Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 19
Húrra fyrir Hallgrími Eftir því sem ég kemst næst er PRESSAN eini fjölmiðillinn sem birtir undantekningalaust úrskurði Siðaneíndar Blaðamannafélagsins þegar hún á sjálf í hlut. DV gerir það ekki. Ekki heldur Stöð 2-Bylgj- ati í sínum tilfellum. Ég er stundum skammaður íyrir þetta; sagt að það virki eins og PRESSAN sé sífellt í meðferð hjá Siðanefnd, þótt aðrir fjölmiðlar eigi í reynd meirihluta mála þar. Ég lít hins vegar á þetta sem sjálf- sagða þjónustu við lesendur — ef við á annað borð tökum Siðanefnd- ina alvarlega, sem ég veit að deildar meiningar eru um meðal blaða- manna. En við biðjum lesendur treysta fréttaflutningi okkar í vand- meðförnum málum og þeir eiga rétt á að vita af því, þegar við gerum mistök. (Þeir fá líka að heyra skoð- un okkar þegar okkur sýnist Siða- nefndin hafa klúðrað málsmeðferð- inni.) Þetta rifjaðist upp í síðustu viku þegar HaUgrímur Thorsteinsson á Byígjunni fékk á sig úrskurð Siða- nefndar fyrir „alvarlegt brot“ á siða- reglum. Tilefnið var umfjöllun um „Hallgrímur haföi sér til málsbóta að hafa treyst frásögn lögreglumanns, sem átti að þekkja til málsins. Hann er ekki fyrstur og líklega ekki síðastur blaða- manna til að treysta upplýsingum lög- reglunnar. “ ljölskylduaðstæður stúlkunnar ólánsömu, sem varð annarri næst- um að fjörtjóni í miðbænum fyrr í vetur. Lýsing Hallgríms var meira og minna vidaus og meiðandi fyrir flesta, sem nefndir voru, og beiðni aðstandenda um leiðréttingu „týndist" hjá Bylgjunni. Hallgrímur tók sig til fljódega eft- ir að úrskurðurinn lá fyrir og „birti“ hann í beinni útsendingu eftir því sem útvarp leyfir, þ.e. helztu efnis- atriði og niðurstöður. Mér skOst að hann hafi fengið töluverð viðbrögð hlustenda, sem kunnu að meta hreinskilnina. Hallgrímur hafði sér til málsbóta að hafa treyst frásögn lögreglu- manns, sem átti að þekkja til máls- ins. Það eru umtalsverðar málsbæt- ur, enda er hann ekki fyrstur og lík- lega ekki síðastur blaðamanna til að treysta upplýsingum lögreglunnar, þ.e. taka við þeim og birta án þess að fá þær staðfestar. Blaðamenn einfaldlega treysta lögreglunni yfir- leitt til að segja satt. Það gerir hún auðvitað ekki alltaf. Hún á beinna hagsmuna að gæta af því að störf hennar og árangur löggæzlunn- ar séu kynnt í sem beztu ljósi. Þetta er þeim mun verra sem viðfangsefnið, hinir meintu brotamenn, hafa nánast ekkert tækifæri til að svara fyrir sig; blaðamenn (eða lesendur) hafa yfirleitt ekki áhuga á sjónarhóli þeirra, sem berja fólk til óbóta, smygla dópi eða brugga landa. Þetta var lærdómurinn sem mátti draga af úrskurði Siða- nefndar í þessu máli: maður á ekki að treysta löggunni. Ég veit ekki hversu mikið, ef þá nokkuð, af þessu Hallgrímur sagði hlustendum sínum, en þeir hefðu líklega orðið einhverju ffóðari um þennan vanda blaðamanna og eðli lögregluffétta. Um stundarsakir nægir mér þó alveg að Hallgrímur skuli hafa brugðizt við úrskurðinum á þenn- an hátt (og vona auðvitað um leið að lesendur taki ekki eftir sjálfhæln- inni, sem í því felst). I könnun, sem PRESSAN gerði einhvern tíma, kom í ljós að fólki er ekki jafnilla við neina stétt og blaðamenn, nema ef vera skyldi stjórnmálamenn. Því breytum við ekki með því að hætta að segja fféttir af erfiðum málum, sem er aðferð sumra, heldur einmitt með því að ganga eins langt í góðri trú og rétdætanlegt er — og taka ofan auðmjúklega þegar við sannanlega klúðrum einhverju. Karl Th. Birgisson ÞINGTÍÐINDI Um skokkandi ketti og aðra þingmenn ÓLAFUR Þ. Þórðarson: Herra forseti. Það er oft verið að áminna almenna þingmenn um að þeir séu í sætum sínum og það sé ró á meðan þingfundur stendur. En að ráðherra sé hér (almenningsskokki þvert um salinn fram og til baka... Mérfinnst vítavert að vekja ekki athygli á því að það er sann- gjarnt að þeir sitji einnig í sætum sínum og fylgist með þegar fyrirspyrjandi er að yfirheyra þá með sínum spurningum. Skattrannsóknir Ákveðið hefur verið að fjölga starfsmönnum hjá skatt- rannsóknastjóra ríkisins. Eru því lausar til umsóknar stöður rannsóknamanna. Um er að ræða störf sem felast í rannsókn á skattskil- um og eftir atvikum bókhaldi fyrirtækja til að upplýsa skattsvik og önnur brot á skattalögum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lögfræði, við- skiptafræði eða hagfræði, vera löggiltir endurskoð- endur eða hafa yfirgripsmikla þekkingu á skattskilum, reikningshaldi og skattframkvæmd. Þá þurfa umsækj- endur að hafa óflekkað mannorð, vera agaðir í vipnu- brögðum og gæddir hæfni til að tjá sig skipulega á rit- uðu máli. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, fýrri störf og önnur atriði sem máli þykja skipta sendist skattrannsóknastjóra ríkisins, Borgartúni 7,150 Reykjavík, fyrir 8. febrúar nk. Skattrannsóknastjóri ríkisins Friðrik Sophusson: Virðulegi forseti. Ég skil nú ekki þessa athugasemd sem hv. þm. er að gera. Rétt áðan lýsti hann því yfir að það væri skynsamlegt að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Ég get ekki skilið hvernig menn geta gert það og setið á sama staðnum. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON: Herra forseti. Mér var ekki Ijóst að kettir hefðu seturétt hér þannig að ég tek það ekki til greina sem skýringu. í annan stað hef ég ekki gert athugasemd við að menn gangi um salinn, en að iðka hér skokk fram og til baka um salinn finnst mér óviðeigandi. fœr Óli Björn Kéirason fyrir að gull- tryggja stöðu sína hjá Krumma með því að nota mömmu hans í umrœðuþœtti + Amal Rún Qase „Amal Qase er dugleg og greind stúlka, og ég dáist að kjarki hennar sem nýbúa að láta svo snemma til sín taka í stjórnmálum, auk þess sem ég er sammála henni um margt,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor í stjóm- málafræði og einn kennara Amal Qase. „Hún kemur mjög vel fyrir, er ákveðin, dugleg og afar föst á sínu. Þeg- ar hún starfaði með okkur í SUS var hún mjög áhugasöm og stóð sig veí,“ segir Þor- steinn Sigurlaugsson, rit- stjóri Stefnis. „Hún er dugleg og áræðin og kemst þangað sem hún ædar sér,“ segir Ólöf Jónsdóttir, vinkona Amal Qase. „Hún er mjög hugrökk að bjóða sig fram og mér iíst vel á skoðanir hennar í frjáls- hyggjunni,“ segir Kjartan Magnússon, fýrrverandi for- maður Heimdallar. Greind og árœðin eða skap- stór ogfljót- fœr? Amal Rún Qase hefur látið dug- lega í sér heyra vegna kyn- þáttafordóma og tekur nú þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík í vor. „Ef til vill mætti Amal fara al- mennt rólegar í sakirnar. Hún er ófeimin, og margir myndu telja feimnisleysi hennar fram- hleypni," segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson, lektor í stjómmálafræði og einn kennara Amal Qase. „Hún er skapstór eins og menn hafa séð í sjón- varpsviðtölum. Hún getur verið of fljót á sér, er fljót að taka af- stöðu án þess að vera búin að kynna sér málin nægjanlega,11 segir Þorsteinn Sigurlaugsson, rit- stjóri Stefhis. „Hún er skapmikil og það hefur oft komið henni í koll,“ segir Ólöf Jónsdóttir, vin- kona Amal Qase. „Ég þekki hana bara ekki nógu vel tfl þess að geta nefnt neinn löst á henni,“ segir Kjartan Magnússon, fyrrverandi formaður Heimdallar. STOR SKÓÚTSALA Bætum nýjum vörum daglega á útsöluna Allt aö 70% afsláttur Kuldaskór frá 2.990.- Skoverslumn lciugcivegi 1 1 - Simi: 21675 F.IMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1993 PRESSAN 19

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.