Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 9
Guðmundur Ágústsson frá Erpsstöðum F. 27. marz 1948 D. 28. júli 1974 Er mér barst fregnin um, að hann Gummi væri dáinn varð ég skelfingu lostinn og ætlaði að neita að að trúa, að slfkt gæi verið satt. Hann svona ungur og heilbrigður í blóma lifsins. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Ungur og friskur maður gengur til hvilu: aö afloknu dagsverki og, þegar allur. Skammt hefur orðið stórra högga milli i sveitinni hans á þessu sólbjarta sumri. Daginn áður en Gummi kvaddi þennan heim fylgdi hann til grafar ungum sveini, sveitunga sinum og fyrr- verandi nágranna, Ölafi Eggertssyni frá Kvennabrekku. Nú viku siðar mitt i vorönnum lifs sins, þegar náttúran klæðist sinu fegursta skarti er hann lagður til hinztu hvilu við hlið sinnar ástkæru móður, er kvaddi þennan heim fyrir tæpu hálfu öðru ári eftir langvarandi veikindi. Við þær erfiðu heimilisaðstæður, sem þá sköpuðust á Erpsstöðum, kou vel i ljós mannkostir hans, alúð og umhyggja við að hjúkra og vaka yfir móður sinni. Hann var sannarlega elskulegur sonur, bróðir, vinur og félagi, sem vildi hvers manns götu greiða. Frá honum stafaði góðleika, birtu og hlýju til allra, sem urðu á vegi hans, svo hógvær og litil- látur, en þó broshýr og glaður. Ég vissi að Gummi tók virkan þátt i félagsmálum og valdist til ýmissa gröft listiönaöarmanna og bifreið hans var fægð og gljáandi, jafnt i þurrkatiö sem foraðsveðri. Þegar við samstarfsfólkið hjá Kisil- iðjunni hf. minnumst Snæbjarnar, þá er okkur ljóst að skarð hans verður hvarvetna vandfyllt og óbætanlegt hinum nánustu. Við tökum þvi einlæg- an þátt i hinni miklu sorg, sem nú hefur óvænt dunið yfir eiginkonu hans, móður, börn og tengdasyni. Um leið og við biðjum þeim huggun- ar i harmi sinum, biðjum við Guð aö blessa minningu góðs drengs. Björn Friðfinnsson trúnaðarstarfa. Eitt hans mesta áhugamál var efling hestamanna- félagsins Glaðs i Miðdölum. Hann hafði yndi af hestum og var sannur hestamaður, prúður og laginn að temja og umgangast þá og laða fram kosti þeirra, en umfram allt var hann vinur þeirra. Hann átti góða gæðinga og hans mesta ánægja, ef stund gafst frá bústörfunum, var að bregða sér á bak smástund og á ég ógleymanlegar minningar frá þeim ferðum með hon- um. Mest var rætt um hesta, en einnig um framtiðina, meðal annars um jörðina hans grösugu undir Fellinu, sem hann hafði keypt fyrir nokkrum árum. Hún verður nú að biða enn um sinn þeirrar uppbyggingar, sem henni var ætluð. Sár harmur er kveðinn að ástvinum, frændum og vinum, sem kveðja i dag góðan dreng. Margur mun sakna vinar i varpa. Systur kveðja ástkæran bróður, mágar einlægan vin, og aldraður faðir elskulegan einkason. Ég bið guð að veita þeim styrk i sorg þeirra. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja bróðurson minn með þökk fyrir alla vináttu og tryggð. Geymi hann ávallt góður guð. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mina, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég lif þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak i arma þina. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mina, (S.J) Viglundur Sigurjónsson. f Frændi minn Guðmundur Agústsson á Erpsstöðum i Dalasýslu andaðist á heimili sinu 28. júli siðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Rannveigar Guð- mundsdóttur og Agústs Sigurjónsson- ar bónda og ólst upp hjá foreldrum sin- um að Kirkjuskógi i Dalasýslu ásamt þrem eldri systrum. Siðan fluttist hann og bjó með foreldrum sinum að Erpsstöðum. Ég man hann fyrst sem dreng- hnokka, smávaxinn en knáan, fylgi- spakan föður sinum við búskapinn og klifrandi upp á hesta, sem virtust allt of stórir. Ég minnist hans sem ung- lings á fermingaraldri, bjarteygs og sviphreins. Siðan skiljast leiðir i nokk- ur ár. Ég hitti hann aftur sem ungan mann. Hann hafði þroskazt úr unglingi i ungan bónda undir öruggri hand- leiöslu föður sins og með styrk og hlýju móður sinnar. Hann var burðarás býlisins á traustum undirstöðum for- eldra sinna. Hann var þeirra stærsta von. A siðustu árum liggja leiðir okkar saman vor og haust. Ég minnist hans við sauðburð, er hann árvökum augum vakti yfir fénu og á siðkvöldum i eld- húsinu á Erpsstöðum yfir kaffibolla og hljóölátu skrafi. Ég minnist hans i göngum og réttum, þar sem hann var vaskastur allra og I glaðværð eftir góöar heimtur. Ég minnist hans á hestbaki, er við riðum gæðingum hans og hve annt honum var um þá. Ég minnist þess, er við áðum i brekku eða undir barði og ræddumst við i kyrrð og islendingaþættir 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.