Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAMETTIR m Fimmtudagur 15. apríl 1982 — 15. tbl. TIMANS Guðmundur Ingi Kristjánsson Kirkjubóli, sjötíu og fimm ára Skáldið og bóndinn Guörnundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli Onundarfiröi ^tti 75 ára afmæli 15. janúar s.l. Hann er fæddur á Kirkjubóli og þar hefur hann slltaf átt heima. Foreldrar hans voru hjóninBessabe Halldórsdóttir og Kristján Guðmundsson er þar bjuggu, bæöi þekkt a& gáfum og dugnaöi. Auk Gumundar tnga.sem var næst elstur, áttu þau Bess- abe og Kristján þessi börn: ólaf Þ., fyrr- verandi skólastjóra Flensborgarskólans i Hafnarfirðiog ættfræöing. Hann er nú lát- lnn • Jóh önnu, sem alltaf hefur átt heima á Kirkjubóli og unniö aö búskapnum og þá ekki hvaö sist aö skógræktinni. Halldór, t>jó lengi á Kirkjubóli ásamt Guðmundi, en hefurallmörg siöustu árin veriö starfs- niaður Alþingis. Hann hefur fengist mikiö v‘6 blaðamennsku og ritstjórn. 011 eru systkinin vel þekkt fyrir frábæra hag- mælsku og ritleikni. Guömundur Ingi var viö nám i Alþýöu- skólanum á Laugum 1929-1930. Prófi frá Samvinnuskólanum lauk hann 1932. Hann yar kennari og skólastjóri 1 Mosvalla- hreppi i' um þrjá áratugi, en lét af þeim störfum fyrir nokkrum árum. Aö margs- konar félagsmálastörfum hefur Gúðmundur Ingi unniö mikiö og lengi. Ekki er þaö ætlunin aö tíunda hér öll þau margþættu félagsmálastörf sem hann hcfur unnið fyrir sveit sina og héraö, en úokkur skulu þó talin. Aratugum saman hefurhann veriö I hreppsnefnd Mosvalla- hrepps svoogoddvitihreppsnefndarinnar.’ Sýslunefndarmaöur hefurhann verið i um Það bil þrjá áratugi og lengi formaöur skólanefndar Héraösskólans á Núpii Eýrafiröi. Hann var ritari Héraössam- bands Ungmennafélags Vestfjaröa i fjölda mörg ár. Formaöur Búnaöarsam- bands Vestfjaröa hefur hann veriö á fjórða tug ára og i stjórn Búnaöarfélags Mosvallahrepps langt á þriöja tug ára. Lengi hefur hann átt sæti i stjórn Kaup- félags önfiröinga og á mörgum þingum Fjóröungssambands Vestfiröinga hefur hann verið fulltrúi. Aö ýmsum öörum félagsmálastörfum hefur Guömundur unnið mikiö og lengi þó þau veröi ekki tal- in hér. Þaö segir sig alveg sjálft, aö fjölþætt og oft vandasöm félagsmálastörf taka mik- inn tima frá búsönnunum og eöa öörum hugöarefnum. Þau munu lika langoftast unnin vegna áhuga á framgangi góöra mála, en ekki vegna þeirrar litlu þókn- unar sem oftaster fyrir þá vinnu greidd. Svo hygg ég ab verið hafi með Guðmund Inga. Hitt er svo vissulega eftirsóknar- vertog mikils viröi aö hafa á aö skipa jafn fjölhæfum og skemmtilegum manni sem Guðmundur Ingi er. Eins og skáldskapur Guömundar Inga ber gleggst vitni um, er hann mikill aðdá- andi gróðursog ræktunar. Jörðin sem þau systkinin hafa setið er einnig órækt vitni. Þar hafa mörg handtök verið unnin viö aö auka viö ræktaö land og fegra með skógargróðri. öll hús jaröarinnar hafa veriö byggö upp. Þau skila vissulega betra Kirkjubóli en þau tóku viö. Skáldiö Guðmundur Ingi Kristjánsson er löngu þjóökunnur. Fyrsta ljóöabók hans, Sólstafir, kom út 1938. Siðan hafa komiö frá hans hendi 5 ljóðabækur, ef ég man rétt. Yrkisefni hans eru mjög fjöl- þætt og öll hans ljóö bera með sér hag- mælskuna og vandvirknina. Hann á fjölda marga aðdáendur. Einnig hefur Guðmundur skrifaö fjölda greina i blöö og timarit um margvisleg efni. Lengi hefur Guðmundur Ingi veriö i blaöstjórn tsfirðings. Hann hefur árlega sent blaðinu ljóö og greinar til birtingar og hefur þaö allt verið úrvalsefni. Fyrir allt þetta eru honum fluttar einlægar þakkir. í allri viökynningu er Guömundur Ingi mjög hugþekkur maður, skemmtiiegur i viöræöu og margfróöur. Eiginkona hans erÞuriöur Gisladóttir frá Mýrum i Dýra- firöi, hin mætasta kona og ágætlega greind. Ég og kona min þökkum Guðmundi Inga fyrir löng og góö kynni. Viö óskum honum og f jölskyldu hans allra heilla i til- efni sjötiu og fimm ára afmælisins. Jón A. Jóhannesson. ARNAÐ HEILLA

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.