Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 6
Af nöturlegu lífi Steingríms Njálssonar kynferð isafbrotamanns STEINGRÍMUR NJflLSSON. Hér dyttar hann að bátnum sem virðist vera helsti við- verustaður hans nú um stundir. eini anni Staða Steingríms Njáls- sonar, þekktasta dæmda kynferðisaf- brotamanns íslend- inga, er heldur nöturleg um þessar mundir. Hann hefur nú aðsetur í Reykjavík eftir að hafa gert tilraunir til að dvelja erlendis og úti á landi. Eftir því sem næst verður komist dvelst hann í bát á höfuðborgarsvæðinu urn leið og hann vinnur við að gera hann upp. Á sama tíma hefur verið höíðað opinbert ákærumál á hendur hon- um — að vísu fyrir minniháttar afbrot miðað við það sem hann hefur aðhafst áður. Honum er gef- ið að sök að hafa keyrt ölvaður í tvígang, annað skiptið í Dan- mörku auk þess sem hann er ákærður fyrir innbrot í söluturn. Þeir sem til aðstæðna hans þekkja segja að honum séu allar bjargir bannaðar: Hrakinn og smáður vegna ógnvænlegra af- brota fortíðarinnar; í senn heimil- islaus og atvinnulaus — rnaður sem enginn vill hafa samskipti við. Honum er tryggð ffumffamfærsla með örorkubótum sem honurn voru réttar einhvern tímann í for- tíðinni; „góð lausn til að tryggja framfærslu manns sem enginn vill hafa kynni við“, sagði embættis- maður í réttarkerfínu. Þeir samúðarfyllri benda gjarn- an á að Steingrímur hafi sjálfur verið fórnarlamb kynferðislegrar misnotkunar í æsku og hefúr það verið staðfest í málflutningi vegna seinni misgjörða hans. Þar að auki missti hann rnóður sína ungur og ólst einn upp með föður sínurn, en systkini hans voru send í fóstur. Til að bæta gráu ofan á svart var hann utanveltu í félagahópnum, gjarnan hafður að háði og spotti og átti þar að auki í erfiðleikum með nám. Það var því ekki burðug arfleifð sem hann tók með sér út í samfélagið. En hver er staða þekktasta kyn- ferðisafbrotamanns landsins? Það væri hræsni að segja að almennur áhugi ríkti um velferð hans í kerf- inu eða yfirhöfuð annars staðar. Hann er eltur af DV, sem reglulega segir fféttir af því hvar hann er niðurkominn; hvort sem það er í Danmörku, Færeyjum, Sauðár- króki eða Siglufirði, svo nokkrir staðir séu neffidir sem hann hefur heimsótt. Fyrrverandi lögmaður hans & dsins Landlæknir og dómsmálaráðuneyti vinna að breytingu á lögum um afkynjun Rætt um að dæma kynferðisafbrotamenn í kemíska vönun Landlæknir sendi bréf til dóms- málaráðherra í júlí 1993 þar sem hann lagði til að lagaheimild til af- kynjunar með skurðaðgerð yrði af- numin. Þess í stað yrði tekið upp ákvæði um hormónagjöf sem gerði sama gagn, jafnvel gegn vilja manna. Þarna er um að ræða að breyta gömlum lögum sem heita: „Lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt.“ Þetta eru lög númer 16 frá árinu 1938 og voru sett í tíð Vilmundar Jónssonar landlæknis. Hafa um skeið farið ffam um- ræður um breytingar á þessu laga- ákvæði og var meðal annars grein eftir Ólaf Ólafsson landlæluri í 2. tbl. Úlfljóts, tímarits laganema, á síðasta ári. Þar segir hann: „Árang- ur afkynjunar með skurðaðgerð er mjög umdeilanlegur að mati flestra lækna. Þeir sem gerast sekir urn kynferðisafbrot gegn börnum — en lögin eru til komin vegna þeirra — eiga oftast við sálræn vandamál að stríða og þess vegna er ekki við því að búast að afkynjun hafi um- talsverð áhrif á þann brotlega. Af- kynjun er, eins og önnur líkamleg refsing, andstæð menningar- og mannúðarviðhorfum nútímans. Vafasamt er að þessi lagaákvæði standist samkvæmt mannréttinda- sáttmála sem ísland er aðili að.“ Rétt er að taka fram að ekki er vitað til þess að þessum ákvæðum hafi verið beitt frá því lög um af- kynjun voru sett. En með breytingunum sem nú er verið að ræða er gert ráð fyrir að meðferð verði komið á, jafhvel þótt viðkomandi veiti ekki samþykki sitt, ef um kynferðisafbrotamenn er að ræða. Landlæknisembættið gerir ráð fyrir að bæði þurfi að koma til hormónameðferð og sál- fræðileg meðhöndlun. Lyfið sem um ræðir heitir androgen og er einnig notað í öðrum tilfellum svo sem við blöðruhálskrabbameini (gefið er upp í lyfjabókinni að það sé einnig gefið vegna „sjúklega auk- innar kynhvatar hjá karlmönn- um“). Eru þá gefnar töflur daglega svo kynferðislöngun þeirra minnk- ar. Taka þarf töflurnar í nokkuð langan tíma áður en fer að bera á þessari minnkun og eitthvert eftir- lit verður að hafa með því að af- brotamennirnir taki lyfið svo þessi áhugi þeirra minnki. Jafirframt verður atferlismeðferð að koma til. í bréfi landlæknis segir einnig að það þurfi að vera heimild til að vernda fólk gegn ofbeldisárásum sjúks fólks og þetta sé liður í því. Róttækt má telja að rætt skuli vera um að beita þessari meðferð gegn vilja manna. Er það vegna þess að þetta er menningarlegri og mann- úðlegri meðferð en áður var gert ráð fyrir í lögum, því ef rnönnum batnar geta þeir fengið kynhvötina aftur. Þeir sem að tillögunni standa segja þó að nauðsynlegt sé að freista þess að veita meðferðina í samvinnu við brotamennina. Ekki hefur enn borist formlegt 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994 svar við þessu úr dómsmála- ráðuneytinu, en óskað hefúr verið eftir nánari greinargerð ffá landlækni, sem ekki hefur verið send. Eftir því sem komist verður næst er ástæðan fyrir því að landlæknisembættið hefur frumkvæði að þessum breyt- ingum sú að svona mál hafa komið inn á borð landlæknis vegna geðtruflaðs fólks sem er í geðmeðferð. ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR. Vill afnema úrelta lagaheimild um af- kynjun með skurðaðgerð og taka upp kemíska vön- un.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.