Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT Íslendingar séu ekki alltaf sammála um sjávarútvegsmál virð- ast þó allir vera sammála um að of fá- ir þorskar séu í sjónum við landið. Hafrannsóknastofnunin hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í þess- ari umræðu og sýnist sitt hverjum um ráðgjöf stofnunarinnar í fisk- veiðimálum. Það vita hins vegar ekki allir að Hafrannsóknastofnunin á til- raunaeldisstöð skammt frá Grinda- vík, nánar tiltekið að Stað, þar sem verið er að beita nýjum aðferðum við það að stækka þorskstofninn. Eldi þorskseiða Undanfarin 10 ár hefur Hafrann- sóknastofnunin verið að gera til- raunir með framleiðslu þorskseiða í tilraunaeldisstöðinni og á hverju ári hafa verið framleidd nokkur þúsund seiði sem notuð hafa verið í ýmis rannsóknaverkefni í stöðinni. Í samanburði við framleiðslu laxa- seiða er þorskseiðaframleiðslan mjög sérhæfð og flókin. Kviðpoka- seiðin eru afar smá við klak og þurfa að nærast á lifandi svifdýrum fyrstu tvo mánuðina. Svifdýrin eru ræktuð í miklu magni í eldisstöðinni og getur uppvaxandi þorskseiði étið þúsundir svifdýra á degi hverjum og aukið þyngd sína um allt að 20% á dag. Eftir tvo mánuði eru seiðin farin að éta þurrfóður eingöngu og tveim- ur mánuðum síðar hafa þau verið bólusett og eru klár til flutnings í aðrar seiðastöðvar. Aukinn áhugi á þorskeldi Hafrannsóknastofnunin hefur brugðist við stórauknum áhuga á þorskeldi með því meðal annars að leggja aukna áherslu á þorskseiða- framleiðsluna. Stofnunin er leiðandi í stefnumótunarverkefni um þorsk- eldi sem nú er í fullum gangi í sam- vinnu við stofnanir og einkafyrir- tæki. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að prófa sig áfram með þorsk- eldi og hafa keypt seiðin af Hafrann- sóknastofnun. Árið 2001 tókst að framleiða 10.000 seiði og var meirihluti þeirra fluttur í seiðastöð ÚA á Hauganesi við Eyjafjörð. Seiðin hafa nú verið sett í kvíar í Eyjafirðinum og gengur eldi þeirra mjög vel. Í byrjun þessa árs var ráðist í að stækka tilraunaeldisstöðina á Stað. Reist var 800 fermetra viðbygging við stöðina og settur upp fullkominn tækjabúnaður til hitastjórnunar. Í kjölfarið urðu verulegar framfarir í seiðaframleiðslunni og í sumar tókst að framleiða 28.000 þorskseiði. Sjávarútvegsfyrirtækin eru að auka seiðaeldið og í ár tók Útgerð- arfélag Akureyringa 12.500 seiði, Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði 11.000 og Síldarvinnslan í Neskaup- stað 1.500 seiði en Hafrannsókna- stofnunin nýtir afganginn í tilraunir. Ef allt gengur að óskum ættu þessi eldisseiði að verða orðin að 60–70 tonnum af spriklandi matfiski eftir 2–3 ár. Einkafyrirtæki að hasla sér völl Nokkur fiskeldisfyrirtæki eru nú farin að hugsa sér til hreyfings varð- andi þorskseiðaframleiðslu. Allar líkur eru nú á því að þeir aðilar, ásamt Hafrannsóknastofnun, muni á næsta ári vinna saman að áframhald- andi þróun þorskseiðaframleiðslu. Stefnt er að því að auka verulega seiðaframleiðsluna hjá Hafrann- sóknastofnun en einnig er hugsan- legt að einhver fyrirtækjanna hefji eigin seiðaframleiðslu. „Ég er því mjög bjartsýnn á að innan fárra ára verði búið að ná tök- um á fjöldaframleiðslu þorskseiða í íslenskum eldisstöðvum og þar með leggja grunninn að stórfelldu þorsk- eldi í sjókvíum við strendur lands- ins,“ sagði Agnar Steinarsson, sjáv- arlíffræðingur við Hafrannsókna- stöðina að Stað. Vinna að stækkun þorskstofnsins Framleiðsla þorskseiða hefur aukist mjög í til- raunastöð Hafrann- sóknastofnunar á Stað en það er grundvöllur aukins þorskeldis við landið. Garðar Páll Vignisson kynnti sér starfsemina. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Agnar Steinarsson og Njáll Jónsson færa þorskseiði á milli íláta. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Þorskseiðin dafna vel í tilraunastöðinni á Stað. marka má þjóðtrúna. Að sögn Leifs Hallgrímssonar bónda hefur aðsókn ferðamanna verið vaxandi í fjósið til að fylgjast með mjöltum og kynnast þessari mikilvægu búgrein. Ein- staklega góð aðstaða er í fjósinu til að ferðalangar geti fylgst með grip- um og fjósverkum. Vogafjós mun vera eina fjósið á landinu sem sér- staklega sinnir þessari skemmtilegu og fróðlegu þjónustu við ferða- menn. TVEIR kálfar komu í heiminn á þessum jólum í ferðamannafjósinu í Vogum. Hallgrímur bóndaefni Leifsson er hér að kynna þá fyrir Ídu sem býr í Noregi. Henni þótti af- ar gaman að skoða kálfana í fjósinu. Ekki var fylgst með samræðum kúnna á jólanótt í Vogafjósi að þessu sinni þar sem bændur fóru til miðnæturmessu. Eflaust hafa kýrn- ar þó rætt sín áhugamál svo sem háttur er kúa á þeirri nóttu ef Morgunblaðið/BFH Jólakálfar í Vogafjósi ÍSLENSK kona, búsett í bænum Grenaa í Danmörku, ætlar að áfrýja til kirkjumálaráðuneytisins ákvörðun sóknarnefndar bæjarins um að meina henni að hafa ljósa- seríu á leiði dóttur sinnar sem lést í bílslysi í Danmörku árið 2001. Sóknarnefndin bar því við að ljósin röskuðu friði og ró kirkjugarðsins. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku og um það hefur verið fjallað í þarlendum fjölmiðlum að undanförnu. Sóknarnefndin tók seríuna af leiðinu á dögunum en móðirin og vinir hennar fóru á að- fangadag og settu hana upp aftur. „Lögfræðingur minn segir að þar sem ég sé að áfrýja til kirkju- málaráðuneytis sé málið ennþá op- ið og þeir hafi því engan rétt til að taka seríuna af krossinum,“ sagði Maríanna Björg Arnardóttir, sem býr ásamt manni sínum og þremur börnum í Danmörku. „Garðyrkju- stjóri garðsins sagði mér að hann hefði fengið skipun frá formanni sóknarnefndarinnar að taka ljósin niður yrðu þau komin upp á að- fangadagsmorgun. Við fórum því síðar um daginn og settum ljósin upp og þau loga enn.“ Tíðkast ekki í Danmörku Fyrir síðustu jól vildi Maríanna setja kross með ljósi á leiði dóttur sinnar líkt og hefð er fyrir á Ís- landi en það tíðkast ekki í Dan- mörku. „Sóknarnefndin neitaði mér um leyfi því þeir náðu ekki að funda um málið, en krossinn var samt á leiðinu yfir jólin. Nú fyrir jólin var málið aftur tekið fyrir og aftur neita þeir. Þá áfrýjaði ég málinu til biskupsins í Danmörku sem vildi ekki skipta sér af ákvörðun sóknarnefndinnar en benti mér á að áfrýja til ráðuneyt- isins.“ Ljósin tekin í leyfisleysi Maríanna segir að nú ætli hún því að áfrýja málinu með hjálp lög- fræðings til kirkjumálaráðuneytis- ins. „Ég kveikti á krossinum um miðjan desember, því lögfræðing- urinn sagði að þar sem ég ætlaði að áfrýja málinu væri því ólokið. En rétt fyrir jól tók sóknarnefndin seríuna af krossinum og rafgeym- ana burtu í leyfisleysi. Þetta gerð- ist meðan ég var í burtu í vinnu- ferð. Þegar ég sá þetta brotnaði ég saman.“ Maríanna segist finna vel fyrir stuðningi dönsku þjóðarinnar og að undirskriftalistar liggi víða frammi máli hennar til stuðnings. Þá hafi fjölmiðlar fjallað um málið af samúð. Hún segist þess fullviss að ef hún fengi stuðning frá Ís- landi myndi það hafa áhrif á þróun málsins í Danmörku. Lætur ljós loga á leiði þrátt fyrir mótmæli sóknarnefndar Sóknarnefnd í Danmörku segir ljós á leiðum trufla frið kirkjugarðsins VERÐ á ýsu á fiskmörkuðum hefur lækkað um fjórðung eða 25% frá 1. september og verð á þorski um 10%. Lækkunin er fyrst og fremst til kom- in vegna aukins framboðs og sterkari krónu. Við fyrstu sýn virðist sem verðlækkunin á ýsu hafi ekki skilað sér að fullu til neytenda. Verð á nýjum og frosnum fiski til neytenda lækkaði um 7,1% á sama tímabili, þ.e frá september til desem- ber, í neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Tekið skal fram að í neyslukönnun- inni er ýsan ekki tilgreind sérstaklega en samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni vigtar ýsan mjög þungt í þessum lið. Því er ekki að sjá að verð- lækkun á fiskmörkuðunum hafi skilað sér að fullu til neytenda, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Nýr fiskur hefur lækk- að um 7% BJÖRGUNARSVEIT Hafnar- fjarðar var kölluð út um ellefu- leytið í gærmorgun eftir að beiðni kom frá lögreglunni í bænum um leit að tveimur týndum börnum. Síðast hafði sést til barnanna, sem eru níuog ellefu ára, í Hvamma- hverfinu í Hafnarfirði. Þegar eftirgrennslan lögreglu bar ekki árangur var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar Hafnar- fjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu komu börnin hins vegar fram skömmu eftir út- kall eða þegar fyrstu björgunar- sveitarmennirnir ásamt spor- hundi voru að halda til leitar, segir í tilkynningu Landsbjargar. Leitað að börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.