Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 12
Júlía Roberts og ég I i ■ ! i & NEW Y0RK-K0RN p KRISTIIXIIM JÓIM GUÐMUIMDSSOIM „Svo tók hún viðbragð, þvíLyle var ein- mitt það sem hún hafði verið að vonast eftir að sjá. “ Hvað var Júlía Róberts að gera kl. 15.00 mánudaginn 27. desember 1993? Flest- um verður víst svarafátt og varla nema von, líklega man hún það ekki sjálf. Ég er líklega einn fárra núlifandi manna sem geta svarað þessari spurningu því einmitt þá létu ör- lagadísirnar spor okkar mætast — okkar Júlíu þ.e.a.s. Ég veit að ég er heppinn — útvalinn og allt það — og að guðirnir hljóta að elska mig, jafhvel þótt ég hafi ekki dáið ungur. Að sjá Júlíu Roberts berum augum er nokkuð sem milljónir manna getur bara dreymt um, og þá eins og jafnfjarstæðukenndan hlut og að sjá heilaga Maríu uppí hlíð! En þetta átti semsé að verða mitt hlut- skipti. Það var helkalt og allir dúðaðir upp í þrjár peysur, Timberland- úlpur, húfur og stígvél. Jólatré, skraut og glingur lá úti í ruslahaug- um, því Ameríkönum liggur mikið á að taka niður jólin þegar rauði dagurinn í almanakinu er liðinn. En í mínu dagatali var þriðji í jólum, hvorki meira né minna, og því fullkomlega réttlætanlegt að gera sér dagamun. Ég hélt niður í „Þorpið“, á snobbaðan kaffi- og bakkelsisstað við Greenwich Av- enue, sem ég hef ávallt kallað Mar- íu Pagan-staðinn eftir að hafa átt þar ljúfa kveldstund með sam- nefndri Maríu, endur fyrir löngu. Það kveld sat ég í einskonar hásæti í rökkvuðu bakherbergi og um- ræddri Maríu þótti ég taka mig út eins og „Lord“. Gott hól af hendi þegns hennar hátignar Breta- . drottningar. Æ síðan hefur Lord- stóll þessi verið „minn“, þar sem ég hef angurvær leikið aðalsmann djúpt sokkinn í endurminningar um kastaníubrúna lokka. f bakher- bergi þessu er jafhan rökkur, sem fyrr segir, og gestum veitt af klass- ískum tónum plötuspilarans. Ekki skaðar að á veggnum andspænis Lávarðarsætinu hangir ljósmynd af þeim taugaveiklaða maestro, Art- uro Toscanini. Nú var ég semsé kominn á minn stað og bjóst til að gleypa í mig ís- lenska „jólabók“ við fyrsta flokks aðstæður. Skammt var ffá opnun, örfáar hræður ffammí reyksal og ég fyrstur inn í rökkurstofuna. Smá- vaxin yngismær í þjónustubúningi kom inn og varð vandræðaleg þeg- ar ég dembdi á hana hebresku. „Nú ertu ekki frá fsrael, fyrir- gefðu. Þær hafa venjulega verið þaðan stúlkurnar hérna...“ Mærin brosti og sagðist vera leikkona ffá Venezuela sem hefði komið til Ameríku bara fyrir nokkrum mánuðum, og bætti við að það væri erfitt að komast af. Ég pantaði því bakkelsi á minni fegurstu spænsku en tókst þá ekki betur til en að hún færði mér tvær kökutegundir í stað einnar, bros- andi út að eyrum. Þetta var nátt- úrulega orðið rándýrt spaug, en ég lét slag standa. Ég er ekki nógu mikill New York-ari í mér til að gera athugasemd við svona nokk- uð, þótt margir þeirra myndu krefjast þess að fá að tala við eig- andann ef ekki kalla á lögregluna. Ég maulaði mínar tvær köku- sneiðar í fullkominni sálarró, saup á kaffinu og las mína jólabók, með- an smám saman tók að fjölga í þröngri stofunni. Austurlenskir tú- ristar komu og fóru og litu með velþóknun á Lord-inn við brottför. Lávarðurinn leit hinsvegar á dökk- hærða stúlku við dymar sem „hrundi“ þegar tunga hennar opin- beraði galvaskan New-York-per- sónuleika, gersneyddan rómantík. Svo færðist yfir mig höfgi sem oft vill verða á þessum tíma sólar- hrings og höfuðið drúpti yfir jóla- bókinni, hrökk þó upp við og við en lesturinn gekk hræðilega seint. í sleninu milli svefns og vöku sá ég nú móta fyrir stórskornum karl- mannsprófil undir Toscanini- myndinni. Ég tók viðbragð, hálf- vaknaði m.a.s., því maðurinn kom meira en lítið kunnuglega fyrir sjónir. Var þetta ekki kunningi minn á Madison Avenue — Pól- verjinn á kaffivagninum? Nei, og þó... Hann virtist hafa slæðst þama inn meðan ég mókti og sat nú eins og grafalvarleg mynda- stytta. Nei, nú bar ég kennsl á manninn. Þetta var enginn annar en músíkantinn Lyle Lovett, sá hinn sami og hrelldi heimsbyggð- ina með ásjónu sinni sem brúð- guminn í skyndibrúðkaupi aldar- innar. Nú, og ef þetta var þessi Lyle, hvað var hann þá að gera við borðið þama á Maríu Pagan- staðnum mínum, og grár og gugg- inn í þokkabót með broddana upp í loffið? 1 súrrealískum draumrof- unum fannst mér hann hafa risið upp úr People Magazine, eins og andi út úr persneskum lampa. Mér þótti þetta nokkuð spennandi kringumstæður. Ef kauðinn var sá sem ég hélt hann væri var ekki ólík- legt að hann væri að bíða félags- skapar, þarna sem hann sat óffarn- færinn og einmanalegur. Ég bað þá venezúelsku um vamsglas með spænskum glæsibrag og Lyle leit upp með heimsmanns- legum þunglyndissvip. Jæja, hann virti mig þá viðlits, enda varla langt síðan hann var á sama báti og ég, nafnleysingi, einn á kaffistað. Nei, ég var fullkomlega yfirveg- aður frammi fyrir svona gaur og veitti jólabókinni alla mína athygli, og í raun virtist enginn þarna inni gefa þessum Lyle minnsta gaum. Þótt þú sért músíkant! Er ekki ann- ar hver amerískur táningur í heví- metal- bandi, eða í rapp-grúppu, eða... Kvenmaður gekk inn reyksalinn og leit inn í rökkurstofuna. Vegna rökkursins sá ég lítið annað í fyrstu en flaksandi hár og sportlega vetr- arúlpu. Svo tók hún viðbragð, því Lyle var einmitt það sem hún hafði verið að vonast eftir að sjá. Þau féll- ust í faðma með slíkum hamingju- tilþrifum, kossum og ástaryrðum að minnti helst á senu frá gullöld þöglu myndanna. Skyndilega rafmagnaðist and- rúmsloftið í litlu kúltúrísku rökk- urstofunni minni. Það var eins og allt hyrfi í skuggann fyrir stjörnu- skininu við vegginn. Sjálfur reyndi ég að rétta af titrandi hendurnar, þótt erfiðlega gengi. Sú nýkomna var Júlía Roberts. Það var sama hvað ég rembdist við jólabókina. Það var rétt eins og ég hefði hugfatlast við þessa uppá- komu og skilningarvitin syntu í hringi yfir stórvöxnu stúlkunni frá Georgíu. Valdhafi — það var það sem hún var. Bara með komu sinni á stað- inn hafði hún gert usla í sálarlífi allra viðstaddra, sem þó létu sem ekkert hefði í skorist og héldu áfram slúðri sínu og flissi eins og þeir hefðu afheitað sýninni — þetta líður hjá! Svo tíndust stúlk- urnar inn á baðherbergi, hver á eft- ir annarri, og gátu í leiðinni nær strokist við axlir „sýnarinnar“. En á meðan lét sýnin dæluna ganga og hafði ekki augun af sínum heitt- elskaða, sem virtist á svipstundu hafa umtumast úr steingervingi í ástríðuheitan Rómeó, sem hló effir hverja semingu Júlíu. Það var eins og allir kúnnarnir hefðu gert með sér þögult sam- komulag um að hafa skötuhjúin utan sjónmáls og líta heldur á Toscanini gamla eða píanóið, ef þeir þurftu endilega að vera að horfa eitthvað. Sú eina sem mátti gangast við nærvem þeirra var gengObeinan venezúelska, sem merkilegt nokk hneig ekki í yfirlið er hún nálgaðist borðið, eins og ku hafa hent yngismeyjar í návist Ein- steins. Lyle talaði fyrir beggja hönd og sagði — „hún vill þetta og hún vill hitt“ — meðan „hún“ sogaði að sér Marlboro-reykinn og starði sínum Nancy Reagan-augum á eigin- manninn. Nú hefði annars verið mitt tæki- færi að leika sannan New-Yorkara og grenja — „No smoking here!“ — og benda ólundarlega á bann- merkið og gefa sig ekki fyrr en stelpan slökkti á vindlingnum og segði — „Okey, Okey, I’m sorry, satisfied..?" En það er ekki minn stíll og hefur aldrei verið. Svo var enginn orðinn eftir í rökkurstofunni nema Júlía Ro- berts, Lyle Lovett... og ég! Skrýtin uppákoma það! Júlía hafði nú hækkað róminn og gaf skýrslu eins og lífsglöð skólastúlka í frímínút- um, eða „Pretty Wornan" uppá hótelsvítu, fannst mér. „Lífið er kvikmynd“ sagði skáldið, og ég var greinilega í algjöru aukahlutverki þessa stundina. Ég lagfærði á mér hárið, ótt og títt, tók þéttingsfast um bókina eða horfði fast á grimmúðlegan hljómsveitarstjór- ann. Ég hugsaði: Hvort ætli Arturo Toscanini eða þessi tvö þarna ást- veiku verði frægari að öld liðinni? Líklega hafa þeir aldrei heyrt Tosc- aninis getið í Smyrnu, Georgíu. Allt í einu spratt Lyle upp og gekk ffarn til að huga að pöntun- inni. Ég gaf honum homauga og leit svo á Júlíu. Hún horfði á mig! Aðeins sekúndu eða svo, áhuga- lausum augum. Hvað Hollywood- stjömum finnst áhugavert í tilver- unni veit ég ekki, en ég veit að Júlíu Roberts þótti ég ekki intressant, jafnvel þótt ég hefði kallað ffarn að ég væri ffá Iceland, eða bara staðið á höndum eins og Tumi Sawyer gerði fyrir Becky. En þeir Tumi og Stikilsbeija- Finnur tilheyra dáinni öld hinnar saklausu Ameríku. Ameríkanar skilja ekki Mark Twain lengur, og ef Júlía Roberts las hann einhvern tímann, þá hefur hún verið neydd til þess í skóla í Georgíu. Svona nú, ég má ekki vera svona ósanngjarn við aumingja Júlíu. Einhverja sansa hefur hún stelpan, að minnsta kosti kveðst hún dýrka Abraham Lincoln, og þess vegna hafa spekingamir fundið út að Lyle Lovett sé einmitt tvífari þess myrka forseta. Og Lincoln var nú aftur sestur hjá aðdáanda sínum og ég tygjaði mig til farar, enda algerlega ofaukið. Það var varla að ég gæti stunið út úr mér „Gracias, seno- rita“ við þá venezúölsku. Líklega þótti Júlíu ég hjáróma, alltént leit hún ekki upp við brottför mína, né leit ég á hana. Lordinum hafði ver- ið alvarlega misboðið í hans helg- ustu véum. — Toscanini, bara þú mættir líta undan! Þegar líða fór að kveldi fór ég að mildast. Hvernig átti hún að vita hver ég var?! Og hún sjálf, er hún orðin ffægari en Jesús nú þegar? Greinilega ekki, því þegar ég greindi vinkonu minni ffá Harlem frá því að í dag hefði ég etið súkku- laðiköku með Júlíu Roberts sagði sú stutta: „Hver er það?“. Ja, í næsta skipti skal ég ekki einu sinni fá hjartslátt... Höfundur er ólöglegur innflytjandi í New York. Vélmenni og venjulegir strákar Fjórum áskorendaeinvígjum af sex í hinni svokölluðu heims- meistarakeppni FIDE er lokið þegar þetta er skrifað. Gelfand og Timman hafa vinningsforskot gegn Adams og Lautier þegar ein skák er eftir en í hinum einvígjunum var aldrei veruleg spenna. Það kemur því fátt á óvart, nema helst stórsig- ur Salovs yfir Khaliffnan: 5—1. Salov er að vísu eitilharður og launfyndinn baráttuskákmaður og mun þyngra í honum pundið en Khalifman en svo stórum sigri bjóst þó áreiðanlega enginn við. Einhverjir hafa kannski líka orðið undrandi á því hve léttilega Ind- verjinn Anand afgreiddi hinn þunglamalega en geðþekka skák- mann Yusupov. Orslitin urðu 4,5-2,5 og það er náttúrlega engin tilviljun að Anand er talinn manna líklegastur til að geta veitt Kasparov einhverja keppni um heimsmeist- aratitilinn á næstunni. Anand er einkum ffægur fyrir það hversu hratt hann teflir, hann er ákaflega skjóthuga en taflmennska hans er þó ekki byggð á neinni lausung. Anand er mjög alhliða skákmaður, útsjónarsamur, hugmyndaríkur og sókndjarfur vel í meðallagi en ekki fífldjarfur. Þá kom sigur Kramniks gegn Judasin heldur ekki á óvart, 4,5-2,5. Leonid Judasin er nýlega fluttur til ísraels ffá Rússlandi og hefur styrkst svo í sínum gyðing- dómi að hann er farinn að ganga með kollhúfu dags daglega. Á hinn bóginn er Judasin líka grænmeti- sæta og ekki örgrannt um að það vanti svolítið blóð í taflmennsku hans. En þrátt fyrir öruggan sigur Kramniks og ffábæran árangur hans undanfarin misseri vantar líka enn einhvern neista í taflmennsku hans. Kramnik er kornungur, hæfileikana reiðir hann í þverpok- um og taugastyrkur hans virðist ótvíræður svo engin goðgá er að tala um hann sem hugsanlegt áskorendaefni — eins og Kasparov hefur gert. En Kramnik virðist stundum skorta baráttuviljann, eða réttara sagt baráttumarkmið. Það skortir einhverja festu í andlits- drætti hans og í viðtölum reynir hann allt hvað af tekur að lýsa sjálf- um sér sem hinum nýja rússneska efnishyggjumanni — hann þykist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á skák, varla að hann viðurkenni að honum þyki gaman að tefla, heldur sé hann bara í vinnunni og tefli til þess eins að græða peninga. Hann tönnlast á að hann sé bara venju- legur strákur. Að sumu leyti er hér um aðdáunarverða hreinskilni að ræða af hendi Kramniks, því vita- skuld skiptir það alla skákmenn meginmáli hvað þeir fá fyrir snúð sinn, en til þess að komast alla leið á tindinn þarf ögn meira, að minnsta kosti þegar á tindinum bíður „villidýrið frá Bakú“. (Þótt hér sé um heimsmeistarakeppni FIDE að ræða og Karpov sé „heimsmeistari" samtakanna blandast engum hugur um að hver sá sem vill kalla sig heimsmeistara verður á endanum að sigra Ka- sparov. Þar að auki er Kramnik líka á fullu í heimsmeistarakeppni PCA, eins og Anand og Kamsky.) Það dugar engum manni að vera flinkur til að vinna hann, nema þá honum fari að hnigna verulega á næstu árum. Fjórða áskorandann skortir vissulega ekki einbeitni og sigur- vilja en það er Tartarinn Gata Kamsky sem vann auðveldan sigur á Hollendingnum Van der Sterren eins og vænta mátti. V.d. Sterren (jafhaldri Helga Ólafssonar) sann- aði með eftirminnilegum hætti á millisvæðamóti FIDE í sumar að aldrei er of seint fyrir skákmenn að gera sér vonir um stóra stökkið fram á við en samt fór auðvitað ekki milli mála að hann átti ekki heima til lengdar í þessum þunga- viktarflokki. Á hinn bóginn verður fróðlegt að vita hversu langt Kam- sky kemst. Vesalings Gata Kamsky! Þeim fáu sem komist hafa nærri piltin- um ber saman um að hann sé meinleysið uppmálað og heldur til- þrifalítill persónuleiki. Hann hefur hins vegar átt í eilífum útistöðum við umheiminn vegna föður síns. Rustam Kamsky er rustalegur og illa gefinn fyrrverandi hnefaleikari sem geymir soninn undir sínum járnhæl, rekur hann áfram og lem- ur hann jafhvel fyrir smávægilegar yfirsjónir ef svo ber undir. Hann er svo illa haldinn af ofsóknaræði að hann sér skrattann í hveiju homi. Með ægilegri ástundun og ein- beitni hefur Gata náð mjög langt og vera má að hann nái enn lengra til að þóknast pabba sínum. Hann teflir níðþungt, gleðilaust og fyrst og fremst af fádæma sigurvilja — enda á hann ekki von á neinum huggunarorðum frá föður sínum ef hann tapar. Taflmennsku hans skortir snilldina sem einkenna skal hvern skikkanlegan heimsmeistara en spurning hvort sigurviljinn og þrælsleg einbeitnin ná að koma í stað snÖligáfunnar. Spurningin um ffarna Kamskys er raunar ffernur sálfræðileg en skákffæðileg — verður Kamsky alltaf þægur þjónn föður síns? Sennilega. Ekki verður betur séð en Rustam sé búinn að berja úr hon- um allan sjálfstæðan vilja fyrir löngu. En getur hann endalaust þolað álagið sem faðir hans beitir hann? Og hvað gerist þá ef Rustam deyr í bílslysi á morgun? Verður Gata eins og stjórnlaust en vel for- ritað vélmenni? Fer hann alveg út af sporinu eða tekur hann þvert á móti að blómstra fyrir alvöm? Fer hann kannski bara á ævilangt fyll- erí? VLADIMIR KRAMNIK. Hann þykist bara tefla fyrir pening- ana. En það skortir óneitan- lega festu í andlitsdrætti hans... 12 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.