Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 1
Radd- styrkur María Jónsdóttir hlýtur kon- unglegan söngstyrk Listir Sjúkraliði gerist málari María Bára Hilmarsdóttir ákvað að láta gamlan draum rætast Daglegt líf Sækja í sig veðrið Umsögn um Úrkomu í grennd, nýja plötu múm Fólk í fréttum STOFNAÐ 1913 107. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is BANDARÍKJAMENN tilkynntu í gær að náðst hefði samkomulag við leiðtoga íbúa í Fallujah í Írak sem vonast er til að geti dregið úr spennu í borginni en hörð átök geis- uðu þar í síðustu viku. Samkomu- lagið felur í sér að sveitir heima- manna sinni öryggiseftirliti á götum borgarinnar ásamt bandarískum hermönnum, að þeim verði veitt sakaruppgjöf sem afhenda Banda- ríkjamönnum vopn sín og loks að gildandi útgöngubann verði stytt um tvær klukkustundir. Dan Senor, talsmaður banda- rísku landstjórnarinnar í Írak, sagði á fréttamannafundi í Bagdad, þegar hann tilkynnti um samkomulagið í gær, að báðir aðilar hefðu heitið því að reyna að tryggja að algert vopna- hlé yrði haldið í Fallujah. Ekki er þó í reynd vitað, að sögn BBC, hvort leiðtogar íbúa í Fallujah hafa nokkra stjórn á írösku andspyrnu- mönnunum sem þar hafast við. Negroponte fer til Bagdad George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur tilkynnt að John Negro- ponte, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, verði sendiherra Bandaríkjanna í Írak þegar búið er að framselja völdin í landinu í hendur heimamönnum 30. júní nk. Þá er Bush sagður hafa sett ofan í við Jose Zapatero, forsætis- ráðherra Spánar, í gær en Zapatero hefur ákveðið að kalla spænska her- menn í Írak heim. Greindi Jose Bono, varnarmálaráðherra Spánar, frá því að hermennirnir yrðu komn- ir heim innan sex vikna. Bandaríkjamenn aflétta umsátri um Fallujah Bagdad, Washington, Madríd. AFP, AP.  Bush harmar/16 AÐDÁENDUR Diegos Maradona söfnuðust í gær saman fyrir fram- an sjúkrahúsið sem knattspyrnu- kappinn fyrrverandi liggur nú á í Buenos Aires í Argentínu og ósk- uðu honum bata en Maradona fékk alvarlegt hjartaáfall í gær- morgun. Líðan Maradona, sem á sínum tíma þótti allra hæfi- leikaríkasti knattspyrnumaður í veröldinni, var í gærkvöldi sögð betri en hann var þó enn í önd- unarvél. Maradona er aðeins 43 ára en hann hefur um árabil átt við eiturlyfjavanda að stríða. /48 Reuters Maradona óskað bata SILVAN Shalom, utan- ríkisráðherra Ísraels, lýsti sig í gær fylgjandi áætlun forsætisráð- herrans, Ariels Sharons, um að draga ísraelskt herlið frá Gaza og hluta Vesturbakkans. Þar með þykir nokkuð ljóst að umdeild áætlun Sharons, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði blessun sína yfir í síðustu viku, mun verða sam- þykkt í ríkisstjórn hans. Shalom utanríkisráðherra hefur áður lýst efasemdum um einhliða aðgerðir eins og þá að leggja niður landnemabyggðir á Gaza, án þess að Palestínumenn gerðu eitthvað á móti. Hann sagðist hins vegar í gær hafa ákveðið að styðja áætlun Shar- ons, m.a. vegna þess að hann teldi að full samstaða yrði að ríkja í Ísrael um þessi mál. Áður hefur Benjamin Netanyahu, fjár- málaráðherra og fyrrverandi forsætisráð- herra, lýst yfir stuðningi við áætlun Shar- ons. Þykir ljóst að yfirlýsingar Netanyahus og Shaloms þýða að áætlun Sharons mun hljóta samþykki meirihluta flokksmanna í Likud-flokknum í sérstakri atkvæðagreiðslu 2. maí næstkomandi. Ísraelskir andstæðingar áætlunar Shar- ons telja að brotthvarfið frá Gaza styrki öfgamenn í röðum Palestínumanna. Hjá Palestínumönnum er hins vegar megn óánægja með þann hluta áætlunar Sharons sem kveður á um að Ísraelar haldi byggð- um landtökumanna á Vesturbakkanum. Þá halda Palestínumenn fast við þá kröfu að palestínskt flóttafólk geti snúið aftur til upprunalegra heimkynna sinna í Ísrael. Áætlun Sharons líklega samþykkt Jerúsalem. AFP. Ariel Sharon FORMAÐUR Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um erlendar starfsmannaleigur, segir að umsögn sem Impregilo sendi við þingsályktunina til efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis sé fáheyrð. Umsögnin komi frá fyrirtæki sem „sannarlega hefur orðið sér til skamm- ar“ hér á landi með því að nota „ósvífn- ar starfsmannaleigur sem beinlínis hafa notfært sér neyð fátæks verka- fólks“, eins og Össur orðar það í blaðinu í dag. Impregilo fagnar því að skýra eigi lagaumhverfi fyrir erlendar starfs- mannaleigur en gerir alvarlegar at- hugasemdir við greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni frá tíu þing- mönnum Samfylkingarinnar. „Hefur orðið sér til skammar“  Fáheyrt frá/6  Leiðari/28 FRÁ og með næsta skólaári verður kennurum í Túrkmen- istan bannað að klæðast vest- rænum fatnaði í skólastofunni. Skólastúlkur og kvenkyns kennarar verða framvegis að ganga um í síðklæðnaði og bera höfuðklúta og allir kenn- arar, af hvoru kyni sem þeir eru, þurfa að ganga um með barmmerki sem geymir mynd af Saparmurat Niyazov, for- seta Túrkmenistans. „Kennurum og skólastúlk- um verður stranglega bannað að mæta í skólann í gallabux- um, stuttpilsum, klaufháum kjólum og flegnum bolum,“ sagði háttsettur embættis- maður. „Hvernig væri nú að borga okkur fyrst laun á rétt- um tíma?“ spyr hins vegar Svetlana, sem er kennslukona í Ashgabat. „Kennarar hafa ekki fengið greidd laun síðan í janúar – það kostar peninga að kaupa kjóla og höfuðklúta.“ Bera merki með andliti forsetans Ashgabat. AFP. SKRIFAÐ verður undir samninga í dag milli flutningssviðs Landsvirkjunar annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hitaveitu Suð- urnesja (HS) hins vegar um flutning á rafmagni til stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Sam- ið er til 20 ára og er þetta fyrsti samningurinn sem flutningssviðið gerir um raforkuflutning í nýju lagaumhverfi. Samningurinn er undirritaður í kjölfar samn- ings OR og HS um orkusölu til Norðuráls, sem skrifað var undir sl. laugardag í Svartsengi. Til að flytja raforkuna þarf flutningssviðið að fjárfesta í mannvirkjum fyrir 6,6 milljarða króna. Stærsta fjárfestingin er vegna Sultar- tangalínu 3, sem mun liggja frá tengivirki á Sandafelli við Sultartanga að Brennimel í Hval- firði, skammt frá Grundartanga. Alls er þetta um 120 km leið með 345 möstrum. Reiknað er með að línan verði komin í notkun áður en upp- keyrsla Norðuráls hefst í febrúar árið 2006. Línulögn hefst í sumar og munu 270 ársverk skapast á verktímanum. Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri flutningssviðs LV, segir við Morgunblaðið að líkt og á laugardaginn sé nú verið að skrifa und- ir tímamótasamning, þann fyrsta frá því að flutningssviðið var stofnað í júlí í fyrra vegna nýrra raforkulaga. Samningurinn byggist á sér- stakri flutningsgjaldskrá fyrir stórnotendur raforku og greiðslur frá OR og HS eigi að standa undir þeim fjárfestingum. Í raun megi segja að Landsvirkjun útvegi raforkuna til Norðuráls eftir allt saman, frá 100–150 MW frá Þjórsársvæðinu, en á móti muni Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja leggja til sama afl inn á dreifingarkerfi Landsvirkjunar á suðvestur- horninu. Því verða engar línur lagðar sérstak- lega frá HS og OR upp á Grundartanga. HS muni leggja línu frá sínu orkuveri á Reykjanesi að flutningsvirki Landsvirkjunar við Hamranes sunnan Hafnarfjarðar og orkan frá OR á Hellis- heiði verði tengd við Búrfellslínu 1. Þórður segir að með Sultartangalínu 3 sé stigið stórt skref til framtíðar sem tryggi Brennimel og Grundartanga í sessi sem afhend- ingarstað raforku til stórnotenda. Einnig sé af- hendingaröryggi rafmagns aukið til allra not- enda á suðvesturhorni landsins. Skrifað undir samninga í dag um orkuflutning vegna stækkunar Norðuráls Fjárfest í flutningskerfi fyrir 6,6 milljarða króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.