Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 15
með því að fara til Noregs i skóg- ræktarferð og gróðursetja skóg norður I Tromsö-fylki. Minnist Ólafur með mikilli ánægju þeirrar ferðar. Þeir sem hitta Olaf að máli, bera fljótt kennsl á, hversu fróður hann er um margvislegustu svið og að hann hefur til að bera skarpar gáfur. Hefur þvi jafnan verið gaman að sækja hann heim i Argilsstaði, drekka með honum kaffi-sopa og eiga við hann oröræðu um landsins gagn og nauðsynjar. Fastmótaðar skoðanir hefur hann á flestum málum, og skipt- ir þá engu máli, hver er skoðun meiri- hlutans Sérstaklega hefur hann alltaf haft sjálfstæðar skoðanir á þvi, hvað sé einhvers virði i lifinu, og þvi aldrei hent að slást i för með þeim, sem taka þátt i lifsþægindakapphlaupinu og hamingjuhjól hans þvi ekki valt. Mér finnst sem margt af þvi, sem vist- fræðingar og hagfræðingar gera nú uppskátt, séu gamlar skoðanir, sem ég hef heyrt Ólaf fyrir löngu mæla af munni fram. Ólafur hefur látið sér fátt um vélar finnast, notað þær til nauösynja I rekstri sins stóra bús, en jafnan haldið tryggð við orfið og ljáinn. Sagt er, að brezki þjóðmála- skörungurinn Gladstone hafi haldið miklum þrótti sinum með skógarhöggi heima á búgarði sinum. Góðri heilsu sinni heldur Ólafur á Argilsstöðum vafalaust meðal annars af þeirri góðu hreyfingu, sem hann hefur haft af slætti með orf og ljá i hönd, löngu eftir að aðrir voru setztir upp á dráttar- vélarnar. Meginþættir i skapgerð Ólafs eru mildi og umburðarlyndi og samúð með öllu, sem lifsanda dregur. Hann er öðru fremur vinur manna og dýra. Og þótt ég hafi aldrei séð hann taka sér i hönd Bibliuna né rit um kenningar hins hógværa kinverska spekings, Laó tses, vaknar ósjálfrátt með manni sú hugsun, að þær kenningar litillætis og umburðarlyndis séu Ólafi á Árgils- stöðum meðfæddar. Mannkostir Ólafs á Argilsstöðum urðu skjótt til þess að á hann hlóðust trúnaðarstörf fyrir sveitarfélag hans. Bergsteinn faðir hans hafði verið um 37 ára skeið oddviti Hvolhrepps og hálfa öld i hreppsnefnd. Þegar hann tók sér hvíld frá þeim störfum, var Ólafur brátt kosinn I hreppsnefndina og vann þar að margvislegu verkefni fyrir hið vaxandi byggðarlag um langt árabil. Af öðrum opinberum störfum Ólafs má nefna, að hann var lengi i stjórn skógræktarfélags Rangárvalla- sýslu. Að Olafi Bergsteinssyni standa traustar ættir. Um þær vil ég þó vera fáorður, þar sem mér er málið skylt. Hann erm.a. kominn af eldklerkinum, Jóni Steingrimssyni, og einnig af Þor- lákshafnarætt, einni grein Bergsættar, en Þorlákshafnarmenn voru miklir búhöldar til lands og sjávar á siöustu öld. Enn fremur er Ólafur kominn af Jónssonaætt frá Ármóti I Flóa, sem margir lögfræðingar eru komnir af bæði á tslandi og i Danmörku. Ætla ég nú ei aö hafa þessi orð lengri. Þar við má auka á áttræðisafmælinu. Hugsa ég gott til samverustundunna á næstu árum, um leið og ég sendi öðlingnum á Argilsstööum minar árnaðaróskir. Siguröur Gizurarson. Vilhjálmur og heilladrjúgt samstarf og óska honum og fjölskyldu hans langra hamingjurikra lifdaga. Samherjar hans þakka honum mikilsverð ræktunarstörf i þágu lands og þjóðar og vonast til að hann haldi áfram að bæta heiminn. Tómas Arnason. A merkum timamótum i ævi Vil- hjálms Hjálmarssonar langar mig að senda honum hlýjar kveöjur og árn- aðaróskir, yljaðar af þeirri ágætu kynningu, sem ég hefi af honum haft. Ég ætla ekki að rekja fjölbreytilegt lifshlaup bóndans frá Brekku, allt frá smalastarfi unglingsáranna — til ann- ars konar smalastarfa, sem leitt hafa til setu á Alþingi og nú upp I ráðherra- stólinn, þar sem hann nú situr. (Að visu i miður góðum félagsskap, póli- tiskt séð). Ég veit þaö eitt, að hvar- vetna hefur hann reynzt öflugur og dugandi liðsmaður: farsæll fræðari, ötull athafna- og málafylgjumaður, framúrskarandi fyrirgreiðslumaður og nú mun Vilhjálmi, svo vel lesnum i Þórbergi sem hann er, þykja meira en nóg komið af lýsingarorðum og mál að linni. En sönn eru þau orð engu að sið- ur. Vilhjálmur er maður vinnusemi og ótrúlegrar elju, aðgerðarlaus kann hann ekki að vera, samvizkusemi hans er við brugðið. Ég veit, að sæti hans er nú sem jafn- an áður vel skipað, dæmafár dugnaður og trúmennska sitja þar i fyrirrúmi. Þeir eðliskostir samfara hinni prýði- legustu greind og haldgóðri þekkingu, hafa reynzt honum farsælir fylginaut- ar I önn og argi þeirra óliku starfa sem þingmennskunni óhjákvæmilega fýlgja. Það er óhætt aö segja, að Austfirð- ingum þykir vænt um Vilhjálm Hjálmarsson og honum um þá. Þeir meta mannkosti hans að verðleikum, vita að þar er þeirra maöur á ferð, falslaus trúnaðarmaður, austfirzkur fram i fingurgóma, laus við allt heimskudramb tilbúinnar uppheföar, trúr þjónn fólksins og fyrirliði i senn. Ég leyni þvi hvergi, að mér er afar hlýtt til mannsins Vilhjálms Hjálmarssonar. Þvi veldur að sjáif- sögðu margt það, sem hér er á undan taliö, en fleira kemur til. Um ýmsa hluti fara lifsviðhorf okkar saman — báðir eru sveitamenn i innsta eðli sinu — báöir eiga þau mál aö áhugamálum, sem e.t.v. eru alvöruþrungnust allra mála I dag — áfengismálin, báöir kunna vel aö meta létta og grómlausa gamansemi og allt okkar samstarf hefur verið með ágætum. Það er gott og notalegt að una inávist Vilhjálms.i frásagnarlist af fjölbreyttasta tagi standa fáir honum á sporði, viömót hans og framkoma öll ber með sér þá hjartans hlýju og einlægni, sem er aðalsmark menntamálaráðherrans nýja, kostir, sem ekki sizt munu dýr- mætir I þvi vandasama starfi. Minar hlýjustu óskir og kveðjur sendi ég Vilhjálmi nú, en ágeng er einnig óskin um að viö fáum sem fyrst að vinna sem samherjar á ný að þeim fjölþættu verkefnum, sem við blasa i þjóðfélagi rotins og rangsnúins lifs- gæðamats „velferðarkapphlaupsins? Við eigum nefnilega samleið, en á meðan við biðum betri tiða, getum við alltaf tekið lagið saman og á eftir laumarðu að mér litilli sögu, svona eins og rúsinu i pylsuendann. Svo óska ég þér og Austfirðingum til hamingju með daginri og bið örlaga- nornirnar að gera þér lifið sem bæri- legast i hvivetna næstu áratugina. Helgi Seljan islendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.