Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 43 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vallaskóli Selfossi Staða aðstoðarskólastjóra við skólann er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs vegna námsleyfis. Kennara vantar til starfa næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Sérkennsla, tónmennt, íþróttir, smíðar, myndmennt, dans, náttúrufræði í eldri deildum auk almennrar kennslu. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 16. apríl. Upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skóla- stjóri, í síma 899 7037. Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið eyjolfur@arborg.is . Viðamiklar upplýsingar um skólann má finna á vefsíðu hans; www.vallaskoli.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Kaupmannasamtaka Íslands verður haldinn í dag, föstudaginn 4. apríl, á 14. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst hann kl. 16.00. Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn föstudaginn 11. apríl 2003 kl. 17.00 í Verkfræðingahúsinu, Engja- teigi 9, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stéttarfélag verkfræðinga. Kópavogsbúar Bæjarmálafundur Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður til opinna funda um bæjarmál með aðal- og varabæjarfull- trúum á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Á morgun, laugardaginn 5. apríl, verða Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi og formaður skóla- nefndar og Ásdís Ólafsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður húsnæðisnefndar, gestir fundarins. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Aðalfundur Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja verður haldinn laugardaginn 5. apríl 2003 kl. 10.00 á Stórhöfða 31, 1. hæð, gengið inn að norðan- verðu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Boðið verður upp á morgunkaffi og með því fyrir fund. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna — Mahon Til leigu íbúð í Barcelóna. Laust um páskana á Menorca. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. TILKYNNINGAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deili- skipulagsáætlunum í Reykjavík: Íþróttasvæði Fram við Safamýri. Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Starmýri, Miklubraut, Safamýri og Álftamýri. Knattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samning um framkvæmdir á svæði félagsins við Safamýri. Í framhaldi af því var ákveðið að endurskoða deiliskipulag stofnana og útivistarsvæðisins við Álftamýrar- skóla og svæði í eigu íþróttafélagsins Fram. Í tillögunni er lagt til að byggja megi við íþróttahúsin, tengja þau saman og samnýta. Innkeyrsla inn á íþróttasvæðið er færð til þess að skapa rými fyrir gangstíg að göngubrú yfir Miklubraut. Nýrri hraðahindrun er komið fyrir þar sem göngustígurinn liggur yfir Safamýri og tengist gönguleiðum í Múlahverfið. Bílastæði við Safamýri eru samtengd þannig að samnýta megi bílastæði skólans og íþróttahússins. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að leyft verði að byggja allt að 1000 m2 við íþróttahús, komið verði fyrir afgirtum gervigrasvelli með tilheyr- andi áhorfendastæðum sunnan við íþróttahús, komið verði fyrir sparkvelli, (afgirtum), við íþróttahús Álftamýrarskóla og leyft verði að reisa allt að 70m2 viðbyggingu við félagsheimili Fram (Tónabæ). Sameiginleg bílastæði eru fyrir íþróttasvæðið og Álftamýrarskóla og verða þau 129 talsins og samnýtanleg. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 04.04. 2003 - til 16.05. 2003. Einnig má sjá tillögur á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athuga- semdum við þær skal skila skriflega til skipu- lagsfulltrúa eigi síðar en 16. maí 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 4. apríl 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Opið hús í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur laugardaginn 5. apríl milli kl. 13.30 og 16.30 Sýning verður á handavinnu nemenda t.d útsaum, prjóni og vefnaði. Kaffisala þar sem boðið er upp á kaffi, súkkulaði með rjóma ásamt kökum. Seldar verða sultur og bakkelsi. Allir eru velkomnir. Nemendur. Breytt starfsemi almannavarna Frá og með deginum í dag verður starfsemi Almannavarna ríkisins lögð niður og verkefni og skyldur stofnunarinnar flutt til Ríkislögreglu- stjórans. Verkefni hinnar nýju almannavarna- deildar RLS falla undir Svið 2 hjá embættinu. Aðsetur almannavarnadeildar verður óbreytt á Seljavegi 32, fyrst um sinn en póstfang, síma- númer, tölvupóstfang og heimasíða breytast sem hér segir: Póstfang: Ríkislögreglustjórinn — almannavarnadeild, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Sími 570 2500. Tölvupóstfang: almannavarnir@rls.is . Vefsíða: www.almannavarnir.is eða www.rls.is . Faxnúmer verður óbreytt 562 2665. Vaktsími almannavarna verður óbreyttur: 551 1150. Reykjavík, 4. apríl 2003, Ríkislögreglustjórinn. Mosfellsbær Deiliskipulag Deiliskipulag á spildu úr landi Hraðastaða í Mos- fellsdal Á fundi bæjarstjórnar þann 26. mars 2003 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Hraðastaða í Mosfellsdal, Mosfellsbæ. Skipulagstillagan nær til lands í landi Hraðastaða frá Þingvallarvegi að sunnan- verðu og vestan Helgadalsvegar. Alls er spildan 5,2 ha. Samkvæmt tillögunni, er gert ráð byggingarreit fyrir íbúaðarhúsi, bílageymslu og hesthúsi. Deiliskipulaga íþrótta- svæðis á Tungubökk- um, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 26. mars 2003 var samþykkt tillaga að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði á Tungubökkum, Mos- fellsbæ. Skipulagstillagan nær til lands frá að- komuvegi að Tungubakkasvæðinu og að Köldu- kvísl. Skipulagssvæðið nær að hluta yfir land Segulmælingarstöðvarinn- ar. Til austurs markast landið af landi Leirvogstungu og til vesturs af landi Seg- ulmælingarstöðvarinnar og flæðiengja. Tillögurnar verða til sýnis í afgreiðslu bæj- arskrifstofu Mosfellsbæjar, í Þverholti 2, 1. hæð, frá 4. apríl 2003 til 9. maí 2003. At- hugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mos- fellsbæjar fyrir 18. maí 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögun- um. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.