Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 12
Stefanía Guðmundsdóttir og Theodór Kristjánsson frá Blönduósi Stefanía Guðmundsdóttir, f. 1.2. 1904 — d. 12.1. 1982 Theódór Kristjánsson, f. 29.8. 1900 —d. 21.2. 1966 Stefánia var fædd að Litlu Giljá i Þingi, þar voru foreldrar hennar i húsmennsku. Siðan flytjast þau til Blönduóss og byggðu bæ, sem þau nefndu Brúarland. Theódór var fæddur að Svangrund i Refasveit. Þaðan fer hann með foreldrum sinum að Ytra-Hóli i Vindhælishreppi. Theódór fór snemma að vinna eins og tiðkaðist I þá daga. Fór á vertiö suður á land á vetrum, bæði til Vestmannaeyja og Suðurnesja. Theódór og Stefania bjuggu nær allan sinn búskap á Blönduósi. Theódór vann um árabil hjá Pósti og sima á vetrum og vegavinnu á sumrin. Allt þar til hann gerðist starfsmaður viö mjólkurstöðina á Blönduósi þegar hún var stofnsett og vann þar til dauöadags. Þau hjón höfðu smá búskap, nokkrar kindur og 1 til 2 kýr, enda voru þau miklir dýravinir. Mér er ljúft að minnast tengdaforeldra minna með þakklæti fyrir þá umhyggju- semi, sem þau sýndu mér og börnum min- um. Það er óhætt að segja að þau væru vakandi yfir velferð barna, tengdabarna og barnabarna. Þær eru ógleymanlegar stundirnar er við dvöldum á sumrum að Brúarlandi, þar rikti ávallt glaðværð á heimilinu. Húsmóðirin var bæöi ljóð og söngelsk og reglusemi var þar i fyrirrúmi. Stefania átti við mjög erfiðan sjúkdóm að striða siðustu 12 ár ævi sinnar, og dvaldi á sjúkrahúsi allan timann. Samt hélt hún óskertri hugsun til dauðadags, fylgdist vel meö, en fyrst og fremst var hugurinn hjá börnum og barnabörnum. Stefania og Theódór eignuðust fimm börn og þeirra æösti draumur var aö koma þeim til manns, án aðstoðar annarra, og sá draumur þeirra rættist fullkomlega.Börn þeirra voru: Guömann, andaðist á öðru ári, Guðmundur, Alda, tsabella, er andaðist árið 1976, 42ja ára og Ragnhildur Anna. Ég kveö þessi góöu hjón og þakka sam- fylgdina. Blessuð sé minning þeirra. Tengdasonur Dagný Þórðardóttir Heiðabyggð 8, Garðabæ Fædd 10. mars 1945 Dáin 12. mars 1982 Enn fellur blóm af fjölskyldu til jarðar ég finn mig vantar trú og hugar þor. Samt veit ég nú að vonin götu varöar og vist mun Drottinn létta harma spor. Ég bið þess heitt að bindir þú um sárin börn og maka frænku huggir þú. Astvinanna allra þerröu tárin okkur gefðu þrek og sanna trú. Þó ljósin slökkni, ljós þitt aldrei dvinar en lýsir skærast svarta myrkri i. Heyröu faðir hjartans bænir minar, er harmi þrungip til þi'n nú ég flý. Ég fátæk er— en fel ihendur þina frænku minnar liö — og harma tár. Heyrðu faðir bljúgar bænir minar og bind um þessi voðalegu sár. Þá brimiö eigi brýtur skipin smáu, þó boðar rlsi, fleyiö hverfi um stund, þin augu vaka alveldi i háu. Oss öll þú lýkur kærleiksrikri mund. ö sjáum ljósin — lifsins huggun sanna, er lýsir yfir dauöa og kalda gröf. Vertu bróðir, viti okkar manna viti er lýsir yfir jaröar höf. 1 okkar hjörtum indæl minning lifir, þó endað hafi lifiö hér svo skjótt. Ég nú þess bið að englar vaki yfir þér elsku frænka, og segi.: Góða nótt. Borgfjörö. 12 isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.