum með kynfæri í andlitinu og myndir af sund- urbrytjuðum líkömum hermanna í stríðinu gegn herjum Napóleons á Pýreneaskaga. Lengst ganga þeir á þessari sýningu að mínu viti því þeir eru að fjalla um atriði sem eru svo brandarakennd og útþynnt í umræðunni að verkin falla um sjálf sig. Hvenær er nóg að segja brand- ara og hlæja að honum einu sinni, og hvenær er réttlætanlegt að eyða milljónum í að búa til þennan sama brandara og hlæja jafnlítið? Verkin eru ósmekkleg því þau eiga að vera svo augljós birting- armynd alþjóðavæðingar, eða McDonaldvæðingar eins og gár- ungarnir segja, að það verður ein- um of mikið. Svo má alveg vera að tilgangur listamannanna hafi ein- mitt verið sá að fara yfir strikið og þá hefur öllu verið snúið á hvolf aftur. Við skoðun sýningarinnar datt mér í hug sagan af því þegar vest- rænir mannfræðingar komu í rann- sóknarleiðangur á flugvél til frum- stæðs ættbálks í Afríku sem aldrei hafði komist í tæri við „siðmenn- inguna“. Þegar mannfræðingarnir komu aftur tíu árum síðar voru þorpsbúar búnir að byggja ná- kvæma eftirlíkingu flugvélarinnar úr tágum og greinum og tilbáðu sem Guð. Kannski er það þetta sem Chapman-bræður eru að benda á að tilbeiðsla á ímynd og vörum stórfyrirtækja getur orðið næsta trúarleg og þá má spyrja sig hvort firringin sé ekki að ná hæstu hæðum. Nýlega sagði Saatchi, hinn þekkti og áhrifamikli listaverka- safnari sem bæði í krafti peninga og áhrifa í listheiminum getur sett listamenn á stall með því að taka upp veskið og rifið jafnskjótt niður aftur, að verk Chapman-bræðra væri alvöru myndlist, tilnefndir Turnerverðlaunahafar þetta árið væru ekki nándar nærri eins fínn pappír. Á flakki mínu um Lundúnaborg kom ég líka við í Hayward- galleríinu og sá þar sýningu Douglas Gordon What have I done, en hann fékk Turner-verðlaunin ár- ið 1996. Turner-verðlaunahafar voru fleiri til sýnis í borginni því í túrbínusal Tate Modern var Anish Kapoor, verðlaunahafi 1991, að sýna tröllaukinn rauðan lúðurlaga skúlptúr. Ég tók þó þann kostinn að fara frekar að sjá Gordon- sýninguna enda hafa mér löngum þótt verk hans búa yfir kynngi- mögnuðum krafti. Sú skoðun mín var þó einungis byggð á því sem ég hafði lesið í bókum og tímaritum fram til þessa en á sýningunni voru samankomin öll hans helstu verk, verk eins og 24 tíma Psycho, þar sem hann hægir á Psycho, mynd Alfreds Hitchcocks, þannig að sýn- ing hennar tekur heilan sólarhring. Djöfullinn alls staðar Verk Gordons búa yfir yfirvof- andi ógn, skelfingu eða átökum í einni eða annarri mynd þó að verk- in séu flest mjög persónuleg. Eitt besta verkið á sýningunni, Some- thing Between my Mouth and your Ear, er dæmi þar um en í verkinu eru spiluð í sífellu vinsæl popplög frá tímabilinu janúar til september 1966, allt lög sem móðir hans hefur líklega verið að hlusta á meðan listamaðurinn óx í kviði hennar. Dæmi um ógnandi verk og eitt það besta á sýningunni er verkið Black Star, stjörnulaga myrkvaður salur, lýstur upp með black-light- perum. Þar ráfar sýningargestur- inn um með takmarkaða sjón og skoskur maður les upp úr bók eftir James Hogg: The private memoirs and confessions of a justified sinn- er, en stjarnan vísar í tilbeiðslu djöfulsins. Gordon segir um þetta verk: „Ég er alinn upp við mjög stranga, næstum efnislega trú á djöfulinn. Mamma sagði mér marg- ar sögur um hann. Það var eins og djöfullinn væri alls staðar.“ Djöfullinn kemur víðar fram í verkum hans eins og þar sem djöf- ullinn í myndinni The Exorcist berst við Maríu mey í The Song og Bernadette, þegar listamaðurinn varpar myndunum tveimur saman á flöt. Ógnin kemur jafnframt fram í verkinu Three Inches Black þar sem að Gordon lét húðflúra fingur svartan um þrjár tommur. Þar vís- ar hann til þess að þrjár tommur duga til að særa mann banvænu sári, einkum þegar lagt er til hjart- ans. Sýninginn í Hayward er strokin og flott í alla staði og helst til strokin fyrir minn smekk. Verkin stóðust ekki fyllilega væntingar mínar en þó finnst mér nálgun listamannsins og hvernig hann fjallar um hið persónulega og al- menna ennþá afar spennandi. En nóg um Gordon. Þeir lista- menn sem tilnefndir voru til Turn- er-verðlaunanna 2002 voru Fiona Banner fædd 1966 í Liverpool, Liam Gillick fæddur 1964 í Ayles- bury, Buckinghamshire, Keith Ty- son fæddur 1969 í Ulverston, Cumbria, og loks Íslandsvinurinn Catherine Yass, fædd 1963 í Lond- on. Íslandsvinur segi ég því hún sýndi í galleríi i8 fyrir stuttu. Allir þessir listamenn eru nokkuð vel þekktir og á uppleið í hinum al- þjóðlega myndlistarheimi. Sá þekktasti er líklegast Liam Gillick en hann er hér tilnefndur ekki að- eins fyrir myndlist sína heldur líka fyrir skrif sín um myndlist og vinnu að sýningarstjórn og hönnunar- störf. Fiona Banner er tilnefnd fyr- ir verk sem einblína á rýmið á milli orða, á afmörkun og skilgreiningu efnisatriðis. Á sýningunni voru stórar höggmyndir af punktum úr mismunandi leturgerðum og svo uppskrifaðar lýsingar á klámmynd- um en þær vöktu nokkurt umtal. Finnbogi Pétursson gerði verk ný- lega þar sem hann setti allar þagn- irnar í upplestri Halldórs Laxness saman í hljóðverk og Kristján Guð- mundsson hefur leikið sér á svip- uðum slóðum í mörg ár, svo maður tali nú ekki um Birgi Andrésson með lýsingar sínar á mönnum og náttúru. Þannig að Fiona er ekki að gera neitt nýtt, frekar en aðrir á þessari sýningu, enda var sýningin meðal annars gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu nýstárleg. Catherine Yass sýndi hreyfðar ljósmyndir í ljósakössum, og mynd- band, m.a. þar sem hún lætur myndbandsupptökuvélina síga í ró- legheitum niður á milli háhýsa. Það er þoka og hún snýr myndinni á hvolf þannig að mjög dulmagnað andrúmsloft myndast. Helst fannst mér henni fatast flugið í lok mynd- arinnar – enda fékk hún ekki verð- launin! Verk Tysons, sem er verkfræði- menntaður, byggjast á vísindaleg- um grunni, og á sýningunni var m.a. stór plastsúla, í laginu eins og stuðlabergssteinn, en inni í henni voru tölvur sem forritaðar voru til að starfa í 33.000 ár. Titill verksins er Hugsuðurinn (eftir Rodin) en verkið telur sekúndurnar í með- alæviskeiði einstaklings eða 76,5 ár. Fjöldi stórra málverka/teikningar var einnig til sýnis, en hvert þeirra er eins konar skissubók þar sem hann blandar saman texta og myndum. Eitt þekktasta verk Tysons til þessa er eftirmyndir úr blýi af fæðuúrvali Kentucky Fried Chick- en, m.a. af kjúklingavængjum og -lærum. Það undirstrikar að skyndibitinn er ofarlega á baugi í list breskra myndlistarmanna nú um stundir. Verstu örlög myndlistarverksins sjálfs að margra mati eru að verða bara skyndibiti, en það er tímans að skera úr um hvað er skyndibiti og hvað öðlast rödd í höfundarverki heimsins. Svo mikið er víst að flest- ir Tunrner-verðlaunahafar hingað til eru enn vinsælir, þó að frægð- arsól einhverra sé farin að dofna. Ég verð að viðurkenna að ég þekki til dæmis ekki þrjá listamannanna sem hlotið hafa verðlaunin, en það þarf þó ekki að þýða að vinsældir þeirra séu að engu orðnar. Skurðgoðin sem við tilbiðjum Arsewoman in Wonderland eftir Fiona Banner. 2001. Descent eftir Catherine Yass. 2002. Monster eftir Douglas Gordon. 1996–1997. Morgunblaðið/Þóroddur Gestir gátu skrifað athugasemdir á miða og hengt á korktöflu. Bresku Turner-myndlistarverðlaunin vekja jafnan umtal og athygli. Í ár fékk verðlaunin myndlistarmaðurinn Keith Tyson. Þóroddur Bjarnason fór í Tate-safnið í Lundúnum og skoðaði sýningu á verk- um þeirra listamanna sem tilnefndir voru auk þess sem hann leit inn á sýningar þriggja annarra listamanna sem tengjast verðlaununum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.