Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 4
JÓN MAGNÚSSON Er ekki í nokkrum vafa um að hugsanlegt framboð sitt hafi skipt miklu þegar saksóknari gaf út ákæru á hendur honum og segir að sömu öfl séu að baki nú og þegar þeir reyndu að ná sér niðri á Al- bert Guðmundssyni. Ertu sáttur við niðurstöðu dáms- ins? „Ég átti aldrei von á öðru en að verða sýknaður. Það albesta í mál- inu er eiginlega of gott til að vera satt, því að ákæruvaldið fær ákveðnar snuprur fyrir þennan málatilbúnað. Það gerist yfirleitt ekki í réttarkerfinu. f dóminum segir orðrétt: „Grundvöllur opin- beru rannsóknarinnar var þannig veikur og í raun ákærunnar einnig og Viefur þetta að mati dómsins komið skýrar í ljós við dómsmeð- ferð málsins.“ Þetta er mjög sjald- gæff og að mínu mati ótvíræður áfellisdómur yfir ákæruvaldinu. Verjendur sýndu svo gjörsamlega fram á hversu tilhæfúlaus og rugl- aður þessi málatilbúnaður var.“ Eru þessar „snuprur“ nœgjanlegar að þínu mati? „Nei, ég tel í raun að dómsmála- }'firvöld þessa lands þurfi að skoða hvemig þessir menn standa að málum. Þetta er í annað sinn sem Bragi Steinarsson hleypur svona til gagnvart mér. f fyrra tilvikinu var það gjörsamlega tilhæfulaust mál sem hann síðan ýtti í fjölmiðla án þess að ég vissi nokkuð um að eitt eða neitt væri í gangi. Það var svona falleg jólagjöf rétt fyrir jólin 1987.“ Hverjir eru „þessir menn“? „Ég er að tala um Hallvarð Ein- varðsson og Braga Steinarsson. Það hefur verið skoðun mín í langan tíma að þessir menn væm hrein- lega ekki hæfir til að fara með ákæruvaldið í þessu landi. Það varð engin breyting á þeirri skoðun við að þeir slcyldu gefu út þessa ákæm á hendur mér.“ Hvers vegna telurðu þá óhœfa? „Ég sé ekki ástæðu til að fjalla ít- arlega um það á þessu stigi. Ég vek athygli á ummælum Braga Stein- arssonar um mig í DV, þar sem hann kallar mig bæði ómaga og fyrirbrigði. Það er náttúrulega ljóst að maður, sem viðhefur svona um- mæli á opinberum vettvangi, er ekki í því andlega jafnvægi sem menn þurfa að vera til að geta gegnt þessari stöðu. Ég er sann- færður um að nánast allir lögffæð- ingar sem hafa haff samskipti við þennan mann em á sama máli og ég varðandi hann. Að mínu viti var Hallvarður gjörsamlega óhæfúr til að vera skipaður í þessa stöðu á sínum tíma. Hann hafði á bakinu sem rannsóknarlögreglustjóri þvílík rannsóknarmistök að þetta var hrein pólitísk skipun án verðleika, auk þess sem hann hefúr átt í per- Jón Magnússon sýknaður af ákæru saksóknara PÓUTÍSK ÖFL STÓÐU Á BAK VIÐ AKÆRU SAKSÓKNARA Þegar Jón Magnússon var ákærður af saksóknara var mikið rætt um hugsanlegt framboð hans til borgarstjórnar og hann telur það hafa skipt miklu í þessum „ofsóknum" á hendur sér. Hann segir sömu öfl standa á bak við þær og þegar þeir reyndu að ná sér niðri á Albert Guðmundssyni. Jón telur að bæði ríkissak- sóknari og vararíkissaksóknari séu óhæfir í embættum sínum. sónulegum vandamálum og erfið- leikum sem gerðu það óeðlilegt að skipa hann í þetta viðkvæma starf. Um annað vil ég ekki fjalla á þessari stundu.“ Þú sagðir í PRESSUNNI að ákcer- an væri liður í ofsóknum á hetidur þér. „Já, ég tel þetta vera einhvers konar hefndaraðgerðir, því ákæra hefði aldrei verið gefin út í þessu máli ef annar lögfræðingur en Jón Magnússon ætti í hlut. Okkur Hall- varði lenti mjög illa saman í Haf- skipsmálinu þegar ég var að gæta mannréttinda skjólstæðings míns, en hann fór með rangt mál í fjöl- miðlum. Auk þess upplýsti ég á sín- um tíma að hann hefði fengið lán með mjög skringilegum kjörum í gegnum ríkisapparatið. Ég krafðist þess að hann yrði lýstur vanhæfúr, sem Hæstiréttur síðan dæmdi hann til í Hafskipsmálinu. í þessu máli og málinu frá 1987 er greinilegt að þessu er komið til fjölmiðla bein- línis til að skaða mig. Það er mér öldungis ljóst að þetta er gert af ráðnum hug. Nú eru þeir búnir að áfrýja málinu og sama dag og því er áfrýjað er mér birt áfrýjunarstefn- an! Ég vona bara að þetta verði til efitirbreytni í öðrum málum og þeir dragi ekki mál, eins og oft hefúr viljað brenna við hjá þeim.“ Þú hefur sagt að Bragi Steinarsson eigi að víkja úr starfi vararíkissak- sóknara. Hvað með Hallvarð? „Ég tel að það hefði aldrei átt að skipa Hallvarð. Ég tel að hann hafi eingöngu verið skipaður út frá pól- itískum flokkslit, — ekki út af hæfi- leikum. Ef hann hefði ekki haft þama pólitíska sporgöngumenn hefði hann aldrei komið til greina.“ 1 dóminum kemur fram að kceru- bréf Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem hleypti rannsókninni af stað, var lagt fram áti þess að hann þekkti bakgrunn málsins nægjanlega. „Að sjálfsögðu hefði Jón átt að fara öðmvísi að í þessu máli. Hann er náttúrulega að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna og trúir því sem fyrir hann er lagt og ég veit ekkert hvort maður á eitthvað að áfellast hann fýrir það. — Ég geri það ekki.“ Ákæran kom fram á þeim tíma sem þú varst mikið í umræðunni sem frambjóðandi til borgarstjómar- kosninganna í Reykjavík Telurðu að tímasetningin hafi haft eitthvað að segja? „Það er ekki nokkur spuming. Ef maður miðar bara við fram- kvæmdahraða hjá embættinu að öðm leyti þá er það ekki nokkur HALLVARÐUR EINVARÐSSON „Hallvarður var gjörsamlega óhæfur til að vera skipaður rík- issaksóknari á sínum tíma. Hann var eingöngu skipaður út frá pólitískum flokkslit, ekki vegna hæfileika." vafi.“ Hvaða hag hafa þeir afað klekkja á þér vegna hugsanlegs framboðs?' „Bragi er nú til dæmis yfirlýstur mjög harður sjálfstæðismaður. Hallvarður er framsóknarmaður og það er nú ekki alltaf langt þar á milli, eins og menn hafa séð. Það var ekkert langt á miUi þegar þessir hópar vom í sameiningu að reyna BRAGI STEINARSSON Jón segir hann ítrekað hafa farið með tilhæfulaus upp- hlaup gagnvart sér í fjölmiðla og segir það hefndaraðgerðir gagnvart sér. að ná sér niðri á Albert Guð- mundssyni. Menn geta bara horft til þess tíma og séð með hvaða hætti þær tengingar áttu sér stað. Ég tel að svipaðir aðilar telji sig eiga hagsmuna að gæta nú.“ Að það séu einhverjir aðilar á bak við þessa embœttismenn? „Já, það held ég líka.“ Pálmi Jónasson Hvað finnst Regínu? Um ríkisstjórnina? „Davíð Oddsson og þeir eru allir svo reynslulausir, nema Sighvat- ur, sem ber alltaf af og hefur mikla forystuhæfileika eins og hann sýndi í heilbrigðisráðuneytinu. Ég tel Össur mjög efnilegan róð- herra og landbúnaðarráðherrann er alveg ágætur. Annars finnst mér merkilegt hvað þeir verða allir getulausir og latir eftir að þeir eru orðnir ráðherrar, þeir geta ekki einu sinni keyrt bíl! Það á bara að kaupa þrjá Volvóstrætó sem keyra þá á þingið og fyrir konurnar þeirra að fara í búðir og snattferðir og eins ef þeir fara í veislur og boð. Leggja ráðherrabílunum, því það yrði ódýrara að hafa bara strætisvagna, og það mætti hafa þá fyrir þingmennina líka." ~ I; YFIRHEYRSLA Fá borgaö fyrir hvert sjánvarpstæki „Þetta er alrangt. Fólk sem er með tæki á að borga og við spyrj- um aðeins á þeim heimilum þar sem ekki er skráð útvarp eða sjón- varp. Leitarmenn verða að byrja á að gera grein fyrir sér og þeir eru með sérstakt kort frá RUV sem staðfestir hverjir eru á ferð. Síðan spyrja þeir hvort það sé útvarp eða sjónvarp á heimilinu, annað ekki.“ Þannig að þú vísar því alfarið á bug að þeir hafi spurt á þann veg sem fram hefurkomið? „Maður getur náttúrulega ekki svarað því, þeir eiga ekki að gera það. Þetta mál kom nú upp í Kópa- voginum og þar eru okkar reynd- ustu menn. Hann er héma annar þeirra núna og hann þrætir algjör- lega fyrir það. Hann segist lcynna sig sem starfsmann RÚV og spyrja eingöngu hvort sjónvarp sé á heimilinu. Síðan em svör bara skráð, því við höíúm enga heimild til að fara inn á heimili og reynum það elcki. Þetta er auðvitað alla vega fólk að fást við, en yfir níutíu pró- sent borga. Við emm í þeirri að- stöðu að það eru yfir átta þúsund manns sem fá ffítt hjá okkur sem uppbót á ellilaun eða örorku og síðan em nokkur hundmð manns sem við verðum að fella niður gjöld hjá vegna þess að þeir geta ekki borgað. Það er þá búið að senda það til lögffæðings og láta þrautkanna það.“ Er leyfilegt að hafa sjónvarp í láni hjá öðrum manni? „Ekki nema greiða af því, það er al- veg skýrt samkvæmt lögum.“ Þeir starfsmenn, sem em í að leita uppi sjónvarpstœki, eru þeir á föst- um launum eða fá þeir hlut fyrir hvertfundið tæki? „Þeir em ekki á föstum launum heldur fá þeir 1.200 kr. fyrir hvert tæki sem fer nýtt inn á skrá. Það em þeirra einu laun.“ Hvað eru margir leitarmenn? „Það eru tveir sem em í þessu fast, Páll Jónsson, aðstoðarinn- heimtustjóri RÚV síðan em sex aðrir meira í íhlaup- um. Þeir hafa fundið mjög mikið af tækjum. Árið 1990 komu t.d. 2.418 tæki á slcrá með þessum hætti, 3.677 stk. árið 1991, 2.655 árið 1992 og 2.363 tæki í fyrra. Fólk fær reikning firá næstu mánaðamótum eftir að tækið ftnnst, það er aldrei sendur bakreikningur eins og hald- ið hefur verið fram.“ Á Bylgjunni í vikunni kom fram í innhringingum hlustenda að starfsmenn innheimtudeildar RÚV, sem hafa það hlutverk að kanna og skrá hvort sjónvarpseigendur hafi greitt áskriftargjöld sín, hafi rækt það hlutverk með sérkennilegum hætti. Ef eiginmaður kom til dyra var spurt eftir eiginkonunni og síðan látið liggja að því að verið væri að kanna hvaða tegund sjónvarpstækis væri á heimilinu. 4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.