Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Spaghettitöng kr. 1.240 Flöskustatív kr. 2.990 Standur kr. 1.760 Hitaplatti kr. 3.190 Salatsett kr. 2.410 Tesía kr. 980 Kertastjaki kr. 3.520 Klukka kr. 6.990 Tímamælir kr. 3.650 Stál frá Hvað gerir maður ekki fyrir þig, foringi, „höggva mann og annan“ þó með harmi sé. Fundur vegna árs fatlaðra Að móta sam- félag fyrir alla ÁRIÐ 2003 hefurverið tileinkaðmálefnum fatlaðra á vettvangi Evrópusam- bandsins og á Evrópska efnahagssvæðinu. Í tilefni af því stendur félagsmála- ráðuneytið fyrir morgun- verðarfundi sem haldinn verður í fyrramálið á Grand hóteli Reykjavík. Hefst fundurinn klukkan 9 og stendur til um það bil hádegis. Berglind Ásgeirs- dóttir, aðstoðarforstjóri Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD, er einn margra fyrirlesara á fundinum og svaraði hún nokkrum spurningum sem fyrir hana voru lagðar. Það er sem fyrr segir fé- lagsmálaráðuneytið sem fer með málefni fatlaðra á Íslandi og tekur þátt í samstarfi Evrópu- þjóða í tilefni ársins þar sem ein- kunnarorðin eru „Samfélag fyrir alla“. Hjá ráðuneytinu kemur fram að áherslur Evrópuþjóða í þágu markmiða ársins beinist að því að vekja almenning til vitundar um réttindi þeirra sem búa við fötlun. Allir eru hvattir til að leggja fram sinn skerf hvort sem um er að ræða almenningur, ríki og sveitarfélög eða aðilar á vinnu- markaði. Markmiðið er að fatlað fólk geti orðið virkir þátttakendur í því samfélagi sem þeir lifa og starfa í. Í þessu sambandi hefur verið bent á mikilvægi góðrar menntunar og öflugs stuðnings við fatlaða á almennum vinnumarkaði með það að markmiði að þeir njóti sömu tækifæra og aðrir til náms og starfa. Og að með fundinum vilji ráðuneytið stíga fyrstu skref- in í átt að því að ná markmiðum ársins með því að taka málefni fatlaðra til umfjöllunar, enda komi á fundinn ýmsir sem vilja kynna hugmyndir sínar og væntingar sem fyrirhugað sé að verði leið- arljós í aðgerðaráætlun sem gert er ráð fyrir að unnin verði í lok ársins. – En Berglind, hvaða þýðingu hefur svona ár fyrir fatlaða? „Ég tel að ár fatlaðra hafi veru- lega þýðingu, ekki aðeins fyrir þá sem eru fatlaðir heldur einnig fyr- ir þjóðfélagið. Það gefur okkur tækifæri til að líta á stöðu fatlaðra í samfélaginu og sjá hvar úrbóta er þörf. Hagsmunasamtök fatl- aðra, aðstandendur fatlaðra, vinnuveitendur og samtök launa- manna og hið opinbera þurfa að líta til þess hvaða leiðir eru færar til að auka þátttöku fatlaðra á hin- um ýmsu sviðum. Nauðsynlegt er að fara úr þeirri hugsun að stefnu- mótun í málefnum fatlaðra séu að- eins viðfangsefni tiltekinna ráðu- neyta og ákveðinna hagsmuna- samtaka. Fatlaðir eru margbreytilegur hópur, sem vegna fötlunar þurfa oft á tíðum sérstakan stuðning til að gera þeim kleift að vera virkir þjóð- félagsþegnar. Menntun og stuðn- ingur í skóla, sem og endurhæfing og starfs- þjálfun skiptir miklu máli. Hver einstakling- ur hefur mismunandi þarfir.“ – Hvað geturðu sagt okkur um erindið sem þú flytur? „Í erindi mínu mun ég kynna skýrslu OECD sem byggist á könnun meðal fatlaðra og rann- sóknum á stefnu 20 OECD landa í lífeyris- og atvinnumálum fatl- aðra. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að stefna þeirra byggist allt- of mikið á framfærsluhugsun og er lagt til að litið sé á leiðir til að virkja fatlaða til atvinnuþátttöku ef þess er nokkur kostur. Það verði gert með aukinni þjálfun og endurhæfingu og markvissum stuðningi til atvinnuþátttöku. Markmiðið er að auka lífsgæði fatlaðra og stuðla að virkari þátt- töku þeirra.“ – Hvernig kemur þú að þessu öllu saman hér á landi? „Ég kem að þessu sem fulltrúi frá OECD í París. Aðkoma mín byggist á því að ég kynnti um- rædda skýrslu fyrir fáeinum vik- um fyrir fræðimönnum, fulltrúum hagsmunasamtaka og embættis- mönnum. Það var á sameiginlegri ráðstefnu OECD og Evrópumið- stöðvar í rannsóknum félagsmála í Vín. Skýrslan vakti verulega at- hygli bæði á ráðstefnunni og eins hjá fjölmiðlum. Félagsmálaráð- herra Páli Péturssyni fannst því full ástæða til að kynna niðurstöð- ur hennar og tillögur til úrbóta í tengslum við ár fatlaðra á Íslandi.“ Þess má geta að dagskrá þessa fundar er viðamikil. Eftir að Páll Pétursson hefur sett fundinn með ávarpi, rekur hvert erindið annað. M.a. taka til máls Jón Kristjáns- son heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, Arnþór Helgason frá Ör- yrkjabandalaginu, Sigurður Thorlacius trygginga- yfirlæknir, Eygló Eyj- ólfsdóttir sérfræðingur hjá menntamálaráð- neytinu, og Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Fundinum lýkur síðan með því að Páll Pétursson opnar formlega nýtt vefsvæði, tileinkað ári fatl- aðra og er slóðinn inn á það www.arfatladra.is. Á fundinum verður einnig flutt tónlistarefni viðstöddum til skemtunar. Fund- urinn er og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og þarf ekkert að borga við innganginn. Berglind Ásgeirsdóttir  Berglind Ásgeirsdóttir er fædd 15. janúar 1955. Lauk lög- fræðiprófi frá HÍ 1978 og MA prófi í alþjóðasamskiptum frá Boston-háskóla 1985. Starfaði við utanríkisráðuneytið í tæp 10 ár, m.a. upplýsinga- og menning- arfulltrúi 1979–81, við sendiráð- ið í Bonn 1981–84, fulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg 1983– 84, við sendiráðið í Stokkhólmi 1984–88, fulltrúi á öryggisráð- stefnu Evrópu 1986–88, ráðu- neytisstjóri í félagsmálaráðu- neytinu 1988–96 og 1999–2002. Framkvæmdastjóri Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn 1996–99, aðstoðarforstjóri OECD í París frá 1. sept. 2002. Maki var dr. Gísli Ág. Gunn- laugsson sem lést 1996. Börnin eru þrjú, 9 til 21 árs. Vilja líta á leiðir til að virkja fatlaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.