Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 32
MIKILVÆGI menntunar verður seint ofmetið. Lítil þjóð í stóru landi hlýtur að leggja allt kapp á að mennta vel sinn helsta auð, mannauðinn. Menntunin skil- ar bættu þjóðfélagi, þróun og arði til samfélagsins. Vel menntuð þjóð hefur alla burði til að auka velsæld sína með þeim mannauði sem vex upp í öflugu skólastarfi. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á menntamál og sást það glögglega á síðasta flokksþingi þar sem menntamálin skipuðu einn stærsta þátt- inn í ályktunum flokksins. Eru samræmd próf tímaskekkja? Á flokksþinginu var samþykkt álykt- un sem fól í sér efasemdir um samræmd próf. Hvaða ávinning nemendur hafa af samræmdum prófum er vægast sagt óljóst. Sjálfstæði framhaldsskólanna er stefnt í hættu og með samræmdum próf- um er verið að staðla það nám sem skól- arnir bjóða upp á í stað þess að ýta enn frekar undir fjölbreytni í námi og starfi. Menntamálaráðherra hefur að einhverju leyti komið til móts við kröfur fram- haldsskólanema en það má velta því fyr- ir sér hvort samræmd próf séu spor í rétt átt. Réttara væri að taka upp gæða- eftirlit í grunn- og framhaldsskólum þar sem sett væru margþætt markmið fyrir skólakerfið í heild til að meta árangur með reglulega millibili. Brottfall nemenda úr framhalds- skólum er alltof mikið en um þriðjungur þeirra flosnar úr námi. Til þess að stemma stigu við brottfallinu væri hægt að koma á öflugri náms- og starfs- fræðslu í grunnskólum og í framhalds- skólum þar sem áhersla verði lögð á samvinnu við atvinnulífið. Einnig með því að aðlaga námið nemenda, t.d. með v boði á styttri námsb atvinnulífinu. Frek haldsskólanáms dre fallinu. Jafna ve keppnisst Á undanförnum á háskólar bæst við m lendinga og hafa þe Samkeppni á háskó góða enda hefur hú isháskólana sem va inni. En við verðum keppnishæfni hásk Menntamál á oddinn Eftir Sæunni Stefánsdóttur „Sjálfstæði framhaldsskólanna hættu og með samræmdum pr að staðla það nám sem skólarn á í stað þess að ýta enn frekar breytni í námi og starfi. “ 32 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STÖÐUGLEIKI er lykilorð í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og skiptir eig- endur, starfsmenn og byggðarlögin, þar sem þau starfa, höfuðmáli. Mikið hefur verið deilt um það fiskveiðistjórn- unarkerfi sem við nú búum við og sýnist þar sitt hverjum. Víst er að kvótakerfið er ekki gallalaust en það er þó það kerfi sem best hefur reynst og hefur skilað okkur vaxandi verðmætum á und- anförnum árum og mun gera svo áfram verði sjávarútvegsfyrirtækjunum tryggður sá grunnur sem þeim er nauð- synlegur til að geta litið til framtíðar og eflt sína starfsemi á heimaslóðum. Samfylkingarmenn hafa verið hlynnt- ir því að þjóðnýta auðlindina og láta fyr- irtækin keppa um afnotin á opnum upp- boðsmarkaði. Þessi leið hefur verið kölluð fyrningarleið og gengur í stuttu máli út á það að handhafar kvóta skili inn til ríkisins 10% hans árlega og muni ríkið síðan bjóða hann hæstbjóðanda. Með þessu mun stöðugt verða grafið undan stöndugum fyrirtækjum og þeim gert að annað tveggja, að tapa hluta af kvóta sínum ár frá ári eða greiða sífellt hærra verð fyrir hann. Afleiðingar fyrningarleiðar Fyrningarleið þýðir til dæmis: Að út- gerðir munu ekki hafa vissu fyrir því að fjárfestingar í skipum og búnaði borgi sig þar sem stjórnendur þeirra hafa ekki hugmynd um hvort þau munu eiga kvóta til að nýta fjárfestinguna. Sú afstaða flestra útgerðarfyrirtækja að hagsmunum þeirra til langs tíma sé best borgið með stjórnun og hóflegri nýtingu auðlindarinnar mun breytast. Hvers vegna að veiða minna í dag til að einhver annar geti veitt meira seinna? Fyrirtæki munu anir til langs tíma v heimildir og það ve fyrir þær. Uppboðsleið fylg un á verði sem mun fyrir að fóta sig inn ans. Afkoma nýrra fy slæm vegna þess að dýru verði keyptar indum riða til falls l eru sem missa mun kaupandans mun þv greininni til ófarnað Yfir 90% kvótahe landsbyggðinni. Fy Fyrningarleiðin er aðför að landsbyggðinn Eftir Sigríði Ingvarsdóttur „Með þessu mun stöðugt verð undan stöndugum fyrirtækjum gert annað tveggja, að tapa hl kvóta sínum ár frá ári eða greið hærra verð fyrir hann.“ ÞAÐ er aumkunarvert að horfa upp á til- raunir utanríkisráðherra til að réttlæta árásarstríð Bandaríkjamanna og Breta á Írak. Það gerði hann á fjölmennum fundi í Háskóla Íslands hinn 26. mars og þann sama dag birti Morgunblaðið grein eftir hann þar sem hann leggur á sig mikinn leiðangur í sama tilgangi. Í greininni dregur ráðherrann upp mynd af þjáningum írösku þjóðarinnar á und- anförnum árum og kemur í því sam- bandi inn á áhrif viðskiptabannsins sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyr- irskipaði á miðju ári 1990. Ráðherrann segir orðrétt: „Þúsundir láta lífið vegna vannæringar og skorts á lyfjum, meðan forsetinn [Saddam Hussein] og fjöl- skylda hans rakar saman auði af því fé, sem aflað hefur verið með olíusölu frá Írak á vegum áætlunar Sameinuðu þjóð- anna um mat fyrir olíu.“ Áhrif viðskiptabanns Þegar áhrif viðskiptabannsins á Írak eru skoðuð verður að hafa það í huga að bæði Bandaríkjamenn og Bretar voru hvatamenn að viðskiptabanninu og þeg- ar fulltrúar aðalritara Sameinuðu þjóð- anna hvöttu Öryggisráðið til að gera Írökum kleift að endurreisa grundvall- arstoðir samfélagsins eftir lok Persaflóa- stríðsins 1991 lögðust Bandaríkjamenn og Bretar gegn því að slakað væri á banninu. Það var ekki fyrr en 1996 að verkefninu „matur fyrir olíu“ var komið á eftir að fastafulltrúar í Öryggisráðinu sendu forseta ráðsins bréf þar sem hug- myndum að slíku verkefni var komið á framfæri. Gerður var samningur milli stjórnvalda í Írak og SÞ, sem ætlað var að koma í veg fyrir að ástandið versnaði enn í landinu. Röng fullyrðing Verkefnið „matur fyrir olíu“ byggist á því að Írakar fá að selja ákveðið magn olíu til Vesturlanda, en eingöngu í formi vöruskipta, þannig að til landsins eru flutt matvæli og lyf fyrir þau verðmæti sem olían hefði skapað. Þessum við- skiptum er stjórnað gegnum sérstakan sjóð í vörslu SÞ. Jafnframt er starfandi nefnd á vegum Öryggisráðsins sem veit- ir leyfi fyrir innflutningi til Íraks eftir flóknum reglum. Þannig er tryggt að Írakar fá eingöngu nauðþurftir fyrir þá olíu sem þeim er heimilað að selja en sjá aldrei neina peninga vegna við- skiptanna. Utanríkisverslun Íraka hefur því í raun verið stjórnað af nefnd í Wash- ington og eina markmiðið hefur verið að koma í veg fyrir hungursneyð í Írak. Heimildir herma að 60% þjóðarinnar séu algerlega háð þessu verkefni „matur fyr- ir olíu“. Utanríkisráðherr son fer því ekki með sinni hér í blaðinu 2 hann segir að forse gegnum þetta verk ráðherrans er líka t rýrð á starfsemi SÞ sem er allsendis óm færsla ráðherrans e legasta í málinu, þv Bandaríkjamenn og ast inn í Írak voru s isins „matur fyrir o verkefninu hætt. Ti nú aftur hafin vinna inu áfram. Ljóst má afar erfitt að halda úðaraðstoð, sem ve inu síðan 1996. Þeir árásarstríð verða a ábyrgðinni á afleiði mun kreppa að hjál Áb Örygg Þótt verkefnið „m bjargað íröskum bö urdauða í einhverju hafa það hugfast að Rangfærslur ráðherran Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur „Með afstöðu sinni hefur ríkiss in bakað sér bæði siðferðilega pólitíska ábyrgð gagnvart fórn arlömbum stríðsins, en ábyrgð hvílir einnig á herðum okkar al ÁÆTLUN UM VÍSINDAVEIÐAR Íslenzk stjórnvöld hafa ákveðið aðleggja áætlun um vísindaveiðar áhvölum fyrir vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins á ársfundi þess í vor. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var greint frá því að áætlunin gengi út á að veiða samtals 250 hvali á tveimur árum; 100 hrefnur, 100 langreyðar og 50 sandreyð- ar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir í samtali við blaðið á mið- vikudag að til greina komi að vísinda- veiðarnar hefjist strax á þessu ári. Sjávarútvegsráðherrann segir hins veg- ar að ekki sé hægt að taka ákvörðun um upphaf veiðanna fyrr en að loknum árs- fundi hvalveiðiráðsins. Að honum lokn- um verði hægt að meta stöðuna; þar muni koma fram viðbrögð aðildarríkj- anna „og geti þau ráðið nokkru um fram- haldið, þótt réttur okkar til vísindaveiða sé ótvíræður“. Þetta er skynsamleg afstaða hjá Árna M. Mathiesen. Morgunblaðið hefur lagt áherzlu á að Ísland yrði að vinna málstað sínum fylgi innan Alþjóðahvalveiðiráðs- ins áður en hægt væri að láta sér detta í hug að hefja vísindahvalveiðar – eða hvalveiðar yfirleitt – á nýjan leik. Blaðið hefur jafnframt bent á að það væri afar óskynsamlegt að hrapa að ákvörðun um vísindaveiðar, enda þótt menn telji sig nú hafa lagalegan grundvöll fyrir henni. Jafnvel þótt meirihluti ríkja hvalveiði- ráðsins styddi slíka ákvörðun er ekki víst að það væri skynsamlegt að hrinda henni í framkvæmd. Það færi m.a. eftir því hvort í þeim hópi væru helztu við- skiptalönd Íslands, á borð við Þýzka- land, Bretland, Frakkland, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkin. Eins og Morgunblaðið hefur bent á þyrfti áður en ákveðið væri að hefja hvalveiðar að sannfæra almenning í þessum löndum og víðar um að það sé ábyrgt með tilliti til umhverfisins og sið- ferðilega rétt að veiða hvali. Takist það ekki getur það skaðað verulega útflutn- ing Íslands á fiski og ferðaþjónustu. Í Morgunblaðinu í gær segir Ásbjörn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunar- samtaka Íslands, að leggja verði áherzlu á að ekki verði farið í neinar hvalveiðar „nema í sátt og samvinnu við okkar helstu viðskiptalönd og að veiðarnar verði samþykktar af Alþjóðahvalveiði- ráðinu“. Hann bendir jafnframt á að stjórnvöld verði að skýra mjög vel af- stöðu sína til þessara mála. „Við sem sölufyrirtæki þurfum að geta útskýrt fyrir okkar viðskiptaaðilum af hverju við erum að þessu.“ Gunnar Örn Kristjáns- son, forstjóri SÍF, segir: „Það þurfa […] að liggja fyrir gild rök um það hvernig menn ætla að kynna þetta og hvaða rök- semdir liggja á bak við veiðarnar.“ Hefur kynning af þessu tagi verið undirbúin af hálfu íslenzkra stjórn- valda? Ef svo er, eru menn þá vissir um að hún beri þann árangur að almenning- ur og stjórnmálamenn í helztu viðskipta- löndum okkar snúist ekki gegn íslenzk- um hagsmunum ef hvalveiðar verða hafnar á ný? Morgunblaðið hefur jafnframt lagt áherzlu á að tryggja yrði að einhver markaður væri fyrir hvalafurðir, annars væru veiðar til lítils – það segir sig raun- ar sjálft. Fátt bendir til að sá markaður sé til. Sem stendur er Ísland eina ríkið, sem kaupir hvalkjöt í alþjóðlegum við- skiptum. Meira að segja í Japan dregur úr hvalkjötsneyzlu. Útflutningstekjur Íslands af hvalveið- um hafa aldrei verið hátt hlutfall af heildinni. Menn verða að vega og meta mjög rækilega hvort verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hefja aftur hvalveiðar, jafnvel þótt þær séu aðeins í vísindaskyni. JAFNRÉTTI OG STARFSMANNASTJÓRN Samtök atvinnulífsins létu í mars sl.framkvæma könnun meðal aðildar- fyrirtækja sinna á ólíkum kostum og göll- um kvenna og karla sem stjórnenda. Þar kemur m.a. fram að „konur eru almennt jafngóðir eða ívið betri stjórnendur en karlar en sækjast hins vegar mun síður eftir stjórnunarstörfum“. Einnig segir að þær séu „samviskusamari og liprari í samskiptum en bundnari af fjölskyldu og heimili“, auk þess sem könnunin leiðir í ljós að „þær hafa minni tengsl utan fyr- irtækis“ en karlar. Þessar niðurstöður koma líklega fáum sem þekkingu hafa á jafnréttismálum á óvart en eru engu að síður vísbending um stöðu kvenna innan fyrirtækja á Íslandi sem vert er að vekja athygli á. Það skýtur auðvitað skökku við, með tilliti til jafnréttissjónarmiða, að þrátt fyrir að konur séu jafngóðir eða ívið betri stjórnendur en karlar sagðist 31% svar- enda enga reynslu hafa af kvenstjórn- anda. Þótt ekki komi fram í könnuninni hvert hlutfall kvenstjórnenda er miðað við karlstjórnendur þegar á heildina er litið má líta á það sem nærtæka skýringu að konur sækist síður eftir stjórnunar- störfum, en sú skýring er þó óneitanlega í ósamræmi við það að 47% svarenda segj- ast einmitt velja hæfasta einstaklinginn hverju sinni, þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi hug á að fjölga konum í stjórn- unarstöðum í sínu fyrirtæki. Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu undanfar- inna áratuga staðfestir þessi könnun að konur eru enn bundnari af fjölskyldu og heimili en karlar. Þótt nýjar reglur um rétt feðra til fæðingarorlofs séu mikið framfaraskref er engu að síður ljóst að hvetja þarf karla til að axla aukna ábyrgð í þessu sambandi. Það er eftirtektarvert að fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni telja konur hafa minni tengsl utan fyrirtækis en karla. Í því sambandi er þó rétt að minna á að á meðan konur í stjórnunarstöðum eru jafnfáar og raun ber vitni eiga þær erfitt um vik með að mynda áþekk tengsl- anet og karlar. Tengslin skapast að sjálf- sögðu ekki fyrr en jafnrétti er bæði í orði og á borði – þ.e.a.s. með jafnri þátttöku kvenna í stjórnunarstörfum. Það sem kemur einna helst á óvart í könnun Samtaka atvinnulífsins er það að hlutfall þeirra fyrirtækja sem segja kon- ur síður sækjast eftir stjórnunarstöðum fer hækkandi eftir því sem fyrirtækin verða stærri. Þannig segja 72% þeirra fyrirtækja sem eru með 200 starfsmenn eða fleiri að konur sækist síður eftir slík- um stöðum en karlar. Þar sem ætla mætti að svigrúm til breytinga væri meira inn- an stórra fyrirtækja en lítilla er þessi niðurstaða í raun staðfesting á því að lög- gjöf og reglugerðir sem opinberir aðilar setja um jafnrétti kynjanna eru einungis grunnstaðlar í samfélaginu. Í könnun sem Evrópusambandið lét gera og vísað var til í Reykjavíkurbréfi 28. desember sl. kom fram að ein helsta ástæðan fyrir kynbundnum launamun er sú að konur komast ekki jafnauðveldlega í stöður stjórnenda og karlmenn. Það er því full ástæða til að árétta að fyrirtækin sjálf, ekki síst stór fyrirtæki, bera mikla ábyrgð þegar að því kemur að móta raun- hæfa starfsmannastefnu er skilar konum jöfnum tækifærum til starfsframa og áhrifa á við karla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.