Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 1
ÍSLEN DINGAÞÆTTIR Laugardagur 21. sept. 1974 — 28. tbl. — 7. árg. —nr. 179 TIMANS 90 ára afmæli Guðfríðar á Brekku Hin góða og skemmtilega, gamla hUsmóðir min átti stórafmæli um páskana i vor. Tólf sumur rölti ég með hrifu i hönd Ut á tUnið hennar. Sá ég mér þvi leik á borði með það, að sjá nafnið mitt á prenti, en sU ánægjuvon fór i hund og kött vegna prentaraverk- fallsins. Þrátt fyrir það var engu likara en að timinn gengi sinn vanagang, dagarnir liðu einn af öðrum eins og ekkert hefði I skorizt. Miðvikudagurinn i dymbil- vikunni 10. april rann upp. Vinir og vandamenn renndu bilum sinum heima að Tungulæk (sem er nýbýli i Litlu-Brekkulandi) til að hylla og gleðja hUsfreyjuna frá Brekku á niutiu ára afmæli hennar. HUn gekk á milli gestanna, talaði við alla og gladdi alla með sinni skemmtilegu og virðulegu framkomu sem fyrr. Ég ætla mér ekki að fara að lýsa Guðfriði, en aðeins geta þess, sem er efst I huga mlnum : Hve stillt og skap- styrk hUn var þegar syrti i álinn, og kát og skemmtileg venjulega. Auk þess að hafa glöggt auga fyrir bros- legu hliðunum, kunni hUn jafnan ljóð eða spakmæli, sem við átti hverju sinni og flutti það. Þetta tafði ekki vinnuna en var afar vinsælt. Það er vani ef einn reynir að heiðra annan, með þvi að stinga niður penna, að greina frá fæðingardegi þess, sem heiðra skal. Það vill svo vel til, að það er til ritgerð á prenti eftir Guðfriði og sýnir hUn vel, að hUn hefði getað orðið liðtæk á þvi sviði sem öðrum, ef hUn hefði snUið sér i þá átt. Vegna þess að ég býst við að þessi bók, sem ritgerðin er i, sé ekki eins víðlesin og hUn ætti skiliö, ætla ég að taka hér upp kafla Ur henni. Þessi bók heitir: tslenzkar ljós- mæöur. I. bindi. Æviþættir og endur- minningar. A blaðsiðu 45 er mynd af ungri og fallegri stUlku, yfir henni stendur nafnið Guðfriður Jóhannesdóttir. Und- ir myndinni byrjar ritgerðin á þessa leið: ,,Ég er fædd að Árnakoti (Gufuá) i Borgarhreppi, Mýrarsýslu, 10. apríl 1884, dóttir þáverandi hUsbænda þar Jóhannesar MagnUssonar og Kristinar Jónsdóttur. Var ég yngst af fjórum systkinum, sem til fullorðinsára kom- ust. Ég ólst upp á fámennu kyrrlátu sveitaheimili, við venjuleg sveitastörf eins og þau gerðust þá. Þegar ég var barn að aldri, starfaði hér I hreppi ljósmóðir, sem var sér- staklega mikils virt og vel látin. Það var Þórunn Jónsdóttir i Rauðanesi — glæsileg kona i sjón og raun. Ég hef aldrei getað gert mér veru- lega grein fyrir þvi, hvort það var af hégómaskap að vilja likjast i ein- hverju þessari konu, að mig langaði til að verða ljósmóðir eða af einhverri dulinni kennd, sem ég hef ekki getað gert mér fyllilega grein fyrir. En eitt er vist. Þegar ég var barn vildi ég allt- af vera ljósmóðir i öllum leikjum min- um og alltaf vildi ég vera að ferðast, þó að farartækið væri aðeins kollótt prik! Og undir eins og ég fór að geta fylgzt með skepnum var ég ekki i rónni fyrr en ég fekk að vera nálægt þegar kýr var að bera. Oft lá ég lika timun- um saman Uti i högum, ef ég varð þess áskynja að ær væri komin að burði. Þetta hefur ef til vill stafað af barna- skap og forvitni hjá mér, en veturinn 1909-1910 réðst ég I það að læra ljós- móðurfræði hjá Guðmundi Björnssyni þáverandi landlækni. Við vorum ellefu, sem lærðum þennan vetur. Nut- um við jafnframt handleiðslu hinna þriggja lögskipuðu ljósmæðra i Reykjavik”. Um vorið fór Guðfriður heim áð Gufuá og tók við ljósmóðurstarfinu. Borgarnes fylgdi þá Borgarhreppi og þangað var hUn fyrst sótt 20. júni 1910. Það var tviburafæðing og gekk seint. Konan frumbyrja 31 árs að aldri. Guð- friður segir: „Aldrei á ævi minni hef ég fundið eins mikið til smæðar minn- ar eins og á meðan á þessari fæðingu stóð. Það hittist þannig á, að þarna voru staddar, sem frænkur og fjöl- skylduvinir, tvær gamlar og reyndar ljósmæður, sem höfðu að baki allt sitt góða starf og reynslu —• en ég var byrj- andinn. Þær voru þarna að sjálfsögðu til trausts, og ekki hefði staðið á hjálp þeirra, ef með hefði þurft. En mér fannst i smæð minni þær minna mig á domara. Allt tókst þetta samt vel. Börnin voru stUlka og drengur, 10 og 12 merkur. Konunni heilsaðist vel”. „Dómararnir” hafa áreiðanlega gefið nýju ljósmóðurinni fyrstu ágætiseinkunn, þvi að hafi einhver kviði verið i konum vegna ljósmóður- skiptanna hvarf hann eins og dögg fyr- ir sólu við þessa fyrstu prófraun i

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.