Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 2
starfinu. — Æ siðan hefur hún notið fyllsta trausts og virðingar að verð- leikum. Ekki sat Guðfrfður auðum höndum þegar hún beið eftir því að konur legðust á sæng. Veit ég til þess, að setið var um hana, ef svo stóð á, til að fá hana til að sauma og gat það vel samrýmzt hennar starfi, þvi að hún þurfti lika að ganga til sængur- kvennanna i nokkra daga eftir barns- burð. Annars var hún bústýra hjá föður slnum á Gufuá þar til hún gifti sig 19. maí 1915 Guðmundi Þorvalds- syni bónda á Litlu-Brekku i sama hreppi og fluttist faðir hennar þangað með henni, móðir hennar var dáin. í greininni á blaðsiðu 47 segir hún: „Oft hefur mér þótt ég ekki gera eins mikið fyrir sængurkonurnar og mig langaði til, enda hafði ég fljótlega fyrir stóru heimili að sjá. Eignaðist ég tiu börn. Þar af tvenna tvfbura og hafði oft nokkur gamalmenni. Heimilisfólkið var oftast 12-16 manns og stundum fleira á sumrin. Mér var það ljóst, að annað hvort varð starfið eða heimilið að liða, en ég reyndi af fremsta mætti að skipta mér jafnt þar á milli. Mig langaði til að vera lengur hjá sængur- konunum en barnahópurinn kallaði mig heim, og eins og gefur að skilja var ekki alltaf þægilegt að komast að heiman. En þrátt fyrir það, að stundum væri erfitt og mikið að gera eru mér endur- minningarnar frá ljósmóðurstarfinu svo dýrmætar, að ég vildi ekki.látta þær fyrir neitt og þar er hið góða lang- samlega i meirihluta. 1 34 ára ljós- móðurstarfi minu dó engin kona”. Ég les ritgerðina áfram mér til óblandinnar ánægju og eins allar greinarnar eftir 24 höfunda, þær eru vei þess virði og meira en það, fullar af þjóðlifslýsingum og lýsingum á mannseðlinu eins og það birtist i sinni björtustu mynd, þegar maðurinn hikar ekki við að brjótast áfram í nátt- myrkri og stórhrið, teflandi á tæpasta vaðið til að komast þangað, sem skyldan kallar. Aður en ég legg frá mér þessa góðu bók, langar mig að taka orðréttan kafla upp úr ritgerð Guðfriðar á blaðsiðu 49. Hún er að lýsa húsakynnum á afskekktu fjallabýli i umdæmi sinu. Baðstofan var mjög litil og öll húsakynnin þar eftir og allt úr torfi, þar að auki orðið lélegt. Hún segir: ,,Þó held ég að kuldinn hafi verið tilfinnanlegastur, bæði hvað það snertir, að halda börnunum óskemmdum fyrir frostbólgu og eins hittað geyma matvæli, sem ekki þoldu frost. Stundum mun hafa verið litið að skammta — a.m.k. i samanburði við hópinn — en þó var þar aldrei lang- varandi vöntun og ekki er mér kunnugt um að þessi hjón hafi leitað til sveitar. Börnin voru alltaf prýðis- hraustog útlitsgóð, enda var þrifnaður og hirðusemi á þessu litla fátæka býli með ágætum. Við þessi skilyrði lifðu þessi hjón um margra ára skeið, og skiluðu tólf mannvænlegum börnum til þjóðfélagsins, sem öll eru enn á lifi, nema einn sonur, sem drukknaði rúmlega tvitugur. Ef yngri kynslóðin, sem alin er upp við öll nútimaþægindi og menntun,. skilar sínum arfi mun betur en þessi fátæku hjón, þá er vel. Hjónin hafa sjálfsagt verið forsjál á fleiri sviðum en að sækja ljósmóðurina nokkrum dögum áður en konan veiktist, enda tafsamt að ferðast, vegna óhemju mikilla fanna i þetta skipti, sem hér um getur. G. segir: „Þegar konunni var full1 hörðnuð sótt, komst ég að þeirri niður- stöðu, að um skálegu væri að ræða og bar að hönd og naflastreng. Gera mátti ráð fyrir, að það færu að minnsta kosti 8 klukkuátundir i það, að ná I lækninn. Ég var sannarlega i vanda stödd, en sendi samt bóndann af stað að sækja hann. En mundi konan geta beðið eftir þeirri hjálp? Mér fannst ekki eingöngu lif barnsins vera I veði, heldur og konunnar, sem var bæði slitin og veil fyrir hjarta. Ég ráögaðist við sjálfa mig nokkra stund og komst að þeirri niðurstöðu að hjálp yröi konan að fá innan þess tima, að læknir kæmi. Ég sá, að ég yrði að taka til minna ráða án tafar. Ég bað til guðs af öllu minu hjarta, að hjálpa mér að bjarga konu og barni. — Ég hef aldrei komið til fæðandi konu án þess að biðja til guðs, þvi að hvar er styrks að leita, ef ekki I bæninni? Svo hófst ég handa með þeim tökum, sem ég áleit rétt, og þeim árangri, að innan klukkustundar var fæddur liíandi og heilbrigður drengur, 11 barnið. Konunni heilsaðist vel”. A blaðsiðu 51 segir Guðfriður:’ ”Ég fer nú að slá botninn i þessar minn- ingar minar. Nú eru heimilishættir breyttir hjá mér. 011 börnin farin og við hjónin tvö eftir. Ég hætti störfum, þegar ég var sextug. A þeim timamót- um var min minnzt með ávarpi, fé- gjöfum og öðrum vinahótum, og þar sem ég er kominn á raupaldurinn, læt ég hér fylgja með' ávarp það, sem nokkrar af sængurkonum minum færðu mér á 60 ára afmælisdegi min- um: „Elskulega vinkona! Sjúkar vorum við og þú vitjaðir okk ar. Styrk og róleg hefur þú staðið við hlið okkar á erfiðum stundum lifs okk- ar. Og með góðleik þinum og gáfum tekið innilegan þátt i gleði okkar að af- staðinni þraut, sem þekking þin og gifta leiddi ávallt til sigurs. Guð gefi þér gleðilegan afmælisdag og öll ókomin ár. Með mikilli vinsemd og virðingu” Avarpi þessu fylgdu undirskriftir margra kvenna og höfðingleg gjöf. Elztu ljósu-börnin min, sem áður er um getið, eru nú 44 ára, en þau yngstu tveggja ára. Ég er gift Guðmundi Þor- valdssyni bónda á Litlu-Brekku i Borgarhreppi, og höfum við búið hér i 40 ár á næsta vori ef við lifum. Litlu-Brekku 4. nóvember 1954 Guðfriður Jóhannesdóttir” Ég hef oft áður minnzt á það, hve okkur unglingsstelpunum, sem komumst i kaupavinnu að Litlu- Brekku þótti alltaf gaman, að koma þangað aftur og aftur. Það hefur verið þvi að þakka, að húsbændurnir voru bæði góðir og skemmtilegir. Þar var enginn stéttamunur. Þar var ekkert bæjaslúður. Enginn lágkúrulegur hugsunarháttur rikjandi, eða neitt þess háttar. Jafnvel þó að okkar góða og skemmtilega húsmóðir stæði I þessu „stússi”, við að hjálpa nýjum Borg- firðingum að sjá dagsins ljós, var oft eitthvað skemmtilegt að gerast heima hjá henni. Börnin sögðu ýmislegt skemmtilegt, sem við gömlu kaupa- konurnar, sem vorum þar þá, getum enn i dag brosað að, þegar við hitt- umst. Mér þótti mjög gaman, aðtaka þátt I þvi, að smala börnunum saman og hjálpa til við að koma þeim i rúmin á kvöldin eftir vinnu meðan við vorum að heyja á túninu. Liklegt þykir mér, að ég hafi þá enn verið svo krakkaleg i mér, að mig hafi langað til að hlaupa með hinum, heldur en að þá hafi verið byrjað að spretta nokkuð, sem kalla mætti móðurlegar tilfinningar I tún- skika sálarinnar. Til þess bendir það, sem Lóa, elzta telpan sagði einu sinni, en hún var óskeikul I sinni orðheppni. Ég var að hjálpa til við að koma börn- unum i rúmið. Þá spurði Lóa mig, hvort ég ætlaði að þvo skinnið af sér með skitnum! Lóa og Labbi eru tvi- burar, elztu börnin. Einu sinni, áður en ég fór að vera á Brekku, vildi nafna min, sem þá var vinnukona þar, reyna þolrifin i Labba, vini sinum, sem var sérstakt prúðmenni, 3ja eða 4ra ára gamall. Hún var að baka kleinur og gaf börn- unum að smakka, en þóttist ekki sjá Labba, hann varð einn eftir þegar hin fóru með sitt lostæti. Biður hann nú 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.