Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AF öfugmælanáttúru Íslendinga er það helst að frétta að þeir fóru í stríð. Þeir fóru í stríð við landið sitt. Stjórnvöld stofnuðu stríðið, blésu í lúðra og beittu öllum ráðum til að blekkja fólk og fá það til að fylkja liði undir áróðursmerkjum. Ef reynt var að mótmæla var sagt að það þýddi ekki því stríðið væri búið þó það væri ekki byrjað en minnt- ust aldrei á frið. En tilkynntu æð- isleg áform hvernig skyldi ráðast á landið. Reisa himinháar stíflur, sökkva landi í stórum stíl, færa jök- ulár í farvegum sínum. Allt í nafni þess að reisa virkjun sem átti að framleiða rafmagn fyrir álver í ein- um tignasta firði Austfjarða. Eng- inn mátti vita hvað rafmagnið kost- aði en þó kvisaðist út að það kostaði ekki neitt. Samkvæmt útreikning- um áttu Íslendingar að verða ein ríkasta þjóð heims með því móti að eini aðilinn sem græðir er erlendur auðhringur. Og allt bítur í skottið á sér; á staðnum þar sem virkjunin á að rísa er sprungusvæði. Stríð þurfa gott bæjarstæði. * * * Kárahnjúkavirkjun er bara tann- kremstúba sem rifist er um hvernig eigi að kreista, að baki liggur sjálfs- mynd okkar, sambandið við okkur, stjórnvöld og landið okkar. Skemmst er frá því að segja að sjálfsmyndin er ekki til umræðu, sambandið við okkur sjálf er á hyl- dýpisbrúninni, sambandið við stjórnvöldin þegjandalegt og sam- bandið við landið ruglingslegt. Sá sem þekkir sjálfsmynd sína er sjálf- stæður. Hann þekkir sinn heim því að gæði sjálfstæðisins felast í því að eiga heim. Sjálfstæðið er þinn eig- inn heimur ofinn úr tímanum og heimi annarra. Sjálfstæðisbarátt- unni lauk ekki 17. júní 1944, það var þá sem hún hófst fyrir alvöru. En hér er stritað, grafið og sökkt í stað þess að taka á móti nýjum hug- myndum. Það mætti halda að stjórnvöld væru að bíða eftir haust- skipum svo staðnaðar eru hug- myndir þeirra jafnvel þegar upp er komin sú staða að við getum selt friðinn, þögnina, hjartsláttinn í sæluhúsinu og auðvitað norðurljós- in. Á meðan getum við haldið áfram að skrifa Íslendingasögurnar. Í stríði eru allir fórnarlömb, tapið af virkjuninni blasir við en stjórnvöld eru fórnarlömb hugmynda sinna, þau hafa gefist upp gagnvart hug- myndunum. Ráðherrar klikkuðu ekki í fórnarlambshlutverkinu þeg- ar þeir vældu undan vísindamönn- um sem þeir ásökuðu um að eyði- leggja stórkostlegt björgunarstarf sem hér færi fram. Fórnarlambið er alltaf að sligast undan björg- unarstarfi. Aumingja greyin. Stríð er vanmáttur. Þessvegna eru her- sýningarnar svona stórkostlegar. * * * Á Íslandi er auðveldara að fá byggingarleyfi fyrir virkjun en sæluhúsi, auðveldara að kaupa sér dóp en pizzu enda alkóhólismi land- lægur og foreldrar vita ekki hvort unglingurinn þeirra kemst óskadd- aður gegnum unglingsárin. Faðir minn lést úr sjúkdómnum á sínum tíma. Það munaði því sem munaði að hann gat ekki móttekið hug- myndir um lækningu, nýjar hug- myndir sem voru að skjóta rótum. Virkjanapólitíkin minnir á alkóhól- isma, botnlaust stjórnleysi. Óheyri- legt fé veitt í rannsóknir og fram- kvæmdir án þess að skoða aðrar leiðir. Þegar alkóhólismi er annars vegar er hrokinn sjúkdómsein- kenni. Ég veit ekki hvaðan hroki stjórnvalda er ættaður en hann er blindur á aðrar leiðir. Hrokinn end- ist aldrei nema með hjálp sýnd- armennskunnar, lengstu göngin, hæsta stíflan, stærsta lónið. Þetta er allt svo stórt, langt og hátt að það er hægt að sjá það. Þegar er ekki hægt að fela ruglið er hrokanum smurt aftur á sýnd- armennskuna og haldið áfram á hnefanum. Annars væri hér þjóð- aratkvæðagreiðsla. En þetta er nú ekki merkilegra stjórnarfar en svo að ástandið minnir á heimili alkóhólistans þar sem má ekki tala um það sem maður sér eða heyrir. Þrautalendingin er að loka skilning- arvitunum sem veita aðgang að innri og ytri veruleika svo þegar þau lokast verður til sambandsleysi sem grefur undan trausti mann- eskjunnar á sjálfa sig og hún þok- ast til og frá eftir bendingum. Stjórnvöld sjá hvorki né heyra. Vís- indamenn sem vara við eru í mesta lagi skammaðir. Þótt landinu mundi blæða sæju þau það ekki. Þótt land- ið veinaði heyrðu þau það ekki. Þau æða áfram einsog á flótta undan snjóbyl. * * * Stjórnvöld ætla að gefa Alcoa ál- ver einsog Norðmönnum járnblend- ið og Svisslendingum Straumsvík. Það er örvænting þess sem þekkir engin mörk að selja rafmagnið á spottprís. Þegar mörkin hverfa vantar tilfinningu fyrir því sem skiptir máli í lífinu: Að taka ábyrgð. (Á ensku responsibility: að bregð- ast við.) Margir halda að ábyrgð sé fullorðinsleg og leiðinleg og sjálfs- mynd okkar hefur barnalegan hátt. Stór hluti tekur ekki ábyrgð á neyslu sinni, lifir á yfirdrætti og sýnir ekki þá ábyrgð að berjast gegn háu matvöruverði með því að fara út á götu og mótmæla, hinir krakkarnir gætu séð það og gert grín að því. Við ætlum að taka mat- vöruverðinu sem hverju öðru áhlaupaveðri og standa það af okk- ur einsog hetjuraun enda á bara eftir að skrá hetjuskapinn í lög. Fólk sem neitar að fullorðnast hef- ur ekki fengið að vera börn eða hef- ur orðið fyrir áfalli sem á eftir að greiða úr. Tilfinningar og hugsun eru þá í kremju, maður þekkir hvorugt og verður hræddur og tek- ur þann pól í hæðina að bregðast ekki við. Sá sem bregst ekki við er alltaf á sama stað, ófær um að taka stefnu í lífinu. Sá sem hefur enga stefnu missir af lífinu. Það er engin stefna í hálendismálinu. Það er einsog stjórnvöld þekki ekki há- lendið. Á hálendinu gerist eitthvað í fólki og sú hreyfing er góð, hver og einn upplifir það persónulega. Þetta með hvern og einn er mikilvægt svo til verði sterk heild en ekki grár massi sem þokast til og frá eftir skipunum, talnarunum og öðru því sem æsir múginn eða svæfir. * * * Ef maður miðar sig við þarfir og líðan annarra missir maður traust á sjálfum sér. Það er verra en að missa eigur sínur. Maður hættir að treysta eigin líðan og þörfum, miss- ir hendurnar við að þóknast útí það óendanlega og einn daginn vaknar maður upp við það að hendur manns eru ekki manns eigin hend- ur. Þær eru orðnar þrælahendur sem skrifa undir gjafabréf uppá heilu og hálfu gljúfrin, afrétti og mýrarfláka svo langt sem augað eygir, og ómælt rafmagn til hress- ingar. Það versta er að þótt manni yrði litið á hendurnar sínar sæi maður ekkert athugavert. Smám saman er maður kominn í annan líkama, farinn að horfa með öðrum augum og þá er svo komið að manns eigið land er orðið ókunnugt. Og eftir hverju fer hvort maður fellur fyrir hinu óþekkta eða ræðst á það. Það er ekkert traust eftir, það er allt farið. Maður hugsar með sér að þetta land hljóti að vera óvinur. * * * Allt á að vera í bestu meiningu til að redda Austfirðingum. Málunum er reddað til að halda sér í forminu: Redda-klúðra-redda-klúðra. Það eru öfgakennd form þar sem spenna og niðurbrot ná hámarki. Þar eru engar tilfinningar, þetta er hrein og klár víma. Annað form er æði-lömun -æði-lömun. Þá lamast maður þegar málin klúðrast, svo rennur á mann æði og málunum reddað. Hálendið býður uppá að brjóta niður þessi form því maður verður að undirbúa slíkar ferðir vel og villt náttúran fær mann til að hugsa uppá nýtt, form hennar leysa upp stöðnuð form í heilanum. Ein besta leiðin til að lækna unglinga í vímuefnavanda eru hálendisferðir. Framkvæmdirnar við Kárahnjúka hefðu átt að fara fyrir alþingi en það er ekki haft fyrir því, það er erfiðara að tala saman en að ryðja og sprengja, sprengja og ryðja. Enginn veit hvort virkjunin rís en klúðrinu verður reddað. Það er bara einsog við höfum ekki áttað okkur á því að reddingar eru yf- irleitt klúður og klúður reddingar. * * * Búið er að klúðra kvótanum, plássin fyrir austan og víðar hafa misst kvótann en enginn mótmælir, væntanlega að bíða eftir að einhver reddi málunum. Austfirðingur einn vildi bjóða túristum uppá skak í fjarðarkjaftinum. Bæjarstjórn neit- aði því ekkert klósett var í bátnum. Og ekki hægt að lána manninum fyrir því þareð peningarnar voru fastir í álverssjóðnum, þeim sama og drekinn liggur á. Austfirðingar og þeirra álver er svo mikið tabú að það er einsog að ætla sér að af- klæða guð að taka á því. Sumir Austfirðingar segjast vera að bíða eftir álverinu svo fasteignaverð hækki, þá ætli þeir að selja húsið og flytja. Kannski af því að álverið verður þrjá kílómetra frá bænum. Þar sem nær eingöngu útlendingar vinna í frystihúsum má ætla að sama verði uppá teningunum í ál- verinu. Og afhverju mega Austfirð- ingar ekki fá álver einsog Skaga- menn, álver Skagamanna kostaði að vísu ekki Kárahnjúkavirkjun en ég ætla engum að vinna í álveri. Til hvers eru Skagamenn að ala börnin sín upp á hinum grænu völlum til þess eins að stinga þeim inní álver. * * * Stóriðjan er víða að verða úrelt, hún er hættuleg landinu, við miss- um frumkvæðið og aukþess hefur mamma alltaf sagt að það sé ekki nauðsynlegt að vera einsog allir aðrir. Þróunin sem eyðir byggðun- um er útungunaregg kapítalismans og stóriðjuverin sem reist eru í þessum byggðum koma úr sömu körfu. Engin viðbrögð hafa komið frá stjórnvöldum við hugmynd að reisa háskóla eða rannsóknarsetur í tengslum við þjóðgarð. Það gæti orðið heimsfrægur háskóli því aust- urland er merkilegasti hluti Íslands jarðsögulega séð. Og við ættum há- skóla tileinkaðan ísnum og eldinum sem ráða hér. Ef hlúð væri að hinu smáa og samgöngur gerðar ódýrari og betri yrði öðruvísi að búa úti á landi. Það voru víst dýrmætar líf- verur í hverum sem sökkt var við Hágöngur á Sprengisandi og eng- inn veit hvaða kraftaverk fjallagrös geta gert og smáar verur sem lifa hér allt af. Í móðuharðindum neyddist þjóðin til að borða síld, svo slæmt var ástandið. Þeir sem segja úrelta og misheppnaða brandara um fjallagrös og hundasúrur dræp- ust frekar en borða svo hlægilegan fisk. Við vitum svo lítið um náttúr- una, við höfðum varla heyrt á Kára- hnjúka minnst fyrir ekki svo löngu. Í stað þess að gleðjast yfir að við erum enn að uppgötva land er fólki núið því um nasir að sýna þeirri landkönnun áhuga. Þessi náttúra getur sennilega orðið uppspretta ótrúlegs ríkidæmis. * * * Virkjunin er óhagkvæm, risafyr- irtæki á Norðurlöndunum hætt við, Skipulagsstofnun gat ekki blessað tiltækið, lærðir og leikir mótmæla í rannsóknum, fyrirlestrum og benda á leiðir sem skila hagnaði, – af- hverju er ekki hætt við. Var aldrei plan b? Kárahnjúkavirkjun er mesta fyllirí Íslandssögunnar og haldi einhver að þetta sé amma gamla að fá sér serrí á laugardags- kvöldi er það ekki svo, þetta eru ör- lagabyttur að spila með almannafé. Viðhorf okkar gagnvart stjórnvöld- um eru öfgakennd. Við skríðum fyr- ir þeim um leið og við þolum þau ekki. Afleiðingin er að stjórnvöld einangrast og svo býsnumst við yfir því að lýðræðið standi höllum fæti. Kannski þótti okkur sjálfstæðið svo hátíðlegt og alvarlegt að við settum það uppá hillu og héldum áfram að hugsa einsog konungsþegnar, helsta sjálfstæðistáknið forsetinn þögull, blýfastur í 17. júní 1944 en við höfum gleymt að afsegja kóng- inn og hirðina sem skrækja á minn- ismerki í formi virkjana og álvera. Fólk sem gleymir sér svona steypist í gleymskunnar djúp en nöfn þeirra gætu haldist á lofti ef þau hafa manndóm í sér að hætta við. Afi minn sýndi mér Ísland. Fíf- una í mýrinni, skelina í fjörunni, brekkuna í fjallinu, gáruna á vatn- inu, berin í lynginu, þúfuna í móan- um, – og seinna fór ég og sá Detti- foss. Og hann sagði mér hvað fólk átti bágt á Íslandi í gamla daga, það svalt og var beitt miklu harðræði, og ég skil að fólk vilji ekki lenda í sömu súpunni. Manneskja getur verið föst í áfalli árum saman og það er einsog þjóðin sé föst í áfalli og hafi verið öldum saman. Það hef- ur oft verið erfitt að elska Ísland, myrkrið, kuldinn, hungrið, sjórinn og hamrarnir sem gleyptu fólk, ask- an sem eyddi byggðarlögum, lítil börn sem lágu dáin í hvammi. Ég skil ekki hvernig fólk lifði þetta af. Kannski heitir áfallið Ísland. * * * Kannski erum við í ástaroghat- urssambandi við landið. Á sama augnabliki og það murkaði úr okkur líftóruna sáum við skímu læðast yf- ir fjallsbrúnina. Halldór Laxness sagði: Það er í Íslendingum ákveðið dramatískt ris, sem á í senn rætur í hinu hrikalega landi hans og fárán- legu lífsbaráttu. Í örlögum hins smæsta manns er ævinlega eitthvað stórbrotið og yfirdímensjónerað; maður sem er svo lítill bógur, að einginn tekur eftir honum, getur hæglega verið sifji einhverra gíf- urlegra náttúrukrafta og voða, upp- alinn í samfélagi við ótrúlegustu hörmungar. (…) Ömurlegar sögur sem gánga yfir öll skynsamleg mörk eru algeingar, sömuleiðis skopsögur sem nálgast geðveiki. – Þetta var leiðin út – að fara inn. Hegðun stjórnvalda minnir á svona skopsögu. Það er ekki verið að segja hana, við erum inni í henni. Það er ekki einsog að lifa í skáld- skap, skáldskapurinn er einsog stjörnuhrap, ólíkindatól sem veitir óvænta sýn. Sögur eru til að koma skikkan á óreiðu en óreiðan hér er slík að það þarf að toppa framvind- una með enn meiri óreiðu svo sagan gangi upp. Raunveruleikinn fjar- lægist. Geðveikin er afneitun á raunveruleikanun. Álver er afneit- un á raunveruleika landsins, landið og þar með talin birtan er of við- kvæm. Ég bý við Faxaflóa og stundum leggur gulan reyk með Snæfellsnesfjallgarðinum frá stór- iðjuverum á Grundartanga. Sé dregin lína milli Snæfellsjökuls og Heklu er miðjan Grundartangi. Þar ætti að vera miðstöð tileinkuð fræg- ustu fjöllum Íslands. Guðjón Sam- úelsson sem hannaði Suðurgötu í Reykjavík með tilliti til Keilis hefði aldrei holað þar niður stóriðjuskúr- um. Álver í Reyðarfirði er afneitun á raunveruleika plássins. Það skap- ast aðallega karlastörf, kvenna- störfin verða þjónustustörf. Við er- um hættar að draga sokka af mönnum. Bríet mótmælti því fyrir hundrað árum. Kárahnjúkavirkjun er afneitun á raunveruleika við- skiptalífsins og náttúrunnar. Virkj- un á sprungusvæði sýnir að stjórn- völd hafa ekki hugmynd um í hvaða landi þau búa. Þau virðast búa í landi sem þau hafa rissað upp á pappírssnepil í partýi sem allir eru búnir að gleyma hvað hefur staðið lengi. * * * Við skoðum sjálfsmyndina hvert á sinn hátt, hvort sem er kokkur eða fótboltamaður. Til þess verða skilningarvitin að vera vakandi. Á hálendinu opnast þau og betri hvíld gefst heldur ekki. Ég er að skrifa um myndina af mér til að halda sjálfstæði mínu. Einu sinni var lítil stelpa sem bjó ein í kofa við strönd- ina því pabbi hennar og mamma höfðu týnst í stríðinu. Litla stelpan hætti þá að tala og byrjaði að láta sig dreyma. Þegar hún hitti selinn vissi hún ekki hvort það var í alvör- unni eða þykjustunni. Svo dó hún og selurinn grét og dró hana niður á hafsbotn og jarðaði hana þar. Í sögunni hefur draumurinn fengið mennska eiginleika, hann jarðar hana á hafsbotni en hefði líka getað dregið hana á haf út og látið hana fljóta í sjónum. Draumurinn er manninum hliðhollur, ef Ísland deyr jarðar draumurinn um landið okkur í stað þess að láta okkur fljóta í stóriðjumóki. En það verður annað Ísland, það verða ekki við. Svo hvernig ætlum við að lifna við? Halldór Laxness var bæði Bjartur og Ásta. Í skáldsögum hans eru tvær persónur, sú sem fer sínu fram og hvernig það virkar á hina. Niðurstaðan sama: Hin persónan deyr, lífið deyr. Það er aðeins í Barni náttúrunnar sem persónurn- ar tala saman og finna sér leið. Hvað er skáldið að segja: Lífið deyr; lífið deyr ef það er stöðugt keyrt á það. Frægð og frami heims- ins er einskis virði ef lífið deyr. Það óvænta, mjúka, góða, viðkvæma, ástfangna, það sem sér, skilur, heyrir og trúir. Það kemst undan í huga lesandans þótt það bíði ósigur í sögunni. Sigur er algleymistilfinn- ing. Harry Milkman kallar algleymi „human drive“ sem má útleggja sem slagkraft manneskjunnar. Slagkrafturinn veitir okkur þrótt til að halda áfram daglegu lífi því lífið er ekki bara sigrar og algleymi. Þegar ég er þreytt er gott að að hugsa um þegar ég lá í svefnpoka í Vonarskarði, bullandi hverirnir allt í kring, fjólubláir, rauðir, grænir, Vatnajökull einsog stór vængur og HERNAÐURINN GEGN LANDINU Eftir Elísabetu Jökulsdóttur „Hvað gerist þegar maður er? Þá kem- ur friður og friður er upp- spretta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.