Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 10
Stígrún Helga Stígsdóttir Lillendahl Fædd 11. júli 1905 Dáin 22. mai 1974 Þessarar góðu konu langar mig aö minnast nokkrum oröum. Hún var fædd á Klifstaö i Loðmundarfiröi 11. júli 1905. Foreldrar hennar voru Magnea Guðrún Siguröardóttir og Stigur Jónsson. Börn þeirra voru fimm, tveir drengir og þrjár stúlkur. Var Stigrún yngst, aðeins 11 ára gömul er faðir hennar lézt. Móðir hennar bjó áfram á Klifstað þar til Stigrún var 6 ára. Nú lá leið hennar með móður sinni til Seyðis- fjarðar og dvöldust þær þar i þrjú ár, en fluttu siðan upp á hérað. Arið 1919 urðu mæðgurnar fyrir fyrir þeirri þungu sorg, að báðir bræðurnir, efnismenn drukknuðu af sama báti. Frá héraði fluttust mæðgurnar þrjár, Magnea, Guðbjörg og Stigrún til Seyðisfjarðar, er Stigrún var 15 ára og þar bjuggu þær saman i nær 10 ár. A þessum árum á Seyðisfirði lærði Stigrún karlmannafatasum og var það mjög gott vegarnesti fyrir framtið hennar. Frá Seyðisfirði lá leið Stigrún- ar til Akureyrar, þar sem hún átti heima til dauðadags. Stigrún giftist árið 1929Jakobi Lilli- endahl bókbindara, hinum mesta heiðursmanni. Þau eignuðust einn son, Ingólf Lórenz/ sem er lyfsali á Dalvik. Kona hans er Sigrún Jónsdótt- ir lyfjafræðingur. Eina stúlku ólu þau Stigrún upp, Guðrúnu Asu Magnús- dóttur, frænsku Stigrúnar. Hún er gift Asmundi Ólafssyni, húsasmið i Reykjavik. Stigrún fékk snemma orð fyrir frá- bæran hagleik og dugnað. Fyrsta minning min um hana er sú, aö hún var gestkomandi á æskuheimili minu, og allir voru að dást að langsjali, sem hún bar og hafði prjónað sjálf, þá inn- an við fermingu. Þessir hæfileikar hennar komu henni að góðu haldi, þvi að hún vann ætið meira og minna handverk með heimilisstörfunum. Tók hún prjón heim, og hjálpaði bónda sin- um með bókbandið. Allt lék i höndum hennar. Eftir lát manns sins réðst hún til starfa hjá fataverksmiðjunni Heklu, ró. Þannig kynntist ég honum sem manni. Hann var dulur að eðlisfari og hugsanir hans lágu ekki á glámbekk. Það var ánægjulegt að kynnast honum hægtog sigandi á hógværan og friðsæl- an hátt. Hann var bókhneigður og stál- minnugur og myndaði sér skoðanir af heilbrigðri skynsemi. Hann var prúð- menni og góður drengur. Ég minnist hans i gleði, en einnig i sorg, er hann ásamt föður sinum og systrum fylgdi ástkærri móður siðasta spölinn fyrir tæpum tveim árum. Blessuð sé hin bjarta minning þeirra beggja. Kveðja frá föðurfrændsystkinum. Þeir fremstu nálgast óðum og fara æði geyst, en fáa mun sá hófadynur gleðja. Frá hestasteini minum hef ég fákinn leyst og held nú inn með fjalli til að kveðja. (D.St.) 10 Þegar við fréttum, að Gummi frændi væri dáinn ætluðum við ekki að geta trúað þvi, að hann hefði verið kallaður brott svo skyndilega i blóma lífsins að- eins 26 ára gamall. Er við nú kveðjum hann hinztu kveðju reikar hugurinn til liöinna sumra. Þá voru sólskinsdagar i hópi frændfólks og vina. Nokkur okkar höföu hitt Gumma i sumar, en önnur' ætluðu aö gera það. Skyndilega er allt breytt. Sá, sem öllu ræður, hefur grip- ið inn i. Enn einu sinni er okkur sýnt, hve mannanna vilji nær skammt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við frændsystkinin þakka ánægjulegar samverustundir. Minningin um góðan dreng mun lifa. Megi góður guð styrkja þá, sem misstu mest. Nú dynur hátt i fjöllum hiö djarfa hófaglamm. Nú drýpur á mig sveitinn, mélafroðan. Við stefnum móti ljósinu, leitum upp og fram, til landsins, sem er bak vio morgun- roðann. (D.St.) og efa ég ekki, að þar hafi hún reynzt góður starfsmaður. Stigrún verður öllum minnisstæð sem kynntust henni. Hin hæverska ákveðna framkoma hennar vakti hvarvetna traust. Það var reisn og þokki yfir henni i islenzka búningn- um, með hárfléttur i bletisstað, þótt nældar væru upp undir húfuna. Hún var góðum andlegum gáfum gædd, en nautekki skólagöngu utan barnaskóla, fremur en flestir jafnaldrar hennar. En mér finnst sannast á henni visa Stephans G.: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Hvort sem hún hafði meira eða minna handa á milli var hún ætið veit- andi, hollráð og hjálpfús svo af bar. Hygg ég að margir fyrrverandi sveit- ungar og kunningjar, sem leið eiga um Akureyri, sakni vinar i stað i Fagra- stræti 1. Systrum hennar, börnum og fjöl- skyldum þeirra votta ég dýpstu samúð mina. Guð blessi minningu hennar. Asgeröur Stefánsdóttir. f Þér gaf lifið þrek og styrk þor og hjartahlýju, þú þvi hverju — vökul, virk, vannst að starfi nýju. Misjöfn jafnan marka spor menn á lifsins vegi. Þln voru æ sem varmhlýtt vor virk að hinzta degi. Út á ókunn lifsins lönd leiðir allra venda. Þú munt og af þeirri strönd þrótt til vina senda. Hjörtur Björnsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.