Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 10
Spá PRESSUNNAR um úrslit í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík RÚSSNESK KOSNING FYRIR KRÚSA Heildarstig Fjöldi tilnefninga Tilnefnt í 1. sæti 2. 8 Markús Örn Antonson 184 138 132 112 81 44 38 38 14 10 6 5 5 23 22 23 22 22 126 16 11 7 4 3 3 1 23 11 7 3 2 6 8 7 2 5 5 6 2 1 2 1 1 2 3 6 5 1 4 1 1 2 5 4 2 5 2 1 1 1 2 7 1 3 1 1 4 4 4 2 1 2 1 PRESSAN fékk gott fólk í lið með sér til að spá í úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Voru gefin stig fyrir hvert sæti, fyrsta sæti gaf átta stig, annað sætið sjö stig, þriðja sætið sex stig o.s.ffv. Urslitin koma í stórum dráttum ekki á óvart. Markús Öm hefur fyrsta sætið fyrir sig einn og ótrufl- aður og hlaut yfirburðakosningu. Ámi Sigfússon lenti í öðru sæti og hlaut flestar tilnefningar í annað sætið, ellefu af 23 mögulegum. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson andar of- an í hálsmálið á -Áma, en Inga Jóna, sem sett hefur allar áætlanir flokksbroddanna úr skorðum, lendir örugglega í fjórða sætinu. Óvæntustu úrslitin samkvæmt þessari spá koma ffam í niðurstöð- um ungliðanna tveggja. Gunnar J. Birgisson lendir í 7.-8. sæti ásamt Hiknari Guðlaugssyni, en Sveinn Andri fellur út af listanum og fær aðeins eina tilnefningu. Heimdel- lingarnir styðja Gunnar J. Hin aldna kempa Páll Gíslason hefur líka skriðið niður listann og nær ekki sæti samkvæmt spánni. Þá hefur Anna Kr. Jónsdóttir líka tap- að sínu sæti og er fall hennar hátt. Fyrir utan þá sem birtast hér á töfl- unni fyrir ofan náðu þeir Þórhallur Jósepsson, Þorbergur Aðalsteins- son og Ólafur F. Magnússon hver í sitt atkvæðið. Þeir sem tóku þátt í spá PRESS- UNNAR voru: Sveinn Andri Sveinsson, Guðrún Zoega, Gunn- ar J. Birgisson, Ami Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björgólfur Guðmundsson, Þór- hallur Jósepsson, Hilmar Guð- laugsson, Þorbergur Aðalsteins- son, Ólafur F. Magnússon, Júlíus Hafstein, Inga Jóna Þórðardóttir, Anna Kr. Jónsdóttir, Sigurbjöm Magnússon, Ami Mathiesen, Mörður Ámason, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Ólafur Hanni- balsson, Össur Skarphéðinsson, Jón Hákon Magnússon, Óskar Magnússon, Ásta Möller og Guð- mundur H. Garðarsson. Sex efstu í Hafnarfirði: Aðrir sem komust á blað voru: AmiSverrisson, Sigurður Einarsson, Magnús Kjartansson, Kristinn Amar Jóhannesson og Gissur Guðmundsson. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer ffam nú um helg- ina. Sjaldan eða aldrei hafa átökin verið jafnhatrömm og nú. Tals- verðir flokkadrættir eru og til marks um það héldu sjálfstæðis- menn þorrablót sl. laugardag og var andrúmsloftið svo raffnagnað að menn heilsuðust varla milli „blokka“. Kunnugir tala um víga- ferli og að menn muni liggja sárir eftir. Sumir nefha að þessi heiftúð- ugu átök innan flokksins hljóti að koma niður á fylgi hans í komandi bæjarstjórnarkosningum, en aðrir segja þetta aðeins hressileg slags- mál. Enn aðrir benda á að sú staða geti hæglega komið upp að listinn verði óstarfhæfur sökum harka- legrar baráttu í prófkjöri. Sögur um að Sparisjóður Hafharfjarðar, sem hefur gríðarleg ítök í bæjarmálum, beiti sér í kosningaslagnum ganga ljósum logum um bæinn. Einnig eru getgátur um hverjir borgi kostnað við kosningaskrifstofur við annað hvert eldhúsborð í Firðin- um. Einhverjir kætast við átökin, en aðrir segja að það sé á slíkum stundum sem menn langi til að sverja sig úr fóstbræðralaginu. Það er mikið lagt undir og eitt er víst að kosningarnar verða æsispennandi. Loft er lævi blandið í Hafnarfirði. PRESSAN hafði samband við nokkra aðila í Hafnarfirði, bæði fólk í ffamboði sem og aðra sem standa utan baráttunnar. Það var beðið að spá í spilin og raða í sex efstu sætin. Það skal tekið fram að þetta er íjarri því að geta talist vís- indaleg skoðanakönnun. Það er þó ljóst, ef miðað er við svör ráðgjaf- anna, að baráttan verður tvisýn. Þeir aðilar sem tefla um fyrsta sætið fengu nánast jafnmargar tilnefh- ingar í það: Jóhann Bergþórsson fjórar, Magnús Gunnarsson þrjár og Þorgils Óttar Mathiesen þrjár. Það er athyglisvert að þó að Jóhann fái flestar tilnefningar í fyrsta sætið er hann númer þrjú hvað heildar- stig snertir og ef hann nær ekki fyrsta sætinu gæti hann hæglega hrunið niður listann. Heildarstiga- fjöldi skiptist á eftirfarandi hátt og er miðað við að fyrir fyrsta sætið fái menn sex stig. JaKob Bjarnar Grétarsson Ráðgjafar PRESSUNNAR: EUert Borgar Þorvaldsson skólastjóri Ingvar Viktorsson bæjarstjóri Jónas Sigurgeirsson ritstjóri Magnús Jón Ámason bæjarfulltrúi Magnús Gunnarsson aðalbókari Magnús Kjartansson hljómlistarmaður Sigurður Einarsson arkitekt Skarphéðinn Orri Bjömsson háskólanemi ÞorgUs Óttar Mathiesen viðskiptafheðing- ur Þórunn Sigþórsdóttir hagfræðingur 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.