Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 6
Jón Andrésson frá Minna-Hofi Frændi minn, Jón Andrésson frá Minna-Hofi i Gnúpverjahreppi, lézt þann 15. júni siðastliðinn eftir að hafa legið marga mánuði i sjúkrahúsum i Reykjavik og Vifilsstöðum. Hann tók örlögum sinum meö sérstakri ró, þrátt fyrir að hann gerði sér fulla grein fyrir eindalokum spitalavistar sinnar. Þeg- ar ég kom til hans i næstsiðasta skipt- ið, þá sagði hann við mig: ,,Nú ætla ég að kveðja þig, þvi að ég er alveg á för- um.” Rúmri viku seinna, kvaddi hann þennan heim. Jón var fæddur á Stóra-Hofi þann 23. september 1895, en fluttist aö Minn- Hofi árið 1897 ásamt foreldrum sinum, Andrési Illugasyni og Guðrúnu Jóns- dóttur og systur sinni, Guðrúnu. Móðir Jóns Lézt árið 1921, og hélt Andrés og systkinin búrekstri á Minna-Hofi áfram, og eftir lát Andrés- ar bjuggu systkinin þar áfram, þar til þau flytjast til Reykjavikur árið 1948. Minna-Hofs-systkinin og Andrés, faðir þeirra, eru mér minnisstæð, fyrir hvað þau voru barngóð og sýndu bú- peningi sinum mikla tillitssemi i hvi- inu léttu þeim oft starfið með þvi að lána hest og kerru til að keyra brjótið burt. Siðasti smáskikinn var þó unninn meö jarðýtu, en þær voru þá að koma til landsins. Svo til strax fengu þau Björn sér hænsni og höfðu af þeim sitt lifsviður- væri eftir þaö, og hænsni hafði Sal- björg til siðasta dags, enda gat hún ekki iðjulaus verið. Siðar fengu þau sér kú og þar sem mjólkin varð meiri en til heimilisnota skildi Salbjörg mjólkina og strokkaði rjómann. Eftir nokkrar tilraunir tókst henni að búa til afbragðs gott skyr og þessu hélt hún áfram öll þau ár sem hún hafði kýr. Garðrækt hafði Salbjörg alla tið, ræktaði kartöflur og margar tegundir af grænmeti. Einnig ræktaði hún trjá- og blómagarð við hús sitt með góöri aðstoð Magnúsar bróður sins, sem var mikill áhugamaður um skógrækt og færði henni marga trjáplöntuna. Eftir þvi sem heilsu Björns hrakaði lagðist meiri vinna á Salbjörgu og að vetna. Ég hef aldrei kynnzt annarri eins nærgætni i umgengni við skepnur eins og á Minna-Hofi. Gekk það svo langt, að heldur fór Jón gangandi, en að taka hest, sem honum fannst að bú- inn væri að skila sinu dagsverki. Ég er sannfærður um, að búpeningur hafi óviða átt betri daga, en á Minna-Hofi, nema kannski reiðhestarnir i dag. Minna-Hofs-systkinin og faðir þeirra, Andrés, voru sérstaklega barngóð, enda voru sömu börnin hjá þeim ár eftir ár. Arið 1912, kom til þeirra ungur sveinn, frá Þjórsárholti Halldór Jónsson. Þessi fóstursonur þeirra, var þeim öllum allt og unnu þau honum mjög, en þegar hann var i blóma lifsins um tvitugt, lézt hann úr berklum. Mér er kunnugt um, að það, sem hér er nefnt hvarf aldrei úr huga þessa góða fólks, en sorg sina og sökn- uð báru þau eigi á torg. Oft tóku þau börn til langrar dvalar og þá alltaf af sömu hjartagæskunni, enda ber tryggð þessara fósturbarna þeirra þvi gleggstan vott. Þau hafa þvi koma, að hann varð óvinnufær með öllu. Hún hélt samt öllu i horfinu með aðstoð dóttur sinnar og tengdasonar, sem byggðu sér hús i landi þeirra Björns. Þótti henni mjög vænt um að hafa þau, og dótturbörnin fimm, svo nærri sér. Arið 1968 fór Björn á sjúkrahúsið Sólvang og lézt þar 7. ágúst 1970, en Salbjörg bjó ein I litla húsinu sinu, enda gat hún ekki hugsað sér að vera annars staðar. Hún var við góða heilsu eftir aldri, en minnið var mjög farið að bila. Naut hún góðrar aðstoðar og ástúðar dótturdóttur sinnar og nöfnu, sem var óþreytandi að aðstoða ömmu sina á alla lund. Aðfaranótt 12. þ.m. kom upp eldur i húsi Salbjargar og þrátt fyrir snör handtök nágrannanna, varð um seinan að bjarga henni lifandi út úr húsinu. Lauk þar með langri og erfiðri ævi þessarar gömlu konu. Blessuð sé minning hennar. J.A. ekki gleymt dvöl sinni á Minna-Hofi, það sýndu þau þegar á reyndi. Jón var ekki að setjast I helgan stein þegar þau systkin fluttu til Reykjavik- ur. Strax eftir komu sina til Reykja- vikur, fór Jón að vinna hjá Kassagerð Reykjavikur, og vann þar meðan kraftar og heilsa entist, enda vinnu- harður við sjálfan sig, eins og túna- ræktun.hans á Minna-Hofi ber gleggst merki. Marga sléttuna vann hann með ristuspaða, þegar heyannir og skepnu- hriðing kallaði ekki á. Auðum höndum gat hann aldrei setið, þvi að ef hann var ekki að vinna að búi þeirra syst- kina, þá sat hann með góða bók, þvi af góðum bókum hafði hann mikið yndi. Að leiðarlokum, þakka ég öllum þeim, sem styttu honum stundir I hans ströngu sjúkdómslegu, og færi ég ólafi frá Geldingaholti sérstakar þakkir fyrir órofa tryggð. Einnig á systir hans, Guðrún, þakkir og hrós skilið fyrir þá mklu umönnun, sem hún sýndi bróður sinum, þvi hún lét aldrei falla dag úr, að hún sæti ekki við sjúkrabeð hans og lét hún hvorki veður né heilsu aftra sér. Megi minning Jóns frá Minna-Hofi lifa. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir, — blessuð sé minning hans. E. Guðnason f 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.