Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMÚEL Kristjánsson hef-ur alltaf haft gaman afmörgum og margvíslegumverkefnum. Hann tók virk-an þátt í félagslífinu í Verzlunarskóla Íslands. Eitt af því sem hann fékkst við í skólanum var seta í nemendamótsnefnd skólans, en nefndin setti upp söngleikinn Wake me up before you go-go, sem sýndur var í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn naut vinsælda og var ákveðið að halda sýningum áfram um sumarið 2001, eftir að Samúel út- skrifaðist með stúdentspróf. Samúel tók verkið að sér og stofnaði fyrir- tæki um söngleikinn. Um haustið lauk sýningum og þá hélt hann í víking og flakkaði einn víða um Evrópu. Hann segir að í þeirri ferð hafi hann lifað sínar bestu og verstu stundir. „Það var frábært að hitta systur mína í Róm í ynd- islegu veðri, en jafnömurlegt að ganga fárveikur um götur Brussel í tíu stiga frosti og fá hvergi hótelher- bergi. En ég kom reynslunni ríkari heim og hafði gott af þessu.“ Þegar Evrópuferðinni lauk vann hann um tíma hjá Ásdísi móðursyst- ur sinni og hennar fjölskyldu, sem rekur byggingarvöruverslunina Álfaborg, en dustaði svo rykið af gamla fyrirtækinu sínu í lok apríl sl., skírði það 1001 nótt og hóf markaðs- vinnu og hönnunarstarf. Samúel sótti ekki vatnið yfir læk- inn þegar hann valdi sér samstarfs- menn, heldur fékk þrjá skólafélaga úr Verzló til liðs við sig. „Ýmsir höfðu samband við mig og vildu fá mig til að skipuleggja tónleikahald eða leiksýningar, en mér fannst þetta oft lítið spennandi. Oftast var þetta mikil vinna og mjög illa launuð. Svo fóru skemmtilegri verkefni að skjóta upp kollinum og þar sem ég vildi alltaf vera minn eigin herra ákvað ég að stofna fyrirtækið.“ Frá stofnun fyrirtækisins var hlutverk þess tvíþætt. Annars vegar er það markaðsfyrirtæki, sem tekur að sér markaðsvinnu fyrir lítil og millistór fyrirtæki, sem hafa ekki markaðsstjóra á sínum snærum. Hins vegar hannar 1001 nótt auglýs- ingar og ýmislegt kynningarefni. „Við höfum nokkur fyrirtæki á okkar vegum og það starf hefur gengið mjög vel. Undanfarið höfum við fengið stærri verkefni, til dæmis höf- um við unnið mikið fyrir Ölgerðina. Ég var svo lánsamur að fá gott fólk til liðs við mig, skólafélaga sem höfðu unnið að söngleiknum með mér og að skólablaði Verzló, en svo réðum við grafískan hönnuð í haust og ætlum að bæta öðrum við nú í ársbyrjun.“ Fimm íslenskir geisladiskar 1001 nótt hefur ekki eingöngu haslað sér völl í markaðs- og kynn- ingarmálum fyrir fyrirtæki, því fyrir jólin komu út fimm geisladiskar með íslenskri tónlist. „Ég hef mikinn áhuga á útgáfumálum og vil helst starfa við úrvals söngleiki, tónleika og annað menningartengt, en fyrir- tækið verður að sinna ýmsu öðru, því við höfum ekki bolmagn í slíkt starf eingöngu. Innan 1001 nætur er svo- kölluð skemmtistofa, sem stóð meðal annars að Quarashi-tónleikunum í haust og tók einnig þátt í leikritinu Rómeó og Júlíu með leikhópnum í Vesturporti, auk þess að gefa svo út fimm geisladiska fyrir jólin.“ Geisladiskarnir fimm eru Svarta platan með soul-tónlist í flutningi ís- lenskra tónlistarmanna, Those Little Things með Þórunni Antoníu, Skellir og smellir með Valgeiri Guðjónssyni, Freistingar með Ný dönskum og Frostrósir, jólaplata með fimm ís- lenskum söngkonum, eða Íslensku dívunum eins og þær kallast. „Í tengslum við útgáfu diskanna höfum við haldið ótal tónleika, til dæmis komu íslensku dívurnar fram á jóla- tónleikum í Hallgrímskirkju, sem var sjónvarpað á aðfangadagskvöld.“ Samúel átti sjálfur hugmyndina að jólaplötunni og segist hafa gengið með hana lengi í maganum. „Sú plata hefur gengið mjög vel og slík útgáfa styður vel við tilraunakenndari út- gáfu, eins og sólódisk Þórunnar Ant- oníu, sem hefur þegar náð samningi erlendis og við eigum örugglega eftir að heyra meira frá. Á vordögum og næsta haust eigum við eftir að gera meira af því að gefa út ýmsar for- vitnilegar nýjungar.“ Í einni sæng með keppinautnum Samúel segir ekkert auðvelt að koma nýrri útgáfu á framfæri. „Við höfum lagt mikla áherslu á að kynna diskana okkar, en í verslunum er eilíf barátta um útstillingarpláss og mik- ið verðstríð. Við sömdum við Skífuna um dreifingu á diskunum og það er auðvitað spurning hvort það er gott að vera í sömu sæng og aðalkeppi- nauturinn. Það hefur sína kosti, en líka galla, því Skífan hefur algjöra einokunarstöðu í innflutningi á er- lendri tónlist og er með um 80% af allri innlendri tónlist. Fyrirtækið er hluti af fjölmiðlafyrirtækinu Norð- urljósum og hefur því aðgang að fjölda útvarpsstöðva og þeirri einu sjónvarpsstöð sem sýnir eingöngu tónlistarmyndbönd. Norðurljós geta látið vinna tónlistarmyndbönd, sem myndu kosta okkur hundruð þús- unda, jafnvel milljónir króna, með því að nýta sér tækjakost kvik- myndadeildar fyrirtækisins og svo mætti lengi telja. Ríkisútvarpið er hins vegar alltaf að gæta jafnræðis eins og því ber skylda til og spilar Skífuplötur í samræmi við útgáfu fyrirtækisins, eða í meirihluta. Hinar stöðvarnar, sem eru í eigu Norður- ljósa, þurfa ekki að gæta að þessu og spila því nær eingöngu Skífuplötur. En þetta er einfaldlega það umhverfi sem við búum við og það var enginn sem neyddi mig út í þessa útgáfu. Svo vil ég líka taka fram að ég hef kynnst yndislegu fólki innan Norð- urljósa og hef ekkert upp á samstarf- ið við það að klaga. Starfsfólk Ríkis- útvarpsins er upp til hópa yndislegt og hefur reynst mér afar vel. Reynd- ar kom mér á óvart hve margir, lista- menn sem aðrir, eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að hjálpa nýjum aðilum á markaðnum.“ Fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Samúel segir að það hafi reyndar ekki komið sér á óvart að mikil harka væri á þessum markaði, en hann hafi þó ekki áttað sig á pólitíkinni fyrirfram. Þannig sé framkvæmda- stjóri Skífunnar til dæmis formaður Sambands flytjenda og hljómplötu- framleiðenda. „Ég hef ekkert upp á hann að klaga, en þessar aðstæður ættu ekki að vera til staðar, því þær vekja grunsemdir um vanhæfi og það á ekki að setja fólk í slíka stöðu.“ Þrátt fyrir að á brattann hafi verið að sækja hefur sala á diskunum gengið ágætlega og fjórar af plötun- um fimm fengu tilnefningar til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna. Þá hefur jólaplatan náð gullsölu, að sögn Samúels. „Við auglýstum jóla- plötuna sem eitt metnaðarfyllsta verk sem ráðist hefur verið í í ís- lenskri plötuútgáfu. Þessi auglýsing fór fyrir brjóstið á sumum, en mér vitanlega hafa aldrei jafnmargir komið að útgáfu á hljómplötu hér á landi. Með söngkonunum fimm leik- ur t.d. strengjasveit, slagverks- og blásturssveit og þrír kórar koma fram á plötunni, auk fjölda aðila á bak við tjöldin. Ég hef ekki margar útvarpsstöðvar til að hrópa lýsing- arorð fyrir mig eftir pöntun, svo ég verð bara að lýsa þessu yfir sjálfur.“ Samúel segir að hann hafi látið fara nokkuð í taugarnar á sér í þess- ari baráttu að fyrirtæki séu oft á tíð- um ekki tilbúin að styðja útgáfu eða tónleikahald á nokkurn hátt, en svo reki hann augun í vörumerki þeirra á auglýsingaspjöldum fyrir bandarísk- ar bíómyndir. „Mér finnst skrítið að fyrirtæki sjái sér ekki hag í að tengj- ast íslenskri menningarstarfsemi, en vilji leggja nafn sitt við erlenda framleiðslu. En sem betur fer eru undantekningarnar á þessu fleiri. Við höfum átt frábært samstarf við Ölgerðina og fleiri fyrirtæki, eins og Europay, Tal og Búnaðarbankann, sem sjá sér hag í að styðja við bakið á okkur.“ Gengur í öll verk sjálfur Samúel er aðeins 21 árs og ber tit- ilinn „framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarfyrirtækisins 1001 nótt“. Hann lætur sér þó fátt um slíkt titlatog finnast. „Ég hef orðið var við að fólki finnst ægilega fínt að reka markaðs- og kynningarfyrir- tæki og sjá um útgáfu á fimm disk- um. Ég er nú enginn stórforstjóri og hef það mottó að biðja starfsfólkið ekki að vinna þau verk sem mig lang- ar ekki sjálfan til að vinna. Ég geng því í öll verk, til dæmis smíðaði ég sjálfur útstillingu í Hagkaupum fyrir jólin, hengdi upp plaköt og fleira af því tagi. Fólk býr hins vegar alltaf til einhverja glansmynd af þessu, en þetta er fyrst og fremst mikil vinna.“ Samúel segir aðspurður að hann hafi fengið þá lánafyrirgreiðslu sem hann þurfti þegar hann stofnaði fyr- irtækið, þótt hann væri nýskriðinn út úr framhaldsskóla. „Ég hafði að vísu unnið með skóla frá því að ég var 13 ára og átti því ágætan sjóð sem ég lagði í fyrirtækið. Annars þurfti ég ekki mikið í upphafi, en Ég er enginn stórf Samúel Kristjánsson er 21 árs vestfirskur fram- kvæmdastjóri eigin fyrirtækis, sem var áberandi í útgáfu geisladiska fyrir jólin. Hann ræðir við Ragnhildi Sverrisdóttur um reksturinn, harðan út- gáfuheim og almennt metnaðarleysi í skólakerfinu og atvinnulífinu. Morgunblaðið/Jim Smart „Ég held alltaf að nú sé verkefnum að ljúka, en þá bætast bara ný við. Þetta er alltaf hörkuvinna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.