Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 3
þegjandi um stund, en segir svo: ,,Gunna, ég er hérna”. Valli var næstelztur. Hann kom eitt sinn í slægjuna til pabba sins og sagði: „Pabbi, er ljótt að svikjast um?” ,,Já, — en hvað meinarðu? Má ég aldrei svikja það sem ég lofa?” — Guðmundur: ,,Nei, nei, það mátt þú aldrei gera.” Valli: „Mátt þú aldrei gera það?” — Guðm: „Nei, það má ég aldrei gera”. Valli: „Þú ert þó ekki farinn að lofa mér að fara niður i Borgarnes með þér, eins og þú lofaðir mér i vetur, þegar krakkarnir fengu að fara á jóla- skemmtunina á Brennistöðum.” Einu sinni, þegar við komum heim af engjum, var vaggan með yngsta barninu komin upp á loft til okkar og Guðfriður farin að sitja yfir, en hafði ekki gefið nein fyrirmæli um það við hvaða rúm vaggan skildi standa um nóttina. Hófust nú kappræður — allháværar ----um málið, sem ekki verða raktar hér, en enduðu með þvi, að við urðum vist dálitið kindarlegar á svipinn, þvi að kaupmaðurinn vatt sér inn til okkar og sagði: „Mikil gustuk væri það, að guð gæfi ykkur börn!” Þannig liðu sex sumur i kaupavinnu á Brekku, við holla og skemmtilega útivinnu og einlæga og græskulausa gamansemi æskunnar, þegar þreyta var óþekkt fyrirbrigði. En — „allt er i heiminum hverfullt”, og ævihjólið snýst. Um 1960 kom ég aftur að Litlu- Brekku og dvaldist þar þá meira og minna eftir ástæðum i önnur sex sum- ur. Guðfriður var þá hætt að hafa reglu- legt kaupafólk til að annast, en vann þess meira i sessinum og las bækur, svo sem hugur hennar hafði alltaf staðið til. Ég gat ekki fundið að hún hefði breytzt neitt andlega, en mér fannst húsbóndinn hljóðari en áður, en ef svo stóð á, að rétt svar vantaði, þá var fljótlegra að spyrja Guðmund, en að fletta upp i bókum. Litil vinkona min, sem fékk að koma með mér þangað fjögur sumur gleym- ir ekki atlætinu þar, á meðan hún lifir og kallar hjónin aldrei annað en afa og ömmu á Brekku. Á þeim árum höfðum við Guðfriður oft góðan tima til að rifja upp ýmislegt frá gömlu, góðu árunum, þegar allir voru ungir, eða svo fannst mér þá að minnsta kosti, en ef vel er að gáð, þá luku fimm manns lifsgöngu sinni þar i hárri elli á meðan Guðfriður og Guðmundur bjuggu á Brekku. Guðmundur Þorvaldsson andaðist að Tungulæk þann 31. október 1973. Var hann jarðsunginn að viðstöddu islendingaþættir fjölmenni 10. nóvember. Þann dag kom í Morgunblaðinu ágæt og sönn minningargrein um hann, skrifuð af Helga Hallgrimssyni. 14. nóv. kom lika grein i sama blaði, og 8. desember sama ár, skrifar Magnús Sveinsson frá Hvitstöðum um Guðmund i Islend- ingaþættina. Allar þessar minningar- greinar lýsa báðum hjónunum og heimili þeirra að Litlu-Brekku, þvi að þau eru óaðskiljanleg, svo samhent og samtaka sem þau voru og eru i hugum okkar, sem vorum hjá þeim. Um Guð- mund segir m.a.: „Hann var vel hag- mæltur, en fór dult með það”. Já! Það er vist óhætt að segja það, aldrei heyrði ég visu, sem honum var eignuð, en eina visu lofaði Guðfriður mér að heyra eftir sig. Vona ég að henni þyki ekki við mig, þó að ég láti hana fljóta með I þessum linum. Hún sagði afsakandi: „Unglingarnir voru að leika sér að þvi, að rima sam- an — foss, koss, —■ mát og grát, og þá kom þetta ósjálfrátt Inn þó blæði undafoss. Ógni lifsins mátinn, Drottinn lát þinn liknarkoss lina harmagrátinn”. Efni visunnar stingur i stúf við þá glettnu og glaðlyndu Guðfriði, sem við þekkjum bezt, en hér sannast það, sem skáldið sagði: „Stundum þeim, sem þrekið prýddi og kraftur, þögul, höfug féllu tár um kinn”. Það var mikill harmur kveðinn að Brekku-hjónunum þegar þau misstu tvö börnin sin um sama ieyti. Valtý Hauk næstelzta drenginn, 9 ára að aldri og Agústu Guðfriði tveggja ára. Þau voru lögð i eina gröf i heimagraf- reit. Þá var von á barni, þvi tiunda og sið- asta. „Til einskis barnsins var hlakkað eins innilega og þessa”, sagði Guðfrið- ur. Hún fór aldrei þessu vant suður til Reykjavikur til öryggis, til að fæða barnið þar, en það fæddist með hjarta- galla og dó fljótlega, stór og fallegur drengur, sem virtist vera eftirmynd Valtýs heitins. 18. ágúst 1955 fylgdum við Astu Jóhönnu Smith til grafreitsins. A leg- steini hennar stendur: „Hún var ljúf- ust allra”. Þó varð hún að kveðja i blóma lifsins og hverfa frá þrem ung- um börnum. Nú er hinn góði faðir þeirra kominn til barnanna sinna, sem kvatt hafa þennan heim. „Ég kem á eftir kannski i kvöld...”, segir Guðfriður. En við vinir hennar megum ekki heyra það, við vonum að hún haldi lifi og sinni miklu reisn á- fram sem áður. Mig langar til að enda þessar linur með þvi, að endurtaka það, sem áður hefur verið sagt: Það var alltaf til- hlökkunarefni að fara að Brekku, hvort heldur var i heimsókn eða til að vinna. Þar var alltaf sama góða fólkið fyrir að finna, Brekku-hjónin hefðu orðið traustur hlekkur hvar sem var i þjóðfélagskeðjunni. Þeirra mannkost- ir og glæsileiki hefur erfzt til afkom- enda þeirra, sem eru nú 40 á lifi. Það er ósk og von min, að svo megi áfram verða um aldur og ævi, hvar sem þeir dveljast i heiminum. Gamla kaupakonan Gunna Bryn. Leiðrétting t minningargrein um Guðbrand Magnússon i tslendingaþáttum 14. sept. hafa fallið niður nokkur orð og veldur meinlegri brenglun. Á eftir tilvitnun i grein Jóns R. Hjálmarssonar á að standa: „Guðbrandur stóð aldrei einn i storminum. Matthildur Kjartansdóttir var honum frábær förunautur og styrk stoð”. Þetta eru lesendur beðnir að athuga. Har. Guðnason. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.