Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 14
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson Framleiðslustjóri Bragi Halldórsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nybýlavegi 14-16, sími 643080. Símbréf: Ritstjórn 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 643085, dreifing 643086, tækni- deild 643087. Áskriftargjald 860 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. á mánuði annars. Verð í lausasölu 280 krónur. BLAÐAMENN: Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaður, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Steingrímur Ey- fjörð útlitshönnuður. PENNAR: Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jó- hann Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, össur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmars- son, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Ulugi Jökulsson, skák, Indriði G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klassík og dulrœn málefni, Kolbrún Berg- þórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafs- son, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Auglýsingar: Halldór Bachmann, Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Steingrímur Njáls- son, stuttu seinna Fá sakamál hafa vakið jafnmikla athygli á síðari árum og kynferð- isafbrot Steingríms Njálssonar og má fullyrða að einn tiltekinn afbrotamaður hafi ekki áður orðið slíkt umræðuefni fjölmiðla og almennings. Fjölmiðlar gengu þar lengra en áður hafði tíðkazt í við- líka málum, en deilur um nafn- og myndbirtingar þeirra hljóðnuðu sjálfkrafa og umsvifalaust þegar í Ijós kom að enn einu afbroti var afstýrt, að líkindum eingöngu vegna myndbirtinga í fjölmiðlum. Brotin voru að sönnu hrottaleg og viðbrögð almennings réttlætan- leg. Það er þeim mun grætilegra að nú, nokkrum árum eftir að aldan gekk yfir, virðast allir verr settir en áður en málið hófst og dæmt var fyrir brotin. Steingrímur Njálsson býr við ómannúðlegar og líklega mannskemmandi aðstæður í Reykjavík. Hann fær varla vinnu eða mannsæmandi húsnæði og er þannig ókleift að lifa því sem gæti nálgazt eðlilegt líf í samfélaginu, vegna fortíðar sinnar og afbrota. Engar aðstæður eru hér á landi til að reyna að fyrirbyggja að af- brotin endurtaki sig. Ekki er hægt að veita Steingrími þá meðferð eða hjálp sem nauðsynleg ertil að halda aftur af afbrigóilegum kyn- ferðislegum tilhneigingum hans. Þess vegna er allur almenningur verr settur en áður, lifir eflaust í þeirri trú að frá einhverju hafi verið gengið með dómsmeðferð, en býr þó við að laus gengur sami ein- staklingur og öll þjóðin lærði að óttast fyrir fáeinum misserum. Ýmis- legt í hegðun hans bendir því miðurtil að sá ótti sé ekki ástæðulaus enn þann dag í dag. Réttarkerfið er jafnvanmáttugt nú og það var fyrir fáum árum til að taka á vanda afbrigðilegra glæpamanna.Til þess eru ekki aðstæður, svo „lausnin" felst í því að sleppa þeim lausum án meðferðar og krossleggja fingurna í von um að glæpirnir endurtaki sig ekki. Það er hrein uppgjöf kerfis, sem verður bert að því í hverjum málaflokknum á fætur öðrum aó ráða ekki við verkefnin sem það á að sinna. Burt með bráða- birgðalögin Ríkisstjórn hinna fersRu og hreinlegu vinnubragða í stjórnsýslu kunni ekki önnur ráð betri í sjómannaverkfallinu en að setja bráðabirgðalög. Það var ömurlegt upp á að horfa, en staðfesti enn einu sinni nauðsyn þess að afnema úr stjórnarskránni ákvæðið sem gefur framkvæmdavaldinu heimild til að stjórna með lagatilskip- unum án þess að kalla þingið saman. Þessi umræða er orðin svo gömul og vel þekkt í öllum stjórnmálaflokkum, að það nálgast fárán- leika að hún skuli nú hafin einu sinni enn. Þess eru dæmi úrfortíðinni, að ríkisstjórnir hafi hafttæpan eða ekki meirihluta fyrir bráðabirgðalögum. Slíkar raddir hafa einnig heyrzt nú og virðist að minnsta kosti Ijóst að nákvæmur þingstyrkur á bak við lögin var ekki kannaður. Það, að stjórna meó bráðabirgða- lögum þegar hægt er að kalla þingið saman með örskömmum fyrir- vara, er nógu sóðalegt út af fyrir sig, en óðagotsvinna á borð við þessa er slíkur subbuskapur að ríkisstjórnarflokkarnir ættu að skammast sín til að tryggja að þessu forna og ólýðræðislega stjórn- tæki verði hent út úr stjórnarskránni hið snarasta. Gengur út til vinstri Stjórnmál ARIMI MATHIESEIXI Ahugamenn um stjórnmál geta ekld kvartað þessa dag- ana. Fyrsti mánuður ársins hefur verið allrar athygli verður og lofar góðu fyrir árið í heild. Verk- fall, bráðabirgðalög, vaxtalækkun, hæstaréttardómur og tilraun til sameiginlegs ffamboðs vinstri minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Vaxtalækkunin er auðvitað mikilvægast þessara mála en tilraun vinstri minnihlutans til sameiginlegs ffamboðs er að mínu mati athyglisverðasta málið ffá sjónarhóli þróunar íslenskra stjóm- mála. Hver svo sem niðurstaða málsins verður vekur hún ótal spumingar og gefur jafnffamt svör við spurningum sem áður höfðu verið settar ffam. Tveggja flokka kerfi Fyrsta spurningin sem valmar er hvort hér sé um að ræða fyrsta skrefið til tveggja flokka kerfis hér á landi. Tíminn einn mun geta svar- að þessari spumingu en við getum velt fyrir okkur hvers konar vinstri flolckur gæti komið út úr þessu samstarfi. Stjórnmál ráðast fyrst og ffemst af persónum og þeim mál- efhum sem þær standa fyrir. Þegar þetta er skrifað er óljóst hvemig hugsanlegur ffamboðslisti verður skipaður. Þó virðist Ijóst að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir alþingis- maður verður borgarstjóraefnið. Að minnsta kosti yrði talið að til- raunin hefði mistekist ef Ingibjörg Sólrún segði nei á síðustu stundu. Hún hefur þannig kverkatak á samstarfsaðilum sínum þegar kem- ur að gerð stefnuskrár ffamboðs- listans. Hvers konar framboð, hvers konar flokkur? Ingibjörg Sólrún er sennilegast „Ingibjörg Sól- rún er senni- legast vinstri- sinnaðasti al- þingismaður- inn á Alþingi íslendinga í dag. “ vinstrisinnaðasti alþingismaðurinn á Alþingi Islendinga í dag. Ber mál- flutningur hennar, bæði á Alþingi og í borgarstjórn hér áður, vitni um það. Það sem greinir hana hins vegar ffá hinum venjulegu komm- um sem í dag ráða ríkjum í Al- þýðubandalaginu er að hún er al- þjóðasinnuð eins og gömlu komm- arnir (eins og þeir Einar og Brynj- ólfur) voru í gamla daga, áður en Stalín fann upp slagorðið „sósíal- isma í einu landi“. Ég sagði hér að ffaman að Ingi- björg Sólrún væri „sennilegast vinstrisinnaðasti alþingismaður- inn“ vegna þess að það er erfitt að gera upp á milli hennar og Hjör- leifs Guttormssonar alþingis- manns, en þeim tveimur lendir off saman út af vinstri kreddum sem enginn annar skilur né lætur sig varða. Meira að segja Svavar Gests- son lætur þau afskiptalaus undir þeim kringumstæðum. Það má því öllum vera ljóst að ffamboð eða flokkur sem Ingibjörg Sólrún er í forystu fyrir hlýtur hvernig sem mælt er að vera afar vinstrisinnaður. Ef ekki, þá væri Ingibjörg Sólrún ber að slíkum tví- skinnungi að ótrúlegt væri. Er Framsókn miðju- eða vinstriflokkur? Hvert er eðli þeirra flokka sem ætla að skipa sér undir merki Ingi- bjargar Sólrúnar? Er Framsóknar- flokkurinn miðju- eða vinstriflokk- ur? Það hefúr auðvitað aldrei feng- ist afgerandi svar við þessari spum- ingu en hitt er víst að innan flokks- ins er fjöldi miðjumanna og stór hluti kjósenda flokksins kýs hann sem miðjuflokk. Ætlar þetta fólk að fylkja sér undir vinstristefnu Ingi- bjargar Sólrúnar og Alþýðubanda- lagsins? Alþýðuflokkurinn og „Fram- sóknarfjósið" Fyrir alþingiskosningarnar 1987 ætlaði Alþýðuflokkurinn að bjarga Sjálfstæðisflokknum út úr „Fram- sóknarfjósinu“. Það var ekki langt liðið frá kosningum þegar Jón Baldvin var kominn í eina sæng með Framsókn og framsóknar- kommunum í Alþýðubandalaginu. Ætla ffjálslyndir jafhaðarmenn í Reykjavík að leiða höfúðborgarbúa inn í Framsóknarfjósið og kjósa lista sem Sigrún Magnúsdóttir leið- ir? Kvennalistinn, hvað er hann? Kvennalistinn hefur ffá því hann var stofnaður reynt að höfða til kvenna, bæði til hægri og vinstri í stjómmálum. Hann hefur talið sig hafa sérstöðu í íslenskum stjórn- málum, meðal annars vegna þess að vera hvergi staðsettur sem slíkur í hinu pólitíska litrófi. Þetta leiðir auðvitað til þess að oft er áberandi skoðanaágreiningur innan Kvennalistans og þær hafa leitast við að gæta þess að enginn einn þingmaður listans væri meira áber- andi en hinir. Nú er hins vegar annað upp á teningnum. Kvenna- listinn er orðinn vinstriflokkur og ætlar í samstarf við aðra vinstri- flokka. Hver er nú sérstaðan? Hvers eiga þeir kjósendur listans, sem ekki telja sig vinstrimenn, að gjalda? Em þessi sinnaskipti upp- hafið að endalokum Kvennalistans? Þessi sinnaskipti Kvennalistans minna mig á svohljóðandi neðan- málstexta í leikritshandriti: „Tekur hatt sinn og staf og gengur út til vinstri.“ Fjölskylduvandamál allaballa „Jæja,“ dæsti Guðrún Ágústs- dóttir þegar hún hlammaði sér nið- ur við hliðina á Svavari. „Ég átti ekki von á að það yrði svona milcil andstaða við hann Árna Þór í framboðið. Þetta er vænsti drengur og hefúr alltaf reynst okkur svo vel.“ „Þetta á ekki að koma á óvart,“ sagði Svavar íbygginn. „Ég sá þetta fyrir. Þeir um það, Birtingarmenn. Éf þeir vilja forval, þá skulu þeir fá eftirminnilegra forval en þeir hafa nokkru sinni upplifað. Þeir mega prísa sig sæla ef þeir fá þrjátíu pró- sent.“ „En ég er orðin svo leið á þessu, elsku besti,“ stundi Guðrún. „Alltaf þessi eilífu læti þegar við ætlum að gera eitthvað sniðugt. Getum við ekki fúndið einhverja málamiðlun, Svavar? Við eigum jú stóra fjöl- skyldu. Hvernig væri hann Ástráð- ur? Hann er lögfræðingur. Eru íhaldskjósendur ekki svag fyrir lögffæðingum?.“ „Vertu róleg, kona,“ sagði Svavar og byrsti sig. „Þessi Barnaheillafýr á ekki möguleika. Heldurðu að það hafi engin áhrif að annar hver fé- lags- og sálfræðingur á suð- vestur- horninu hefúr legið í símanum síð- ustu daga með félagatal Alþýðu- bandalagsins fyrir framan sig? Ef við kunnum eitthvað, þessir gömlu stalínistar, þá er það að skipuleggja aksjón. Svo ég minnist nú ekki á símtölin inn í Kvennalistann og Framsókn. Það er mikilvægt að eiga bandamenn á réttum stöðum, Guðrún mín,“ sagði hann loks í kennaratóninum. „Talandi um bandamenn,“ sagði Guðrún og hnykkti höfðinu í átt að Steingrími afa Sigfússyni, sem kom brokkandi að borðinu þeirra. „Hvernig gengur?“ spurði hann. „Kaffi og flatbrauð, Þórdís mín.“ „Þetta er allt einsog það á að vera,“ sagði Svavar. „Ólafur Ragnar á ekki möguleika. Nú náum við honum, Steingrímur. Við fáum nýjan formann eftir tvö ár. Úr okk- ar röðum.“ Afi ljómaði einsog barn með jólapakka og tróð í sig flatbrauð- inu. „Er það satt? Heldurðu að það geti verið?“ „Ekki vanmeta stuðningsmenn þína, Steingrímur. Manstu þegar hann ætlaði að steypa undan Sig- ríði Jóhannesdóttur og troða Elsu Þorkels í sætið hennar í Reykjanesi? Við björguðum því. Gerðum Sig- ríði að formanni framkvæmda- stjórnar, Steingrímur. Manstu eftir því? Það verður ekki gengið ffam- hjá formanni ffamkvæmdastjórn- ar. Það er annað sem allir góðir sta- „Getum við ekki fundið einhverja mála- miðlun, Svavar? Við eigum jú stóra Jjöl- skyldu. Hvernig vœri hann Ástráður?“ línistar vita, Steingrímur. Mikil- vægt að halda embættunum í flokknum réttum megin. Næsta verkefúi er að gera Einar Karl at- vinnulausan einhvern veginn.“ Það birti enn yfir Steingrími við þessa tilhugsun. Hann tókst á loft með flatbrauðið hálft útúr sér og kvaddi í skyndingu. Ábyggilega til að upphugsa eitthvert óþokka- bragðið. „Blessaður einfeldningurinn,“ sagði Svavar og glotti. „Það er alveg rétt að formaðurinn verður okkar megin eftir næsta landsfund. Ég held liins vegar að það muni koma honum á óvart þegar það verður ekki hann.“ Hann stóð upp. „Komdu, Guðrún mín. Það má ekki slaka á. Það er verk að vinna. Við þurfum að hugleiða þetta með hann Ástráð. Geturðu ekki hringt og athugað hvernig stemmningin er fyrir honum? Þú mátt fá lánaða flokksskrána mína...“ Oddur þingvöröur er hugarfóstur dálkahöfunda, en persónur og efnis- atriöi byggjast á raunveruleikanum. 14 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.