Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 37 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ✝ Karen ÓlafíaSigurðardóttir fæddist á Kotströnd í Ölfushreppi 11. nóv- ember 1909. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Benedikts- son, kennari, póstur og bóndi á Gljúfri II í Ölfusi, f. 19. apríl 1878, d. 25. apríl 1961, og Guðný Ein- arsdóttir, húsmóðir á Gljúfri II, f. 9. desember 1888, d. 3. ágúst 1971. Systkini Karenar eru: Björg, f. 1911, d. 1978, Mar- grét, f. 1913, d. 2002, Halla, f. 1915, d. 2000, Sigmar, f. 1920, d. f. 21. apríl 1933, kvæntur Sólveigu Grímsdóttur. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Signý Ósk, f. 16. apríl 1940, var gift Elís Sæ- mundssyni, þau slitu samvistum. Þau eiga fjögur börn og ellefu barnabörn. 4) Siggeir, f. 14. júní 1945, kvæntur Ester Haraldsdótt- ur. Þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. 5) Sigríður, f. 11. júlí 1951, gift Róbert Gunnari Geirs- syni. Þau eiga fjóra syni og eitt barnabarn. Karen og Ólafur bjuggu á Þor- láksstöðum í Kjós, en eftir andlát Ólafs fluttist Karen í Kópavog og bjó þar síðan. Hún starfaði sem saumakona í Dúk hf. þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Hún var einn af fyrstu íbúum í þjónustu- íbúðum aldraðra við Sunnuhlíð og fluttist á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í janúar sl., þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Karenar verður gerð frá Reynivallakirkju í Kjós á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin klukkan 14. 2001, Álfheiður, f. 1921, d. 1999 og Ein- ar, f. 1928. Karen giftist hinn 18. júlí 1931, Ólafi Ólafssyni bónda, f. 10. mars 1904, d. 13. mars 1956. Foreldrar hans voru Ólafur Einars- son, bóndi í Flekku- dal, f. 20. júlí 1866, d. 8. apríl 1935, og Sig- ríður Guðnadóttir, f. 29. september 1868, d. 24. mars 1964. Karen og Ólafur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Einar, f. 2. desember 1931, var kvæntur Helgu Jörgen- sen, þau slitu samvistum. Þau eiga þrjú börn, fimm barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Ólafur Einar, Ó, móðir mín, hve sæll ég er, minning þín í barm’i ég ber. Hvert fótspor sem þú leiddir mig hvílík dásemd, ég átti þig. (Höf. ók.) Þinn sonur, Siggeir. Kæra tengdamamma, að þér lát- inni þakka ég þér fyrir að hafa verið til, mikil sómakona sem þú varst. Fleiri orð þurfa ekki að koma, þú veist hvað ég meina. Þín tengdadóttir. Ester. Það er alltaf erfitt að fylgja fólki. Er við fylgjum þeim sem eldri eru koma alltaf upp gamlar minningar, minningarnar frá því við vorum sjálf smáfólk, jafnvel miklu yngri en okk- ar börn eru í dag. Skrítið er að líta til baka og sjá hversu ógnarfljótt tíminn líður. Er við lítum í rit eins og „Öldina okkar“ finnst okkur ekki langur tími síðan hún amma okkar fæddist, er við rifj- um upp æsku okkar og rifjum upp sögur sem hún sagði okkur af æsku sinni finnst okkur sem hún hafi lifað öll bindin af „Öldinni“. Óhikað má segja að kynslóð ömmu hafi lifað einhverja mestu breytingatíma í íslensku þjóðfélagi frá landnámi, þess vegna var oft erf- itt fyrir okkur unga fólkið að skilja í hvernig heimi amma hafði lifað, er við sátum í fangi hennar og hlust- uðum á frásagnir hennar af æsku hennar á Gljúfri. Ekki urðu breyt- ingar þjóðfélagsins minni eftir að hún hóf búskap með afa okkar á Þor- láksstöðum í Kjós, hjá ungu frúnni úr Ölfusinu héldu nýjungarnar áfram eins og þær gerðust í bænda- samfélaginu í þá daga. Amma fann fyrir því að ekki hafði allt tekið þessum stóru breytingum í þjóðfélaginu eftir að hún missti manninn sinn. Þá þurfti hún að rífa sig upp og flytja á mölina, eins og það hét í þá daga, og þá var ekki til neitt sem hét styrkir eða lífeyrir. Nú tók við tími sem örugglega hefur mótað hana mest í lífinu, ekkja flutt úr sveitinni með börn á fram- færi og finnur sér skjól í nýja sveit- arfélaginu Kópavogi, atvinnu þurfti að sækja til Reykjavíkur og sam- göngur voru þá eins erfiðar og við aðeins getum ímyndað okkur í dag. Taldi hún það aldrei eftir sér að fara allt þetta ferðalag í og úr vinnu og oft bættust aðrar útréttingar við eft- ir vinnutíma. Við sem yngri erum teljum að ef eitthvert okkar þyrfti að gera það sem amma gerði á ein- um degi í þá daga gætum við varla náð því á viku og það á einkabílum. Oft gætti hún okkar sem lítilla barna, vorum við hress og kát, stundum úr hófi atorkusamir krakk- ar og hefur vafalaust ekki veitt af smáráðgjöf eldri og reyndari konu, sem okkur þótti oft fullströng við svona góð börn, eins og við töldum okkur vera. Með auknum þroska öðluðumst við annan skilning á tilgangi þessara aðgerða hennar og einnig skildum við líf hennar betur, líf sem ekki hafði alltaf verið dans á rósum. Eftir að við tókum að eldast og þroskast sáum við að hún vildi sjálf dreifa sín- um rósum, var þá alltaf jafngaman að hitta hana. Alls staðar sem hún fór var líf og fjör í kringum hana, hún með sinn mikla og skemmtilega húmor sló alls staðar í gegn og þá var gaman að segja, ja þetta er hún amma. Eftir að hún var búin að senda síðustu fuglana sína að heiman og komin á eftirlaun fór hún fyrst að njóta sín fyrir alvöru. Þá fór hún í fyrstu utanlandsferðirnar og lét þá oft ekki duga eina á ári. Það gat oft verið erfitt fyrir okkur barnabörnin að fylgjast með hvar hún var í heim- inum hverju sinni og kom fyrir að hún rakst á eitthvert okkar fyrir til- viljun einhvers staðar úti í heimi. Já, það var alltaf gott að koma til ömmu, hún gat ætíð sagt frá öllu sem var að gerast hjá ættingjum hennar og afkomendum, rekið okkur á gat í pólitík og hverju því sem gekk á í heimsmálunum. Nýjustu þættirnir í sjónvarpinu voru hennar fag og þýddi ekki fyrir neina með- algellu að reka hana á gat þar, enda var horft á það allt saman gler- augnalaust og var gaman að heyra þegar hún þurfti að tjá sig um per- sónurnar við unga fólkið. Í heimsóknum til ömmu vissum við alltaf að hverju við gengum, kök- urnar, hlýjan, húmorinn, hnyttnar setningar, hláturinn og hennar mikla og skemmtilega hreinskilni. Hún gat komið með sínar skoðanir á klæðnaði, greiðslu, tímasetningum á barneignum og allt alltaf jafn vel meint og skemmtilega orðað. Að allt taki enda í þessu jarðneska lífi er vissulega staðreynd. Einhvern veginn fannst okkur það samt engan veginn eiga við um hana ömmu okk- ar. Ár eftir ár fannst okkur hún yngjast með hverjum degi. Vorum við hreinlega farin að halda að hún mundi lifa okkur öll sem yngri erum. Við kveðjum ömmu okkar með hlýjum hugsunum og virðingu. Minningu okkar um hana geymum við í huga okkar. Siggeirsbörn. Elsku amma, þetta voru skrýtin jól. Ekki var í jólastressi hlaupið til þín með pakka á aðfangadag og þú kysst gleðileg jól, og skrýtið var að sjá dætur mínar taka upp jólapakka frá þér, sem varst farin frá okkur. Þú sást fyrir öllu. En ég veit að þér líður nú vel og þetta var besti tíminn fyrir þig að kveðja þennan heim. Ég veit að þessi jól hefðu orðið þér erfið þar sem þú hefðir ekki getað haldið þeim jólasiðum sem þú varst vön því þú varst orðin veikburða síðustu vik- urnar. Amma, margar góðar minningar á ég um þig sem ég mun ylja mér við. Hvað þú lagðir upp úr því að vera vel til fara og fylgdist vel með tískunni. Það er ekki langt síðan að við notuðum sama lit á varalit. Oft kom það fyrir þegar ég var á táningsaldrinum að pabba og mömmu væri sagt að þetta og hitt væri í tísku – þau væru bara gamaldags. Þú gafst mér fyrstu bux- urnar sem voru ekki heima- saumaðar. Þú saumaðir þær reynd- ar sjálf en á saumastofunni og þær voru með vörumerki og númer 8. Elsku amma mín, ég mun alltaf sakna þín og minnast síðustu stund- arinnar sem við áttum saman. Farðu í friði í faðm afa sem ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast. María Björk Ólafsdóttir. Komið er að leiðarlokum – vist þinni hér á jörð lokið og ný vist á öðru tilverustigi tekin við. Langri og giftusamlegri ævi er lokið, ánægju- legar samverustundir að baki, en minningin lifir og umvefur þá sem eftir lifa hlýju og gleði yfir því að hafa þekkt þig og fengið að njóta samvista við þig. Þér er án efa fagn- að á nýjum stað, þar sem þín hefur verið beðið og koma þín undirbúin. Fyrir hart nær 15 árum varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að kynn- ast þér, þegar leiðir okkar Maju lágu saman. Það var gott að fá að eiga með þér stundir – gott að fá að kynnast allri þeirri hlýju og mann- gæsku sem þú bjóst yfir – gott að fá að sjá þá væntumþykju sem þú bjóst yfir og gafst af þér – gott að finna hversu mikið veganesti þú gafst dætrum mínum, langömmubörnum þínum – gott að sjá og finna hversu nánar þið voruð, þú og Maja, hve vænt ykkur þótti hvorri um aðra. Þín verður minnst um ókomna framtíð með hlýhug og væntum- þykju – söknuðurinn er vissulega mikill, en við gleðjumst yfir því að hafa þekkt þig og vita að þú ert um- vafin kærleika á nýjum stað. Hvíl þú í friði. Ásmundur Jónsson. Elsku langamma mín, þú ert farin með bros á vör. Í söknuði minnumst við þín og helgum þína för. Á bak við Gullna hliðið maðurinn þinn beið eft- ir þér, þið hittist nú á ný en sárt þín er saknað hér. Kveðja frá langömmustelpum. Hildur Eva og Sólveig Björk. KAREN ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvu- pósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/ eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.