Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 18
UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda- ríkjanna, Colin Powell, sagði í Bruss- el í gær að Sameinuðu þjóðirnar hlytu að hafa hlutverki að gegna í uppbyggingu Íraks eftir stríðið og falli Saddams Husseins en ekki væri enn fyllilega ljóst hvert það yrði, að sögn AFP-fréttastofunnar. Dominique de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði hins vegar að mjög breið samstaða væri um það meðal ríkja Evrópusam- bandsins, ESB, og Atlantshafs- bandalagsins, NATO, að SÞ léki að- alhlutverkið í slíkri uppbyggingu. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, tók í svipaðan streng. George Papandreou, utanríkisráð- herra Grikklands, sem fer fyrir ESB þetta misserið, var bjartsýnn. „Við sjáum að eining er að nást um þessi málefni,“ sagði Papandreou eftir óformlegan hádegisverðarfund utan- ríkisráðherra ESB og NATO í Brussel í gær. Powell bað sjálfur um fundinn með ESB og síðar í gær var haldinn hefðbundinn samráðsfundur utan- ríkisráðherra NATO. Á miðvikudag hitti Powell tyrkneska ráðamenn að máli í Ankara og lýstu jafnt hann sem Tyrkir yfir mikilli ánægju með þær viðræður. „Efasemdum um tengsl Tyrklands og Bandaríkjanna hefur verið eytt,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands. Tyrknesk blöð hrósuðu Powell ákaft og sögðu hann hafa jafnað ágreining ríkjanna síðustu vikur vegna Íraksstríðsins að verulegu leyti þótt enn væri margt óunnið í þeim efnum. Powell fékk Tyrki á miðvikudag til að samþykkja að flytja mætti mat, sjúkragögn og olíu til fámennra hersveita sem Banda- ríkjamenn hafa flutt loftleiðis til hér- aða Kúrda í norðurhluta Íraks. Samstarf um uppbyggingu? Bandaríski utanríkisráðherrann sagðist á blaðamannafundi hafa tjáð starfsbræðrum sínum hjá NATO og ESB að alþjóðasamfélagið yrði allt að vinna í sameiningu að því að byggja Írak upp á ný. „Sameinuðu þjóðirnar munu án efa taka þátt í því,“ sagði hann en bætti við: „Ná- kvæmlega hvert hlutverk SÞ verður mun koma í ljós.“ Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, sat samráðsfund- inn fyrir hönd Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra. „Mjög gott andrúmsloft var á fundinum,“ sagði Gunnar. „Menn sögðu strax í upphafi: nú skulum við leggja til hliðar þessi ágreiningsmál sem hafa verið hér síðustu vikur og mánuði en huga að framtíðinni.“ Umræðuefnið á hádegisverðarfund- inum hefði aðallega verið hlutverk SÞ í Írak að loknu stríðinu og nauð- synlegt samstarf. Ljóst væri að nokkur áherslumunur væri á við- horfum til þeirra mála en menn teldu allir að hlutverkið ætti að verða mik- ilvægt. Ekki hefði verið tekin nein ákvörðun á NATO-fundinum um af- stöðu bandalagsins til aðgerðanna í Írak og framhaldið eftir að átökum þar lýkur. Mikið hefði að þessu sinni verið rætt um framtíðarskipulag friðargæslunnar í Afganistan en Þjóðverjar og Hollendingar munu stjórna henni fram á haust. Sagði Gunnar að rætt hefði verið um aukið hlutverk NATO í gæslunni. Sam- komulag væri um að koma þyrfti meiri festu á starf gæsluliðsins þann- ig að ekki þyrfti á sex mánaða fresti að fá ný ríki til að annast yfirstjórn liðsins. Segir SÞ fá hlutverk við endurreisnina Gott andrúmsloft á fundi Colins Powells með fulltrúum Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins í gær Reuters Powell ræðir við fréttamenn að loknum fundi með fulltrúum NATO. STJÓRN Íraks neitaði því í gær að innrásarlið bandamanna væri ná- lægt Bagdad og aðalflugvelli borg- arinnar og sagði að íraskir hermenn veittu enn harða mótspyrnu í öðrum borgum landsins. Í íraska ríkissjón- varpinu var einnig lesin yfirlýsing, sem sögð var frá Saddam Hussein, þar sem íbúar bæja sunnan við höf- uðborgina voru hvattir til að verja hana og „berjast við óvininn með hnúum og hnefum“. Talsmaður stjórnar Saddams, Mohammed Said al-Sahhaf upplýsingaráðherra, sagði á blaða- mannafundi að ekkert væri hæft í staðhæfingum bandarískra embætt- ismanna og herforingja um að bandarískir hermenn væru tæpa 15 km frá höfuðborginni og nálægt al- þjóðaflugvelli hennar. „Þeir eru ekki einu sinni 160 kílómetra frá Bag- dad,“ sagði ráðherrann. „Þeir eru á ferð og flugi út um allt, þeir eru svín á ferð um eyðimörkina,“ bætti hann við og lýsti innrásarliðinu sem mála- liðum. „Væru þeir hérna myndum við bjóða þá velkomna með tónlist og blómum,“ sagði hann hæðnislega. Segjast hafa grandað flug- vélum og skriðdrekum Sahhaf sagði að íraskir hermenn berðust enn gegn innrásarliðinu í mörgum borgum og bæjum, meðal annars Basra, Karbala, Najaf og Nasiriya. „Það er ekki nóg að tala um mikið mannfall,“ sagði hann. „Við höfum eyðilagt skriðdreka og liðs- flutningabíla, fellt hermenn og ætl- um að halda því áfram.“ Ráðherrann bætti við að íraskir hermenn sunnan við Karbala hefðu grandað herþotu af gerðinni F-18, Apache-árásarþyrlu og Chinook- liðsflutningaþyrlu. Bandaríkjaher viðurkenndi að F-18 þotu væri sakn- að, og líklega hefðu Írakar skotið hana niður. Hún kynni þó að hafa orðið fyrir bandarískri Patriot-flaug, og var rannsókn hafin í gær. Black- hawk-þyrla hefði einnig hrapað ná- lægt Karbala en ekki væri talið að hún hefði verið skotin niður. Sex fór- ust með henni. Sahhaf sagði að liðsmenn Fed- ayeen-sveita stuðningsmanna Sadd- ams hefðu einnig grandað þremur skriðdrekum, liðsflutningabílum sunnan við Karbala og skriðdreka og annarri Apache-þyrlu í Muthana- héraði í Suður-Írak. Þá hefðu íraskir hermenn hrundið árás innrásarliðsins nálægt Basra, stærstu borg Suður-Íraks, á mið- vikudag. „Ástandið í Basra er gott og hermenn okkar eru þar enn,“ sagði Sahhaf og bætti við að Írakar veittu jafnvel enn mótspyrnu í hafnarbæn- um Umm Qasr sem hertekinn var fyrir tveimur vikum. Ráðherrann sagði að 27 óbreyttir borgarar hefðu fallið og 193 særst í loftárásum á Bagdad og nágrenni í gær. Fjórtán þeirra hefðu fallið og 66 særst þegar klasasprengjum hefði verið varpað á eitt hverfa höf- uðborgarinnar í gærmorgun. Sahhaf las síðar um daginn yfir- lýsingu í sjónvarpi og sagði hana vera frá Saddam Hussein. „Margar þúsundir hermanna verja föðurland okkar og leyfa innrásarliðinu ekki að fara inn í Bagdad án þess að sigra það og hrekja brott,“ sagði í yfirlýs- ingunni. Sagt var að Írakar hefðu að- eins beitt þriðjungnum af herafla sínum í stríðinu til þessa. Neita því að innrásarliðið sé nálægt Bagdad Írakar hvattir til að berjast „með hnúum og hnefum“ sunnan Bagdad Bagdad. AFP. „Þessi fjórða heimsstyrjöld mun standa lengur en fyrstu tvær“ JAMES WOOLSEY, FYRRVERANDI YFIRMAÐUR CIA BRESKIR hermenn virða fyrir sér rúmlega tvö hundruð sprengju- vörpuhleðslur sem fundust í Abu Al Khasib í Suður-Írak í gær. Hleðsl- unum var síðan eytt með plast- sprengjum. Reuters Mikið vopnabúr STRÍÐ Í ÍRAK 18 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         ! " #$ %       #&  '())      !  *       + !   , + -    !  .   &        / 0- 1/ 20-3 45/30-0  63 7 8 0/0  0 9:*7& & ; / 2 0 - 3 0 3     '<  - = >  45678/97:-/;:< 5==:>!5=:/,  ? 0   !    0/ ! @A B!0!          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.