Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 25
ir sínar og þar er málverkið í raun einn miðill af mörgum. Það er einmitt þetta sem gerir samtímalistina spennandi og merkingarríka að tján- ing nýrrar reynslu og hugmynda er samtvinnuð nýjum miðlum og verður hugsanlega ekki sett fram með hefð- bundnu málverki. Listamenn vinna jöfnum höndum með málverk, vídeó, innsetningar, gjörninga og hljóð eða sambland af þessu og þannig hefur listhugtakið stækkað og hinar hug- myndalegu skírskotanir orðið víðtæk- ari. Þetta er staðreynd í íslenskri og alþjóðlegri listasögu, og í raun sér- kennilegt að þurfa að tíunda þessi sannindi árið 2002. Þetta var umræða sem átti sér stað fyrir 30–40 árum í hinum alþjóðlega listheimi og að vissu marki á Íslandi þegar SÚM-hópurinn stóð fyrir róttækri nýsköpun í ís- lensku listalífi á sjöunda áratugnum.“ Ólafur segir gagnrýni Einars end- urspegla ákveðna sýn eða skilgrein- ingu á listhugtakinu sem feli það í sér að myndlist sé aðeins málverk og ef notaðir séu aðrir miðlar þá sé verið að skapa eitthvað annað en myndlist. „Í sjálfu sér er ekkert að því að menn til- einki sér slíkar skoðanir og jafnvel stofni og reki gallerí kringum slíkar hugmyndir. Það er í raun ekkert óeðlilegt við það að hafa ofurtrú á eig- in miðli, en slík öfgastefna hefur ekk- ert með veruleikann að gera og getur ekki verið grundvöllur fyrir rekstri listasafns sem fjallar um listasöguna á breiðum og raunhæfum grundvelli. Þessi skoðun lendir fljótlega á algjör- um villigötum, þegar þeirri ályktun er haldið á lofti að ef Listasafnið sýnir eitthvað annað en málverk, þá sé ver- ið að falsa listasöguna. Þetta þrönga listhugtak sem Einar leggur til grundvallar gagnrýni sinni var í raun yfirgefið fyrir 40 árum bæði í alþjóð- legri og íslenskri list. Frá þeim tíma hefur málverkið verið einn miðill af mörgum sem hafa staðið myndlistar- mönnum til boða,“ segir Ólafur. Hann segir þá skoðun Einars, að í Listasafni Íslands sé það ríkjandi við- horf að málverkið hafi hætt að vera til um 1960, gjörsamlega út í hött. „Ég vil fyrst vísa til yfirstandandi sýning- ar, Íslenskrar myndlistar 1980–2000, þar sem málverkið er eðlilega fyrir- ferðarmikið. Þá vil ég minna á sýn- ingu í safninu árið 1999, sem bar yfir- skriftina Nýraunsæi í myndlist 8. áratugarins, sem var sýning á 25 lista- mönnum – þar á meðal verkum Ein- ars Hákonarsonar og fleiri málara. Svo mætti áfram telja upp sýningar í safninu á undanförnum árum, á mál- urum sem hafa komið fram í íslenskri listasögu á sl. 40 árum. Á þeim yf- irlitssýningum sem safnið hefur stað- ið fyrir erlendis að undanförnu, hafa verið sýnd málverk eftir málara eins og Helga Þorgils, Georg Guðna, Sig- urð Árna, Guðrúnu Einarsdóttur og Gunnar Örn. Þá er ástæða til að minna á að á næsta ári verður í Lista- safninu sýning sem ber yfirskriftina Íslensk myndlist 1960–1980, þar sem m.a. verður fjallað um þá málara sem fram koma á þessu tímabili auk þeirra listamanna sem vinna með öðrum miðlum. Þannig er ljóst að Listasafnið hefur á undanförnum árum að sjálf- sögðu sýnt verk málara, sem komið hafa fram í íslenskri listasögu á und- anförnum áratugum með ýmsum hætti.“ Ólafur bendir jafnframt á að yfir- litssýningar á borð við þá sem haldin var í Listasafni Íslands sl. sumar um íslenska myndlist á árabilinu 1900 til 1980 séu oft unnar út frá ákveðinni grunnhugmynd og séu þau verk sem valin eru inn þar látin standa fyrir ákveðnar stefnur, nýjungar eða strauma. Þegar Einar Hákonarson segist sakna á slíkri sýningu margra málara sem fram komu á sjöunda ára- tugnum verði að taka mið af mark- miðum eða hugmynd sýningarinnar. „Á sýningunni voru verk eftir 36 lista- menn frá tímabilinu 1900–1980 og var að sjálfsögðu ekki um að ræða yfirlits- sýningu í bókstaflegum skilningi. Safnið á verk eftir rúmlega 200 lista- menn frá þessu tímabili svo húsnæði safnsins leyfir ekki svo viðamikla sýn- ingu. Þess í stað var fjallað um list 20. aldar með hliðsjón af helstu nýsköp- unartímabilum, sem finna má í  um hvað þau eru að bralla með inn- kaupum sínum. Á sama hátt eiga þau að sinna sýningarhaldi, þar sem þau bjóða framúrskarandi listamönnum að sýna. Með slíku eru þau að gefa upplýsingar sem skipta máli á mark- aði og það má vel vera að þannig væri komið nægilegt frumkvæði til að vekja markaðinn af þeim dvala sem hann er í – ef hann er þá til.“ Taka þarf mið af smæð samfélagsins Ingólfur Arnarsson, myndlistar- maður og prófessor við myndlistar- deild Listaháskóla Íslands, segir að sá vandi sem staðið er frammi fyrir í ís- lensku myndlistarumhverfi sé heild- rænn, og að miklvægt sé að við tökum mið af smæð og einangrun samfélags- ins í allri viðleitni til að bæta þar úr. „Við þurfum að móta okkur stefnu í myndlistarmálum, þar sem við leggj- um áherslu á sérstöðu okkar, því smæðin býður upp á ákveðna sam- stillingu í framlagi ólíkra aðila. Það mætti til dæmis ímynda sér að stóru söfnin gætu í senn aukið samvinnu sín á milli og skipt með sér verkum. Hug- myndir um alþjóðlegan myndlistar- tvíæring eru dæmi um áhugaverðan samvinnuflöt en jafnframt þyrfti eitt- hvert safnanna að geta sinnt listasög- unni og gert hana aðgengilega al- menningi á fastri sýningu. Það væri einnig mikilvægt að eitthvert safn- anna ynni að því að safna erlendri myndlist og einbeitti sér að þeirri myndlist sem verið hefur í hvað mest- um tengslum við íslenska myndlist- arþróun. Þessi hlutverkaskipting safnanna þyrfti náttúrulega að vera gaumgæfð í gegnum umræðu. Mér finnst vanta meiri tengingu við núið, og virka listsköpun samtímans, og þar undanskil ég ekki umræðuna um málverkið. Málverkshugtakið hefur verið útvíkkað gífurlega á undanförn- um árum. Svo virðist sem nýjungar í tölvutækni og möguleikar í stafrænni myndvinnslu hafi virkað mjög hvetj- andi á stöðu málverksins, sem leitar nýrra leiða jafnt til að taka mið af og skilgreina sig frá þeim stafræna myndheimi sem við lifum í. Söfnin gætu t.d. unnið að því að gefa fólki innsýn í hina raunverulegu þróun inn- an málverksins, svo það kynntist öðru en hinni ríkjandi umræðu þar sem málverki og annarri list er stillt upp í einhvers konar hanaslag.“ Í fram- haldi af þessu varpar Ingólfur fram þeirri spurningu hvort slagurinn í myndistarumræðunni sé ekki einmitt merki um það hversu einangrað ís- lenskt myndlistarumhverfi er gagn- vart listhræringum samtímans. Ingólfur segir fjölda hæfileikaríkra einstaklinga nú starfandi í myndlist á Íslandi, einstaklinga sem sótt hafi sér framhaldsmenntun víða um heim, en þegar heim sé komið taki við þessu fólki takmarkað og einhæft starfsum- hverfi. Hann telur að frekar sé skort- ur á fagfólki, þ.e. listfræðingum og sýningarstjórum til að halda utan um þetta umhverfi, en hitt. „Hér þarf að efla stétt menntaðs fólks sem sinnir umhverfi myndlist- arinnar, skrifar og miðlar af þekkingu sinni um myndlist til almennings. Þá ættu listfræðingar í auknum mæli að skipa stöður þeirra sem sitja í nefnd- um um úthlutun styrkja- og lista- mannalauna til myndlistarmanna. En þetta snýst ekki aðeins um fagfólk í myndlist, heldur líka almenna mynd- listarmenntun í landinu sem er mjög ábótavant. Listir og menning verða mjög útundan í skólakerfinu og má nefna að aðeins eru örfá ár síðan fyrsta kennslubókin í myndmennt fyrir grunnskóla kom út. Ákveðinni fjárfestingu er varið í að mennta ákveðinn fjölda myndlistarmanna á ári, og því verður að búa þessu fólki eitthvert starfsumhverfi til að snúa aftur til, um leið og mikilvægt er að styðja myndlistarmenn í viðleitni við að kynna verk sín erlendis. Ef við vilj- um halda listinni í landinu þurfum við að móta eitthvert umhverfi í sam- ræmi við okkar séríslensku aðstæður. Ég held að smæðin ætti að geta orðið okkur til framdráttar að mörgu leyti. Til dæmis var áhugavert hvernig fjöl- miðlar, menntastofnanir og listastofn- anir lögðust á eitt, þegar dansflokkur Merce Cunningham kom hingað í haust, við að gera viðburðinn aðgengi- legan og vekja áhuga. Hér verður aldrei til stórt listkerfi eins og í stór- borgum, þar sem meiri sérhæfing ræður ferð, en þess í stað ætti sam- stilling og samtenging milli fagaðila, skóla, fjölmiðla og listamannanna að geta nýst, til að gera listviðburði að- gengilega og upplýsandi fyrir al- menning,“ segir Ingólfur að lokum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.