Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 7
LÁRA HALLA MAACK réttargeðlæknir: „Hann er því útlagi, nokk- urs konar hreysiköttur." Lára Halla Maack réttargeðlæknir „Aðstæður Stein- gríms eru ekki manneskju legar“ „Ástandið er svona af því að við erum ekki siðmenntuð þjóð. Það er alveg klassískt að þú fáir þau svör úr heilbrigðisráðuneytinu að Sogn sinni ekki svona mönnum. Það er alveg rétt, því það er eins og sú stofnun sé ekki hugsuð fyrir neinn með eitt eða neitt. Hjá sið- menntuðum þjóðum eru mál manna eins og Steingríms Njáls- sonar tekin til meðferðar á réttar- geðdeild, bæði inniliggjandi, í göngudeildum og í dagvistun, og öll mál þeirra tekin til meðferðar. Bæði er varðar kynhneigð þeirra og allt er lýtur að félagslegum aðstæð- um þeirra,“ sagði Lára Halla Ma- ack, réttargeðlæknir á geðdeild Landspítala Islands, en hún hefur ákveðna þekkingu á stöðu afbrota- manna og meðferðarúrræðum gagnvart þeim. Lára taldi stöðu Steingríms síður en svo einstaka: „Hann dettur á milli með ótalmörgum öðrum, því það er ekki hugsað um þjónustu við hættulega, ósakhæfa afbrota- menn sem eru geðveikir. Það eru til fullt af sakamönnum, búðaþjóf- um og öðrum sem eru fárveikir en fá enga hjálp. Þeir fara inn í dóms- kerfið og fá sína dóma og punkt- ur.“ Lára sagði að réttargeðdeildir væru alls staðar látnar sjá um svona mál en einhverra hluta vegna gerðist það ekki á Islandi. „Þeir reyna að meðhöndla ósak- hæfa á Sogni, en starfsemi þeirra er óskilgreind að öllu leyti. Þeir vita ekki hvort þeir ætla að meðhöndla hættulega eða ekki hættulega. Þeir sem hafa einhvers konar geðveilur, sem hægt er að hjálpa til með, fá ekki meðferð hér á landi. Það er al- veg ljóst og það vita allir.“ Hvaðfinnst þér um aðstœður Stein- gríms eins og þær eru í dag? „Mér finnst þær auðvitað ekki manneskjulegar. Mér þykir það hryllilegt og óskiljanlegt að ástand- ið skuli vera svona. Þeir sem vita — eins og ég — að hægt er að gera hlutina öðruvísi eru steini lostnir. Gallinn er sá að almenningur er illa upplýstur um þessi mál og þeir sem eiga að fara með yfirstjóm þessara mála em líka illa upplýstir. Eða að þeir em upplýstir en vilja ekkert gera við þessar upplýsing- ar.“ Tilraunir hafa verið gerðar til að fá Steingrím dœmdan í öryggisgæslu en ekki gengið. Er við kerfið að sakast? „Ég tel hann bara eitt sorglegt dæmi um misbrest í kerfinu vegna þess að fólk sem er haldið barna- girnd fær mjög slæma útreið í þjóðfélaginu og vekur mikla reiði. Það er þess vegna sem þeir em í bráðri lífshættu oft á tíðum ef þeir eru staðnir að verki; sumir foreldr- ar taka sig til og drepa þá. Það er þessi reiði sem þú ert að horfa á, reiði samfélagsins gagnvart þessum manni sem ræður ekki við kyn- hneigð sína. Hann er því útlagi, nokkurs konar hreysiköttur. Hann fær sérstaklega slæma útreið af því hann er þekkt andlit, það vita allir hver hann er og það vita allir hvað hann gerði, sem vekur mikla reiði og mikinn óhug. Aðstæður hans em mjög sorglegar.“ sagðist hafa skömm á þessum of- sóknum á hendur honum og setti væntanlega umíjöllun PRESS- UNNAR undir sama hatt. Hann sagðist ekki ansa þeim rökum að almenningur gerði þá kröfú til fjöl- miðla að þeir upplýstu hvar Stein- grímur væri niðurkominn. Hann væri búinn að gjalda keisarar.um það sem keisarns væri, hafði fengið sína dóma og setið þá af sér. En er málið svona einfalt? Eins og kemur fram í viðtali við Lám Höllu Maack réttargeðlækni finnst sumum aðstæður hans óviðun- andi, ómannúðlegar og nánast til að auka á hættu og skelfingu. Bogi Melsteð, geðlæknir í Svíþjóð, tók undir það að hluta og sagði að hans tilfelli væri á mörkum heilbrigðis- og dómskerfisins — þó þannig að hvorugur aðili tæki ábyrgð á mál- inu. I tengslum við sérstök málaferli vegna réttargæslu Steingríms árið 1991 kom ffam að heilbrigðiskerfið telur ekki að réttargæsludeildin á Sogni sé rétti staðurinn fýrir hann. í samtali við embættismenn í heil- brigðisráðuneytinu kemur sama skoðun fram. Hann er talinn vandamál dómsmálaráðuneytisins, sem aftur á móti telur hann ekkert vandamál á meðan hann brýtur ekki af sér. Siglfirðingar fengu óvænta heimsókn Þetta er í raun það sem Siglfirð- ingar upplifðu þann skamma tíma sem Steingrímur dvaldist þar á síð- asta ári. Það fór sem eldur um bæ- inn þegar fféttist að hann væri kominn í gamalt hús föður síns og byrjaður að lagfæra það eins og hann ætlaði að setjast þar að. Áður hafði ffést af honum á Sauðárkróki og í Fljótum, þar sem hann bjó um tíma í tjaldi. „Auðvitað vakti það mikla skelf- ingu þegar hann kom hingað," sagði Siglfirðingur sem við var rætt, en Steingrímur hafði töluverð áhrif á bæjarlífið á meðan hann dvaldist þar. Heimildamenn, sem forðast eins og heitan eldinn að koma ffam undir nafhi vegna hefnigirni Steingríms, segja að börn og unglingar hafi mikið verið að atast í honum með aðkasti, hrópum og stríðni. Þurftu foreldr- ar oft á tíðum að grípa í taumana. Að sögn kunnugra brynjaði Stein- grímur sig gagnvart þessu með Aldrei fleiri í fangelsi vegna kyn- ferðisafbrota Úr tölum ffá Fangelsismálastofnun má lesa að fjöldi þeirra sem sitja í fangelsi vegna kynferðisaíbrota eykst stöðugt. I byijun desember síð- asdiðins höfðu 28 einstaklingar setið inni eða lokið afþlánum vegna kynferðisafbrota á árinu. Allt árið 1989 sátu hins vegar 12 einstaklingar í fangelsi vegna kynferðisafbrota. Sama tala átti við um árið 1988. Árið 1990 fór fjöldinn upp í 21, árið 1991 voru kynferðisafbrotamennirnir í fangelsi 18 og árið 1992 fóru þeir upp í 20. Samkvæmt þessum tölum hefur hlutfallslegur fjöldi kynferðisaf- brotamanna í fangelsum aukist úr 4,1 prósenti árið 1988 í 9,6 prósent á síðasta ári. hranalegri ffamkomu, þar sem hann gjarnann sló ffam hótunum tengdum sakaferli sínum. „Hann kom mér fyrir sjónir sem beiskur maður sem að engu hefði að hverfa. Ég er hræddur um að ástand hans batni ekki vegna þess- arar stöðugu höfnunar umhverfis- ins,“ sagði maður á Siglufirði sem þekkir til Steingríms. I sama streng tók maður í refsikerfinu, sem sagði að útilokun Steingríms hefði mót- að hann mikið. „Hann er hins veg- ar dagfarsprúður þegar hann neytir ekki áfengis, en umhverfist við neyslu. Þá byrjar hann að hrella fólk,“ sagði þessi aðili. Hringir í fólk með hótanir Þetta kemur heim og saman við ffásagnir þeirra sem afskipti hafa haff af honum. Steingrímur hringir gjarnan í fólk sem á vegi hans hefur orðið í gegnum tíðina þegar hann neytir áfengis. Þá hefúr hann í ffammi hótanir og svívirðingar sem mönnum þykir óþægilegt að sitja undir. Hefur kvörtunum um þetta oftsinnis verið komið til Rannsóknar- lögreglunnar og fangelsis- málayfirvalda. Þessar ógnanir eiga í senn við um fjölmiðla- menn og starfs- menn heil- brigðis- og rétt- arkerfisins. Hefúr meira að segja heyrst til hans í Þjóðar- sálinni á rás 2 þar sem hann, undir fölsku nafúi, jós sér yfir meintan óvildar- mann. Á Siglufirði taldi lögreglann sér „Hann kom mér jyrir sjónir sem beiskur mað- ur sem að engu hefði að hverfa. Ég er hrœddur um að ástand hans batni ekki vegna þessarar stöðugu höfnunar um- hverfisins. “ skylt að hafa hann undir stöðugu effirliti. Stóð lögreglubíll gjarnan í götunni og voru höfð vaktaskipti. „ Ó g n a n d i nálægð“ er það kallað og svipaðir til- burðir hafa verið við- hafðir annars staðar. í svip- aðan streng tók lögreglan í Reykjavík. Án þess að hún vildi ræða um Steingrím sérstaklega þá fengust upplýsingar um að fylgst væri með vanaafbrotamönnum eins og honum. Steingrímur hafði enga atvinnu þann tíma sem hann var á Siglu- firði. Hann er hins vegar nokkuð handlaginn og dyttaði bæði að húsi sínu og bíl, auk þess sem hann naut félagsskapar drykkjufélaga síns í nokkurn tíma. Sannaðist á hann eitt innbrot á þeim tíma, sem átti sér stað í ölvun. Það var ekki söknuður hjá Sigl- firðingum þegar Steingrímur fór. Það leið ekki langur tími þar til þeir voru búnir að rífa húsið sem hann bjó í, sem hafði reyndar verið æd- unin áður en hann kom til þessarar skömmu búsetu. Frá Siglufirði hélt hann til Breiðdalsvíkur en seinna fór hann til Danmerkur. Hann er nú kominn til baka og dvelst í Reykjavík. Menn sem afskipti hafa af honum segja hins vegar að hann íhugi að flytja varanlega úr landi — hér sé ekki hægt áð vera. Hefur hann gjarnan nefnt Færeyjar í því sambandi. Siguröur Már Jónsson Steingrímur forðast mannaferðir en hans bíður nú ný ákæra. FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994 PRESSAN 7

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.