Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 11
Kristján Pálsson Skaftárdal Kristján á Skaftárdal er látinn. Þetta nafn er öllum Vestur-Skaft- fellingum vel kunnugt, ekki fyrir það að þessi maður væri svo mikill á lofti eða fyrir að trana sér fram. Nei, hann var hlédrægur og lét litið yfir sér, orð- spakur en komst venjulega sina leið. En hann var þekktur fyrir dugnað sinn og drengskap. Kristján var fæddur 14. marz 1891 i Jórvik i Alftaveri, sonur Páls Sfmonarsonar og Hildar Runólfsdótt- ur, seinni konu hans. Föður sinn mun hann hafa misst tæpra sextán ára, en dvaldi áfram hjá móður sinni og siðar stjópa til ársins 1918. Árið 1915 giftist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur, dóttur hjónanna Bjargar Guðmunds- dóttur og Jóns Þorleifssonar frá Búlandsseli i Skaftártungu. Munu þau hafa byrjað búskap i húsmennsku i Jórvik. Heldur mun honum hafa þótt þröngt um sig þar. Vorið 1918 flytur hann sig að Skaftárdal og fékk þá hálf- an Skaftárdalinn til ábúðar. Það var þvi tvibýlisjörð, en ekki byrjaði nú vel. Sumarið 1918 var eitthvert það mesta grasleysisár, sem komið hefur, og heyskapur þvi ákaflega litill, og svo kom Kötlugosið um haustið og spúði svo mikilli ösku yfir jarðir i Skaftár- tungu og Út-Siðu, að óbyggilegt mátti kalla. Varð Kristján sem aðrir að eyða mestu af bústofni sinum. Urðu honum næstu árin frekar erfið efnalega sem og öðrum, sem bjuggu á þessu svæði. Skaftárdalur er landstór jörð og erfið til búskapar, langt á engjar, sem eru heiðarmýrarflákar viðáttumiklir. Jörðin var afskekkt og mjög erfiðir allir aðdrættir. Skaftá rennur neðan við túnfótinn, mikið vatnsfall og erfitt yfirferðar, en jörðin talin góð fjárjörð vegna landstærðar. Oftast munu hafa verið tveir ábúendur á Skaftárdal, og svo var er Kristján fluttist þangað. Þá var Skaftárdalur bændaeign. Vel gekk þessum ‘hjónum að koma sér áfram, enda bæði afburðadugleg og samhent. Það er ekki ætlunin að fara að rekja búskaparsögu þessara merku hjóna, þó hún sé þess verð, enda ekki hægt i stuttri minningar- grein, aðeins stiklað á þvi stærsta. 1 kringum 1930 flytur nábúi hans i burtu vegna heilsubrests. Kaupir þá Kristján þann jarðarpart af þáverandi eiganda, og nokkrum árum siðar hinn partinn. Er hann þá orðinn eigandi að allri jörðinni. Var þá með hann eins og aðra fleiri bændur, að þá fór hann að leggja meiri áherzlu á að bæta jörðina. Byrjaði hann á þvi að girða að mestu af heimaland jarðarinnar. Það var mikið verk og miklir flutningar, sem þvi fylgdu. Þá voru ekki komnir bilar né aðrar vélar til að létta undir við störfin. En þetta var honum alveg nauðsyn til að hægja fyrir sér með fjárhriðingu, þar sem hann var þá frekar mannfár, börnin þá ekki upp- komin. Áfram hélt hann að bæta jörð- ina, bæði með ræktun og siðar lagði hann i að raflýsa við mjög erfið skil- yrði. Kristján rak þarna stórt fjárbú, var um langan tima fjárflesti bóndinn I Vestur-Skaftafellssýslu og lagði áherzlu á að rækta fjárstofn sinn, enda átti hann fallegt fé. Hafði margur gaman af að koma i rétt til hans og sjá hansfallega fjárhóp. Sauði hafði hann alltaf marga og hélt þvi fram á siðari ár. Ég minnist þess, er fjárskiptin fóru fram i Rangárvallasýslu og þeir sóttu sér. lömb austur á Siðu, hvað þeim þótti tilkomumikið að koma i rétt á Skaftárdal, enda reyndist fé frá hon- um sérstaklega vel. Sama var að segja um annan búfénað. Hestamaður var hann og lagði áherzlu á að eiga trausta dráttarhesta, enda þurfti hann á þeim að halda. Reiðhesta átti hann alltaf góða og suma snillinga, og fór þá hratt yfir. Kristján var glöggur búmaður og var fljótur til að nota sér tæknina, og mun hann hafa verið með þeim fyrstu þar eystra að vélvæða bú sitt svo að fullkomið mátti kalla, og sagt var án þess að taka nokkra krónu til láns. Hann var vel verki farinn og búhagur dugnaðarmaður og var sjálfum sér nógur, enda kona hans fljótvirk og dugleg og samtaka i að koma sér áfram án þess að vera upp á aðra komin. . Þau eignuðust átta börn: Páll Slmon dó rúmlega tvitugur, Björg bú- sett á Selfossi, Hildur búsett i Skaga- firði, Guðlaug búsett i Reykjavik, Böð- var bóndi i Skaftárdal, Jón búsettur ytra, Oddsteinn bóndi i Hvammi, Sig- riður búsett i Reykjavik. Hin siðari búskaparár þeirra hjóna var allt annað viðhorf til búskapar á Skaftárdal: allt heyjað á ræktuðu landi, búið að brúa Skaftá og bilvegur heim i blað. Tveir synir þeirra búnir að búa þarna ásamt þeim i nokkur ár, svo nú gátu þau litið með ánægju yfir árangur verka sinna og notið þeirra. Og vitanlega áttu þau eins og aðrir fleiri börnum sinum mikið að þakka velgengni sina eftir að þau komust upp. Þetta er i fáum orðum lifssaga þessa dugnaðarmanns, en sú saga segir ekki mikið um manninn Kristján á Skaftár- dal. Það er tæpast hægt að ætlast til þess að fólk og allra sizt unga fólkið geti gert sér grein fyrir, hversu erfið lifs- barátta einyrkjabóndans var á fyrstu áratugum þessarar aldar á afskekkt- um fjallabýlum. Þessi harða lifsbar- átta reyndi mikið á karlmennsku og þor, og kannski ekki siður á andlegt at- gervi manna. Kristján var vel búinn þeim kostum, er gera menn hæfa til að standast þá raun að smækka ekki við erfiðleikana, heldur vaxa og eflast við þá. Um karlmennsku og atorku íslendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.