Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Friðbjörg ÓlínaKristjánsdóttir fæddist í Einarslóni í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi 8. júní 1928. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni sunnudags 30. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Krist- ján Jónsson og Jóney Margrét Jónsdóttir. Systur Ólínu eru: a) Ingileif Aðalheiður, látin, börn hennar eru Kristján, Jón Már og Oddný Sigrún, og b) Þórheið- ur, börn hennar eru Jón, Guðleif- ur, Tryggvi og Kristján Gretar. Ólína giftist 6. október 1956 Matthíasi Guðmundssyni húsa- smíðameistara, f. 19. nóvember 1920, d. 26. október 1997. Börn Ólínu og Matthíasar eru: a) Sig- urður Sævar, f. 16. febrúar 1946, kvæntur Janinu Matthíasson, f. 27. júlí 1959, og b) Haf- dís, f. 14. desember 1955, gift Sigbirni Ingimundarsyni, f. 25. júlí 1955, þau eiga þrjú börn, a) Ingibjörgu, f. 17. sept. 1977, hennar maður Shane Sea- word, f. 14. júní 1979, börn þeirra er Sigbjörn Helgi, f. 14. sept. 1995 og Sunna May, f. 14. maí 2001, b) Matthías, f. 14. júní 1984, og c) Pétur Inga, f. 17. sept. 1986. Ólína og Matthías hófu búskap á Kirkjuhóli í Staðarsveit árið 1945, fluttu þaðan á Akranes og loks til Keflavíkur. Útför Ólínu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku hjartans móðir mín hefur losnað frá heimsins kvöl og pínu og flogið í faðm hins hæsta. Mín ylhlýja ástkæra móðir er kom- in á annað verundarstig. Hún dvelur með ástvinum látnum sem umvefja hana örmum sínum. Elskuleg móðir, þú áttir svo mikið og gafst svo mikið. Ég get aldrei þakkað þér ástúð þína og umhyggju, gjafmildi þína og gæsku. Við systk- inin vorum umvafin hlýju og kær- leika, verndun og styrk. Þú og pabbi voru ávallt til staðar ef eitthvað bját- aði á. Kæra elskulega móðir mín, hve djúpt ég sakna þín en gleðst yfir því að þú ert þú umvafin örmum drottins, pabba, systur ömmu og afa. Elskulegri systur minni og fjöl- skyldu flyt ég mín gleðitár upprisu og eilífrar æsku. Elsku hjartans Heiðu minni, móð- ursystur, lýt ég höfði sem þakklæti fyrir allt sem hún hefur gjört. Söknuður er ekki bara minn og systur heldur allra sem í hjarta geyma þig. Ástvinum öllum óska ég guðs blessunar. Móðir mín, guð geymi okkur og verndi. Innileg kveðja frá Davíð og Rúnari. Þinn sonur Sævar Matthíasson. Snæfellsskalli ystur er ýtar mega líta heiðursfjallið hefur sér húfu mjallahvíta. (Jón Ólafsson.) Elsku mamma mín, Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, að vakti mér löngum lotning; í örbirgð mestu þú auðugust varst og alls kyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning. Ég hef þekkt marga háa sál, ég hef lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. Ég kveð þig, móðir, í Kristi trú, sem kvaddir forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Þú, fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (Matthías Jochumsson.) Þú varst besta mamma í heimi. Ég elska þig, Hafdís. Dvínar þrek og þróttur þverr, þungt og sárt margt sporið er, hjarkæri Jesú himnaherra, hjálpa nú í þrautum mér. Hér ligg ég í dúradvala, Drottinn minn, ég kalla á þig, leið mína önd til sælusala, sonur Guðs, ó, bænheyr mig. (Jón Ólafsson.) Ég sit hér ein og hugsa, svo margs er að minnast. Mín elskulega systir var að kveðja okkur og var ég svo heppin að fá að vera mikið hjá henni síðustu vikuna sem hún lifði og gátum við talað um svo margt saman. Systir mín var stórkostleg kona, stoð og stytta fjöskyldunnar, alltaf tilbúin til að gera allt fyrir okkur öll. Við gátum leitað til hennar á gleðistund jafnt sem sorgar, hún átti alltaf svör og huggun við öllu. Hún var átta ára þegar ég kom í þennan heim og var hún mér alltaf hin besta systir, vin- kona og oft móðir. Hún var mér og mínum sonum svo góð og ekki má gleyma að hún annaðist móður okkar af alúð allt fram á síðasta dag. Ég kveð þig, elsku systir mín, og bið góðan guð að taka þig í faðm sinn og leiða þig í sitt ríki. „Er mér ljúfast að muna, fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna“. Elsku Sævar, Hafdís og allir ætt- ingjar, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og blessa, ykkar frænka Þórheiður. Elsku kæra Lína. Það er erfitt að setjast niður og pára á blað tilfinningar sem við höf- um til ástkærrar frænku. Við minn- umst þín, eiginmanns og barna í inni- leika og væntumþykju. Bernskustundir okkar voru svo mikið tengdar þér og heimili þínu. Nutum við góðs af því að þið systurnar ólust upp í náttúruparadís fegurðar og kærleika umlukin vættum þessa lands. Þið systurnar áttuð það sam- eiginlegt að vilja gleðja alla og vernda. Og Heiða systir þín, Lína mín, hefur sýnt það að hún hefur allt sem til þarf í huga og verki. Æviskeið þitt hefur verið rósum stráð en engin rós er án þyrna. Þú hefur upplifað gleði og sorg en ávallt hefur þú verið sterk sem eik og verið merkisberi fegurðar og góðvildar til allra. Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta og vera til staðar er þörf var á. Stoð, styrkur og kærleikur er það sem allir fundu frá þér. Heimili þitt var merki skjóls og gleði. Þar voru allir velkomnir og umhyggja þín og ástúð streymdi frá hjarta til ástvina og átti sér lítil takmörk. Það má segja að þú hafir verið okkur systkinum sem önnur móðir. Þú varst ljósmóðir okkar, kærleiksmóðir og verndari. Nú ert þú komin í híbýli drottins hjá ömmu, afa, manninum þínum og systur ásamt öðrum ástvinum sem þú reyndist svo vel. Við grátum vegna góðra minninga og reynum að hafa að leiðarljósi ást okkar allra og kærleika því við ástvinamissi sjáum við að sorgin er vegna þess sem gaf gleði og væntumþykju. Tárin okkar eru gleði- tár nærveru þinnar og fagnaðar yfir því að nú sé þjáningum þínum lokið og viðtaki eilíft sumar. Innilegar samúðakveðjur til barna þinna, systur og annarra ástvina. Friður sé með okkur öllum. Kristján, Oddný, Jón Már. Hjartkær móðursystir mín er kvödd í dag. Lína eins og hún var ávallt nefnd var órjúfanlegur hluti af lífi mínu allt frá fæðingu. Ég ólst upp hjá ömmu mínni og í sama húsi bjuggu lengst af Lína og eiginmaður hennar, Matti. Lína reyndist mér einstaklega vel og var mér alla tíð sem önnur móðir. Umhyggju hennar fyrir mér og síðar eiginkonu minni Helgu og börnum okkar vorur engin takmörk sett. Mínar bernskuminningar um Línu eru hvað það var alltaf einstaklega gott að koma til hennar, alltaf nýbak- aðar kökur á borðum og gestrisnin í fyrirrúmi. Það var alla tíð mjög gest- kvæmt hjá þeim hjónum enda ríkti þar alltaf andi léttleika og góðvildar. Línu lét alla tíð betur að vera gef- andi en þiggjandi. Hún reyndist allri fjölskyldu sinni hin mesta hjálpar- hella og var alltaf til staðar. Hún var kjölfestan í lífi okkar og hélt í alla þræði, gætti vel að öllum og fylgdist með okkur systrabörnum sínum eins og við værum hennar eigin börn. Móður sinni og ömmu minni, Jón- eyju, var hún stoð og stytta alla tíð og eftir að amma tók að reskjast og þrekið að þverra leit hún vart af henni nokkra stund. Samband henn- ar við systur sínar, Ingu og Heiðu, var einstaklega kærleiksríkt og bar hún hag þeirra alla tíð mjög fyrir brjósti. Ingu eldri systur sinni var hún mikill styrkur í erfiðum veikind- um hennar og stóð sem klettur við hlið hennar uns yfir lauk. Lína var bráðgreind og vel að sér um alla hluti. Það voru ófáar klukku- stundirnar sem við Lína sátum og ræddum um landsins gagn og nauð- synjar sem og hina óráðnu lífsgátu og ætíð víkkuðu slíkar umræður minn sjóndeildarhring. Hún var mjög hag- mælt og átti auðvelt með að kasta fram vísum við öll tækifæri. Hún hafði afar þægilega nærveru og öllum leið vel í návist hennar. Lína hafði mikið yndi af ferðalögum og fóru þau Matti árlega áratugum saman til sól- arstranda og svo oft fóru þau til Beni- dorm að strandlengja nokkur var í gamni nefnd eftir þeim, „Mattolinos“. Lína var félagslynd og fáar konur voru betur búnar og til hafðar en hún þegar hún mætti á mannamót, ávallt var eftir henni tekið. Hún hafði gam- an af söng og dansi og lærðu þau hjónin dans í mörg ár. En umfram allt voru þau samstiga í lífsdansinum og sérlega samrýnd. Síðustu árin voru frænku minni erfið og átakamikil. Matti lést 1997 og hún átti við erfið veikindi að stríða en eins og jafnan er með hetjur tók hún örlögum sínum með því umburðar- lyndi sem er fylgifiskur góðra gáfna. Að leiðarlokum vil ég þakka henni alla þá vináttu, væntumþykju og kær- leik sem hún sýndi mér, Helgu og börnunum. Við kveðjum hana með miklum trega en jafnframt þakklæti og virðingu. Veri Lína frænka mín guði falin. Jón, Helga og börn. Í fáum orðum viljum við kveðja elskulega frænku okkar, Línu, eins og hún var kölluð, hún var okkur svo góð og við gátum alltaf komið til hennar og var þá ætíð tekið á móti okkur með opnum örmum. Elsku frænka, hafðu þökk fyirr allt, við vit- um að nú ert þú komin á betri stað með Matta þínum og öllum ástvinum. Guð blessi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sævar, Hafdís og allir ætt- ingjar, við biðjum góðan Guð að blessa ykkur. Kristján, Guðleifur,Tryggvi og fjölskyldur. Nokkur orð um frænku mína. Ég verð alltaf hálftómur þegar ég frétti að einhver nákominn mér sé látinn og ég fann enn betur fyrir því þegar mamma mín hringdi og sagði mér að Lína frænka væri látin. Eftir símtalið settist ég niður og fór að hugsa um allar ánægjustundirnar sem ég og satt best að segja öll börn nutu í návist hennar. Ég man vel þær stundir að stór hópur barna sat á stofugólfunu hjá henni og horfði á teiknimyndir í sjónvarpinu en í þá daga var bara til sjónvarp í örfáum húsum. Og hún virtist njóta þess, alla vega fann maður ekki annað og ekki lét hún sig muna um að gefa öllum hópnum að drekka eða poppa fyrir alla. Það hlýtur að hafa verið verk að þrífa eftir allan skarann. Fimmtán ára flutti ég ásamt for- eldrum mínum til Reykjavíkur og missti ég þá mikið sambandið við hana og fjölskylduna, en þegar ég flutti aftur suður tíu árum síðar mætti mér sama hlýjan og kærleik- urinn sem auðkenndi hana alltaf og hún sagði mér að henni fyndist alltaf að hún ætti alltaf mjög mikið í okkur strákunum þ.e.a.s. mér, Jóni og Gulla. Ég man hvað hún var innilega glöð þegar ég eignaðist börnin mín og hún knúsaði mig vel og lengi og minnti þá þónokkuð á mömmu. En nú er þessi elskulega kona búin með tím- ann sinn hjá okkur á þessum stað, en ég er viss um að ég á eftir að hitta hana aftur á mun betri stað og er jafnviss um að mér verður tekið opn- um örmum eins og áður. Systkinunum Sævari og Hafdísi og börnum samhryggist ég og bið Guð að styrkja þau. Annel Borgar Þorsteinsson. Í dag kveðjum við Friðbjörgu Ólínu Kristjánsdóttur og vil ég hér minnast hennar. 1972 byrjaði ég að vinna með Línu, eins og hún var ávallt nefnd. Það var í mötuneyti Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ég minnist hennar sem hjálpsamrar, elskulegrar og glaðværrar konu. Hún kunni líka að gera skemmtilegar vís- ur og það kom sér vel þegar vaktin okkar gerði sér dagamun. Þessar vís- ur hittu svo vel í mark. Lína átti góðan mann, hann Matta, sem var með henni í lífsins ólgusjó og þau voru samstiga, en hann féll frá nálægt því á sama tíma og Lína missti heilsuna. Síðustu árin hafa verið erfið hjá Línu minni, en ekki kvartaði hún. Hafdísi og Sævari votta ég samúð. Þau voru elskuð af foreldrum sínum og bið ég góðan Guð að varðveita þau og gefa þeim og þeirra fólki styrk á þessari stundu. Heiðu, systur Línu, og öllu skyldfólkinu votta ég samúð mína. Lína var mér góður vinur, Guð blessi minningu hennar. Guðrún Ásta. FRIÐBJÖRG ÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR Elskuleg Lína. Skapari himins og jarðar, hinn eini Guð verndi þig og blessi. Nhan. Kæra frænka. Innileg ósk kær- leika, ástar og umhyggju til þín, Lína mín. Inga Sif, Kristján Freyr og Eva Guðrún. HINSTA KVEÐJA Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, JÓN PÉTURSSON, Eyrarhrauni, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 2. apríl. Útförin auglýst síðar. Tryggvi Þór Jónsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Grétar Ólafur Jónsson, Helga Hannesdóttir, Margrét Jónsdóttir, Hreinn Jónasson, Auðbjörg Jónsdóttir, Unnar Jónsson, Björn Hafsteinn Jónsson, Reydun Urkki og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STEFÁN JÓNSSON veggfóðrarameistari, Sléttuvegi 17, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 3. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Sigurðardóttir og fjölskylda. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR GISSURARSON, Berjahlíð 1, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala miðvikudaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtu- daginn 10. apríl kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda K. Guðmundsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.