Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 5
Salbjörg Níelsdóttir F. 29. sept. 1889 D. 12. sept. 1974 Salbjörg var fædd að Hólslandi i Eyjahreppi i Snæfellsnessýslu þann 29. sept. 1889, en þar bjuggu þá foreldrar hennar, Niels Ólafsson og Marsibil Katrin Sigurðardóttir. Þau hjónin áttu eftirtalin börn: Margrét, f. 1885. Hún giftist Magnúsi Björnssyni frá Emmubergi. Margrét lézt 1968. Magnús, f. 1887. Hann lézt árið 1957. Salbjörg, f. 1889. Sæmundur, f. 1892, útgerðarmaður i Grindavik. Hann lézt af slysförum árið 1940. við póstafgreiðslu á Blönduósi. Fórst honum það vel úr hendi og var vinsæll þar sem annars staðar. Þótt hann hafði ekki langa skólagöngu að baki, þá var eðlisgreind hans svo traust og þekking, sem hann hafði aflað sér svo mikil og góð, að hann var vel hlut- gengur móti mörgum, sem allmikillar skólagöngu höfðu notið. Arið 1930 fluttist hann alfarinn að norðan til Reykjavikur og sjálfsagt meðfram af þvi, að hann hafði getið sér góðan orðstir á pósthúsinu á Blönduósi. Þá fékk hann stöðu á póst- húsinu i Reykjavik, þar sem hann vann lengst af meðar. heilsan entist. Þótt ég þekkti ekki nema að litlu leyti til starfa hans, þá veit ég að hann hefur rækt þau af áhuga og hæfni. Vist er lika, að hann ávann i sér óskoraðar vinsældir meðal starfsfélaga sinna. Hann starfaði allmikið i póstmanna- félaginu, var i stjórn þess og formaður um árabil og sýndi i þvi mikinn dugn- að, áhuga og fórnfýsi. Hafa póstmenn metið það að verðleikum og minnzt hans með miklum hlýhug, og þakk- látssemi, Sýnir það meðal annars vinarhug þeirra til hans, virðingu og þakkarhug, að um leið og þeir vottuðu ekkju hans einlæga samúð við andlát hans, þá óskuðu þeir eftir að fá að láta i ljós hug sinn til hans með þvi að kosta útförina. Arið 1935 kvæntist Hannes eftir- lifandi eiginkonu sinni Jónu Björgu Halldórsdóttur frá Húsavik, merkri Ólavia, f. 1893, Hún lézt árið 1968. Sigurást Guðrún, f. 1896. Hún var gift Guðmundi Jónssyni, slmamanni, og er nú ein eftirlifandi af þeim syst- kinunum. Salbjörg fór ung að vinna fyrir sér eins og tiðkað'ist á þessum tima. Um skeiö var hún i kaupavinnu á Snæfells- nesinu, en venti siðar sinu kvæði i kross og fluttist til Reykjavikur. Var hún þar um árabil barnfóstra á ýmsum heimilum. Siðar kynntist hún Birni Erlendssyni, trésmið, og hófu þau búskap saman. Þau eignuðust eina dóttur, Jóhönnu, sem gift er Óskari Hannibalssyni, bifreiðastjóra. Árið 1938 var svo komið, að Björn myndarkonu ættaðri úr Suður-Þing- eyjarsýslu. Reyndist hún honum styrk stoð i þeirra sameiginlegu lifsbaráttu og ekki sizt i hinum langvinna sjúk- leika hans. Þau hjónin eignuðust alls 4 börn og eru þau sem hér segir: 1. Guðrún Birna búsett i Reykjavik, og á hún 4 börn. 2. Halldór Ingi verkfræðingur i Hafnarfirði kvæntur Eddu óskars- dóttur og eiga þau 6 börn. 3. Helga Heiður búsett i Stokkhólmi i Sviþjóð gift Eliasi Eliassyni grisk- ættuðum þjóðfélagsfræðingi og eiga þau 2 börn. 4. Hannes Jón ókvæntur námsmaður með 1 barn. Hannes var mikill og traustur vinur vina sinna. Hann var ástrikur og um- hyggju samur eiginmaður og faðir og bar rika umhyggju fyrir hamingju og heill allra vandamanna sinna. Hann var systrum sinum jafnan hinn bezti bróðir skrifaði t.d. systur sinni, sem búsett er i Kaupmannahöfn alltaf öðru hvoru, henni til mikillar gleði Hann hafði ánægju af ferðalögum bæði hér innan lands og ytra, fór hann t.d. fyrir fáum árum til Grikklands til heimkynna tengdasonar sins. Hann hefur nú lagt upp i sina lengstu og mikilvægustu ferð. Við vonum að sú ferð verði honum gleðirik og að guðs blessun fylgi honum og leiði hann i sumarbirtu æðri veralda. Blessuð sé minning hans meðal eftirlifandi vandamanna og vina. Þorst. B. Gislason átti orðið erfitt með að stunda vinnu sina sökum fötlunar. Um það leyti var farið að úthluta 1 ha. erfðafestulönd- um I Kópavogi og átti að rækta þessi lönd upp á 10 árum. Leizt þeim Sal- björgu svo á, að afkomumöguleikar yrðu betri, ef þau fengju þarna land. Varð það að ráði og byggðu þau sér lit- ið hús innst á Digraneshálsinum, þar sem útsýni var mikið og fagurt. Fjölskyldan flutti i nýja húsið vorið 1939 og voru umskiptin óneitanlega mikil, hvað þægindi snerti. Vegur náði ekki að húsinu, svo erfitt var um alla flutninga. Þaö var ekkert vatn, ekkert rafmagn og hálftima gangur var I strætisvagn og litið skemmri gangur til aö komast i sima. Verkefnin voru ærin framundan. Fyrst varð að grafa brunna, en vatn i þeim þraut oft og varð þá aö sækja þaö I fötum langar leiðir. Siðar var steypt þró til að safna i vatni af þakinu. Siðan var tekið til óspilltra málanna við að rækta landið og var það mikið og erfitt verk þvi nóg var af grjótinu og þá voru ekki þær stórvirku vinnuvélar sem nú eru, svo aðalverkfærin voru járnkarl og haki. Stærsta grjótið klauf Björn svo hægara væri að koma þvi i burtu. Greiðviknir bændur i nágrenn- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.