Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 14
Sjötugur: Ólafur Bergsteinsson r Argilsstöðum Ólafur Bergsteinsson bóndi á Árgils- stöðum varð sjötugur 25. ágúst s.l. Sá siður hefur komizt á hér á landi að vinir afmælisbarns kasti á það kveðju opinberlega og rifji upp ýmsilegt af þvi, sem gerzt hefur á athafnasamri ævi. Ég tel sið þennan góðra gjalda verðan, þvi að þannig varðveitist margs konar fróðleikur um merkt fólk og lifið i landinu. Ólafur á Argilsstöðum er einn þeirra góðu drengja, sem á langri ævi hafa notað alla krafta sina til að láta gott af sér leiða. Mér hlotnaðist sú gæfa að vera mörg sumur i sveit hjá Ólafi sem unglingur og kynnast þannig skaphöfn hans betur en flestir aðrir, velvild hans og umburðarlyndi. jöfnuð, en ekki mun ofmælt, að Stein- grimur hafi verið einn mesti jarða- bótamaður, sem verið hefir i Dölum, siðan er þær framkvæmdir hófust. Og þess má geta, að Steingrimur tók aldrei eyris lán til þeirra framkvæmda og umbóta, sem hann innti af höndum. Eina lánið, sem hann tók um ævina, var bústofnslán 150 kr., sem hann greiddi fljótlega. Þó var það fjarri skapi Steingrims að vera nurlari eða peningasál. Hann miðaði ávöxt starfs sins við umbætur, en ekki aura, við menningarbrag og hagsbætur fyrir þá, sem landið eiga að erfa, en ekki við dautt safn, sem fúnar og eyðist. Hann var samvinnumaður af lifi og sál og átti sæti I stjórn kaupfélags. I félags- málum öllum var hann áhugasamur, en kunni þar bezt við sig sem óbrey ttur liðsmaður. Þó átti hann sæti i hrepps- nefnd i 30 ár og var formaður skóla- nefndar næstum jafnlengi. Féhirðir ungmennafélags var hann og um ára- tugi. Enn er eftir að geta þess, sem sizt má gleymast þegar um ævi og starf Steingrims er rætt. Hann kvæntist 9. júli 1921 Steinunni Jakobinu Guð- mundsdóttur, bónda siðast á Felli i Kollafirði, Einarssonar. Hún er ágæt búsýslukona, eins og hún á kyn til, en einnig bókhneigð og vel að sér, ljúf i viðmóti og þó stjórnsöm. Er það vist, að Steingrimur taldi, að heill og far- sæld heimilis þeirra væri mest henni Áhugamál ólafs eru mörg og þekkingarsvið, en hugstæðust sýmist mér skógræktin alla tið hafa verið. Ár gilsstaðir eru á sögusviði Njálu miðju, næsti bær við Velli, þar sem hefur frá- sögn þeirrar frægu sögu. Þegar ég var að leika mér sem strákur að þvi að gera stiflur i lækinn i gilinu fyrir ofan bæinn, komu stundum I ljós undan moldarbarði digrir trjábolir, sem báru órækt vitni um, að á dögum Gunnars á Hliðarenda höfðu þar vaxið miklir skógar. En maður og sauðkind eyddu skóginum á hörðum öldum. Strax sem ungur maður tók ólafur sig til að gera ofurlitla tilraun til að snúa þeirri óheillasögu við. Hann kleif hamarinn i gljúfrunum við Fiská, eina af þverám að þakka, auk þess sem börn þeirra og fósturbörn lögðu fram sinn skerf, eftir að þau komust til þroska. Þau hjón eignuðust sjö börn, sem öll komust upp, og eru þau þessi: Bogi i Búðardal (látinn), Kristinn bóndi i Tjaldanesi, Guðrún Borghildur, gift Arna Gisla- syni trésmið i Reykjavik, Maria Guð- rún, gift Ólafi St. Sigurðssyni lögfræð- ingi, Kristrún Brandis, gift Halldóri Magnússyni trésmið i Reykjavik, Sigriður Magga og Guðmundur (lát- inn). Fóstursynir þeirra hjóna voru Bogi Thorarensen, Lárus Magnússon og Steinn Steinarr skáld. Arið 1936 voru Steingrimi veitt heið- ursverðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs niunda. En stærstu heiðurs- viðurkenninguna eignaðist hann i hug- um sveitunga sinna, að fornu og nýju, og annarra, sem kynntust honum og ævistarfi hans. Ósérhlifni hans og dáð- rik störf munu lengi verða i minnum höfð. En þó að yfir það fyrnist, þá verður munað það, sem enn meira er um vert, drengskapur hans og vinar- tryggð, hve einlægur hann var og hjartahreinn. Jón Guðnason Eystri Rangár, og sótti þangað nokkrar hrislur, birki og reyni, sem þar höfðu þraukað af á klettasillu. Þessar hrislur gróðursetti Ólafur við bæinn á Árgilsstöðum, þar sem bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson og Þórunn Isleifsdóttir. Siðan hefur ólafur fylgt vel eftir ræktunar starfi sinu og liklega bætt nokkrum teinungum árlega i garðinn, sem nú breiðir sig út frá bænum. Nú er húsið á Argilsstöðum komið á kaf i trjá- þykknið. Þar á hlaðinu eru nú oftar logn en vindur, svo að manni finnst sem maður sé kominn mörgum breiddargráðum sunnar á jarðar- kringluna. Þessi garður segir okkur, þegar trén vagga sér i golunni, hversu mjög við getum auðgað lif okkar með þvi að hlúa að trjágróðri i kringum hibýli okkar. Og mér kemur i hug klnverskt máltæki: ,,Ef þú vilt verða hamingjusamur, ræktaðu þér garð”. Þar við má bæta öðru, sem oft má til sanns vegar færa: ,,Sá sem gróður setur eitt litið tré afrekar betra verk, en sá sem skrifar margar bækur.” Skógræktaráhugi Ólafs á Árgilsstöð- um er sprottinn af hugsjónum hans. Ungur fylkti hann sér undir merki ungm. félaganna. 1 þeim hópi var sá sigurinn hvað mest þráður að bæta landið og klæða skógi. Þessari hugsjón er Ólafur enn i dag að fylgja fram. Og árangurinn er slikur, að likast þvi er að allar jurtir sem hann snertir, taki vaxtarkipp. Garðurinn á Argilsstöðum hefur þvi ekki aðeins oröið mikið augnayndi, heldur eru þær orðnar allmargar húsmæðurnar, sem hafa fengið að staldra þar við til að lesa rifsber af trjánum i sultu, er hausta tekur. Og trjágróður Ólafs teygir sig æ lengra, þvi að meðfram heimreiðinni eru lifvænlegir teinungar að renna saman i skjólbelti. Er það fögur sjón að fara þar um á sumardegi og sjá rautt húsþakið á Argilsstöðum skina I grænu þykkninu. Úti i Krappa, uppgrónu hrauni milli Fiskár og Eystri Rangár, hefur Ólafur og átt frumkvæði að þvi að reisa skóg- ræktargirðingu, þar sem islenzkir og norskir flokkar skógræktarfólks hafa sett niður þúsundir plantna. Komu Norömannanna endurgalt Ólafur svo 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.