Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 16
Sextugur: Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra, frá Brekku í Mjóafirði I gær 20. sept. varð Vilhjálmur á Brekku sextugur. Hann dvaldi heima i hópi vina og skyldmenna. Þótt húsa- kynni séu rúmgóð á Brekku er hætt við að þröng hefði verið á þingi, ef allir vinir afmælisbarnsins hefðu mætt i afmælinu. En Vilhjálmur er mjög vin- margurog vinsæll. Hvergi nýtur hann sin betur en i vinahópi. Þar er hann hrókur alls fagnaðar. Frásagnarlist er honum i blóð borin. Hann kryddar frásögnina fágætri kimni og allir veltast um i hlátri. Vilhjálmur var fæddur á Brekku, sem alla tið hefur verið heimiii hans. Foreldrar'hans Hjálmar Vilhjálmsson frá Brekku og Stefania Sigurðardóttir frá Hánefsstöðum, bjuggu allan sinn búskap þar. Brekka er rómað myndarheimili. Þar var rekinn búskapur til sjós og lands. Vilhjálmur ólst upp meðal útvegsbænda og vandist þvi snemma algengustu störfum þeirra tima. Var hann svo lánssamur að kynnast fjölbreyttum framleiðslustörfum til sjávar og sveita. Þótt Vilhjálmur sé nú fjöl- menntaður maður, vel að sér, og við- lesinn, á hann ekki að baki langa skólagöngu. Hann lauk sæmdarprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni vorið 1935. Að námi loknu hóf hann búskap á Brekku og varð siðar árin 1936-1947 kennari i Mjóafirði og skóla- stjóri 1956. Hann hefur gegnt fjölda mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sina. Var oddviti, sýslunefndarmaður o.m.fl. Þá var hann i stjórn ung- mennafélags sveitarinar, bújaðar- félags, ræktunarfélags o.fl. Hann vakti snemma athygli sem ræktunarmaður i búskap og hafði af ræktuninni hið mesta yndi. Raunar má þó segja, að Vilhjálmur hafi engan frið haft við búskapinn, þar sem hann var sifellt kvaddur til frekari félagsmálastarfa. Fyrst I sveitinni, siðan i fjórðungnum og loks á landsmálasviðinu. Hann var fulltrúi Suður-Múlasýslu á fundum Stéttarsambands bænda og kosinn i stjórn Stéttarsambandsins frá 1963. Hann sat í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, sexmannanefnd- inni, árin 1967-1972. Snemma gáfu Sunnmýlingar Vil- hjálmi auga sem mögulegum frambjóöanda til Alþingis. Hann haföi ungur tekiö virkan þátt i samtökum Framsóknarmanna og fór ekki hjá þvi, að hann vekti athygli. Hann var kosinn þingmaður Suður-Múlasýslu árin 1949-1956 og aftur 1959. Þá vara- þingmaður i Austfjarðakjördæmi 1959- 1967 og loks þingmaður Austur- landskjördæmis frá 1967. Nú er hann fyrsti þingmaður kjördæmisins og oddviti Austfirðinga á Alþingi. Þegar núverandi rikisstjórn var mynduð var Vilhjálmur skipaður menntamálaráð- herra. Vilhjálmur á Brekku er fjölhæfur gáfumaður. Dugnaður hans og starfs- orka er með ólikindum. Hann hefur yndi af félagsmálastarfi og umgengni viö fólk. Það er ekki auðvelt að eiga heima á Brekku og stunda auk þess fjölþætt félagsmálastörf. Má segja, að Vilhjálmur hafi timum saman verið i eins konar útlegð. Hann hefur t.d. á þessu ári dvalið nokkrar nætur heima á Brekku. Heiðarleiki og drengskapur eru meðal þeirra sérkenna, sem hvað mestan þátt eiga i afstöðu og trausti annarra tii hans. Lifsbaráttan hefur auk þess mótað og meitlað skaplyndi hans. Mjóifjörður var áður fyrr fjöl- menn byggð, en fólki hefur farið mjög fækkandi. Vilhjálmur hefur staðið i varnarbaráttu um framtið byggðar- lagsins. Sú barátta er sifelld og ströng en hann hefur aldrei lagt árar i bát. Þessi barátta hefur hert Vilhjálm og m.a. gert hann að einum helzta bar- áttumanni byggðastefnu I landinu. Vilhjálmur er mjög orðhagur og ritfær i besta lagi, ræðumaður ágætur, fylginn sér og hittinn ef hann vill það viö hafa. Vilhjálmur hefur verið gæfumaður. Hann ólst upp á menningarheimili og kvæntist ágætri konu Margréti Þorkelsdóttur, Björnssonar verka- manns frá Seyðisfirði. En mesta gæfa þeirra hjónanna er mikið barnalán. Má segja, að Vilhjálmúr eigi sjö börn á landi og sjö i sjó. Þau eiga fimm mannvænleg börn. Elztur er Hjálmar, fiskifræðingur, kvæntur Kolbrúnu Sigurðardóttir. Þau eiga aftur fjögur börn. Páll, skipstjóri, á Seyðisfirði, kvæntur Kristinu Gissurardóttir. Þau eiga fimm börn. Sigfús, bóndi á Brekku. Kona hans er Jóhanna Lárusdóttir og eiga þau þrjú börn. Stefán, lifefnafræðingur, stundar nú framhaldsnám i matvæla- fræöi, er kvæntur öldu Möller frá Siglufirði. Eina dóttur barna eiga þau önnu handavinnukennara, sem er gift Garðari Eirikssyni, bankaútibússtjóra i Grundarfirði. Þá hefur Vilhjáímur notiö óvenjulegs trausts samferða- manna, sem farið hefur vaxandi i hlut- falli við reynslu þeirra af honum. Fyrsta verk Vilhjálms i ráðherra- stóli var að lýsa yfir þvi, að engar vin- veitingar yrðu við hafðar i veizlum á vegum Menntamálaráðuneytisins. Þetta vakti þjóðarathygli, og augu manna beindust að hinum nýja ráðherra. Hér var hann sjálfum sér samkvæmur, enda bindindismaður alla tiö og trúir þvi að ráðherra eigi að gefa þjóð sinni gott fordæmi. Hann skýrði og frá þvi, að hann hefði áhuga á aö tengja fræðslukerfi þjóðarinnar meir við atvinnuvegina. Góöum áformum ráðherrans fylgja góðar óskir vina hans og samherja. Þaö eru áreiðanlega margir, sem minnast Vilhjálms á Brekku sem vinar, samherja og velgeröarmanns á þessu merkisafmæli. Ég þakka honum náið, ánægjulegt Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.