Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 15
Persónur í prófkjörum Stjórnmál MÖRÐUR Arimasoim Nú eru enn runnar upp þess- ar dásamlegu vikur í lífi allra íjandvina Sjálfstæðis- flokksins: prófkjör í Reykjavík. Hver spreðibassinn af öðrum dreif- ir af sér lofsorði, afrekaskrá og dýr- lingamyndum, og frambjóðend- urnir stinga sér á kaf í íþróttafélög, kvennaklúbba og old-boys-net. Og undir pottinum krauma eldar hins flokkslega bræðralags og samlynd- is: Árnamenn gegn Vilhjálms- mönnum, Sveinn Andri gegn Gunnari Borgar, Hafsteinungar gegn handboltalandsliðinu, konur gegn konum, og allir á móti Amölu Quase. Við sem unnum einusinni á Þjóðviljanum eigum ánægjulegar minningar um svona vikur; einu- sinni tókum við uppá því að mæla nákvæmlega auglýsingadálkana frá hverjum frambjóðanda í Moggan- um og birtum á hverjum degi yfir- lit um stöðuna ásamt öðrum tíð- indum úr leðjuslagnum, sem fór ótrúlega í taugarnar á þátttakend- um. Þjóðviljinn — vel á minnst — var auðvitað ákaflega hæpið blað lengstaf en sjaldan óleiðinlegri en á þessum stundum — nú bregður svo við að alltof litlar fréttir berast af frambjóðendunum, tilstandi þeirra og átökum; það er einsog jafnvel hin aðgangsharða PRESSSA eða Eintakið nýja umgangist þetta fólk einsog það sé alltsaman fyrr- verandi vistmenn einhversstaðar utanúr sveit og ekki siðferðilega réttlætanlegt að ganga of hart að því. Hvað þá DV og Moggi. Reyndar má kannski segja um prófkjör svipað og sagt er um þjóð- ir og ríkisstjórnir að hver stjórn- málaflokkur verðskuldar einmitt þá frambjóðendur sem honum bjóðast í prófkjörum. Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík er fyrst og fremst hrátt hagsmunabandalag hópa og einstaklinga um völd, en ekki vettvangur umræðu eða upp- sprettulind hugmynda. Þessvegna verða frambjóðendurnir meira og minna alveg eins, og málefnaffam- setning þeira líka: eiginlega allir núna á nýju Major-línunni í æva- fornum íhaldsstíl en reyna að hljóma sem mýkstir: umhverfi, heilsa, öryggi — og svo styðja þeir allir Markús Örn. Að sínu leyti má líka hafa þessi verðskuldunarorð um Amal Rún Quase, — þótt hún passi flokknum einhvern veginn ákaflega illa á flokkurinn fyllilega skilið þá mynd sem fi'amboð hennar hefur kallað „Það virtist til skamms tíma mundu verða styrkur sameiginlega listans að aðilar að þvíframboði mundu láta afinnri deilum og einbeita sérgegn Sjálfstœðisflokknum. Því miður hafa slíkar vonir dofnað síðustu daga við þœr fréttir að Svavar Gestsson œtli sínu fólki bæði sœti Alþýðubandalagsins á listanum. “ fram af flokknum: það er einsog komin boðflenna í kokteilpartíið, enginn af gestunum getur fengið af sér að kasta hinum óboðna á dyr, og þeir hver sem betur getur að snúa baki í þetta ókunna fyrirbæri. Svört einstæð móðir með skoðan- ir? I Sjálfstæðisflokknum? Það er svo kaldhæðni örlaganna að Markús Öm Antonsson skuli í orði kveðnu hafa allra stuðning til forystunnar, og geti að nokkm leyti þakkað það Ingibjörgu Sólrúnu og sameiginlegu ffamboði stjómar- andstöðuaflanna í borgarstjórn. Reyndar segja margir að sjálf úr- slitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins skipti í rauninni engu máli fýrir hann eða kosningarnar. Hvernig sem fer verði listinn daufur og lit- laus, en það verði R-Iistinn líka fyr- ir ofan áttunda sæti borgarstjóra- efnisins Ingibjargar Sólrúnar. Kosningarnar muni hvort eð er snúast fyrst og fremst um borgar- stjóraefnin tvö, þau málefni og misjafna lífssýn sem í þeim kristall- ast; aðrir frambjóðendur verði að- allega fyrir. Það skipti hinsvegar máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að prófkjörsmenn komi sem ósárastir úr slagnum þannig að Markús nái þokkalegri samfylkingu að baki sér. Það virtist til skamms tíma mundu verða styrkur sameiginlega listans — að aðilar að því ffamboði mundu láta af innri deilum og ein- beita sér gegn Sjálfstæðisflokknum. Því miður hafa slíkar vonir dofnað síðustu daga við þær fréttir að Svavar Gestsson ætli sínu fólki bæði sæti Alþýðubandalagsins á sameiginlega listanum, annarsveg- ar fyrrverandi aðstoðarmanni sín- um í menntamálaráðuneytinu, og hinsvegar einum af yngri fylgis- mönnum sínum, sem einmitt var aðstoðarmaður hjá Steingrími Sig- fussyni þegar hann var í sam- gönguráðuneytinu. Þar með er rofinn hinn við- kvæmi friður Allaballa í Reykjavík, sem er vont fyrir þann flokk, en gæti fýrst og fremst reynst neikvætt fýrir nýja ffamboðið. Fyrir Svavari stendur affur á móti þannig á að framboðið er einmitt sameiginlegt, þannig að blóðug átök koma ekki niður á G-lista og fýlgi Alþýðu- bandalagsins. Einkahagsmunir í nágrenni hans þrýsta hinsvegar mjög á, og niðurstaðan er sú að vegna sameiginlega listans sé nú í rauninni betri tíð en nokkur önnur til að reyna að „hreinsa til“ í Reykjavíkurdeildum Allaballa, valdasvæði Svavars, áður en kemur að þingkosningum í fýrra lagi og næsta formannskjöri í flokknum í síðara lagi, en þangað langar unn- endur Svavars til endurnýjunar fornra lífdaga. Og einstaka maður hélt í bláeygu sakleysi að hugsanleg heimt höfuð- borgarinnar hlyti að skipta pólit- íska forystumenn slíku meginmáli að (svo vitnað sé eftir minni í fræga ræðu eins af þingmönnum Reykja- víkur á landsfundi Alþýðubanda- lagsins í haust) — að ekki yrði sleg- in ein einasta fölsk nóta, ekki eitt högg, ekki eitt orð... Höfundur er íslenskufræðingur. VIÐSKIPTI — HIIM HLIOIIM Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í viðskipta- og fjármálalífi. AFRAM VEGINN I VAGNINUM EK ÉG „Árangur Bifreiða & landbúnaðarvéla með IÞyundai er athyglisverður. “ Samningar um kaup og kjör eru flóknari en venjulegt fólk skilur. Ætla mætti að málið snerist um það hve mikið vinnu- veitendur vilja greiða fyrir notkun vinnuafls, sem nauðsynlegt er í at- vinnurekstri. En á sama hátt og guð er einn og þríeinn — sam- kvæmt fermingarkveri Helga Hálf- danarsonar fáum við venjulegt fólk ekki skilið slíka guðlega náttúru — skiljum við heldur ekki hvers vegna Ríkisstjórn íslands er kölluð til og spurð: Hvað vilt þú gera fyrir aðila vinnumarkaðarins? Á útmánuðum 1986 sátu aðilar vinnumarkaðarins á ruggustólum og sömdu um kaup og kjör. Vil- hjálmi Egilssyni, nú alþingismanni, og Bimi Björnssyni, nú banka- stjóra, datt það helst í hug að hægt væri að bæta kjör verkafólks með því að lækka verð á biffeiðum. Að- ferðin var einföld: Að lækka tolla og vörugjöld á bílum, að láta fjár- málaráðherra greiða fyrir kjara- samningana. Um þetta var samið og allir vom ánægðir, sérstaklega bifreiðainn- flytjendur, því innflutningur jókst hröðum skrefum. Á árunum 1986 og 1987 voru fluttir inn um og yfir 25 þúsund bílar hvort ár. Ástæða þess var ein- föld; stjórnvöld höfðu ffarn til þess tíma léyst allan efnahagsvanda með álögum á bifreiðaeigendur og menn höfðu ekki efni á að kaupa nýja bíla. Bílaflotinn var í raun að ganga úr sér. Á þessum tveimur ár- um var þjóðin að bæta úr endur- nýjun sem dregist hafði úr hófi, því eðíilegur innflutningur og aukning til að viðhalda bílaeign landsmanna er um 13 þúsund bílar á ári. En skjótt skipast veður í lofti. „ Vilhjálmi Egils- syni, nú alþingis- manni, ogBirni Björnssyni, nú bankastjóra, datt það helst í hug að hægt vœri að bœta kjör verkafólks með því að lœkka verð á bifreiðum. “ Þegar þorskafli dregst saman dregst fjárfesting í varanlegum neysluvör- um ennþá meira saman. Þorskafli hefur minnkað um 60 prósent ffá því hann var í hámarki en bifreiða- innflutningur hefur minnkað um 80 prósent ffá því hann var í há- marki. Togararnir hafa að ein- hverju leyti bætt sér upp aflasam- drátt með öðrum veiðum, en bif- reiðainnflytjendur hafa ekki nein ný mið til að róa á. Ekki er kvóti á bifreiðainnflutningi. Og enginn grætur biffeiðaum- boð. Frá þeim tíma, sem biffeiðaveisl- an var haldin á árunum 1986-’87, hafa orðið miklar sviptingar á bif- reiðamarkaðnum. Gamalt og gróið biffeiðaumboð eins og Sveinn Eg- ilsson hf. hefur horfið án þess að nokkur hafi tekið eftir því að skort- ur sé á Ford-bílum. Líklega snúa þeir Ford-feðgar sér í gröfinni þeg- ar þeir frétta þetta. Húsbygging í Faxafeni og vantrú Þóris Jónssonar á japönskum bíl- um voru banabitarnir. Annað bifreiðaumboð seldi jap- anska bíla en það dugði ekki. Það byggði sig á hausinn. Það var Bíla- borg hf. Landsbankinn eignaðist húsið, sem varð Bílaborg hf. of- raun. Landsbankinn getur ekki selt húsið. Leigutaki Landsbankans er dótturfyrirtæki Ingvars Helgasonar hf., Bílheimar hf., en það fýrirtæki yfirtók biffeiðainnflutning SÍS, sem síðast hét Jötunn hf. Ingvar og syn- ir eru seigir. Eitt biffeiðaumboð, Jöfur hf., sem heitir nú Bíljöfur hf., endaði í eigu lífeyrissjóða, Vátryggingafé- lagsins og Eignarhaldsfélags Al- þýðubankans hf. Undarleg fjárfest- ing. Skoda-biffeiðir eiga sér trygg- an hóp kaupenda og svo er einnig um aðra afurð Bíljöfúrs hf. en það er hópur manna, sem hafa jeppa- réttindi og borga ekki sína bíla sjálfir. Ekki dugir það til arðsemi. Þekktasti viðskiptavinurinn er seðlabankastjóri en hann skilaði bílnum og fór í fýlu til Helsinki. Ekki virðist einhlítt til ágóða að vera með hæstu markaðshlutdeild ár eftir ár og auglýsa mest selda bíl á Islandi eins og Toyota-umboðið P. Samúlesson hf. gerir. Samkvæmt blaðaffegnum eru líkur á því að P. Samúelsson hf. verði gult fyrirtæki innan skamms tíma og verði hluti af Toyota-samsteypunni. Það er bót í máli að forseti íslands ekur alltaf á sinni Toyota Lexus-biffeið. Sigurvegarinn í þrengingum lið- inna ára virðist ætla að verða Bif- reiðar & landbúnaðarvélar hf. Ekki eru það Lödurnar sem bjarga fýrir- tækinu núna. Það eru bílar ffá óvininum í austri, Kóreu, sem koma, sjá og sigra. Hyundai-bílar flæða inn á markaðinnn og ryðja öðrum austurlenskum bílurn af markaðnum. Árangur B&L með Hyundai er athyglisverður. Tvö önnur biffeiða- umboð höfðu reynt fýrir sér með umboðið en ekki haft erindi sem erfiði. Annað þeirra umboða, sem reynt hafði fyrir sér með Hyundai, Globus hf., veðjaði á Ford og Saab. Á síðasta ári var samdráttur í sölu hjá því umboði heil 57 prósent. Og ekki voru bílarnir margir fýrir. Fyr- irtæki, sem verður fyrir slíkum samdrætti, þarf verulega á aukabú- greinum að halda til að lifa af. Ekki verður séð hvernig þeir sem fjár- festu í hlutabréfum í Globus hf. fýrir þremur árum hafa ávaxtað sitt pund. Það er liðin tíð að hægt sé að hagnast ótæpilega á bifreiðainn- flutningi eins og gerðist í upphafi bílaaldar. Fyrstu biffeiðainnflytj- endurnir byggðu stórhýsi eins og þau sem standa við Hlemm og Lækjartorg. Það er alveg ljóst að einhver þeirra umboða, sem fást við biffeiðainnflutning, munu ekki lifa af þrengingar næstu tveggja ára. Almættið eitt veit hvaða biffeiða- umboð lifa samdráttinn af. FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994 PRESSAN 15

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.