Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 2
MSHSSSSt \ Laufey Lilliendahl Selfossi Fædd 31. maí 1902. Dáin 21. febrtiar 1982. í dag fer fram frá Selfosskirkju litför frú Laufeyjar Lilliendahl, en hún lést i Landakotsspítala eftir alllanga vanheilsu, ejistutta sjúkrahúsvist aö morgni sunnu- dagsins 21. febrúar. Laufey fæddist á Vopnafiröi 31. mai 1902 og var þviá 80. aldursári, er hún lést. For- eldrar hennar gvoru hjónin Agústa Jónas- dóttir frá Kjama i Eyjafiröi og Carl J. Lilliendahl kaupmaöur á Akureyri. Hann var sonur Carls Lilliendahls, hafnsögu- manns á Skálanesi I Vopnafiröi', Jakobs- sonar Lilliendahls beykis á Vopnafiröi , Lorenzsonar Lilliendahls, beykis á Akureyri, sem fluttist fyrstur sinna ætt- menna til tslands og giftist islenskri konu. Hann var fæddur I Flensborg i Slesvig 1768 og dó á Akureyri 1841. Þeim Carli og Agústu varö fjögurra barna auöiö. Auk Laufeyjar, þriggja sona, sem allir störfubu sem simritarar. Elstur var Tbeod ör, skrifstofustjóri rit- simans i Reykjavik, sem lést 25.nóv. sl., Jónas fulltrúi bæjarsimastjórans i Reykjavik, lést 12. mars 1975 og yngstur var Alfreö, si'mritari á Siglufiröi, lést 25. sept 1969. Laufey var bam aö aldri, er fjölskylda hennar fluttist búferlum til Akureyrar og faöir hennar tök viö bókarastarfi hjá verslun Ottós Thuliniusar. Aö loknu venjulegu barnaskólanámi, hóf Laufey nám viö gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaöan gagnfræöaprófi voriö 1920. Hóf hún þá störf hjá landsimastööinni á Akureyri og starfaöi þar samfellt næstu tiu árin, ef undan er skilin rúmlega misserisdvöl i Kaupmannahöfn viö frekara nám og lauk þar námi i hús- mæöraskóia. Veturinn 1929-’30 lágu leiöir Laufeyjar suöur á land aö heimsækja æskuvinkonu sina, ölfu Pétursdóttur, konu Eirfks Einarssonarútibússtjóra Landsbankans i hinni nýju byggö viö ölfusárbrú. Það átti siöarfyrirhinninorölensku heimasætu aö liggja aö eiga þar heima næstu 4 áratugi sem mikilsvirt húsmóðir og una hag sin- um vel. Viö bankann starfaöi þá systur- sonur Eiriks, Einar Pálsson frá Hlið i Gnúpverjahreppi. Felldu þau hugi saman og giftust sumardaginn fyrsta 1931. Bjuggu þau fyrsta misseriö I litilli i- búö i Bankahúsinu. Þá var Selfoss ekki til 1 þeirri mynd, sem viö þekkjum i dag. Noröan þjóövegarins voru þá ekki önnur 2 hús komin en Tryggvaskáli, Pósthúsiö, Bankahúsiö og Mjólkurbúið. Allt svæðið norðan vegarins voru þess utan móar og melabörð sem biöu nýrra landnema. Og þarna riðu hin ungu hjón á vaðið, keyptu landspildu norður viö ána og reistu þar fallegt ibuöarhús og nefndu Svalbarð. örlögin höguöu þvi svo, að það var ein- mittfaöir minn,-. Kristinn Vigfússon, sem þau réöu til þess að reisa húsiö. Oft minntist hann þess sumars með mikilli ánægju — sem eins þess besta, sem hann hefði lifað. Hann svaf þar i tjaldi og veCráttan var meö eindæmum góð. Allan júlimánuð kom ekki skúr úr lofti. Annað tjald höföu þau Einar og Laufey þar á barðinu og þar eldaði hún um sumarið. Lax var þar oft á boröum, þvi laxveiöi var þá með eindæmum i ölfusá, svo aö menn mundu ekki annaö eins. Minntist faðir minn þess oft siðar hvaö sér heföi liöiö þarna vel við smiöarnar og viöurgerning Laufeyjar og þeirra hjóna. Taldi hann að þetta hefði ráöiðúrslitum, aöhann afréð aö setjast aö á Selfossi og kaus aö eiga þau aö sinum næstu nágrönnum. Reisti sitt eigiö hús þá um haustiöog laul: þvi um vorið. Þá hófst súnágrannavinátta,sem ekki varö betri á kosin. Einkum vor þær Aldis, móðir min, og Laufey, sérlega samrýmdar og mikill trúnaður á milli þeirra. Og i skjóli þeirrar vináttu ólumst viö bræöurnir upp. Oft minntist Laufey á æskustöövar sinar, Akureyri, sem olli þvi, að i huga okkar bræðranna i Arnesi var I sæku okk- ar meiri ljómi yfir Akureyri en nokkrum stað öðrum norðan fjalla. Laufey var myndarleg og eiskuleg hús- móðir, semlaöaöifólktil sin og meö henni fluttist ferskur og gamall menningarblær frá Akureyri. Á heimili þeirra Laufeyjar og Einars var þvi oft gestkvæmt. Einar þekkti marga ogbauð óspart feröamönn- um og gömlum sveitungum heim i mat og kaffi og alltaf tók Laufey jafn elsku- lega á móti öllum hvernig sem á stóö. Auk húsmóöurstarfsins tók Laufey nokkurn þátt i félagsmálum og var kosin I fyrstu stjórn Kvenfélags Selfoss þegar þaö var stofnaö 1948. Þeim Laufeyju og Einari varö fjögurra barna auðiö. Þau eru: Gestur f. 16. mars 1933, ljósmyndari I Reykjavík, Agústa f. 11. sept. 1935, stúdent oe kennari. eift Guöjóni Styrkárssyni hrl. Páll f. 1. febr. 1937 d. 15. mai s.á. og Einar Pall f. 26. okt 1939, vélstjóri, vekstjóri hjá Stál- vik I Garðabæ. Einar hóf starf við útibú Landsbankans á Selfossi I nóvember 1921 og varö útibús- stjórii sept. 1935. Hann lét af þvi starfi 1. des. 1971 og haföi þá starfað við útibúið i 50 ár. Þá fluttustþau til Reykjavlkur, þar sem þau Laufey bjuggu siðan aö Dyngju- vegi 12, en hann lést 19. júni 1980. Ég vil aö leiöarlokum þakka Laufeyju ævilanga vináttu og ótal ánægjustundir, bæði á æskuárunum i hinu góöa nágrenni og siöar, er ég gerðist starfsmaður bankans. Vandaðrikonu i viðkynningu og sérstaklega i umtali hef ég ekki kynnst. Ég óska henni blessunar i nýju heim- kynnum og sendi börnum hennar og fjöi- skyldum þeirra alúöarkveöjur. Guöm. Kristinsson. t Meö þessum fáu linum vil ég minnast Laufeyjar K. Lilliendahl sem lést 21. febrúar sl. eftir skamma sjúkrahúslegu. Siöasti dagur i li'fi hennar var bjartur og hlýr eins og fagur vordagur og var það vel, þvi birtan og hlýjan einkenndu Lauf- eyju alla tið. Er mig rekur fyrst minni til fyrir um 30 . árum, höföu þau Laufey og Einar heitinn Pálsson, fööurbróðir minn, búiö i húsi sinu i rúm 20ár. Oft minntust þau hjónin á þær ánægjustundir þegarþauhófu búskap fslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.