Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 8
Björk er orðin ein ríkasta kona íslands Hálfur tekjur milljarður I af plötusölunni BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Velgengni hennar hefur verið framar björtustu vonum og það skilar sér í mjög háum tekjurn. Mikiö hefur verið rætt og ritað um velgengni Bjark- ar Guðmundsdóttur, svo mikið að mörgum hefur þótt nóg um, þótt vissulega eigi hún allt gott skilið. Eitt atriði hefúr þó, einhverra hluta vegna, ekki farið hátt, en það er hvað þessi mikla velgengni gefúr Björk í aðra hönd. PRESSAN fór á stúfana, talaði við listamenn og út- gefendur og fékk þá til að reikna út hagnaðinn af plötusölunni á Debut. Það skal tekið ffam að enginn þeirra þekkir samninga hennar í smáatriðum, en niðurstaða þeirra er í öllum tilfellum sú sama: hún hefur þegar halað inn nálægt 300 milljónum króna og miðað við áætlaða sölu upp á 2,4 milljónir eintaka verður hlutur hennar vel yf- ir hálfúrn milljarði króna. Með stórkostlegri velgengni De- but er ljóst að Björk Guðmunds- dóttir er komin í hóp auðugustu rnanna landsins. Eins og kemur fram síðar í greininni ber hún tals- verðan kostnað, svo ekki ná allar þessar tekjur að skila sér í vasa söngkonunnar. Engu að síður er hér um svo gríðarlega mikla sölu og tekjur að ræða að líklega er hún þegar komin í hóp allra ríkustu kvenna landsins. Reiknaður hagnaður af sölu plötunnar í dæminu sem sett er upp í með- fylgjandi töflum er miðað við hlut- deild hennar af útsöluverði platn- anna. Þar er gert ráð fyrir að salan skiptist jafnt á milli Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu. Salan sé 400 þúsund eintök á hverjum stað og það hlutfall haldi sig við áætlaða sölu plötunnar. Bretland og Evrópa eru reiknuð saman. Miðað er við að hver geisla- diskur kosti 13,5 pund og síðan er dreginn frá 18% skattur (hann er 17% á Bretlandi en víða hærri í Evrópu). Þegar búið er að draga skattlagninguna ffá er hægt að reikna út hlutdeild Bjarkar. Alls staðar var miðað við lága prósentu- tölu. Þannig er reiknað með 10 prósentum í sölulaun en flestir telja að hún hafi mun betri samninga. Tryggara þótti að draga ffá ýmsa ffádráttarliði og vera ffekar í lægri kantinum. Þá er gert ráð fyrir að höfúndarlaun hennar séu 4 pró- sent. Yfirleitt er sú tala nær 5-6 prósentum en betra er að vera í lægri kantinum vegna hugsanlegra ffádráttarliða, auk þess sem hún á ekki alveg allt efnið á plötunni. Útilokað er að finna hlut- deild hennar fyrir spilun á efni plötunnar en þumal- puttareglan er að það sé um 50-100 prósent af höfund- arlaunum. Hér er miðað við 75 prósent. Sú tala er mjög breytileg, t.d. hefur Mezzoforte miklu hærri prósentuhlut fyrir spilun en salan er að sama skapi mun minni. Ekki liggja fyr- ir neinar tölur um sölu á litl- um plötum hennar en hér er áætlað að hagnaður af þeim sé 15 prósent af stóru plötunni. Sama reikningsaðferð er notuð fyrir Bandaríkjamarkað, en þar er útsöluverðið lægra og skattar mun lægri eða 4 prósent að meðaltali. Þegar hafa selst 1,2 milljónir eintaka af plötunni Debut og reiknað er með að heildarsalan verði á milli 2 og 3 milljónir. Sérfræðingar PRESSUNN- AR eru sammála um að hlutdeild hennar sé ná- lægt 300 milljónum króna miðað við söluna í dag og verði vel yfir hálfum milljarði ef platan selst í 2,4 milljónum eintaka þegar upp er staðið. Björk er heilt fyrirtæki Maður sem þekkir vel til útgáfumála er- lendis gaf upp fyrr-'" greinda formúlu og þeir listamenn og aðrir ráðgjafar sem PRESSAN talaði við voru á þvi að þetta gæti verið mjög nærri lagi. Ef eittlivað var fannst þeim varnaglarn- ir of margir og prósentu- tölurnar varfærnislega reiknaðar. Þrátt fyrir að mjög sé slegið af hugsanlegri hlutdeild Bjarkar og tillit tekið ti! ýmissa ffádráttar- liða rná ekki gleyma því að hún er í raun orðin að stóru fyrirtæki. „Hún er að búa til gríðarlega mikla peninga en hún ber líka mikinn kostnað,“ eins og áðurnefúdur ráð- gjafi sagði. Tónleikaferðalög eru mjög dýr og líklega þarf Björk að bera einhvern kostnað af þeim. Þá ber listamaðurinn yfirleitt upp- tökukostnað sjálfúr, sem gæti hafa verið um eða yfir 10 milljónir í þessu tilviki. Til að stjórna öllu „batteríinu“ í kringum plötuna varðandi kynningu, stjórnun, hljómleikahald, viðtöl og annað þarf hún að bera talsverðan kostnað. Umfang- ið er orðið slíkt að Sala á Debut Evrópa Ameríka Samtals Söluverðmæti — Skattur Seld eintök 800.000 400.000 1.200.000 Áætluð sala 1.620 millj. 1.420 millj. ».000 »000 2-400.000 3.240 millj. 2.840 millj. hún þarf fólk gott og dýrt kringum sig til að dæmið gangi upp; lögffæðinga, umboðsmann, hljóðfæraleikara og fólk í bókhald og ýmislegt markaðstengt. „Brúttótalan er mjög nærri lagi en með kostnaðinn, — það vita Guð og Björk, þótt ég efist reyndar um að Björk viti það sjálf,“ sagði þessi sami aðili og það skal skýrt tekið ffam að útreiknaðar tekjur eru ekki nokkuð sem hún getur stungið óskertu inn á bankabók. Hlutur Bjarkar Seld eintök Sölulaun (io%) Höfundarlaun (4%) Spilun Litlar plötur Samtals 142 millj. 57 millj. 43 millj. 36 millj. 278 milli. Áætluð sala 284 millj. 114 millj. 85 millj. 72 millj. 555 millj ; ■ Tveir dalir á plötu Þekktur útgefandi segir þumal- puttaregluna vera að reikna með einum Bandaríkjadal f)TÍr hvert selt eintak til flytjanda. Ofan á það kemur annar dalur þegar ffam í sækir, fýrir „STEF-gjöldin“, það er að segja fýrir að eiga höfúndarrétt að lögunum. Sá dalur er hlutur hennar sem höfundar af sölu plöt- unnar og fyrir þá spilun sem er í útvarpi nú og um næstu framtíð. Ef reiknað er með að hún fái tvo dali á hverja selda plötu fær hún um 180 milljónir króna miðað við núverandi sölu eða um 355 millj- ónir fyrir 2,4 milljónir seldra ein- taka. Útgefandinn segir að hlutur hennar sé þó í raun hærri, þar sem hún er sjálf útgefandi plötunnar, og fær hún því líklega um eða yfir 15 pró- senta hlut sjálf. Miðað við 8 dala heildsöluverð fengi hún því 160 milljónir fyrir þær plötur sem þegar eru seldar og 320 milljónir af þeim 2,4 milljónum platna sem áætlað er að hún selji. Að viðbættum þumalputta- dalnum, sem hún fær sem höfundur, gerir þetta því 250 milljónir miðað við nú- gildandi sölu og 500 milljónir miðað við áætlaða sölu. Þá er ótalin sala á litlum plötum (sing- les), svo báðar formúlurnar gefa svipaða eða sömu niðurstöðutölu. PálmiJónasson 8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.