Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 7
Mæðgurnar Pálína Elíasdóttir °g Jónína I. Elíasdóttir Nokkur kveðjuorð -- vinir minir allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn i rökkurshljóðar hallir hallir dauðans — einn og tveir einn — og — tveir. Þannig kvað Guðmundur skólaskáld endur fyrir löngu. Og þessar ljóðlinur koma oftar i hug öldnum en ungum. Það fylgir ellinni, að vinir hverfa þvi fleiri, sem árum fjölgar að baki, en fáir koma i staðinn. Það skyldu hinir yngri muna. Þeir, sem nú tala mest um styrki til gamla fólksins og fylgjendur þeirra, skyldu einnig muna að hjálparhönd og hlý orð, eru hinum öldruðu oft meira virði en auður fjár. í sumar hafa nefndar ljóðlinur ómað i eyrum mér oftar en áður þvl að óvenjulega margir vinir og samferða- menn minir hafa horfiö inn i „hallir dauðans” siðustu vikurnar. Eina vikuna lágu fjórir þeirra á likbörum. Meðal þeirra voru mæögurnar Pálina Eliasdóttir og Jónina Eliasdóttir á Laufásvegi 18, sem ég minnist nú hér meö nokkrum orðum. Aðrir hafa þegar minnzt þeirra mjög vel og sagt sögu þeirra, svo að ég skrái hér aðeins persónulegar minningar, sem munu svo fylgja myndum mæðgnanna er uröu vegna mistaka, eftir, þegar ævi- minningarnar birtust hér i þáttunum þann 7. þ.m. Ég frétti það og grip þvi tækifæriö til þess aö rita fáein kveðjuorð. Ég hefi þekkt heimilin að Laufás- vegi 18 um áratuga skeið og á um þau ágætar minningar. Ég var þar slðast gestur á liðnu vori. Þaö var ógleym- anlegur dagur, bjartur og bliður. Frú Pálina var svo ótrúlega hress og andlega heilbrigö, þó komin væri að niræðu. Hún var fallegt gamalmenni, andlitið þvi nær hrukku- lau^t og um það lék þetta heillandi bros sem einkenndi hana alltaf. Fram- koman öll hlý og aðlaðandi, svo sem verið hafði jafnan fyrr. Auðséð var, að ég var hér i návist ágætrar húsfreyju og móður. Ég þekkti svo vel sum börnin hennar og vissi, hve mjög þau elskuðu og virtu móður sina og minningu föðurins. Ég hefi ekki þekkt betra samband milli fullorðinna barna og aldraöra foreldra. Og ég sá þaö enn, umræddan dag, þegar ég ræddi viö frú Pálinu, hve Jónina umvafði móður sina með ást, umhyggju og viröingu. Við ræddum margt frá liðnum árum. Ég veitti þvi athygli, að frú Pálina renndi oft auga til myndarinnar af eiginmanni sinum, Eliasi Bjarnasyni, er stóð á borði viö stól. hennar. Þeirra hjónaband var fyrirmynd. Elias var stórmerkur maöur, sem viö yngri kennarar litum alltaf upp til, og hann tel ég i röö fremstu kennara, sem ég hefi kynnzt. En hér er ekki tækifæri til þess að ræða það frekar. Þegar ég lit til baka yfir liðna ævi og minnist hinna mörgu starfsfélaga minna, verður Jónina Eliasdóttir þar I fremstu röð,fyrir margra hluta sakir. Við unnum saman mörg ár i fræðslu- málaskrifstofunni og þeirra ára er gott að minnast. Jónina var ágætur starfsfélagi og tryggur vinur. Hún var góöum gáfum gædd, skapmikil nokkuö, en haföi góöa stjórn á skapi sinu. Gat stundum veriö „snögg upp á lagiö” en ævinlega hreinskiptin, hjálpfús, prúömannleg og vildi leysa hvers manns vanda. Mér fannst Jónina vera þannig, gerö, aö ef hún hefði nú verið ung og gengið mennta- veginn, þá mundi hún hafa orðið forystumaður á einhverju sviði. Hún var vel til forystu fallin, en hún var lika frábær þjónn. Hún var fjölhæfur verkamaður og hin mesta hamhleypa, að hverju sem hún gekk. Það var gott aö vinna með henni og leita til hennar, þegar afgreiöa þurfti eitthvað fljótt og islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.