Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Eglu hf. og er hún birt hér í heild: „Að gefnu tilefni, vegna um- fjöllunar í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við viðræður um sam- einingu Kaupþings og Búnaðar- banka Íslands og ummæla sjálf- skipaðra sérfræðinga um málefni fjárfestahópsins sem keypti kjöl- festuhlut í Búnaðarbanka Ís- lands hf., þá þykir Eglu hf. rétt að eftirfarandi komi fram: Það er rangt að samningar hafi legið fyrir um sameiningu Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaupþings áður en gengið var frá kaupunum á kjölfestuhlut- num í Búnaðarbanka Íslands hf., eins og ýjað hefur verið að. Eng- ir slíkir samningar lágu fyrir. Hins vegar lá fyrir frá upphafi að kaupendur að kjölfestuhlutnum í Búnaðarbanka Íslands hf. stefndu að hagræðingu í rekstri bankans og vildu skoða tækifæri á samvinnu innlendra og er- lendra aðila við að endurskipu- leggja íslenskan fjármálamark- að, til hagsbóta fyrir hluthafa, starfsmenn bankans og neytend- ur í landinu. Það er einnig rangt að Kaup- þing hafi annast fjármögnun Eglu hf. á hlutnum í Búnaðar- banka Íslands hf. Ker hf. á tæp- lega helmingshlut (49,5%) í Eglu hf. á móti þýska bankanum Hauck & Aufhäuser Privatban- kiers KGaA (50%). Sú lánafyr- irgreiðsla sem Egla hf. fékk vegna sinna kaupa er alfarið frá Landsbanka Íslands hf., við- skiptabanka Eglu hf. og Kers hf. Eigið fé Kers hf. er nú metið um 10 milljarðar króna og að und- anförnu hefur félagið selt eignir að verðmæti um 5 milljarðar króna, í samræmi við endurskoð- aða fjárfestingastefnu félagsins. Salan á hlut Kers hf. í Vátrygg- ingafélagi Íslands hf. til Kaup- þings fyrir 2,8 milljarða króna var liður í þessari endurskipu- lagningu fjárfestinga félagsins. Það er einnig rangt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA eigi ekki fulltrúa í nýju bankaráði Búnað- arbanka Íslands hf. né hafi fulltrúar bankans ekki mætt á aðalfund Búnaðarbanka Íslands hf. laugardaginn 22. mars sl. Dr. Michael Sautter, framkvæmda- stjóri hjá Société Generale, var tilnefndur sem fulltrúi Eglu hf. og þar með þýska bankans í bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. Hefur hann verið beðinn af þýska bankanum um að sitja áfram í bankaráðinu sem fulltrúi Eglu hf., þó svo hann sé innan tíðar að láta af störfum hjá Soc- iété Generale. Þá skal ítrekað hér að hvorki fleiri né færri en 4 fulltrúar þýska bankans Hauck & Aufhäu- ser Privatbankiers KGaA sátu aðalfund Búnaðarbanka Íslands hf. á dögunum, þar á meðal Gatti, aðalframkvæmdastjóri hans. Einnig er rétt að vekja athygli á því hér að fjárhagslegur styrk- leiki fjárfestahópsins var aldrei dreginn í efa þegar hópurinn var valinn af Einkavæðingarnefnd ríkisins til að kaupa hlut hins op- inbera í Búnaðarbanka Íslands hf., né heldur er leitað var sam- þykkis Fjármálaeftirlitsins fyrir kaupunum. Vangaveltur síðustu daga um fjármögnun á kaupun- um í Búnaðarbanka Íslands hf. eiga því ekki við rök að styðjast og eru ófaglegar og í meginatrið- um rangar,“ að því er segir í yf- irlýsingu frá Eglu. Yfirlýsing frá Eglu hf. FORSTJÓRI í fyrirtæki eins og Pharmaco verður að gera það sem starfið býður og getur ekki trapp- að sig niður í starfi, að sögn Sindra. Hann segist hafa haft sérstaklega mikið að gera síðastliðin fjögur ár. Frá því Pharmaco keypti lyfjafyrirtækið Balkanpharma á árinu 1999 hafi hann verið allt að 280–300 daga á ári erlendis. Kominn sé tími til að breyta til í þessum efnum þannig að hann geti farið að ráða sínum tíma sjálfur og jafnvel notið lífsins. „Ég er þó ekki að setjast í helgan stein,“ segir Sindri. „Ég verð áfram í stjórnum ýmissa dótt- urfélaga Pharmaco. Svo er ég á lista yfir tillögu stjórnar Pharmaco að nýrri stjórn félagsins. Koma mun í ljós á aðalfundi þess í dag hvort ég verð kjör- inn í stjórn. Um önnur hugsanleg störf er ekki ástæða til að segja til um á þessu stigi. Ég ætla að taka mér frí þegar ég læt af störfum um mitt ár en er alls ekki að hætta afskiptum af Pharmaco.“ Sindri segir að starfsemi Pharmaco hafi gengið mjög vel þau ár sem hann hafi starfað hjá félaginu. Hann hafi kynnst fjölmörgu góðu fólki í tengslum við mörg verkefni og geti ekki annað en verið ánægður með í hvaða stöðu fyrirtækið sé þegar hann hafi ákveðið að láta af starfi forstjóra. Þá sé tímasetningin nú til að taka ákvörðun um að hætta ágæt. Forstjóri frá árinu 1981 Sindri hóf störf hjá Apótekarafélaginu árið 1977 og hefur verið forstjóri Pharmaco frá árinu 1981. Þá var Pharmaco innflutnings- og framleiðslufyr- irtæki sem starfaði eingöngu á innanlandsmark- aði. Fyrsta skrefið í útrás félagsins var stigið með kaupum og síðar sameiningu við búlgarska lyfja- fyrirtækið Balkanpharma, sem Sindri veitti for- stöðu allt til ársloka 2002. Um mitt árið 2002 sameinaðist Pharmaco lyfja- framleiðslufyrirtækinu Delta og varð Sindri for- stjóri sameinaðs félags ásamt Róbert Wessman, sem verður einn forstjóri félagsins eftir að Sindri lætur af störfum. Umsvif Pharmaco hafa sjöfaldast á síðustu fjór- um árum og varð methagnaður í rekstri félagsins á síðasta ári. Félagið er nú metið á um 50 milljarða íslenskra króna og er verðmætasta félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands. Stórkostlegt tækifæri í Búlgaríu Að sögn Sindra var heppilegt fyrir Pharmaco að þeir Róbert voru báðir forstjórar fyrirtækisins til að byrja með en slíkt fyrirkomulag sé þó ekki væn- legt til langframa. Hann segir að samstarf þeirra Róberts hafi gengið ákaflega vel. Sindri segir að breytingarnar á Pharmaco hafi verið gífurlegar. Mest muni þar um útrásina sem hófst á árinu 1999. Fram að því hafi félagið þó ver- ið tiltölulega stórtækt í fjárfestingum á ýmsum sviðum, s.s. fiskeldi, gosdrykkjaframleiðslu, bjór- framleiðslu, tryggingarekstri, tölvurekstri og fleiru. „Ég held að það sé æskilegast og líklegast til ár- angurs fyrir félög að vera sem mest á sínum af- mörkuðu sviðum. Það er hins vegar hamlandi hér á landi hvað markaðurinn er lítill. Því er stórkost- legt að hafa komist inn á markað í útlöndum sem er nánast ótakmarkaður að stærð. Það tel ég að eigi við um kaup Pharmaco á Balkanpharma. Á grundvelli þeirra var hægt að einblína á það sem félagið kunni og gat. Því verður ekki á móti mælt að við hjá Pharma- co vorum heppin. Við fengum tækifæri í Búlgaríu sem við nýttum okkur. Þegar það kom til tókum við ákvörðun um að snúa okkur svo til alfarið að þeim rekstri sem við þekktum best og seldum það sem félagið hafði fjárfest á öðrum sviðum. Í þeim efnum vorum við einnig heppin.“ Mest umskipti að selja heildsöluna Sindri segir að fyrir sig persónulega hafi mest umskipti orðið á þeim rúmu tveimur áratugum sem hann hefur starfað hjá Pharmaco er félagið seldi í fyrra heildsöluna sem nú heitir Pharmanor. „Það var minn gamli vinnustaður og þar starfaði fólkið sem ég hafði unnið með frá því ég byrjaði hjá Pharmaco. Það voru í raun mestu umskiptin fyrir mig í starfi að sleppa hendinni af þessum hluta rekstrarins. Af þeim 7.400 manns sem nú starfa hjá Pharmaco er hins vegar enginn starfsmaður sem ég hef starfað með óslitið frá árinu 1981. Engu að síður eru í dag nokkrir starfsmenn hjá Pharma- co sem ég starfaði með þegar ég byrjaði hjá félag- inu, en fóru yfir með Delta þegar Pharmaco seldi framleiðsluhluta sinn á árinu 1992. Í þessu sambandi er gaman að segja frá því að í fyrstu vikunni sem ég vann hjá Pharmaco sá ég um kaupin á því húsi sem Delta var síðan byggt upp í í Hafnarfirði. Þetta hús var þá kallað „happí“ húsið. Nokkuð gott nafn sem ég held að eigi vel við,“ segir Sindri Sindrason. Kominn tími til að breyta til Sindri Sindrason hættir störfum sem annar forstjóri Pharmaco á miðju þessu ári. Hann segir að kominn sé tími til að breyta til og hægja örlítið á eftir mikinn eril undanfarin þrjú til fjögur ár. Sindri Sindrason hættir hjá Pharmaco á miðju þessu ári eftir að hafa verið forstjóri í 22 ár. Morgunblaðið/RAX NORSK yfirvöld eru nú að rannsaka brottkast frá frystitogara, sem tal- inn er hafa kastað 264 tonnum af ufsa og þorski í sjóinn. Norska strandgæzlan stóð togarann að verki, en brottkastið fólst í því að að- eins hluti fisks- ins var nýttur, hitt fór í sjóinn. Strandgæzlan fór um borð í togar- ann fyrir utan Vesteraalen og við rannsókn um borð kom í ljós að þorskurinn var hausaður þannig að stór hluti bolsins fylgdi með, en aft- urhlutinn var síðan flakaður. Talið var að það, sem þannig átti að kasta af þorski, svaraði til 24 tonna og af ufsa 240 tonna. Skýringin á þessum aðferðum er talin sú, að fiskurinn sé of stór fyrir vinnsluvélar togarans, en þær séu stilltar á fremur smáan fisk. Fyrir vikið verður afli togarans verulega umfram það sem reiknað er út frá því sem kemur í land af flökum. Um þetta er fjallað í norska blaðinu Dagbladet nú í marz. Þar kemur fram að þetta brottkast eitt og sér svari til árskvóta 14 smábáta. Refsing við brottkasti af þessu tagi fyrir skipstjórann getur verið fangelsi í allt að tvö ár auk sektar fyrir útgerðina. Í blaðinu segir ennfremur að flakafrystitogarar Norðmanna séu 15 og hafi þeir samtals 13.000 tonna kvóta af þorski og sama magn af ufsa í Barentshafi. Henda hálfum fiskinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.