Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 17

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 17
GUÐNI ÁGÚSTSSON, bankaráðsmaður Búnaðarbanka: „Ekki lítið atriði fyrir endurskipulagningu þessa þjóðfélags að hafa í Seðlabank- anum mann með þekkingu og reynslu Steingríms Hermannssonar." Guðni Agústsson, alþingismaður Framsóknarflokksins Framsókn á að fá forsæti í nýrri vinstri- stjórn Gjaldþrotastefnan og einkayæðingin færa kolkrabbanum og fjölskyldunum fjórtán auðæfi þjóðarinnar Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknar á Suðurlandi, er stundum sagður fornast- ur ffamsóknarmanna. Það er kannski ekki út í hött, því hann stígur þungt til jarðar og kveður fast að orði. Reyndar eins og hann á kyn til, því faðir hans var Ágúst Þorvaldsson, þingmaður og héraðs- höfðingi, er rak stórbýli á Brúna- stöðum í Flóa og kom upp sextán . bömum ásamt Ingveldi Ástgeirs- dóttur, konu sinni. Guðni hefur því mikinn ffamsóknararf í farteskinu. En hvernig er að koma úr bænda- héraði og vera talsmaður stéttar sem á undir högg að sækja? Af hverju er svona hart sótt að bænd- um? „Ég held að það liggi ljóst fyrir að heildsalastéttin og innflutningsöflin á Islandi hafa verið afar sterk og þau vilja ná þessum markaði til að græða á honum. Svo er hitt að á hinum pólitíska vettvangi hafa menn vaðið uppi, eins og Jón Bald- ' vin Hannibalsson, sem manni virð- ist nú vart skeyta lengur um ís- . lenska hagsmuni. Samningagerðir hans bera þvi merki að hann hikar ekki við að fórna íslenskum hags- munurn. Ég nefni garðyrkjuna í EES-málinu, þar sem hann gerir tvíhliða samning sem þessi ríkis- stjórn blessar en er náttúrulega rot- högg á ffamþróun garðyrkjunnar hér á Islandi." Ertu að segja að staða garðyrkj- unnar sé verri á íslandi en á hinutn Norðurlöndunum? „Já, hér allt annar samningur sem Jón Baldvin gerði. Það er tví- hliða samningur sem Norðmenn og Svíar höffiuðu. Þeir fóru allt aðra leið. Þeir gerðu samning um þær afurðir sem þeir ekki ffam- leiða, en hér hellum við yfir okkur blómunum og grænmetinu án þess að hafa jöfnunartolla né nokkurn hlut. Staða garðyikjubænda á næst- unni veltur því á hvað stjómvöld treysta sér til að koma til móts við þennan atvinnuveg með niðurfell- ingu á ýmsum aðflutningstollum, hvaða raforkuverð þeir fá; það er til dæmis spuming hvort þeir komist á stóriðjutaxta." En staða neytenda? Nú fá þeir ódýrar vörur? „Þá komum við aftur að því: Hvers vegna hafa þær verið dýrar? Nú er til þess að taka að í sumar sem leið var grænmeti sennilega á lægsta verði hér á íslandi hvað landbúnaðarafurðir varðar; há álagning verslunar hér á ekki síður sinn þátt í verðinu svo og illa skipu- lögð og dýr afurðastöðvastarfsemi. Vandinn liggur oft þeim megin hvað landbúnaðinn varðar, en það- an kemur gagnrýnin hvað hörðust. Þetta er auðvitað álagningarvandi líka. Hitt er svo annað mál að land- búnaðurinn hefur verið að gefa eff- ir og semja um lækkun á verði til bænda og koma þannig til móts við neytendur, eins og hefur verið að gerast úti í Evrópu, og verður hér nálgast mjög verð erlendis." Nú talar þú hart um kaupmenn en er það ekki erfitt fyrir þig sem bankaráðsmann, — með fjölda slíkra í viðskiptum? „Ég tel auðvitað kaupmanna- stéttina nauðsynlega og þar er mik- ið af heiðarlegum mönum sem styðja íslenska hagsmuni. Fremur hef ég rætt um heildsala og inn- flutningsáráttu Islendinga. Eg hef stundum sagt sem svo að níu af hverjum tíu dönskum kaupsýslu- mönnum séu út um allan heim að selja danskar afurðir en níu af hverjum tíu íslenskum kaupsýslu- mönnum eru út um allan heim að kaupa erlenda vöru og umboð til að færa úr vegi þetta íslenska já takk, sem menn eru að auglýsa dag hvem. Þar eiga ekki bara heildsalar hlut að máli, heldur — því miður — fjármálaráðherrar, sem um langa tíð hafa verið með sveltan ríkissjóð. Þeir horfa bara á aðra hliðina á innflutningi. Þess vegna hafa ríkisstjómir og stjómmála- menn verið of hallir undir inn- flutning og gleymt baráttunni fýrir íslenskum atvinnuvegum.“ Framsóknarmenn hafa ekki brugöist bændastéttinni En hvernig lítur staða bœnda út fyrir Framsóktiarflokkinn, sem hefur löttgum hefur verið talsmaður bænda? Hefur hann ekki brugðist skjólstœðingum sínum eða eru þeir bara sjálfir að breytast? „Framsóknarmenn hafa ekki brugðist bændastéttinni. I öllurn þessum samdrætti hafa bændur orðið að beygja sig fýrir þeirri stað- reynd að heimurinn er yfirfúllur af mat. Við höfum skyndilega orðið að breyta um stefnu. Við látum ekki lengur peninga í útflutnings- bætur, einir allra þjóða á norður- hveli. Þetta er bara staða sem er komin upp. Framtíðin er hins veg- ar björt. Það viðurkenna allir að ís- lenskar landbúnaðarafúrðir em það góðar að þær eiga góða möguleika við enn eina breytinguna sem er að verða í heiminum, fólk vill hreinar afurðir og spyr þá ekki um verð. Þar em að opnast sóknarfæri sem gefa landbúnaðinum nýja von. Ég trúi þvi að það verði hagkvæmt að flytja út landbúnaðarvörur, vist- vænar landbúnaðarvömr sem selj- ast háu verði.“ Þú skaust á Jón Baldvin áðan, hvað fintist þer að öðru leyti um rík- isstjómina? Menn hafa talað um haustkosningar og undir kraumar, er eitthvað að gerast í stjómarsamstarf- inu? „Ég tel að það geti verið. Sam- starfið er orðið þreytt. Ýmsar að- stæður í landinu, eins og samstarf- ið hér í borgarstjómarkosningum í Reykjavík, verða Sjálfstæðisflokkn- um mjög erfiðar. Það verður auð- vitað setið yfir því hvort rjúfa eigi samstarfið og gera landsmálin númer eitt frarn til vors, þannig að það gæti breyst. Ríkisstjómin á líka sína erfiðu tíma ffamundan, því að þjóðin er að vakna. Á næstu dög- um munu þeir atvinnulausu rísa upp og ég er skíthræddur við stefnu þessarar ríkisstjórnar; at- vinnuleysið er engin tilviljun held- ur er það tæki til eignatilfærslunnar sem hún hefur staðið fýrir. Það eru þúsundir manna í báðum stjórnar- flokkunum að vakna upp við það að kolkrabbinn og fjölskyldurnar fjórtán eru hrammur þessarar rík- isstjórnar og eignatilfærslan á næstunni — ef menn spyrna ekki við fótum — verður skelfileg.“ Þú ert þá að tala um einkavœð- inguna. „Bæði er ég að tala um einka- vinafélagið sem við höfum kallað svo, sem er að gefa einkavinunum ríkisfýrirtæki á gjafþrís, og ekki síð- ur hitt, að gjaldþrotastefnan er auðvitað að skipta um eigendur í einkafýrirtækjunum á íslandi. Maður sér það við sameiningu og endurreisn fýrirtækja að það er oft þessi fámennisklíka sem kemur inn og eignast fýrirtækin.“ En ef verða kosningar og stjómar- samstarfið breytist með þeitn hœtti að Framsóknarflokkuritin fer inn, finnst þér þá að eigi að láta kaupin ganga til baka eða hætta við þar sem það vœri hægt? Framsóknarfíokkurínn á ekki að fara í ríkisstjórn nema hann hafí forystu „Ef Framsóknarflokkurinn nær því að fara vel út úr næstu kosning- um fer hann ekki í ríkisstjóm nema hafa forystuhlutverkið. Hann getur ekki öðmvísi farið í ríkisstjóm og verður þarafleiðandi að móta nýja efnahagsstefnu í landinu.“ Framsóknatflokkurinn á þá að gera kröfu um forsætisráðuneytið. „Hiklaust. Hann getur aldrei far- ið í samstarf öðruvísi, hvort sem hann fer til vinstri eða hægri. Við verðum að hafa forystuhlutverkið. En það er ekki svo auðvelt að snúa við sölum sem hafa farið fram. Ég er að því leyti einstaklingshyggju- maður að ég tel að ffamleiðslufyrir- tækin í landinu eigi að vera í eigu almennings. Að því leyti er ég sam- mála mörgum sjálfstæðismönnum. En þeim hefúr ekki tekist það sem þeir ætluðu sér, t.d. að gefa bank- ana á hálfvirði, selja Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins eða Póst og síma. Þeir hafa ekki náð þessum ár- angri, þannig að ennþá hafa þeir ekki komið fýrirætlunum sínum ffam.“ Trúir þú því að ríkisstjórnin vinni fyrír jjölskyldurnar fjórtán? „Já, því miður. Ég tel að forystu- öfl ríkisstjórnarinnar báðum megin ffá hafi hugsað sér þessa einkavæð- ingarstefu til að skapa aðstæður til að færa hér til eignir. Ég hef sann- færst meira og meira um það eftir því sem ég hef séð meira til þessarar ríkisstjórnar." Af því að þú ræðir um forystu í næstu ríkisstjórn, þá spyr maður; undir forystu hvaða framsóknar- manns? „Við eigum náttúrulega þessa tvo yfirburðamenn. Ég veit ekkert um það hvort Steingrímur er að fara í Seðlabankann eða ekki, það hefur ekki verið gefið út og hann hefur ekki svarað því. Hins vegar má eng- inn gleyma því að hvað sem hann gerir þá er það hans ákvörðun, en í mínum huga á hann alla möguleika í dag til að leiða næstu ríkisstjórn. Hann sýndi það á síðasta áratug, hvernig sem menn reyna að rægja hann. Hitt er annað mál, að menn eiga sinn tíma og hann verður að svara því hvað lengi hann vill velt- ast í ölduróti stjómmálanna. Hall- dór Ásgrímsson er náttúrulega til- búinn og til forystu fallinn." En ef Steingrímur kæmi til þín og spyrði: Guðni, þú þekkir bankatnál ágætlega, á ég að fara í Seðlabank- ann? Hverju myndirðu svara? „Nú kemur þú með erfiða spurningu. Ég myndi náttúrulega segja við hann að það væri ekkert sjálfgefið eftir næstu kosningar. Hann ætti alla möguleika á að ná saman ríkisstjórn og leiða hana. Þetta verður hann fýrst og ffemst að meta út ffá sinni eigin stöðu og fjölskyldu sinnar. Og einnig skiptir máli að þótt hann sé ffískur maður er hann náttúrulega á 66. aldursári og hefur sjálfúr sagt að hann hafi áhuga á að gera fleira en vera í pól- itík. — Fyrir utan hitt að það er ekkert lítið atriði fýrir endurskipu- lagningu þessa þjóðfélags að hafa í Seðlabankanum mann með þekk- ingu og reynslu Steingríms Her- mannssonar af stjórnun efnahags- mála, því Seðlabankinn verður að dansa með. Það þýðir ekki að hafa þar andstæðinga nýrrar stefnu í efnahagsmálum.“ Framkoma Davíðs hefur breyst Ofit er gerður sá greinamnmur á Steingrími og Halldóri að Steingrím- ur sé til vinstri en Halldór til hægrir-*— Hvert vildir þú að Framsókn sneri sér ef flokkurinn fœr góða kosningu þegar þar að kemur? „Kosningarnar verða auðvitað að ráða því. Hitt er annað mál að eftir þetta tímabil sem nú er að ljúka, með atvinnuleysi og frjálshyggju- stefnu, spyr þjóðin kannski eftir fé- lagshyggju, meiri samhjálp og sam- vinnu. Þannig að Framsóknar- flokkurinn verður náttúrulega að meta það mjög grannt og að mínu viti skoða það fýrst hvort næðist samstarf við félagshyggjuflokkana. Ég tel það skyldu hans. Síðan verð- ur að meta það í hvaða ástandi Sjálfstæðisflokkurinn verður eftir kosningar. Hristir hann af sér þessa ffjálshyggju og verður kannski meira í líkingu við þann flokk sem Bjarni og Ólafur leiddu? Við höfúm líka séð það með Davíð Oddsson, að hann hefur lært ýmislegt. Það má sjá verulegar breytingar á manninum, bæði í ffamgöngu á Alþingi og hann er með meiri leið- togahæfileika en fýrir ári. Það er því spurning hvort hann svarar kalli þeirra þúsunda sem biðja um að sveigt verði ffá hægri.“ En Alþýðuflokkurinn? „Alþýðuflokkurinn er að verða skrítin skepna. Mér finnst að Jón^** ' arnir hafi keyrt hann hægra megin við ffjálshyggju Sjálfstæðisflokksins. Ég undrast að félagshyggjufólk í Al- þýðuflokknum skuli hafa sætt sig við þessi sinnaskipti, því þeir eru auðvitað að ganga ffá flokknum. Þeir hafa snúið öllu við varðandi verkalýðinn og varðandi Alþýðu- flokkinn er það bara að verða spurningin: Verður hann til í ffam- tíðinni og yfirhöfúð samstarfshæf- ur? Nema það gerist að þar verði breytingar og fólk eins og Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéð- insson, eða einhveijir slíkir, nái for- ystu.“ "■** En blasir ekki við að framsóknar- menti verði að sanna sig aftur eftir t.d. gjaldþrot SÍS og sjóðanna? Segja menn ekki einfaldlega að þið séu lé- legir bissnessmenn? „Varðandi SlS má benda á að stundum er sagt að fýrirtæki gangi þrjár kynslóðir. Jafnframt því sem SlS fór sína helför og brotnaði inn- anfrá höfúm við séð þessi stóru einkafýrirtæki ganga nákvæmlega sama helveg; t.d. Einar Guðfinns- son hf. á Bolungarvík og fleiri. Það er allt breytilegt undir sólinni. Hins vegar ber Framsóknarflokkurinn ekki ábyrgð á því hvemig fór fýrir Sambandinu. Það hefúr á löngum tíma þróast með röngum hætti og lenti síðan í þrengingum, þar sem ekki var brugðist rétt við og of seint. Varðandi Framsóknarflokk- inn má þvert á móti segja að nú verði honum ekki legið á hálsi fýrir að ganga erinda SÍS, heldur hafi hann breiðari skírskotun eftir en áður.“ Siguröur Már Jónsson FIMMTUDAGURINN 27 JANÚAR 1993 PRESSAN 17

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.