Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 15.04.1982, Blaðsíða 16
Þórður Þórðarson bóndi Gauksstöðum, Jökuldal Fæddur 25. ágúst 1903 Dáinn 18. desember 1981 Vinur minn Þöröur Þórðarson bóndi á Gauksstööum, Jökuldal i Noröur-Múla- sýslu lést á Sjúkrahiísinu á Egilsstööum 18. desember sl. Vil ég minnast hans, þótt nokkuö sé líöiö frá þvi hann lést. Þóröur var fæddur 25. ágúst 1903 aö Arnórsstööum á Jökuldal. Foreldrar hans fluttu þegar Þóröur var fjögurra ára aö Gauksstööum i sömusveit. Þar ólst Þórö- ur upp og átti siöan heima alla æfi. Foreldrar Þóröar voru hjónin Stefanía Jónsdóttir, Guðlaugssonar.bróður Þóröar á Kjarna i Eyjafiröi og Þóröur Þórðarson frá Sævarenda i Loðmundarfiröi. Alsystkini Þóröar vorulO og barnmargt á Gauksstöðum. 6 systkinanna eru á li'fi: Skúli magister í Reykjavik Þóra Margrét húsmóðir í Reykjavik Sigsteinn f.v. innheimtumaður f Reykjavik Jónas f.v. starfsmaður K.E.A., Akur- eyri Vilhjálmur f.v. bóndi Akureyri Þorvaldina sem býr i' Kaupmannahöfn Þóröur vandist snemma almennum sveitastörfum. Arið 1924 fór hann á bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaö- ist þaöan eftir 2ja vetra nám. Tók Þóröur þá strax viö búinu á Gauks- stööum og bjó þar alla tið siðan. Erfiöleikar voru þá i búskap og stóö Gauksstaöabúiö varla fyrir skuldum. Tók Þóröur við búinu ásamt öllum skuldum, sem hann tók að sér aö greiöa. Faöir Þóröar lést 1928. Stefania móöir Þóröar var bústýra hjá honum, þar til héilsa hennar þraut og hún fluttist til Reykjavikur þar sem hún lést árið 1960. Eftir þetta var Þóröur alveg einbúi og alla tiö ókvæntur. Þöröur keypti Ibúö i húsi sem Sigsteinn bróöir hans reisti I Reykjavik. Leigði hann ibúöina, meö þeim skilmálum aö móöir hansfengi þar herbergi og aö henni væri ldtiö i’ té fæöi og umönnun. Þá lagöi Þóröur svo fyrir aö móöir hans héldi elli- launum sinum alla tið óskertum tii eigin nota. Þóröur átti þess kost aö hætta sfnum erfiöaeinyrkjabúskapog flytja i ibúð sina i Reykjavik. Til þess kom þó aldrei og æskustöðvarnar voru sterkari en þéttbýl- ið. Húsakostur á Gauksstöðum lét undan timans tönn og fyrir mörgum árum kom Þórðursérupp litlu ibúðarhúsi úr timbri, þar sem honum leið betur, enda kom raf- 16 magnið og geröi honum lifið bærilegra. Þóröur var ekki mikill fyrir mann aö sjá, en hann var harðduglegur og góöur bóndi,sem var þokkalega efnum búinn og átti um tima góöan bústofn, bæði sauðfé og hross. Þórður fylgdist vel meö i land- búnaöi og tók alltaf nýjustu vélar i þjón- ustu sina, þá átti hann oft fleiri bila en einn. Þórður var mikill félagsmálamaöur fylgdist af lifi og sdl meö öllum hræring- um mannlifsins, hann var aldrei ein- angraður, þótt hann byggi einn og af- skekkt. Sveitungar hans kusuhann til forystu i Búnaöarfélaginu og gegndi hann þar for- mennsku I mörg ár. Þd var hann I hrepps- nefnd um skeiö. Þóröur var róttækur i skoöunum og ein- lægur sósialisti alla tiö. Mannkostir hans voru ótviræöir og þvi treystu sveitungar hans honum vel til þess að vinna aö fram- fara- og hagsmunamálum sveitarinnar. Fáa átti hann þar þó flokksbræður. Kynni okkar Þóröar uröu fyrst náin þegar ég fór áriö 1942 I framboö til Al- þingiskosninga I Noröur-Múlasýslu. Segir hann i bréfi til mi'n 1941: „Þar sem viö fengum tillögu um aö þú yröir I kjöri hjá oss, höfum viö tekiö þvi fegins hendi, þvi satt aö segja held ég aö engan fýsi sem þekkir tilpólitiska ástandsins i landinu aö vera i kjöri i sveitakjördæmi”. 1 framboöiö var auövitað ekki farandi, nema meö stuöningi manna eins og Þórö- ar. Þetta var rakiö sveitakjördæmi, þar sem Framsókn og Sjálfstæöiö höföu yfir 90% atkvæöa. Þeir voru þvi kjarkmiklir bændur á þessum tima, sem voru róttækir, og ein- lægir sósíaiistar. Menn eins og Sigurður Arnason í Heiöruseli, sem oft var í framboöi, Þóröur á Gauksstööum og margir ónefndir góöir bændur, meö ákveönar sósialistiskar lífs- skoöanir. Kynni min af viðhorfi þessa timabils 1942-1959, þegar ég feröaðist sjö sinnum um þetta dæmigeröa sveitakjör- dæmi, uröu þannig aö mér fannst erfiöara fyrir bændur i fámenninu og i rauninni þurfti meiri hetjulund til þess aö vera sósialisti þar en í þéttbýlinu við sjóinn. Þóröur mætti alltaf á fundunum á Jökuldal. Var hann góöur ræöumaöur og fylginn sér. Fundimir þar voru alltaf fjörugir, og fannst mér fólkiö sem af- skekkt býr glaðlegt og einlægt þegar þaö kom á mannamót. Þóröur var sá einstaklingur, sem studdi mig best fjárhagslega í framboðsferðun- um, sem tóku um 3 vikur i hvert skipti. Hann ldnaöi mér bila og fékk vini sfna til þess aö sækja mig noröur i Möörudal- Kom Þóröur nokkrum sinnum akandi á bfl sfnum frá Gauksstööum og heim til min, en þaö er um 300 km fram og til baka. Kom hann þá færandi hendi meö matvæli úr búi sinu og einnig peninga. Eittsinn kom hann seint um kvöld, gisti um nóttina, en þurfti aö fara eldsnemma um morguninn til þess aö mjólka kúna, sem hann átti. Stundum kom Þóröur meö einhvern sveitunga sinna. Þótti okkur hjónum og sonum okkar mjög gaman aö þessum heimsóknum, þvi Þórður var alltaf svo fjörugur og sagöi mjög vel frá, ekki síst þvi sem spaugilegt var. Þóröurhaföi óbilandi trú á sósialisman- um og örlæti hans málstaönum til stuön- ings fannst mér meiri, en hjá flestum þeirra, sem ég hefi kynnst. Hin siðari ár tók sjón Þóröar aö bila og þurfti hann árlega til eftirlits hjá augn- lækni i Reykjavfk. Ég hitti hann síðast fyrir 2 árum, þegar viö vorum saman i flugvél til Reykjavfk- ur. Var hann oröinn sjóndapur og farinn aö láta á sjá, enda hálf áttræður. En hann var ræöinn, skemmtilegur og fylgdist vel meö. Þessar sföustu samverustundir okk- ar Þóröar staðfestu, svo aö ekki varö um villst, að þrátt fyrir aöhannhaföi um tugi ára búiö einn á tiltölulega afskekktri jörö, haföi Þóröur aldrei einangrast. Hans sterka skapgerö, glaöværö og góöar gáfur geröu honum fært aö þola einsemd' ina. A siðast liðnu hausti fargaði Þóröur búfénaði sinum og ætlaöi aö hafa vetur- setu á Egilsstööum, en fara heim i Gauks- staöi meö vorinu. Þaö átti þó ekki fyrir honum aö liggja. Hann lést 18. desember sl. liðlega 78 ára aö aldri. Votta ég systkinum og öörum vanda- mönnum Þóröar á Gauksstööum samúöar og kveð hann meb söknuði. Jóhannes Stefánsson islendingaþættir j

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.