Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 8
Snæbjörn Ingi Jónsson HINN 21. ágúst s.l. varð Snæbjörn Ingi Jónsson skrifstofustjóri Kisiliðjunnar hf. bráðkvaddur við störf sin. Hann var aðeins 44 ára að aldri. Snæbjörn Ingi fæddist 17. ágúst 1930 I Reykjavik. Foreldrar hans voru þau Jón Egilsson ættaður úr Borgarfirði og Guðrún Jónsdóttir frá Reykjahlið I S.Þing. Yngri bróðir Snæbjörns er Eg- ill, bifreiðasmiður i Reykjavik. Snæbjörn gekk i skóla I Reykjavik og að loknu gagnfræðaprófi fór hann i Samvinnuskólann, þaðan sem hann út- skrifaðist vorið 1950. Hann hóf þá störf hjá Samvinnuhreyfingunni, fyrst hjá útflutningsdeild SIS 1950-1956, hjá Dráttarvélum hf. 1956-1966 og hjá sjávarafuröadeild SIS árin 1966-1969, er hann var ráðinn skrifstofustjóri Kisiliðjunnarhf. Snæbjörn mentaði sig til verzlunar- og skrifstofustarfa og vann við það ævilangt enda var hann mörgum kostum búinn til þess. Hann var nákvæmur og samvizkusamur svo að af bar, jafnt i starfi sem i einkalifi. Hann var og lipurmenni, sem vildi hvers manns vanda leysa og mun ekki sizt hafa reynt á þá eiginleika hans, er hann starfaði hjá Dráttarvélum hf., þegar bændur landsins þurftu á skjót- um viðbrgðum að halda i sambandi við varahlutaþjónustu viö landbúnaðar- tækin. Snæbjörn var maöur minnugur vel. Það kom sér oft vel i Fræðslu- málaskrifstofunni, þvi að þar var oft mikið að gera. Þar var lika ágætur húsbóndi og prýðilegt samstarfsfólk, sem ég minnist jafnan með ánægju. En nú er Fræðslumálaskrifstofan undir lok liðin samkvæmt nýlegum lagaákvæðum, en minningin lifir. Slikt er lögmál lifsins. Minningin um Jóninu Eliasdóttur, mun ekki hverfa I skuggann hjá okkur vinum hennar, meðan lif endist. Við minnumst hennar ekki eingöngu sem afbragðsvinar og félaga. Við vitum lika, að hún var ágæt eiginkona, systir og ástrik dóttir. örlögin höguðu þvi svo, að þær mæðgur skildu aldrei, nema þann tima, sem Jónina var erlendis. Og þegar Jónina giftist sinum ágæta eiginmanni, Daviö Asmundssyni, reistu þau bú I sama húsi og gömlu hjónin. Það kom þvi af og vissi nokkurn veginn um vélaeign hvers viðskiptavinar. Snæbjörn hafði góða enskukunnáttu, sem kom honum að góðum notum I störfum bæði hjá Sambandinu og hjá Kisiliðjunni. Hann var t.d. fararstjóri i skipulegum kynnisferðum til Eng- lands á vegum Massey-Ferguson verksmiðjanna, og átti hann marga sjálfu sér, að Jónina gat rétt foreldrum sinum hjálparhönd til hinstu stundar beggja, með ljúfu sam- þykki og aðstoð eiginmanns sins. Og hygg ég, að þess sé nú gott að minnast, þegar þær báðar eru horfnar yfir móðuna miklu. Er það ekkí lika besta huggun harmi gegn, þegar ástvinir hverfa, aö rifja upp allt hið fegursta og besta frá samvistarárunum? Ég læt hér staðar numið. Ef til vill hefði vinkonu minni, Jóninu, þótt ég mæla hér oflof um sig. En svona komu þær mæðgur mér fyrir sjónir, i fáum orðum sagt. Nú leiðir styrk hönd almættisins þær mæðgur um nýjar brautir, þar sem ,,vinir biða i varpa”. Viö vinir þeirra, sem enn biöum á strönd bessa heims drúpum höfði, þökkum samveruna og biðjum þeim allrar blessunar. Ingimar II. Jóhannesson. kunningja i Englandi siðan. Hjá Kisil- iðjunni tileinkaði Snæbjörn sér ýmsar nýjungar á sinu sviði og stóð nú einmitt fyrir dyrum ferð á vegum fyrirtækisins til Englands, þar sem hann skyldi hljóta framhaldsþjálfun i bókhaldsstörfum. Snæbjörn var hár og myndarlegur maður og vel búinn að likamlegu at- gervi. Hann tók ungur þátt I frjálsiþróttakeppnum og hafði jafnan mikinn áhuga á hvers kyns iþrótta- starfi. Um nokkurt skeið átti hann sæti i stjórn Frjálsiþróttasambands Islands. Snæbjörn var einn helzti for- göngumaöur um stofnun Kiwanis- klúbbs i Mývatnssveit og var fyrsti forseti klúbbsins. Snæbjörn kvæntist árið 1952 Þórunni Andrésdóttur Kjerúlf frá Akri i Reyk- holtsdai.Eignuðust þau 3 börn, önnu Dóru f. 1952 gifta Ingólfi Jónasyni bónda á Helluvaði i Mývatnssveit, Guðrúnu f. 1954 gifta Stefáni Jónssyni iönnema á Húsavik og Snæbjörn f. 1959, en hann er við nám og i heima- húsum. Æviferill Snæbjarnar Inga Jóns- sonar varð stuttur og okkur samferða- fólki hans, sem kveðjum hann nú finnst fráfall hans þvi sorglegra, sem hann heföi getað unnið sér og öðrum svo margt fleira til heilla á lengri ævi. En enginn ræður sinum næturstað, þar veldur voldugri máttur. Trúlega munu ættartengsl Snæbjarnar við Mývatnssveit og Þingeyinga hafa valdið þvi, að hann tók sig upp frá góðu starfi i Reykjavik og flutti búferlum til Mývatnssveitar. Hér festi hann og f jölskyldan lika sam- stundis rætur. Hann hafði forgöngu um ýmislegt sem til framfara horfði og dæturnar giftust hér báðar. Snæbjörn helgaði sig starfi sinu af eldlegum áhuga. Hann taldi ekki eftir sér sporeöa tima og þegar samstarfs- fólkið mætti til vinnu á morgnana, þá hafði hann oft lokið margra klukku- stunda starfi. Hann átti sinn þátt i að skapa festu I starfsemi kisilgúrverk- smiðjunnar og tryggja framtið þess fyrirtækis. Reglusemi og snyrtimennska Snæbjörns var einstök. A skrifborði hans var jafnan hver blýantur velyddur á föstum stað, vinnublöð hans minntu mann á letur- 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.