Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 4
Hannes Björnsson fyrrverandi póstfulltrúi Fæddur 12. 4. 1900 Dáinn 26. 8 1974. Hannes var fæddur á Beinakeldu á Asum Austur-Húnavatnssýslu 12.4. 1900. Foreldrar hans voru Guörún Magnúsdóttir og Björn Jóhannsson Kornsá Vatnsdal. Hannes Björnsson hóf störf hjá póst- þjónustunni áriö 1928. Fvö fyrstu árin starfaði hann viö pósthúsiö á Blöndu- ósi, en hóf svo störf hjá Póststofunni i Reykjavlk vorið 1930. Hannes var skipaöur póstafgreiðslumaöur 1931 og var lengstum i þvi starfi, en siðustu árin gegndi hann störfum póstfulltrúa viö blaðadeild Póststofunnar I Reykja- vík. Hann lét af störfum 1958. Þaö var mikiö lán fyrir póstmanna- stéttina aö fá mann eins og Hannes til starfa fyrir sig á þeim timum þegar ýmis vandamál steöjuöu aö. Þaö má og telja liklegt, að fáir hafi unnið póst- mönnum meira gagn en hann i störf- um sinum fyrir stéttina. Hannes Björnsson var einn aðal hvatamaöur- inn aö stofnun byggingarsamvinnufé- lags póstmanna áriö 1946. Þetta var á þeim árum, þegar varla þekktist að opinberir starfsmenn ættu sinar eigin ibúöir og var þvi i mikið ráöist af hálfu Hannesar og félaga hans. Formaöur Póstmannafélags íslands var hann 1941-45. Var á þeim árum undir forystu Hannesar . mikil gróska i félagsmálum stéttarinnar og unnust þá margir sigr- ar i baráttumálum hennar. Aö þessu búa póstmenn enn þann dag i dag. Hannes var prýöilega greindur maöur og mikill félagshyggjumaöur. Hann var fylginn sér og ræöumaður meö ágætum. Siöar þegar saga félagsins verður skráð, mun nafn Hannesar bera hátt. Megi þáttur hans I félagsmálum P.F.t. verða hvatning og leiöarjós öllum þeim, er á þeim vettvangi vinna i nútiö og framtið. Viö færum ekkju Hannesar, frú Jónu Halldórsdóttur, börnum þeirra og öörum ættingjum innilegar samúöarkveöjur. F.h.P.F.l. Reynir Armannsson. f Hinn 26. f.m. andaðist á Landakots- spltala eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu Hannes Björnsson póstfulltrúi hér I Reykjavik til heimilis að Keldulandi 11. Hannes var Húnvetningur að ætt og uppruna, fæddur að Beinakeldu I Torfalækjarhreppi 12. april aldamóta- árið. Voru foreldrar hans þau hjónin Björn Þórarinn Jóhannsson og Guðrún Þorbjörg Magnúsdóttir. Bæði voru þau af húnvetnskum ættum og merkar persónur, hvort á sina visu. Guðrún var mikil gáfukona aö allra dómi, sem hana þekktu. Var h'ún i ætt við Ólsenana sem lengi gerðu garöinn frægan á Þingeyrum. Var Oddný amma Guðrúnar bróðurdóttir Björns Ólsens^ frá Vindhæli, sem fyrstur þeirra ættmenna settist þar að. Var það allt gáfufólk eins og alkunnugt er. Guörún andaðist i Reykjavik 30. mai 1932 og hafði þá lengi verið þar á spitala. Björn faðir Hannesar mun ekki hafa veriö jafn miklum gáfum gæddur sem Guðrún kona hans. En hins vegar var hann búinn ýmsum þeim eðliskostum, sem ef til vill voru ekki minna virði. Hann var fátækra manna og er faðir hans drukknaði i fiskiróðri frá mörgum börnum var hann tekinn i fóstur að Hindisvik á Vatnsnesi til þeirra merkishjónanna Jóhannesar og Helgu. Ólst hann þar upp allt til fullorðins ára. Hann var jafnan vinn- andi hjá öðrum og þótti ágætur verk- maöur, dyggur og húsbóndahollur. Sérstaklega þótti hann frábær fjár- gæzlumaður og hafði hann þann starfa um mörg ár á Kornsá hjá Birni alþm. Sigfússyni og þeim hjónum. Höfðu þau mikið dálæti á honum og störfum hans, og við útför hans I jan. 1919 hélt frú Ingunn húskveðju, sem geymzt hefur. Er hann borinn þar miklu lofi fyrir störf hans I þágu heimilisins og alla framkomu hans þar. Fljótlega eftir aldamótin fluttust þau Björn og Guðrún frá Beinakeldu að Kornsá I Vatnsdal og Hannes þá að sjálfsögðu með þeim. Ólst hann þvi næst þar upp til 16 ára aldurs. Fæddust þar systur hans tvær, þær Oddný Sæunn og Jóhanna Ásta. Móðir hans missti snemma heilsuna og varð aö leita sér lækningar syðra. Voru þá systurnar teknar i fóstur, Oddný Sæunn af þeim Kornsárhjónunum Birni og Ingunni, en Jóhanna af Astriði frá Hindisvik, húsfreyja á Beinakeldu og Stóru-Giljá. Hannes var áfram á Kornsá I skjóli föður sins. Snemma komu i ljós hjá honum góðar gáfur og gott mannsefni. I barnaskóla sveitarinnar var hann jafnan efstur eöa með þeim efstu, kom sér alls staðar vel og ávann sér hið bezta orö. Frá Korná fluttist hann út i Þingið og var þar nokkur ár bæði á Sveins- stöðum og Leysingjastöði"".. Naut hann einnig hjá þvi góða fólki álits og vinsælda, enda var hann viðurkenndur dugnaðarmaður til starfs, glaðlyndur og skemmtilegur i allri sambúð og tók góðan þátt i félagslifi ungmenna þar I sveitinni. Hann var hagmæltur vel og orti stundum snjalla gamanbragi, sem hann flutti á samkomum og gerður var góöur rómur að. Þá hneigðist hann nokkuð að leikstarfsemi og tók að sér hlutverk, er smáleikrit voru tekin til flutnings og þótti honum takast það vel. Var hann góður liðsmaður i hópi ungmenna þessara tima. Siðustu árin, sem hann dvaldi nyrðra, starfaði hann 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.